Tíminn - 11.01.1955, Blaðsíða 5
?. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 11. janúar 1955.
Þriðjiííí. II. |«n.
ÞJOÐLEIKH USIÐ:
Þefr
Verða Islendingar
hraktir úr Norður-
Það' hefir vakið allmikla at-
hygli, að sænska ríkisstjórn-
in hefir nú urn áramótin sagt
upp loftferðasamningum milli
Svíþjóðar og fslands, sem gilt
hefir undanfarin ár.
í sambandi við þessa upp-
sögn hafa ýmsar sögur kom-
ist á kreik og er éin þeirra
sú, að sænska ríkisstjórnin sé
hér að ganga erinda flugfé-
lagsins SAS, sem heldur uppi
. flugferðum milli Evrópu og
Ameríku. SÁS hefir að undan
r förnu haldið uppi allmiklum
áróðri gegn Loftleiðum og tal
ið þsén vera sér óþægan keppi
- naut. Ástæðan er sú, að far-
gjöld með Loftleiðum eru
nokkuð lægri en fargjöld hjá
SAS.
Framangreindur orðrómur
hermir, að sænska stjórnin
ætli að neita Loftleiðum um
lendingarleyfi í Svíþjóð, ef
þær hækka ekki fargjöldin til
jafns við SAS, og sé loftferða-
samningnum sagt upp í þeim
tilgangi.
Þá herma áreiðanleg blöð,
m.a. Aftenposten í Oslo, að
norska stjórnin og danska
stjórnin séu að hugsa um að
feta í fótspor sænsku stjórn-
arinnar, en auðmenn í þessum
þremur löndum - standa að
SAS........
Til þess liggja eðlilegar or-
sakir, að fargjöld hjá Loftleið
um eru lægri en hjá SAS. Vél
ar þær, sem Loftleiðir nota
eru ekki eins hraðfleygar og
nokkru þægindaminni. Eðli-
legt er af þeim ástæðum, að
fargjöldin hjá Loftleiðum séu
nokkru lægri. Ef Loftleiðir
hefðu sömu fargjöld og SAS
. að óbreyttum vélakosti, myndi
það verða til þess að þær yrðu
alveg undir í samkeppninni.
Þegar á þetta er litið, fer
fjarri því, að Loftleiðir haldi
hér uppi óeðlilegri samkeppni.
Þrátt fyrir þennan mun á
vélakosti, hefur Loftleiðum
veitt allvel í samkeppninni að
undanförnu. Efnaminna fólk
vinnur það til fyrir lægri far-
gjöld að vera heldur lengur á
leiðinni og njóta heldur minni
þæginda. Hvað öryggi snertir,
eru vélar þær, sem Loftleiðir
nota, líka taldar standa mjög
framarlega.
Ef það e'r ætlun Svía að
neita íslenzku flúgfélagi um
lendingarléýfi, verður því á-
reiðanlega mjög illa tekið af
íslendingum. Íslendíngar
leggjá á það mikla áherzlu að
geta haldið uppi sem víðtæk-
ustum flugferðum. Léga lands
íns gerir það m.a. nauðsynlegt.
íslendingar hafa líka á fáum
árum náð glæsilegum árangri
á þessu sviði. Það er stolt ís-
lendirtga, að ísl. flugfélög
skuli með góðum árangri geta
haidiðjuppi samkeppni á einni
helztu flugleið heimsins. Það
er von íslendinga, að þeir geti
hér háldið áfram að koma fót
um undir vaxandi atvinnu-
gréin.
Ef Svíar — og ef til vill
Danir og Norðmenn líka —
ætla að verða til þess að reyna
að eyðileggja þessa atvinnu-
grein, seirt íslendingar binda
svo miklar vörtir við, þá er rétt
Þegar rösklega öld var liðin
frá þvi er norrænir víkingar
festu byggð á íslandi fór breið
firskur bóndi úr Haukadal í
Dalasýslu, Eiríkur rauði, sek-
ur um vígaferli til Grænlands,
nam þar land og settist að í
Brattahlíð. Hófst þá íslenzkt
landnám í Grænlandi og
byggðuzt tvær fj arðabyggðir:
Eystribyggð sunnar, Vestri-
byggð norðar og víðáttumikil
strandlengja óbyggð á milli
byggða. Talið er að alls hafi
um 300 bændabýli risið upp á
Grænlandi. Byggð og þjóð-
skipulag verður með svipuð-
um hætti og á íslandi. Byggð-
arhöfðingjar og þing ráða
öllu. Kaþólzkt kirkjuvald nær
snemma tökum í byggðunum
og er biskupsstóll settur í Görð
um árið 1126. — Árið 1261, ári
fyrr en íslendingar, ganga
Grænlendingar Noregskon-
ungi á hönd.
Ijeikrií í ffóriiai liáUiun.
IflifmiílMS*: Ágimr I»órðars©n.
Léksípri: Maraldisr ISjönsssoii.
Harðbýlt er á Grænlandi fyr
ir landbúnaðarþjóð slíka sem
íslendingar voru á Söguöld.
En þar var gnægð veiðifanga.
Langar og hættusamar veiði-
farir urðu þvi öðrum þræði
bjargræðisvegur Grænlend-
inga til forna. Grávara og rost
ungstennur varð helzti kaup-
eyrir þeirra.
Þegar liður fram á miðaldir
harðnar veðrátta mjög um
nyrstu byggðir á norðurhveli
jarðar og siglingar til Græn-
lands gerast stopular. Sigling-
ar íslendinga leggjast að
mestu niður. Örbirgð og fá-
sinrti miðaldanna á íslandi
veldur því, að tengslin við
Grænland rofna með öllu. —
Veiðiþjócí norðurhjarans,
Skrælingjar, sækja til fanga
suður með Grænlandsströnd
um. Líkur og munnmæli
styðja þá tilgátu, að harðir
árekstrar og blóðhefndir
hafi tekizt með Skrælingj-
um og Grænlendingum hin-
um fornu. Um tveggja alda
skeið varir dauðastríð þess-
arar minnstu þjóðar af nor-
rænum stofni í jöklagreip-
um Grænlands. — Þegar
konungdómur leggst niður í
Norvegi við stofnun Kalmar-
sambandsins laust fyrir lok
14. aldar rofna tengzli kon-
ungsvaldsins við Grænland
með öllu. Skattlönd Norvegs
konungs hverfa undir Dana-
konung eins og hvert annað
gleymt og óumtalað erfða-
góss. — Við illan leik hjörðu
íslendingar af hið myrkva
evmdarskeið miðaldanna en
Grænlendingar ekki. Talið
er að Vestribyggð hafi liðið
undir lok laust eftir miðja
14. öld, en Eystribyggð laust
eftir lok 15. aldar. — Og er
ar fornminjar einar geyma
harmsöyu þeirrar norrænu
smáþjóðar, sem háði líísbar-
áttu sína á Grænlandi, þjáð-
ist þar og fórst.
Örlög Grænlendinga hinna
fornu hafa orðið okkur ís-
lendingum hugstæð svo sem
líklegt var um svo sagnvísa
þjóð, sem íslendingar hafa
verið og ættvisa. Þessi
horfna þjóð var af íslenzku
bergi brotin, — það er því
Herdís Þorvaldsdóttir sem Þóra.
er þjóðin löngu horfin. Þögl|Um efni þetta og var það
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
s.l. laugardagskvöld, 8. þ.m.,
undir leikstjórn Haraldar
Björnssonar.
Eins og fyrr var á vikið
grúfir sagnmyrkur yfir ör-
’jögum Grænlandsbyggða
hinna íornu og er ekki vitað
með hverjum hætti þær
hafa éyðst; hvort lands-
menn hafa farizt af harð-
rétti eða lotið í lægra haldi
í átökum við Skrælingja,
þótt líklegt sé, að hvort-
tveggja hafi valdið. Höfund-
ur skáldverks þessa leitazt
við, að ráða þessa gátu.
Skáldverkið er mikill harm-
leikur, en hefir jafnframt
boðskap að flytja til allra
bjóða heims, eftir því sem
högum mannkynsins er hátt
að í dag og mun enn lengi
verða.
Helgi Skúlason
í hlutverki Kolbeins.
ekki vonum fyrr, að skáld
okkar hafa valið sér þau að
yrkisefni. Hið eina, sem fram
hefir komið áður af því tæi,
er Ólafs rima Grænlendings
eftir Einar Benediktsson öll
kveðin í sléttuböndum. Nú
hefir einn af okkar yngstu
og efnilegustu rithöfundum,
Agnar Þórðarson Sveinsson-
Danir að nýju slá eign sinni ar, geðveikralæknis, samið
á Grænland með kristniboði,! lcikritið „Þeir koma í haust“
að segja það og segja það
strax, að íslendingar myndu
telja það sízt minna ó-
vináttubragð en löndunar-
bannið í Bretlandi. Þrátt fyrir
allt, er hægt að skilja afstöðu
brezkra togaraeigenda, en hitt
væri með öilu óskiljanlegt, ef
f rændþj ójðii’nar á Norðurlönd-
um gengií fram fyrir skjöldu
til að eyðiléggja nýja atvinnu
grein fyrir Xslendingum, er
þeir tengja jafnmiklar vonir
við og flugið.
Ef slíkt ætti eftir að gerast,
hljóta íslendingar að spyrja
sig þeirrafc.. spurningar, hvort
þeir ættu höima í Norðurlanda
ráðinu með'Slíkum frændþjóð.
um.
Það veröur þess vegna að
treysta því, að sá orðrómur sé
með öllu ósannur, að uppsögn
Svía á loftferðasamningnum
sé í einhverjum tengslum við
deilu SAS og Loftleiða. Til
þess hljóta að liggja aðrar á-
stæður. Að óreyndu vill áreið-
anlega engin íslendingur gera
sænsku stjórninni þær getsak
ir, að hún meti meira að þjóna
SAS en norrænni samvinnu.
Ösk íslendinga er vissulega
sú, að norræn samvinna geti
háldið áíram að styrkjast og
éflast, en ekki verði vakin upp
deilumál, sem geti orðið til að
sundrá þessum þjóðum.
„Þeir koma í haust“ bregð-
ur upp mynd af þjóðskipú-
laeinu í Eystribyggð og ald-
arfarinu undir lok byggðar-
innar. EiríkUr, mikillátur
höfðingi að biskupssetrinu
Görðum og sr. Steinþór, um-
boðsmaður kaþólsku kirkju-
valdsins, ráða lögum og lof-
um. í baksýn eru kotungarn-
ir, leiguliðar Eiríks og hin
klofna hyggja byggðar-
manna um bað, hvort meiru
skuli ráða sáttfýsi og vinsam
leg skipti við Skrælingja eða
herfarir og blóðug átök. —
Kolþeinn, sonur smábónda
er fulltrúi fyrrnefndrar
kyggju. Hann er unnusti
Þóru, .systurdóttur höfðingj-
ans. Nýkominn úr herför
gegn Skrælingjum, þar sem
atvikin haga því svo, að
hann fyrir vinsamleg skipti
við óvinina sleppur við ann-
an mann, er hann sakaður
um drottinssvik og fjölkyngi,
bannfærður af kirkjuvald-
inu, dæmdur og tekinn af
lífi. Séra Steinþór, sem er
haldinn líkamslýtum allt frá
vöggu og því jafnframt hald
inn mannhatri, girnist Þóru
og beitir því óspart ógnunum
helvítis í viðureigninni við Kol
bein. — En Eiríkur, höfðing-
inn, er deigur og tvílráður og
gugnar sem aðrir fyrir ægi-
valdi helvítis og hindurvitna
hinnar fornu kaþólsku kirkju.
Svo sem títt er um mikil skáld
verk er ástarævintýrið megin
uppistaða leiksins ásamt
mannhatrinu og þeim ófarn-
aði, sem mannhatri, þjóðremb
ingi og hatri þjóða í milli verð
ur jafnan samfara.
Þetta skáldverk Agnars
Þórðarsonar er því slungið
mörgum þáttum og þeim, er
mestu ráða um farnað og ör-
lög manna og þjóða. Vand-
fýsnir og kunnáttusamir gagn
rýnendur munu geta fundið á
því ýmsa smávægilega galla.
Hitt fer ekki á milli mála, að
þetta byrjandaverk hins unga
höfundar er unnið af mikilli
kostgæfni, þekkingu og
hneigð til vandvirkni. Skáld-
brögð mörg og tilsvör í leikn-
um verða eftirminnileg. Má
því telja, að vel sé af stað far-
ið af þessum unga rithöfundi
og að meira megi frá hans
hendi vænta bregðizt honum
ekki kostgæfnin og sjálfskröf
urnar.
Haraldur Björnsson hefir
sett leikinn á svið og leikur
jafnframt aðra þá persónu,
sem hæst ber í leiknum, séra
Steinþór ,sem er sannkallaður
djöfull í mannsmynd. Harald-
ur er snjall leikstjóri og kunn
ur að því, að valda margvís-
legum hlutverkum og nálega
öllum meira og minna vel en
flestum ágætlega. En hvergi
tekst honum betur, en þar
sem hann opnar fyrir leik-
húsgestum hyldýpi mann-
vonskunnar. Leikur Haraldar
að þessu sinni er því afburða
sterkur og verður eins og svo
oft áður í svipuðum hlutverk-
um næsta eftirminnilegur. Og
vert er að taka það fram, að
enda þótt persónum slíkum,
sem hér um ræðir, svipi sam-
an um innræti og hlutverk,
tekst Haraldi jafnan, að halda
þeim aðgreindum og bregða
upp sjálfstæðri mynd af
hverri og einni.
Herdís Þorvaldsdóttir er
mjög vaxandi leikkona. Er
efasamt að öðru sinni hafi
meira á hana reynt en í hlut-
verki þessa leiks. Hún leikur
Þóru, systurdóttur og fóstur-
dóttur höfðingjans Eiríks en
unnustu Kolbeins, glæsilega
og heitgeðja. Mest reynir á
hana í 4. þætti þar, sem hún
meira en hálfsturluð af harmi
eftir dráp unnusta hennar
kemur fram sem persónugerv-
ingur sjálfrar hefndarinnar
og yfirbugar bæði fóstra sinn
og sjálfan ægivald byggðar-
innar og ofsækjanda sinn,
séra Steinþór prest. Er leikur
Herdísar í þessum þætti yfir-
burða sterkur.
Eins og fyrr var sagt ber
þessi tvö hlutverk hæst í leikn
um og eru bæði afburðavel af
hendi leyst.
Jón Aðils leikur Eirík höfð
ingja að Görðum. Persónan
er ekki ýkjasterk frá höfund
arins hendi, en sennilega og
lýtalaust af hendi leyst. Hefir
oft reynt meira á leikhæfi-
leika Jóns Aðils og þeir ekki
brugðizt.
Helgi Skúlason, ungur íeik
ari, fer með hlutverk Kol-
beins, fulltrúa nýstárlegs
raunsæis og sáttfýsi í skiptum
við Skrælingja, sem leita til
veiðifanga og nálgast byggð-
ina með vaxandi þunga. Hann
er fulltrúi þess málstaðar, að
vegna ólíkra atvinnuhátta
geti þjóðirnar báðar lifað í
landinu í sátt og friðsemd.
Hann er glæsilegur maður og
vaskur. Helgi hefir kosið að
túlka málstað Kolbeins með
allmiklum ofsa og háværð
æskuhitans. — Nokkru hæg-
látara fas og lægri málrómur
væri þó ef til vill í betri sam
svörun við hugarfar hans og
málstað. Leikur Helga er rösk
legur og óþvingaður og lofar
(Framhald á 6. slðu.)