Tíminn - 14.01.1955, Side 5

Tíminn - 14.01.1955, Side 5
10. blað. »•-« • TIMINN, föstudaginn 14. janúar 1955. Föstud. 14. jtm. Sjálfstæðisflokkur- inn og samkeppnin Álit Aiiseð E. Talbert um Herrraöaráætlun kommúnistaríkjanna K@isimsiiiistar ern élíklegir til að hefja styrjölel á þessn ári, en MHniH reysaa að draga ur vanið lýðræðisjijóðanna meðaa þeir viglsiiast sjálfir. Af öllu því, sem ber á góma í íslenzkum stjórnmál- um, er tvennt kyndugast. Annað er það, þegar komm- únistar lýsa ást sinni á lýö- ræði og frelsi. Hitt er það, þegar forsprakkar Sjálfstæð- isflokksins taka að dásama fylgi þeirra við heilbrigða samkeppni og framtalc ein- staklinganna. Óþarft ætti að vera að fara um það mörgum orðum, hvernig ást kommúnista til lýðræðis og frelsis er háttað. Það sýnir stjórnarfarið í þeim löndum, þar sem komm únistar ráða. Ást forsprakka Sjálfstæðisflokksins á frjálsri samkeppni er nákvæmlegá sams konar. Það sýna verk þeirra. Það eru t. d. forsprakkar Sjálfstæðisflokksins, er við- halda einokuninni á útflutn ingsvörum sj ávarútvegsins. í Mbl. er þetta nýlega afsak- að með því, að Framsóknar- menn hafi upphaflega átt þátt í því, að sett var löggjöf cú, sem þessi einokun bygg- íst. á. Þetta er rétt og var að- alástæðan sú, að Kveldúlfur Og fleiri fyrirtæki héldu uppi undirboðum á saltfiskmörk- uðum erlendis og þótti nauð synlegt að koma í veg fyrir þetta. Þess vegna var um skeið gripið til einkasölufyr- irkomulagsins, en það var hins vegar ekki fyrirhugað nema sem bráðabirgðaúrræði. Ætlunin var að gefa söluna frjálsa aftur eins fljótt og hægt væri, þar sem einokun þótti ekki líkleg til þess að reynast vel til lengdar. Síðan eru hins vegar liðin 20 ár og einokunin helzt óbreytt enn. Ástæðan er s'ú, að forsprakk ar Sjálfstæðisflokksins halda í hana dauðahaldi. Slík einokun eins og nú er á fisksölunni, getur gefist sæmilega í bili, þegar grípa verður til hennar vegna þess, að frjálsa samkeppnin er komin út í öfgar, eins og átti sér stað 1934. Einokun gefst hins vegar yfirleitt illa til langframa, því að henni fylg ir kyrrstaða og margvlslegur klíkuskapur. Þess vegna er löngu kominn tími til að fella þessa einokun úr gildi. Jafn- I hliða mætti setja ýmsar regl i ur, sem kæmu í veg fyrir að samkeppnin leiddist út í sarns konar öfgar og áttu sér stað 1934, t. d. varðandi lág- marksverð. Samkeppni innan eðlilegra takmarka getur ver ið jafn gagnleg og skefjalaus samkeppni reynist oft ógagn leg. íslendingar eiga nú marga efnilega káupsýslumenn. Stjórnarfarinu er hins vegar þannig háttað, að þessir menn fá ekki starfssvið, nema í sambandi við inn- flutningsverzlunina. Áreiðan lega mundi þnð mjög örfa útflutningsverzlunina, ef frjálsræðið á því sviði væri aukið og fleiri fengju að reyna þar krafta sína. Flokkurinn, sem stendur í vegi þessa, er Sjálfstæðis- flokkurinn, sem þykist þó öðrum fremur fylgjandi fram taki einstaklingsins og frjálsri samkeppni. Þegar á hólminn Ansel E. Talbert er einna kunn- astur þeirra. amerískra blaSa- manna, sem rita um hernaðarmál, enda hefir hið kunna blað „New York Kerald Tribune“ ráðið hann sem heizta sérfræðing sinn á því sviði. Eftirfarandi grein Xalberts birtist í því blaði 6. þ. m. / grein þessari Iýsir hann áliti sínu á því, hvernig kommúnistar muni hátta starfsaðferðum sínum í náinni framtíð. Páar líkur benda til þess, að Sovét ríkin hafi í hyggju að stofna til styrjaldar á hinu nýbyrjaða ári. Því miður er ekki hægt að fuli yrða hið sama um hið kommúnist- íska Kína. Æðstu menn Mao Tse tung stjórnarinnar eru að vísu í rík um mæli háðir Sovétstjórninni hvað snertir flugvélar og aðrar vígvélar, en velgengnin í Kóreu og Indó-Kína lrefir stigið þeim til höfuðs og ef til vill breytt afstöðu þeirra til hernað- . Stórstyrjaldir hafa áður verið hafnar af þeim yngri og óreyndari, er staðið hafa að viðkomandi banda lögum. Stríðshættan er eins og sakir standa meiri í Asíu en í Evrópu, enda þótt óhætt sé að fullyrða, að um takmarkaðri tilgang styrjaldar yrði að ræða þar austur frá. Samt eru helztu hernaðarsérfræðingar Bandarikjanna á þeirri skoðun, að bæði Rússland og Rauða Kína muni á þessu ári og þeim næstu halda áfram að reyna að leggja undir sig lönd í áföngum og með aðferðum, sem ekki verða þess valdandi, að Bandaríkjamenn sjái sig tilneydda til fullrar hervæðingar á grundvelli atomvopna. Það liggja gildar ástæður til þess, að kommúnistar hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja út í jafnvei minniháttar styrjöld. Bandaríkin hafa ákveðið að skerast í leikinn, ef tilraun yrði gérð til innrásar á For- mósu. Bandaríkin myndu og að líkindum svara með því að beita atomvopnum, ef árásir væru gerðar á hin frjálsu riki Suðaustur-Asíu. Byltingar og áróður verða því senni lega nú sem fyrr þær starfsaðferðir sem kommúnistar koma til með að beita, því að þeim aðferðum eiga Bandaríkjamenn erfiðast með að sporna gegn. Sterkasta aflið til að koma í veg fyrir nokkur hernaðarævintyri Malenkoff-stjórnarinnar er áreiðan lega óttinn við: 1) að slík ævintýri yrðu ekki full- komlega árangursrík, og 2) að þau myndu leiða af sér skjóta hefnd. Eins og nú er komið, er hinum langfleygu sprengjuflugvélum Rússa það mögulegt að ráðast á herstöðva og iðnaöarsvæði Norður-Ameriku, og varna þar atomsprengjum. En vit neskja, sem fengizt hefir eftir ör- uggum heimildum, færir mönnum heim sanninn um, að enn hafa Bandaríkjamenn þó fleiri og betri vopn og betri flutningatæki til að ílytja þau. Bandaríkjamcnn hafa einnig sterkari loftvarnir og sjóher, sem bæði gefcur haft yfirráðin á höfun- um og flutt vistir til fjarlægra stöðva. Einnig hafa þeir yfir að ráða hinurn fuilkomnasta útbúnaði til nota bæði á láði og legi. Það eru þessar staðreyndir, sem virðast hafa leitt Sovétstjórnina til að reyna af fremsta rnegni að sporna við frekari vígbúnaði Banda ríkjamanna með því að tala um „friðsamlega sambúð“, og slá ryki í augu þeirra þjóða, sem Bandar'kj unum eru hlynntar, með loforðum um aukin viðskipti. En meðan á þessu stendur vígbúast kommúnist- ar eftir megni, og koma sér upp stórum herjum, sem ef til vill csetu komið hinum frjálsa heimi á Kné í framtíðinni. Lord Ismay, aðalritari Atlants- hafsbandalagsins, Charles Bohlen, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu og Sir Alvary Gascoigne, Rússlands- sérfræðingur Breta, hafa allir Jýst yfir því ekki alls fyrir löngu, að engra breytinga sé að vænta varð- andi fyrirætlanir kommúnista um heimsbyltingu og heimsyfirráð, að svo komnu máli. Takmark kommúnista nú er. að ná yfirráðum með einhverju móti án styrjaldar yfir þeim hernaðar- lega mikilvægu landssvæðum, sem flýta myndu fyrir þeim degi, þegar Sovétríkin geta státað yfir sterkari aðstöðu en Bandaríkin. Þessi landssvæði eru: 1) Japan vegna núverandi getu þess á sviði iðnaðar, 2) Miðausturlöndin vegna olíu- lindanna, 3) iþ'naðarsvæðin kring um Ruhr. 4) Skandínavíuskaginn, fyrir kaf- bátalægi og herskipahöfn, er gæti gert Bretland áhrifalaust, 5) viss norðlæg svæði, þeirra á meðal ísland, Spitzbergen, og ef til vill Grænland vegna mikilvægis þeirra sem flugstöðva, og 6) Indland, vegna fólksmergðar- innar. Ágangur Rauða—Kína i hinum hrísgrjónaauðugu héruðum Indó- Kína, og hin sterku tök þess á eig in landssvæðum, ásamt norðurhluta Mao Tse-tung Kóreu, eiga áreiðanlega eftir að verða þættir í baráttu kommúnista fyrir falli Japans. Sú fyrirætlun franskra kommún- ista og Sovétstjórnarinnar að koma í veg fyrir inngöngu Vestur-Þýzka- lands í NATO færði heim sanninn um sams konar fyrirætlun gagnvart Ruhr. Kommúnistar álíta, að þeir geti sett markið hátt, því að sam- kvæmt kenningum Marx ei' komm- únisminn „óhjákvæmilegur“ Lenin reit skömmu fyrir dauða sinn: „Um síðir mun baráttan ein- kennast af þeirri staðreynd, að Rúss land, Kína og Indland hafa á að skipa meirihluta jarðarbúa". Það er til að koma í veg fyrir þetta banda- lag undir yfirstjórn kommúnista, sem hugur vestrænna þjóða beinist nú að þessum málum. Merkarrannsóknirá snðurheimskautinu kemur, er hann ekki trúrri yfirlýstri stefnu sinni en þetta. Hann metur meira að viðhalda einokun, sem er í höndum gæðinga hans, en að breyta samkvæmt yfir- lýstri stefnu sinni. Þetta er þó ekki nema eitt dæmi af mörgum. Annað glöggt dæmi eru' brunatrygg ingarnar hér í bænum. Þegar Sjálfstæðismönnum varð ljóst, að þeir myndu missa tryggingarnar frá fyrirtækj- um sínum, ef farið væri eftir frjálsum útboðum, brugðu þeir fljótt við og stofnuðu einokunarfyrirtæki á vegum bæjarins til þess að hafa tryggingarnar með höndum. Vegna þess eru iðgj öldin enn óbreytt, þótt þau hefðu lækk að um 47% fyrir meira en ári, ef farið hefði verið eftir frjálsum útboöum. Það eru þannig hinar fyllstu öfgar, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn segist vera fylgj andi heilbrigðri sam- keppni og framtaki einstakl- ingsins. Ef forsprakkar Sjálf stæðisflokksins sjá sér per- sónulegan hag í því, hafa þeir þessar kenningar sínar að engu og eru hinir verstu ein- okunarmenn. Skrum þeirra um þetta efni er ekki meira að marka en frelsistal komrn únista. Allt bendir því til þess, aö Sjálfstæðismenn myndu binda allt efnahags- iíf í einokunarfjötra gæðinga sinna, ef þeir fengju einir að ráða og öll eðlileg og heil- brigð samkeppni yrði þar með úi' sögunni. Wellington, Nýja Sjálandi. Fyrir skömmu lagði ísbrjótur inn „Atka“ úr bandariska flot anum af stað í þriggja mán aða rannsóknarleiðangur til þess hluta suöurheimsskauts ins, sem einna síðast var gerð ur uppdráttur að. Með þessari för „Atka“ er hafin áætlun, sem m. a. miðar að því að koma upp stjörnu- turni á suðurheimsskauts- baugnum og öðrum á Marie Byrd Land. Vísindamenn um borð í „Atka“ munu framkvæma víð tækar vísindarannsóknir, sem eru liður í undirbúningi að alþjóðlegum jarðeðlisranri- sóknum fyrir árið 1957—58, og mun starfssviö þessara vís indamanna ná allt frá gufu- hvolfinu að sjávarbotninum. Þessir fyrirhuguðu stjörnu- turnar Bandaríkjamanna í suðurheimsskautinu munu hafa samvinnu við stjörnu- turna sex annarra landa, sem hyggjast starfrækja rannsókn arstöðvar á þessu svæði árið 1957—58. Aðalbækistöð „Atka“ verður á austurströndinni við Wedd- ellahaf. Slík bækistöð við þá hlið meginlands suðurheims- skautsins, sem að Atlantshaf inu snýr, gæti komið að not um sem lendingarstaður flug véla á rannsóknarflugi frá Little America eða Sultzberg erflóa. Skipið er 80 metra langt og áhöfnin er 267 manns. Skip- stjórinn, sem einnig er foringi leiðangursins, er Glen Jacob- sen yfirflotaforingi. Endalok þriggja ör- y ggismálaráðher ra Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu var sú tilkynning birt í Moskvu á að- fangadag jóla, að búið væri að fullnægja dauðadómi yfir Abakamoff, sem var öryggis málaráðherra Sovétríkjanna 1946—52, og þremur nánum samverkamönnum hans. Dauðadómar þessir höfðu ver ið kveðnir Mpp nokkram dög- um áðwr. Abakamoff er þriðji öryggis málaráðherra Sovétríkjanna, er hefir verið dæmdur til dauða og tekinn af lífi síðan Stalin féll frá. Hinir voru þeir Beria og Ignatieff. Ákærurn- ar gegn þeirn öllum voru nokk urn veginn samhljóða. Þeir höfðu unnið bæði gegn ríkinu og kommúnistaflokknum. Þeir höfðu látið bera rangar sakir á ýmsa og síðan látið neyða þá til að játa þær á sig. Þeir höfðu m. ö. o. mis- notað aðstöðu sína sem æðstu menn laga og réttar, eins frek lega og hægt var. Með þessum dauðadómum yfir hinum þremur öryggisráð herrum Sevétríkjanna, er það raunverulega staðfest, sem haldið hefir verið fram í vest rænum blöðum um stjórnar- far Sovétríkjanna í valdatíð Stalins. Þeir staðfesta það full komléga, að æðstu menn Sovétríkjanna hafa á þeim tíma notað réttar- og dóms- valdið til þess að ryðja and- stæðingum sínum úr vegi með því að bera þá röngum sökum og þvinga þá til að játa þær á sig. Hér eftir er það tilgangs- laust og þýðingarlaust fyrir kommúnista vestan járn- tjaldsins að vera að bera á móti þessu. Því fer þó fjarri, að þeir fá ist til að viðurkenna þessa galla réttarfarsins í Sovétríkj unum. Síalin er eftir sem áður sami dýrlingurinn í augum þeirra. Og eftir sem áður er það æðsta takmark lífs þeirra að koma á í heimalöndum sín um sams konar stjórnarfari og ríkjandi hefir verið og er í Sovétríkjunum. Mörg dæmi eru til um mikla trúarblindu. Maður, sem ját- ar cfsatrú, afneitar oft og tíð um öllum skynsamlegum rök um. Hann trúir blint á alls konar hindurvitni. Vissulega er þó vart hægt að komast iengra í þessari trúarblindni en þegar kommúnistar halda áfram að boða trúna á ágæti hins kommúnistiska skipulags í Sovétríkjunum eftir að það er hó viðurkennt af dómstól unum þar, hve fullkomlega spillt réttarfar hefir viðgeng- izt í landinu undir handleiðslu kommúnista. Og því fer líka fjarri, að enn sé séð fyrir endann á þesswm stjórnarháttum þarna austur frá. Árið 1953 var Beria dæmdur, í fyrra var það Aba- kumoff, í ár getur það orðið Malenkoff eða Kruschseff. Margt bendir nú til, að slík verði endalok annars hvors þeirra. Eins og aðrir ofsatrúar- menn hafa koonmúnistar rétt til hess s lýðræðisþjóðfélagi að boða trúarbrögð sín. En vissulega ættu framangreind ir atburðir að hjálpa til þess, að þau trúarbrögð fengju hér fáa áhangendué, áð það sé íslenzku þjóðinni helzta sálu hjálparatriði að taka upp sams konar skipulag og réttar far og í Sovétríkjunum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.