Tíminn - 20.01.1955, Qupperneq 4
TÍMINN, íimmtudaginn 20. janúar 1955.
15. blaS.
i.
Gubm.an.clur Þorsteinsson frá Lundi:
Orðið er frjálst
Kvittun til Benjamíns Sigvaldasonar
Benjamín Sigvaldason rith.
sendir mér kveðju sína í Tím-
anum, 5. jan. s. 1. Mín er ær-
an, að svo frægur maður skuli
heiðra mig — enda virðist
honum ekki vera það með öllu
dulið. Tilefnið er smásaga,
sem ég skráði í haust, og birt
ist í síðasta jólablaði Tímans.
í grein B. S. kennir fleiri
grasa en beint koma efninu
við; t. d. verður honum hug-
stætt „skítkast1, sem hann
kann að nefna í fleiri tilbrigð
um, eins og sómir snjöllum
rithöfundi.
Ég mun ekki þreyta við B S.
svo göfuga íþrótt, en láta mér
lynda, þótt lesendur dæmi
honum þar frægan sigur eftir
frækilegum tilburðum.
Fyrst rekur B. S. sig á undir
fyrirsögn, sem telur söguna
sanna, og verður til ásteyt-
ingar. Því miður gagnar víst
lítið þótt ég vildi „kyssa á“
viðkvæma blettinn — af því
að ég setti ekki þessa undir-
fyrirsögn. Aftur stóðu neðan
við handrit mitt þessi orð:
„Rétta skrásetningu staðfest
ir með eigin hendi Sveinn
Guðjónsson (sign.). Þessi
grein hefir verið felld niður,
og get ég heldur ekki að því
gert.
Þótt B. S. leggi töluvert út
af því, sem hann heiðrar með
því að nefna eftirmála við
söguna, virðist honum sjást
algjörlega yfir, að þar er
skýrt fram tekið, að sagan
sé skráð eftir þeim, sem sjálf
ur lifði hana, en talar. af
nokkrum þjósti eins og mér
væri í sjálfsvld sett, hvernig
ég „gjöri“ hana og „láti“ hana
vera. í þessu greinir okkur
verulega á.
Mér þykir leiðinlegt, að B.
S. skuli verða svona bumbult
af þessu efni nú. Ég mun hafa
orðið fyrstur manna til þess
að segja honum það, vorið
1£53, að Sveinn væri reiður við
hann fyrir ranghermi á þess
ari sögu. Þá mótmælti hann
því ekki með einu orði, en
svaraði aðeins mjög hógvær-
lega: „Ég var bara að hugsa
um listina.“
Ég veit ekki betur en B. S.
hafi tvisvar komið til Rauf-
arhafnar síðan þetta var, sjálf
ráður ferða sinna á einkabíl.
Hefði honum þá verið auð-
velt að finna Svein að máli
og fá að heyra frá honum
sjálfum, hvað þeim bæri á
milli; væri og eðlilegast, að
sá leiðrétti söguna, sem fyrst
fór af stað með hana. Hefði
þá mín íhlutun engin orðið.
Sagan eins og ég skráði hana,
er alveg eftir frásögn Sveins
sjálfs — sem fyrr er sagt.
Hefði því B. S. gjarna getað
snúið sér beint til hans — með
heldur minni bægslagangi, ef
hann þykist geta leiðrétt
minni hans um eitthvað, sem
skipti verulegu máli.
B. S. sannar það auðveld-
lega, með „öruggum heimild
um“, að Sveinn hljóti að hafa
verið á Eyvindarstöðum sum
arið 1896, því það sé eina árið,
sem Emilía ráðskona sé þar.
Verður þá af manntali ekki
séð, að þar sé fleira fólk en
bóndinn, dóttir hans og ráðs
konan. (Honum virðist sjást
yfir það, að næsta ár er aðeins
húsvitjun, en ekki manntal,
svo óljóst er, hvernig hann
fær sönnun þess, að Emilía sé
þar ekki lengur.) Af manntali
1898 sést, að árið áður (1897)
hefir ísak verið kominn þang
að ,og það sumar deyr Indriði,
sonur hans, 2. ág., 1 y2 árs gam
all. Það er líka eina sumarið,
sem þessir bændur búa þ^r
báðir, og verður því að ætla,
að það sé þetta sumar, sem
hin umrædda saga gerist.
Mun B. S. varla gráta það,
þótt Sveinn sé þá kominn á
13. ár, en mér finnst skylt að
hafa það, sem sannast reyn-
ist.
Eyvindarstaðir virðast hafa
staðið í eyði nokkur ár, þegar
Flóvent fer þangað 1896. Verð
ur þá skiljanlegt, þótt þröngt
sé til húsa, þegar við bætist
árið eftir, annar bóndi með
fimm í heimili.
B. S. ver nokkru rúmi til
þess að ættfæra og skilgreina
Lúsfreyjuna í Heiðarbót, og
er það gott, svo langt sem það
nær. Út frá því er hann held
ur ekki lengi að sanna, að það
sé gamla fóstran.hans Sveins,
sem tekur á móti honum, þeg
ar hann kemur af heiðinni —
þótt ekki verði annað ráðið
af frásögn Sveins en að hvor
ugt þeirra kannist við hitt.
Aðeins er sá munur, að áður
fannst honum hún roskin, en
nú er hún orðin ung! Mun
lesendum ætlað að ráða af
þessu, hve mikið sé á að
græða svo skilríkum heimild
armanni.
Þessi fullyrðing er þó eitt
af því, sem venjulegu fólki
gengur illa að taka bókstaf-
lega, jafnvel þótt B. S. dæm
ist það rétt vera. Hugsanlegt
væri líka, að til væri bæði
sennilegri og góðgjarnari skýr
ing, þegar þess er gætt, að
húsfreyjan, sem þá er komin
yfir fimmtugt, á tvær frum
vaxta dætur, aðra átján ár-a,
hina tvítuga. Hvað hindrað
hafi hina rosknu húsfreyju
frá að koma sjálf og tala við
drenginn er varla við að bú-
ast að finnist skráð í heim
ildum, en fleiri hygg ég að
trúa muni því, að eitthvað
hafi komið þar til, annað en
ræktarleysi. Þó þætti líklega
einhverjum afsakandi, þótt
drengur, sem nemur staðar
hjá bæ, lítið umfram það, að
seðja þar hungur sitt, setji
sig ekki nákvæmlega inn í,
hvernig háttað er á heimilinu
stöðu þeirrar konu, sem svo
vel og alúðlega beinir honum
og greiðir götu hans.
Vel gæti ég beðið B. S. af-
sökunar um oftraust á gáfum
hans, ef honum þykir víta-
verð vanræksla af minni
hálfu að telja ekki ærnar hjá
Sveini — til tryggingar gegn
hugsanlegu misminni hans —
ærnar, sem hann gætti nokkr
um árum áður en ég fæddist!
Veit ég, að B. S. muni aldrei
gera sig sekan um þvílíkt
skeytingarleysi.
Ekki deili ég við B. S. um,
hvort vera kynni „listrænna“
að rekja slóð drengsins yflr
heiðina nákvæmlega eftir ör-
nefnum. Ég hafði ekki annað
við að styðjast en sögu hans
sjálfs, sem einn var til frá-
sagnar, og sem tók fram, að
hann hefði aldrei farið leið-
ina og vissi aðeins deili á
stefnu og hæstu fjöllum. Það
eina örnefni, sem hann
nefndi, „Hellurnar“, gat hann
hafa fengið með síðari kynn
um af heiðinni og þekkt aft
ur. Ég hafði ekki þá tröllatrú
á eigin listfengi, að geta bætt
þar mikið um — nema þá á
kostnað veruleikans. B. S.
kann aftur reiprennandi
ferðasögu drengsins, með ör
nefnum og öllu, sem tilheyrir,
miklu lengri og fyllri en hann
sjálfur — og það, án þess að
þurfa að tala við hann! Mega
allir sjá, af þessu og fleiru,
sagnritunarhæfileika hans,
umfram meðalmenn, og ann
ég honum að njóta þess að
verðleikum.
Þá virðist B. S. hafa hnotið
um einhverjar hrjónur á yfir
setusvæði Sveins. Vonandi
hefir þó ekki sannazt á hon-
um — né sannast í bráð, hið
fornkveðna, að „þung eru gam
alla manna föll“, svo hann
hafi meiðzt alvarlega. Ég
sagði Svein hafa setið ærnar
í heiðinni milli Eyvindar-
staða og Fjalia og þar inn af.
Þar til B. S. sannar, að ein-
hver bær hái suður að, eða
suður fyrir þessa línu, hsld
ég að þetta orðalag þoli alla
hlutlausa athugun. Er dálítið
einkennilegt, að hann skuli
reyna svo marklitla hártog-
un, sem vel gæti rýrt álit
hans meðal fyrri sveitunga
hans. Virðist hann þó hafa
nokkurn grun um, úr hve há-
um söðli hann hefir þar að
detta, og kemur margur hart
niður að lægra falli.
B. S. kveður fast að orði
um vasklega þjónustu sína við
sannleikann og endar hug-
vekju sína með skorinorðri
fullyrðingu um, að ég sé eini
maðurinn, sem dirfzt hafi að
efa sannleiksgildi sagna
sinna. Þetta er skýrt orðað.
En mikið dæmalaust hefði
þessi skörulegi eiginvitnisburð
ur orðið miklu rismeiri í tign
sinni og virðuleika, ef B. S.
hefði skorðað hann ofurlítið
með undirrituðum traustsyfir
lýsingum nokkurra fyrrver-
andi sveitunga sinna, t. d. erf
ingja sr. Þorleifs á Skinna-
stað, eða dætra Vigfúsar heit
ins á Ferjubakka — já, jafn-
vel Sigríðar Tómasdóttur, sem
honum er að góðu kunn —
svo aðeins sé nefnt fólk, sem
auðvelt er að ná til. Er því
ekki ólíklegt, að þetta geti
orðið, þegar hann upphefur
næst raust sína, til þess að
sanna þjóðinni páfalegan ó-
skeikulleik sinn í sagnfræð-
inni. En þegar hann þarf næst
að „skirpa úr klaufum sér“,
er vonandi, að honum verði
runninn svo móðurinn, aö
hann snúi sér í rétta átt.
Óska ég svo Benjamín alls
góðs á nýbyrjuðu ári; m. a.
glæsilegrar siglingar á dill-
andi bárum listarinnar, inn-
anum óbilgjörn sker veruleik
ans, og sigursællar baráttu
undir merki sannleikans.
St. Reykjavík, 16. jan. 1955.
Guðm. Þorsteinsson,
frá Lundi.
Mendcs-France og
Adenauer láta vel
af fnndi sínuni
Baden-Baden, 15. jan. — í
tilkynningu Adenauers og
Mendes-France um viðræður
þeirra gætir mikillar bjart-
sýni. Telja þeir lagðan grund
völl að góðri sambúð þjóða
sínna í framtíðinni. Þeir urðu
sammála um að biðja Bret-
land og Bandaríkin að ábyrgj
ast framkvæmd Saar-sáttmál
ans og jafna ágreining varð-
andi það mál. Foringi frjálsa
demókrataflokksins, sem er
stjórnarflokkur, hefir gagn-
rýnt frammistöðu Adenau-
ers í viðræðum þessum, seg
ir ekkert hafa áunizt varð-
andi Saar.
Svar til
Vegna ummæla Flugvallar-
blaðsins þann 20. des. s. 1.,
þar sem segir, að ég hafi geng
ið ,í Starfsmannafélag Kefla
víkurflugvallar til að kjósa
Stefán Valgeirsson, vil ég
taka fram eftirfarandi: Er ég
gekk í Starfsmannafélag
Keflavíkurflugvallar, gerði
ég það í þeim tilgangi að verða
félaginu til gagns, sem fram
ast ég gæti.
Ég skal geta þess hér, að
það var ég, sem fyrstur allra
íslendinga á Keflavíkurflug-
velli gerði tilraun til stofnun
ar starfsmannafélags þar um
sumarið 1947. Menn náðust að
eins saman til tveggja funda,
og ekki var fært að halda
starfseminni áfram vegna
þess, hversu íslendingar voru
þar fáir og máttu sín lítils.
Menn voru hundeltir, kallaðir
uppreisnarmenn og þar fram
eftir götunum. Ég skal jafn-
framt geta þess, að reka átti
mig af Keflavíkurflugvelli
fyrir að draga íslenzka fán-
ann að hún, er ég hafði verið
beðinn um að annast í frí-
stundum mínum. Samt vil ég
geta þess, að samstarf mitt
við Bandaríkjamenn hefir
verið hérumbil undantekn-
ingalaust mjög gott, öll þau
ár, sem ég hefi umgengizt þá,
hér heima og eins fyrir vest-
an. En samt geta ávallt verið
til menn, sem spilla og geta
tafið fyrir samstarfi um tíma,
sem dæmi það er ég nefndi
hér á undan. Svo þörf er fyrir
félagsskap manna alls staðar
til að geta starfað saman að
kröfum sínum og áhugamál-
um. Af þessu getið þið séð, að
ég muni vera þó nokkuð kunn
ugur málefnum Keflavíkur-
flugvallar, enda fáir starfað
þar lengur en ég, í hartnær 8
ár. Sem betur fer náðist tak-
markið, starfsmannafélag var
stofnað. Ekki skipta nöfn
manna mestu máli heldur
hitt, hver félagsskapurinn er.
Stefán Valgeirsson varð fyrir
valinu sem fyrsti forustumað
ur.
Oft hevrði ég á máli manna,
að sá maður ætti miklar þakk
ir skilið, en samt því miður
oft það neikvæða. Enda breitt
út af vissum aðilum, sem
vildu hann burtu úr félaginu.
Það fer oft svo, aö þ'eir, sem
vilja láta gott af sér leiða,
fá hinar verstu skammir og
vanþakklæti. Það sannaðist í
þetta sinn, sem svo oft áður.
Því skal ekki á móti mælt, að
margt hefði mátt fara betur,
en hægara er að finna að og
setja útá en byggja upp starf
semi sundurleitra hópa með
mörg og misjöfn sjönarmið.
Sem betur fer eiga nú starfs
menn Keflavíkurílugvallar
styrka og góða stoð, þar sem .
er hæstvirtur utanríkismála
ráðherra, dr. Kristinn Guð-
mundss. Störfum hans í þágu
Keflavikurflugvalíar er ekki
hægt að lýsa í fáuih orðum,
svo mikið afbragð tíefir hann
leyst af hendi. Nsegir að nefna
aðeins eitt dæmi af mörgum:
Stofnun Vinnumálanefndar.
Allir, sem starfa á Keflavík-
urflugvelli, vita, hvaða störf
þar hafa verið af hendi leyst,
og er cþarfi að orðlengja það.
Ég sagði í upphafi þessarar
greinar, að ég hafi gengið í
félagið til að geta orðið því
að liði, sem framast ég gæti.
Er ég sá, hvernig störf fundar
ins voru, er ég var á, meðal
annars það, að gera félagið
pólitískt í þágu þeirra afla,
er mest berjast á móti afskipt
um hæstvirts utanríkismála-
ráðherra, dr. Kristins Guð-
mundssonar, af’ málefnum
Keflavíkurflugvallar, og
minnst vilja gera fyrir starfs
mennina. í þess háttar félags
skap vil ég ekki vera meðlim.'
ur. Starfsaðferðir þessara
pólitísku aðila, eru hinar
sömu í hvaða félagi sem er,
nægir að benda á t. d. Nor-
ræna félagið. Smalamennska
og kosningastarfsemi Heim-
■ dallar er þeim til .lítils sóma,
og þurfa hugsandi menn að
• vera vel á verði, og láta hluti
; sem þessa ekki endurtaka sig.
Keflavík, 30. desember 1954.
, Héðinn Jóhannesson.
V^WAV.’/AV«V.V/.W.WWVrWVV.VA\VVVVVAWWWÍ
j Bezt að auglýsa í TÍMANUM ;j