Tíminn - 20.01.1955, Qupperneq 3

Tíminn - 20.01.1955, Qupperneq 3
15. blað. TÍMINN, fimmtuðaginn 20. janúar 1955. 3, Dánarminning: Arnljótur Guðmundsson Hinn 13. janúar síðastlið- inn andaðist á Landsspítal- anum Arnljótur Guðmunds- son lögfræðingur, fyrrum bæj arstjóri á Akranesi, aðeins 42 ára. Enda þótt hann ætti oft við vanheilsu að búa, kom dánarfregnin sviplega og ó- vænt. En þótt æviár hans yrðu ekki fleiri, var ævi- starfið orðið merkilegt og eigi' alllítið. Arnljótur sál. var yngstur þeirra systkinanna, barna hinna þekktu og mikilhæfu hjóna, Guðmundar prófess- ors Hannessonar og konu hans, Karólínu ísleifsdóttur, prests að Stað í Steingríms- íirði. Hann bar nafn föður- frænda síns, Arnljóts Ólafs- sonar, alþm. og prests að Bægisá.. Hann er fæddur í Reykja- vík 29. júní 1912. Lauk stú- dentsprófi þar 1932 og laga- prófi með góðri fyrstu ein- kunn árið 1938. Vann síðan í Landsbankanum, en varð fulltrúi hjá borgarstjóran- um í Reykjavík árið 1939 og gegndi því starfi þangað til hann var kosinn bæjarstjóri á Akranesi í ársbyrjun 1942. Bæjarstjóri var hann til 1. nóv. 1946, en sagði því þá lausu, og varð þá framkv.stj. H.f. Hvalur í Hvalfirði, enda átti hann mikinn þátt í stofn 'ún þess mikla fyrirtækis og var þar meðeigandi. Nokkr- um árum síðar stofnsetti hann annað fyrirtæki: Kjöt og Rengi. Hætti hann þá framkvæmdastj órn H.f. Hval ur, en gaf sig allan við hinu uýja fyrirtæki sínu og rak það til dauðadags. Árið 1948 kvæntist hann Sigríði, dótt- ur Haralds prófessors Sigurðs sonar frá Kaldaðarnesi og Dóru, konu hans. Lifir hún nú mann sinn ásamt tveim ungum börnum þeirra, syni og dóttur. Margt mætti rita um ævi og starf Arnljóts sál., þótt hér verði aðeins stiklag á stóru. Ég, sem þessar línur rita, var honum samtíða er hann var bæjarstjóri á Akra nesi. Við áttum eðlilega mik- ið saman að sælda í hafnar- nefnd, bæjarstjórn og við margháttuð önnur málefni þar í bænum. Hann var mjög vel gefinn, athugull og stillt- ur, drengur hinn bezti og einn hinn vandaðasti og heiðarlegasti maður sem ég hefi þekkt. Hann var fremur dulur í skapi, laus við allar persónulegar ádeilur, en starfsamur og einbeittur að hverju sem hann gekk. Hlaut hann því viðurkenn- ingu og virðingu allra sem honum kynntust, jafnt sam herja sem andstæðinga í stjórnmálum. Dáðist ég oft að því hve sýnt honum var um að leggja málin laglega fyrir bæjarstjórn og hafnar- nefnd, hve mjög hann vand- aði ajllan undirbúning þeirra og reifaði þau ljóst og skilmerkilega. Hann kom þess vegna miklu í fram- kvæmd fyrir bæinn og höfn- iná á Akranesi, og mun Akra nes bera þess minjar um langa framtíð. Byggingarmál og hafnarframkvæmdir voru hans mestu áhugamál, enda var honum í blóð borin hag- sýni og framkvæmdaþrá. Hann lagði sig jafnan all- an fram við úrlausn þeirra verkefna, sem honum voru falin og varð oft mikið á- gengt. Átak það, sem gert var undir hans forustu í hafn armálum Akráness, vakti að verðleikum alþjóðarathygli, og þó alveg sérstaklega hin örugga og giftusama fram- ganga hans í því máli. Hann keypti fyrir bæinn og lét flytja frá Englandi til Akra- ness fjögur geysistór stein- ker, sem svo var sökkt og notuö í hafnargarða á Akra nesi. Þetta var þá alger ný- lunda. Síðan hafa mörg byggðarlög hér heima og er- lendis farið að hans dæmi um slíka hluti og gefist vel. Þetta átak varð Akranesi giftudrjúgt, því hafnaískil- yrðin þar gerbreyttust til hins betra við þessar aðgerðir. Þá keypti hann einnig tvær ferjur í Englandi og voru þær notaðar og eru enn not- aðar við hafnargerðina á Akranesi. Hann lét hefja trjá rækt innan við Akranes í því | skyni að mynda þar skjól- ! belti og hefir því verki verið' áfram haldið síðan. Hann skildi við bæjarsjóð og fyr- irtæki hans skuldlítil, enda var hann glöggskyggn og að gætinn í fjármálum. Við Akurnesingar munurn jafnan minnast Arnljóts sál. með hlýjum huga og djúpri þökk fyrir þann mikla og góða skerf, sem hann lagði til umbóta og framfara í bæn um okkar. Við vottum ekkju hans og systkinum og öðr- um hans nánustu, djúpa sam úð okkar við hið skyndilega fráfall hans. Þórhallur Sæmundsson. Miðstöðvarofnar Miðstöðvarofnar fyrirliggjandi. EanpféLng IlafnfirsiiisBH'a, Byggingavörudeild. — Sími 9292. larnaskólinn aö Varmaiandi Greinarg'erS forsseanns skólanefndar Nýir kaupsaraning- ar á Skagaströnd Nýlega voru undirritaðir nýir kaupsamningar á Skaga strönd. Samkvæmt þeim hækkar dagkaup verkamanna úr 9,00 í 9,25 kr. á klst. og næturvinna við fiskvinnu hefst kl. 8 að kvöldi í stað kl. 10 aö kvöldi áður. Dagvinnu- kaup kvenna hækkar úr 6,60 á klukkustund, eins og það er í Reykjavík upp í 6,84. Mið að er við grunnkaup í ofan- greindum tölum, bæði hvað snertir kaup karla og kvenna. Þá hafa sjómenn á Skaga- strönd undirritað nýja samn inga, og hækkar lágmarks- kauptrygging þeirra úr 1400 í 1930 kr. á mánuði, en hluta skipti verða sjómönnum aft- ur á móti óhagstæðari, þar sem nú veröa þar tekin upp svokölluð helminagskipti. Nýr og vandaður bátur til Flateyrar Á 25 ára afmæli Lands- smiðjunnar í gær afhenti hún eigendum 8. fiskibátinn, sem hún hefir smíðað. Er það 40 lesta bátur, sem hlutafé- lagið Barði á Flateyri kaup ir og heitir báturinn Barði. Er hann hið vandaðasta skip og búinn sem bezt. Er hann smiðaður eftir teikningu Egils Þorsteinssonar í Keflavík en yfirsmiður var Haraldur Guð mundsson og verkstjóri Fáil Pálsson. Skiþstjóri á bátn- um \erður Björn Ingólfsson. Er þetta briöji báturinn, se n geröur verður út frá Flateyri. Fer báturinn vestur nú eftir helgina cg byrjar róðra. MjélkBii’fræðiugffii* segja upp samuiugiim Aðalfundur Mjólkurfræð- ingafélagsins samþykkti að segja upp gildandi kaup og kjarasamningi frá 1. febrúar að því er Hannibal Valdimars son forseti Alþýðusambands- ins tjáði Tímanum í gær. En félagið hefir þegar sent Al- þýðusambandinu tilkynningu um samningsuppsögnina. Fundurinn samþykkti jafn framt tillögu, þar sem skorað er á stjórn A. S. í. að beita sér fyrir því, að sem nánast samstarf verði tekið upp milli verkalýðssamtakanna og vinstri fiokkanna hér á landi. Herflugvél til Seyð- isfjarðar með jólaglaðning Hermenn og starfslið varn arliðsins á Keflavíkurvelli höfðu fjársöfnun sín á milli fyrir j ólin í því skyni að kaupa jólaglaðning handa vistmönn um íslenzkra elliheimila og heimila fyrir munaðarlaus börn. Sendar voru gjafir til vistmanna slíkra stofnanna á Akureyri, ísafirði, Norðfirði, Vestmannaeyjum, Akranesi, Hafnarfirði, Reykjavík, Hvera gerði og Seyðisfirði. Það bar til aö veður hamlaði því að jólapakkarnir til Seyðisfjarð- ar kæmust í tæka tíð með pósti, en flugmenn úr 53. björgunardeild hersins koniu (Fi-amhald á 6. siðu). Þrjú síðastliðin' ár hefir verið unnið að byggingu barnaskóla að Varmalandi í Borgarfirði fyrir alla hreppa Mýrasýslu utan Borgarness. Formaður skólanefndar, sr. Bergur Björnsson í Stafholti, segir svo um mál þetta: ,,Mánudaginn 6. des. s. 1. tók til starfa hinn nýi heima vistarbamaskóli Mýrarsýslu að Varmalandi. Vígsla skól- ans mun síðar fram fara. í skólanum er rúm fyrir 40 börn, en möguleikar á að koma þar fyrir 52 börnum. Skólinn mun starfa í tveim deildum og er það eldri deild, sem nú er komin til náms. Kennslustofur eru þrjár, rúm góðar og glæsilegar. Tvær fullkomnar íbúðir. Skólastjóri er Ólafur Ingv- arsson frá Strönd, Rangárv., kennari Bjarni Andrésson frá Stykkishólmi, ráðskona Jóhanna Olsen. Það munu ^era rúm 20 ár stöan að fyrst var vakið máls á því að byggja heimavistar- barnaskóla fyrir Mýrasýslu á heitum stað og gerði það Daniel Kristjánsson frá Hreðavatni. Einnig ritaöi sr. Björn Magnússon síðar um málið. Ritgerðin birtist í tíma íiti Ungmennasambands Borgarfjarðar, Svanir, 1. hefti bls. 82. Líður svo nokk- ur tími þanr.ig að ekkert var gert, unz þáv. námsstjóri, Bjarni M. Jónsson (veturinn 1941—42), átti viðtöl við skólanefndir um sameiningu skólahverfa og byggingu heimavistarskóla fyrir sveita lireppa Mýrasýslu. Boðaði hann til fulltrúafundar í þessu skyni, þar sem rætt var uni að byggja skólann fyrir fimm eftirtalda hreppa: Hvítársíðu-, Þverárhlíðar-, Norðurárdals-, Stafholts- tungna- og Borgarhrepp. Álftaneshreppur og Hraun hreppur á Mýrum vestur, vildu helzt star.^a saman u.v skóiabyggingu. Enn liðu mörg ár — eða allt til vorsins 1951 -— að veru’egur skriður komst á málið. Stefán Jónsson náms- stjóri mætti á sýslufunui » Borgarnesi 11. maí 1951 og var þar rætt um skóUn.ál sýs'.unnar og kosið fræðsluráð fyj'ir Mýrasýslu. '"Námsstjór- inn taldi rétt að sameina al!a lí.veppa sýslunnar um byggingu heimavistarskóla við Stafholtsveggjalaug og sýslunefndin skoraði á ný- kjörið íræðsluráð að hefjast þegar lianda um skólabygg- inguna. Að tilhlután fræðslu málastj óra, samkv. bréf: mennfamáiaráðuneytisins, boðaði svo Stefán Jónsson námsstjóri til fundar að Varmalandi 21. júní 1951: Fræðsluráð Mýrasýslu, Jón Steingrimsson sýslumann í Borgarnesi og oddvita allra hreppa sýslunnar, auk for- manna skólanefnda. Á fundí þessum var endanlega sam- þykkt að hefja byggingu skól ans og bygginganefnd kjörin, en hana skipa: Jón Stein- grímsson sýslum., Andrés Eyjólfsson, alþ.maður og sr„ Bergur Björnsson. — Vinna hófst haustið 1951, en hlé varð á um veturinn, unz tek- ið var til af fullum krafti vor ið 1952. Síðan hefir verið unnið óslitið að byggingu skólans undir stjórn yfir- smiðsins, Kristjáns Björns- sonar hreppstjóra á Steinum. Teikningar að byggingunni. gerði Sigvaldi Thordarson, arkitekt. Er það samróma á- lit allra, að öllu innanhúss só mjög smekklega og hagan- lega fyrir komiö, vinna öli frábærlega vel af hendi leyst og skðlahúsið glæsilegt. Skóla stjórinn, Ólafur Ingvarsson, hefir tjáð mér, að hann telji skólann taka fram því, sem hann hefir áður kynnst, og ómetanlegan ávinning að í- búöir og heimavist eru full- komlega aðskilin. Einnig tek ur hann fram að starfsskil- yrði séu hin ákjósanlegwstw. Heildarkostnaður við bygg ingu skólans mun verða eitt- hvað yfir 3 milljónir. Gert er ráð fyrir að sund- kennsla fari fram á staðnum og voru búningsklefar við sundlaugina endurbættir s. L haust. í skólanum mun verða. mikig sungig undir stjórn Bjarna Andréssonar kenn- ara, þar mun væntanlega nám allt verða stundað aí kappi og unnið ósleitilega. Miklar vonir eru tengdar við Barnaskóla Mýrasýslu að Varmalandi, sem á aö leiða börnin okkar til þroska og frama um ókornin ár. Er það einlæg ósk okkar allra, að mikilvægt starf hans megi giftusamlega takast. Á s. 1. hausti voru af sveit- arstjórnum Mýrasýslu kosnir ír í skólanefnd: Anna Bryn- jólfsdóttir, frú, Gilsbakkaý Daníel Kristjánsson, skógar- vörður, Hreðavatni, Leifur Flnnbogason, bóndi í Hítar- dal, Vigdís Jónsdóttir, for- stöðukona, Varmalandi. Hinr: 30. nóv. s. 1. skipaði svo menntamálaráðherra, Bjarni Benediktsson, sr. Berg Björns son, Stafholti, formann. nefndarinnar. AÐALFUNDUR Farfus'ladeildffir Reykjjavíkur verður haldinn að Café Höll þriðjudaginn 25. janúar klukkan 8,30 siðdegis. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. Vinni& ötullíBga a& útbr*n&slu T I M A IV S-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.