Tíminn - 14.01.1955, Page 6

Tíminn - 14.01.1955, Page 6
6 TÍMINN, föstudaginn 14. jqnúar 1955. 10. blgg. í )j ÞJÓDLEIKHÖSID ÓPERURNAR Pagliacci Og Cavalería Rusticana Sýningar í kvöld kl. 20.00 og sunnudag kl. 20.00. Þeir homu í haust\ Sýning í kvöld kl. 20.00. Sýning laugardag kl. 20.00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Tekið á móti pönt- | unum. Sími: 8-2345, tvær línur. i Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. | 1. apríl árið 2000 Afburða skemmtileg, ný aust- urrísk stórmynd, sem látin er eiga sér stað árið 2000. Mynd þessi, sem er talin vera einhver snjallasta „satíra“, sem kvik- mynduð hefir verið, er ívafin J mörgum hinna fegurstu Vínar- stórverka. Myndin hefir alis staðar vakið geysiathygli. Til dæmis segir Aftonblaðið í Stokk hólmi: „Maður verður að standa skil á ví fyrir sjálfum sér hvort maður sleppir af skemmtileg- ustu og frumlegustu mynd árs- ins“. Og hafa ummæli annarra Norðurlandablaða verið á sömu lund. í myndinni leika .lestir snjöllustu leikarar Austurríkis: Hans Mose, Hilde Krahl, Josef Meinrad. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BIO — 1544 — Viva Zapata Amerísk stórmynd byggð á sönn um heimildum um ævi og örlög mexíkanska byltingarmannsins og forsetans EMILIANO ZAPATA. Kvikmyndahandritið samdi skáldið JOHN STEIN- BECK. — MARLON RANDO, sem fer með hlutverk Zapata, er talinn einn fremstu ,karakter‘ leikurum, sem nú eru uppi. Jean Peters, Anthony Quinn, Allan Reed. Bönnuð börnum innan 14 ára. IJEIKFÉIAG REYKJAVÍKIJ^ Fraenka Charleys Gamanleikurinn góðkunni. [Sýning á morgun laugard. kl. 5 Aðgöngumiðar seldir í dag kl !4—7 og á morgun eftir kl. 2. — j [áími 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ Frænka Charleys Afburða fyndin og fjörug, ný, ensk-amerísk gamanmynd lit- um, byggð á hinum sérstaklega vinsæla skopleik, sem Leikfélag Reykjavíkur hefir leikið að und anförnu við metaðsókn. Inn í myndina er fléttað mjög fallegum söngva- og dansatrið- um, sem gefa myndinni ennþá meira gildi, sem góðri skemmti- mynd, enda má fullvíst telja að hún verði ekki síður vinsæl en eikritið. Aðalhl.'tverk: Ray Bolger, Allyn McLerie, Robert Shackleton. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍO — HAFNARFIRÐI - Vanþahklátt hjarta Itölsk úrvalsmynd ef'dr sam nefndri skáldsögu, sem komið hefur út á íslenzku. Carla del Poggio hin fræga nýja ítalska kvlk- myndastjarna. Frank Latimore Danskur skýringartextl. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 184. HAFNARFjARÐARBÍÓ VííIeMtÍH© Geysi íburðarmikil og heillandi ný amerísk stórmynd i ölileg- um litum. Um ævi hins fræga leikara heimsins dáðasta kvenna gulls, sem heillaði milljónir kvenna í öllum heimsálfum á frægðarárum sínum. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9249. i GAMLA BÍO Simi 1475. Ástln sigrar (The Light Touch) Skemmtileg og spennandi ný bandarísk kvikmynd, tekin í| löndunum við Miðjarðarhafið. Aðalhlutverk: Stewart Granger, hin fagra ítalska leikkona Pier Angeli og George Sandcrs. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Sala hefst kl. 2 e. h. TRIPOLI-BIO Sími 1182 Barharossa, kommgur sjó- ræiBÍngjaima (Raiders of the Seven Seas) Æsispennandi, ný, amerísk ] (mynd í litum, er fjallar um ævinj jtýri Barbarossa, óprúttnasta sjój jræningja allra tíma. Aðalhlutverk: John Payne, Donna Reed, Gerald Mohr, Lon Chaney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. ÍTJARNARBÍÓ Óskars verðlaunamyndin Gleðidagur í Róm [PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR (Roman Holiday) (Frábærlega skemmtileg og vel I leikin mynd, sem alls staðar hef- jir hlottð gífurlegar vinsældir. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Síml 6444 Eyja leyndar- dómaima (East of Sumatra) j Geysispennandi ný amerísk kvik jmynd í litum, um flokk. manna, Ssem lendir í furöulegum ævin- jtýrum á dularfullri eyju í Suð- (urhöfum. Jeff Chandler, Marilyn Maxwell, Anthony Quinn. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vinmngaskrá (Framhald af 3. síðu). eða beint til íslenzkra get- rauna, pósthólf 1086, Reykja vík. í Reykjavík skulu hand- hafar vinningsseðla snúa sér til skrifstofu íþróttabancla- lags Reykjavíkur, Hólatorgi 1, sími 80655, eða til íslenzkra getrauna, Laugarásvegi 47, sími 5618. (Birt án ábyrgðar). Samoiginl. jiK'ííir . . . (Framhald af 4. síðu). þeirra birtlst. Siðferðileg, til finningaleg, gáfnafarsleg og veraldleg fátækt, allt hefir sínar orsakir. Það er ekki okkar að dæma, heldur aö reyna að hjálpa. n111111111111111111111:11iii11111111111111111111111111111111111111111, jPÍPUR | svartar frá y2"—3" I | galv. frá W—IVz" | Fittings i | Eldhúsvaskar, einf. og \ tvöf. úr ryðfríu stáli. I ! Blöndunarhanar f. eld- I húsvaska, 2 teg. I Blöndunarhanar f. bað j 3 tegundir. | | Handlaiigar, margar st. j í Vatnssalerni, sambyggt 1 | W. C. skálar | W. C. setur, 3 tegundir. 1 I Anbórharía 3/4"—2" I Vatnskra-nar alls konar j | Ofnkranar og loftskrúf. i i Vatnshæðar- og hita- j mælar. 1 § Linoleum og filtpappi I 1 Þakpappi, 4 teg. | | Veggflísar og veggflísa- f I lím. I Hurðarskrár og hand- i | föng. i i Hurðapumpur, 3 stærð. i | Saumur, allar stærðir I i Pappasaumur, 2 stærð. j | Rörsnitti, margar teg. i I Rörhaldarar í Í Rörskerar í I Rörtengur og m. ö. verk 1 I færi. 1 JUNO kolaeldavélar i og m. m. a. | Á. EINARSSON & FUNK ( j Tryggvagötu 28 Sími 3982 \ ........................ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 j Notið Chemia Ultra- í tólarollu og Kportlxerc, — Í Ultrasólarolla eundurfeTelhir i | eólarljósið þannlg, aS hún eýt | | ur áhrií ultra-fjólubláu gelal- § | anna, en blndur rauau geltl- | | an& (hitagelslana) og gerh i I því húðlna eðlllega brúna m i | hlndrar a8 hún brenm. -- | Í Fæ»t i næstu búS. líiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii [ PILTAR ef þið eigið stúlk- í j una, þá á ég HRINGANA. I i Kjartan Ásmundsson, | i gullsmiður, - Aðalstræti 8. i I Sími 1290. Reykjavík. | •iiiiiiiiiiiiiiiiiiimu>iiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii* i Pearl S. Buck: —41^4»: 34. HJÓNABAND !Í a þau geta ekki líka komið um þessa helgi. Þá verður öll fjöl- skyldan hér saman komin. — Það væri gaman, sagði hann rólega. Honum var nokkur forvitni á því að sjá til fulls, hvernig viðhorf fjölskyldunnar væri gagnvart honum eftir giftingu hans og Rutar. Um kvöldið fór hann á járnbrautarstöðina til að taka á1 móti Flise og manni hennar. Hvernig skyldi honum verSa við? Skyldi það nokkuð fá á hann, þótt hann sæi hana viS hlið annars manns? Faðir hans hafði sent einkajárnbrautar- vagn sinn til New York eftir þeim, og hann gekk því fram á’ enda brautarpallsins, því að hann vissi, að einkavagninn mundi vera síðastur. Hann kannaðist vel við þennan vagn frá bernskudögum sínum. Hann hafði ekið í honum ásamt foreldrum sínum til vetrardvalar í Flórída, og hann hafði eitt sinn komið í honum heim frá Groton sjúkur af inflúensu. Heim'lislæknir þeirra hafði orðið að annast hann, öðrum trevsti móðir hans ekki. Jæja, hann hafði ekki dáife, svo að traust hennar var á rökum reist að því leyti, þótt skóla- læknirinn hefði talið þetta óþarfa. Hann stóð á brautarpallinum og beið, þegar lestin brunaði inn á stöðina. Einkavagninn nam staðar andspænis honum, og þegar í stað opnaði svarti þjónninn dyrnar. Þessi þjónn hafði fylgt vagninum frá því William mundi fyrst eftir. Svo birtist Elise, og honum fannst hún vera glaðlegri og fallegri en nokkru sinni fyrr. Hún var klædd dökkri loðkápu. Þegar hún sá William, glaðnaði svipur hennar enn meira. Dimm augu hennar hlógu við honum og hún kallaði: — William, en hvað þetta var gaman. Ég átti ekki von á því, að þú tækir á móti okkur. Ronnie, þetta er William. Hár og magur Breti í beltisfrakka birtist að baki henni, rétti honum langa hönd og hristi hönd hans af afli. — Sælir, sagði hann og stutt og ljóst efrivararskegg haná hreyfðist. Hann var svo nauðalíkur fjölda annarra Breta, sem William hafði séð hér og hvar, að hann undraðist það, hvernig Elise hefði farið að því að sjá nokkuð sérstakt við hann fram yíir alla aðra þjóðbræður hans. En það hlaut að vera eitthvað, sem honum var hulið. — Sælir, svaraði William og dró að sér höndina. Elise var glög og djörf í framkomu, enn djarfari en William minntist hennar áður, rétt eins og henni fyndist sér með öllu óhætt, þar sem hún var nú gift. — William, ef einhver hefði spurt mig í morgun, hvað mig langaði mest til í sambandi við þessa ferð, mundi ég hafa ‘warað því, að það væri að sjá þig, sagði hún. Ha.nn brosti, ekki alveg viss um, hverju hann ætti að svara slíkum gullhömrum. Hann var heldur ekki viss um, hvernig hinn langi Ronnie tæki slíku hjali. En hann komst brátt að raun um, að hann þurfti engan ótta að hafa af hcnum. Þessi hái maður lét sér vel lynda að vera að baki fremstu víglínu. Hann gekk með hendur í vösum, var þögull, hló lágt, er einhver fyndni var sögð til þess að vera með á' nntunum, svaraði hógværlega hverri spurningu, sem a5 honum var beint, en virtist reyna að nota sem allrá' fæst orð til þess. Og William fannst auðveldara en nokkru sinni fyrr að umgangast Elise. Þau voru frjálsari í vlðræðum og hispurslausari en nokkru sinni fyrr, fannst honum. Hann hafði ekki búizt við, að hún ætti til svona mikla kátínu. Hún hafði aldrei verið kát í návist hans áður, oftast alvörugefin og á valdi einhverrar viðkvæmni, sem hann skildi ekki til fulls. En nú dansaði hún við hann af fjöri, söng við undirleik hans, stakk höndinni undir handlegg hans cg reikaði með honum um húsið heima, sat við hlið hans í bí’num, jáfnvel hélt innilega um hönd hans svo að lítið bar á undir loðkápunni. Hann þrýsti hana innilega sem snöggvast, en varð svo litið á skugga Ronnie í horni bílsins og sleppti höndinni. En hann undraðist þessa grönnu, mjúku og aílvana hönd og bar hana ósjálfrátt saman við sterka og heita hönd Rutar. Á sunnudaginn komu Louise og Monty, og þá var öll fjöl- skyldan saman söfnuð. Þó stóð á stöku við borðið — þar voru sjö — sagði móðir hans, og við það varð að sitja. Rut var ekki nefnd á nafn. William sat milli Elise og Monty, og iét sér fátt um mág sinn, spjallaði fiörlega við Elise. Hann reyndi að ná tali af Louise systur sinni til að spyrja hana um einkamál hennar, en hún virtist reyna að komast hjá bví. Hann þóttist siá, að hún vildi ekki heldur tala um Rut, ef til vill hafði móðir hans varað hana við því. En þegar leið á sunnudagskvöldið, fannst honum að hann vrði að minnast á Rut. Ef enginn gerði það af fyrra bragði, vrði hann að vekja máls á því, hve indæl hún væri og góð kona. Með því móti sannaði hann trúnað sinn við hana. En það var eins og fólkið skynjaði hvað fyrir honum vekti, og það gaf honum aldrei andartakshlé. Eitt umræðuefnið tók við af öðru, og móðir hans gætti þess alveg sérstaklega vel að ’áta aldrei lát verða á samræðum. Hún rakti minningar sínar frá Englandi á fyrri árum án afláts frekar en ekki neitt. William heyrði hana hlæja. — Ég var einu sinni í Fairfax. Kannastu við þann bæ, Ronnie? — Já, sagði Ronnie og tók pípuna úr munni sér. Hann virt- ist fyrst ætla að segja eitthvað meira um þann ágæta bæ en hætti við það og stakk pípunni aftur í munn sér. — Ég bjó þar í gistihúsi, gömlu og allháu. Ég man, að

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.