Tíminn - 16.01.1955, Qupperneq 6

Tíminn - 16.01.1955, Qupperneq 6
<D. TÍMIXN. sunnudaginn 16. janúar 1955. 12. blað. AFAÐ Áramótagrein Hermanns Jónassonar virðist hafa kom ig illa við ritstjóra Morgun- 'blaðsins. Þeir hafa öðru hvoru birt úr henni smá- pistla, slitna úr öllu sam- hengi, og gert svo við at- hugasemdir eftir eigin höfði. Óþarft er að vera að elta ól- ar við þetta, enda nægilegt að minnast þeirrar einu meg inástæðu, sem veldur öllu þessu nauði Mbl., en hún er óttinn við það, sem var meg- Snkjarninn í grein Her- manns. Hann var sá, að hér þyrfti að koma upp samtök- •«m og samfylkingu íhalds- andstæðinga, svo að hægt! væri að losna við flokk milli liða og sérhagsmunamanna úr stjórn landsins, Sjálfstæð isflokkinn. Sundrungin, sem hefir hjálpað íhal('ii7iu. Sjálfstæðisflokkurinn hefir verið minnkandi flokkur tvo seinustu áratugina. Árið 1933 hafði hann 47% kjós- enda að baki sér, en 1953 ekki nema 37%. Samt eru völd hans meiri nú en þá. Ástæð- an er fyrst og fremst sú sundrung, sem ríkir meðal vinstri manna og komm- únistar hafa átt drýgstan þátt í með klofningsstarfi sínu. Það var því ekki út í 'biáinn, er Sjálfstæðismenn :reyndu eftir beztu getu á sín um tima að efla kommúnista til áhrifa á kostnað Alþýðu- flokksins, m. a. i verkalýðs- félögimum. Swndrung vinstri aflanna og áhrif kommúnlsta hafa gert það að verknm, að ekki hefir verið hægt að mynda mcirihlntastj óvn íhaldsanc i stæðinga síðan 1949. í skjóli þessa hafa Sjálfstæð ismenn haft stjórnarað- stöðn. Framsóknarmenn hafa ekki haft nm annað að velja en samvinnu við þá eða stjórnleysi. Þetta myndi hins vegar gerbreytazt, ef Framsóknarfiokknrinn efld ist eða npprisi sameinaðnr vznstri fiokknr, óháður og án allra tengsla við komm- únista. Þá myndi skapazt grnndvöllnr fyrir meiri- hlutastjórn, án Sjálfstæðis flokksins. Um þetta fjallaði áramóta grein Hermanns. Vegna þess er Mbl. jafnilla við hana og raun ber vitni um. Það, sem Sjálfstæðis- flokknrinn heldur í. Einhverjir kunna að spyrja: Er núv. ríkisstjórn ekki sæmi leg? Er nokkurra breytinga þörf? Vissulega má sitthvað gott um núv. stjórn segja. Fram- sóknarmönnum hefir með :uúv. stjórnarsamstarfi tekist áð koma ýmsu þörfu til leið ar, svo að ó.sambærilegt er að jafna ástandinu nú sam- an við það, sem orðið hefði, ef stjórnleysi hefði verið lát :ið skapazt. Hitt er hins veg- ar nauðsynlegt og sjálfsagt að gera sér ljóst, að spillingu þeirri, sem nú þrífst í sam- bantíi við ýmsa milliliðastarf senn og brask, verður ekki út týmt í samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Sj álfstæðis- fJokkurinn ber íhaldsnafnið með rentu vegna þess að hann vill halda í og varðveita ;ýmis konar sérréttindi, sem ininir fáu, voldugu milliliðir, cem stjórna flokknum, hafa Áramótagreln EHermanns. — Syndrung vinstri afðanna SifáSpar íhaSdinu. — Þýðingarmikíl af- kvæði. — Flokkurintij sesn hefur tryggt jafn- vægið. — Samvinna verkalýðs og atvinnurek- enda. — Trygginga- og úfflutningseinokun. í gær voru 20 ár síðan Mjólkursamsalan I Reykjavík tók til starfa á grundvelli mjólkur- sölulaganna, sem sett voru af stjórn Hermanns Jónassonar sumarið 1934. Eins og menn muna, börðust Sjálfsíæðismcnn gegn þeirri löggjöf eins lengi og þeir gátu og beittu hvers konar ráðum, m. a. mjólkurverkfalli, til þess að eyðileggja þau. Reynslan er fyrir löngu búin að leiða í ljós, að engin lög hafa reynzt bændastéttinni giftudrýgri og má alveg sér- staklega þakka þeim hinar miklu framfarir. sem orðið hafa á sviði landbúnaðarins á þess- um tuttugu árum, sem eru liðin frá ^etningu þeirra. tryggt sér. Vegna hagsmuna þjóðarheildarinnar er hins vegar nauðsynlegt, að þessi sérréttindi verði upprætt. Fyvr verður t. d. ekki komið í veg fyrir dýrtíðar- og verð- bólguhættuna. 354 atkv. í sambandi við þessi mál hljóta menn að hugleiða og ber að gera það, hvernig væn legast muni vera að tryggja þingmeirihluta, án Sjálfstæð isfloklcsins og kommúnista. Slíkar athuganir geta ekki leitt, nema til einnar og sömu niðurstöðu. Eins og kosninga fyrirkomulagi og flokkaskip- un nú er háttað, verður þetta örugglegast gert með því að efla 'Framsóknarflokkinn. í seinustu þingkosningum fengu Framsóknarflokkur- inn„ Alþýðuflokkurir.n og Þjóðvarnarflokkurinn 24 þingsæti, en 27 þingsæti þarf tii þess að mynda þingmeiri hluta. Ff Framsóknarflokk- urinn hefði til viðbótar unn ið Vestur-Skaftafellssýslu, Barðarstrandarsýslu og ann að sætið í Eyjafirði, hefði þeEsu mavki verið náð. Til þess að ná því þurfti hann 39 atkv. í Vestur-Skaftafeils sýslu, 50 atkv. f Barðastrand arsýshi og 274 aíkv. í Eyja- fjarðarsýslu. Samíals eru I þetta 354 atkv. Raunar hcfðu nægt 177 atkv., ef þau hefðu \'erið öll unnin frá Sjálfstæðisflokknum. Ef Framsóknarflokkurinn hefði svo jafnframt fengið 107 atkv. meira í Reykjavík eða 54 atkv. frá Þjóðvarnar- flokknum, hefðu Framsóknar flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn fengið saman þingmeiri- hluta. Þessar tölur sýna og sanna, að það þarf minna átak en margir halda til að tryggja þingmeirihluta, án Sjálfstæð isflokksins og kommúnista, og að þessu marki verður bezt náð með eílingu Framsóknar flokksins. Flokkur framfara og jafnvægis. Hér i blaðinu var nýlega vakin athygli á þeirri stað- reynd, að síðan íslendingar endurheimtu sjálfstæði sitt 1918 hafa orðið tiltölulega meiri framfarir hér á landi en annars staðar í heiminum. Á þessum tíma hefir þó aldrei einn flokkur haft meirihluta vald, nema Sjálfstæðisflokkur inn á kyrrstöðuárunum 1924— 1927. Tveir eða fleiri flokkar hafa orðið að standa að stjórninni, að þessum fjórum árum undanskyldum. í flest- um öðrum löndum hefir slíkt leitt af sér los og ringulreið og staðið framförum fyrir þrif um. Hérlendis hefir það hins vegar ekki orðið til að hindra framfarasóknina. Orsökin er augljós. Hún er sú, að hér á landi hefir starf að 'frjálslyndur umbótaflokk ur, Framsóknarflokkurinn, er hefir hlotið öflugri að- stöðu en slíkir flokkar annars staðar. Hann hefir talið það skyldu sína að tryggja land- inu sem starfhæfasta og fram sæknasta stjórn á hverjum tíma. Ef hans hefði ekki notið við, benda allar líkur til, að hér hefði skapazt mikill glund roði í stjórnarfarinu. Öfgaöfl in til hægri og vinstri hefðu cflzt, en ekki verið fær um að tryggja landinu umbóta- sinnað stjórnarfar. Forusta og milliganga Framsóknar- flokksins hefir tryggt það jafnvægi, sem jafnan er örugg asti grundvöllur framfaranna. Nú um áramótin hefir verið rætt um það, að harðvítug stéttarátölc kunni að vera framundan. Menn óttast deil ur, er geti dregið úr framfara sókn þjóðarinnar. Efling Fi-amsóknarflokksins er því nauðsynlegri nú en nokkru sinni fyrr. Með því er dregið úr öfgum til hægri og vinstri, jafnvægið í þjóðfélaginu auk ið og framhald umbótanna þannig tryggt. Samvinnunefnd launþega cg atvinnurekenda. Því er nú talsvert spáð, að kaupsamningum verði sagt upp í marzmánuði næst kom- andi og verkföll muni þá hefj ast, ef ekki næst samkomulag í tæka tíð. Ef að venju lætur, verður ekki farið að semja, fyrr en í þann mund, sem verkföll eru að hefjast, og hafa sættir oft reynzt erfiðar untíir þeim kringumstæðum. í sambandi við þetta er vel þess vert að vakin sé athygli á ályktun, sem seinasta flokks þing Framsóknarmanna sam þykkti, en hún hljóðaði á þessa leið: „Unnið verði að því að skipa samvinnunefnd laun- þega og atvinnurekenda. Hlutverk nefndarinnar verði að afla upplýsinga um hag fyrirtækja og afkomu atvinnuvéga með tilliti til getu þeirra til launa- greiðslna, svo og um almenn an framfærslukostnað í land inu. Leitað verði álits nefnd arinnar, þegar deila rís um kaup og kjör launþega". Vafalaust má telja, að slík nefnd gæti komið að verulegu gagni, ef henni. væru veitt sæmileg staffsskilyrði. Hún ætti að geta upplýst það á hverjum tíma, hvort kaup- hækkanir ættu rétt á sér eða ekki og hvort verðlagsmálum sé þannig háttað, að ekki sé hægt að veita kjarabætur með lækkun ýmis konar millí liðakostnaðar. Það væri í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins, að slik samvinna verkalýðs- samtaka og atvinnurekenda, sem hlvti vinsamlega aðstoð ríkisvaldsins, yrði hafin nú begar, en ekki verði beðið bangað til í óefni er komið. Það er í samræmi við það hlut verk Framsóknarflokksins að leitast við að bera sáttarorð milli stétta og tryggja jafn- vægið í þjóðfélaginu. Einokunin á brunatryggingunum. Sj álfstæðisflokkurinn gum ar mikið af því, að hann sé fylgjandi heilbrigðri sam- keppni. Verk hans sýna hins vegar oftast annað. Meðal ann ars kom það í ljós á seinasta fundi bæjarstjórnar Reykja- víkur. Þá samþykktu fulltrú- ar Sjálfstæðismanna að fela tryggingaeinokun bæjarins að hafa brunatryggingarnar áfram með óbreyttum iðgjöld um. Fyrir lá hins vegar að hægt væri að lækka iðgjöldin um 47%, ef farið væri eftir frjálsum útboðum. Ástæðan til þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn kýs hér held ur einokun en frelsi, þótt hún. sé borgurunum svona miklu óhagstæðari, er einfaldlega sú, að fyrirtæki hans myndu missa tryggingarnar, ef farið væri eftir frjálsum útboðum. Til þess að fyrirbyggja það, er gripið til einokunarinnar. Einokunin í útflutnings- verzluninni. En þetta er ekki nema eitt dæmi af mörgum. í fjölmörg- um tilfellum viðhalda Sjálf- stæðismenn nú höftum og ein okun, þar sem það er hag- kvæmast gæðingum þeirra, enda þótt það brjóti alveg í bága viö kenningar þeirra um samkeppni og frelsi einstakl- inganna. Fisksalan er t. d. gott dæmi um þetta. Einokuninnl þar var komið á upphaflega vegna þess, að ýmsir aðilar ráku undirboð og búið var að gera mútusamning við Spán, er gerði einokun útflutningsins nauðsynlegan um stund. Var þetta hluti af þeim vonda arfi, er umbótastjórn Framsóknar flokksins og Alþýðuflokksins tók við 1934. Ætlunin var hins vegar sú, að þetta skipulag héldist ekki til frambúðar, heldur yrði aftur komið á sam keppni innan nauðsynlegra takmarka, m. a. komið í veg fyrir undirboð. Slíkt má Sjálf stæðisflokkurinn hins vegar ekki heyra nefnt. Hann held ur í einokunina, því að hún er í höndum gæðinga hans og þeir vilja ekki fyrir neinn (Framhaid á 8. siðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.