Tíminn - 20.01.1955, Side 6

Tíminn - 20.01.1955, Side 6
6. TÍMINN, fimmtudaginn 20. janúar 1955. 15. blaff. --------■-) tí i—... 3 >í WÓDLEIKHÚSID Gullna hlíðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi j Sýning föstudag kl. 20.00, í tilefni af 60 ára afmæli hans. j UPSELT Þeir koma í haust Sýning laugardag kl. 20. Óperurnar Pagliacci Og Cavalería Rusticana Sýning sunnudag kl. 20. Aðeins örfáar sýningar eftir. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—-20.00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýu ingardag, annars seldar öðrum. Crippe Creek Ofsa spennandi, ný, amerísk lit- j mynd um gullæðið mikla í Coln- j rado á síðustu öid. Mynd þessi, j sem að nokkru er byggð á sönn- j um atburðum, sýnir hina marg-j slungnu baráttu, sem á sér staðj um gullið. George Montgomery, Karin Booth. Bönnuð börnum innan 14 ára.j Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ — 1544 — Ný Abbott og Costello-mynd Að fjallabaki (Comin ’round the Mountain) Sprenghlægileg og fjörug amer- ísk gamanmynd um ný ævintýri j hinna dáðu skopleikara Bud Abbott Lou Costello ásamt hinni vinsælu dægurlagaj söngkonu Dorothy Shay. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI - Vanþakkláta hjjarta Carla del Poggio hin fræga nýja ítalska kvik- myndastjarna. Frank Latimore. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. PILTAR ef þið eigið stúlk- una, þá á ég HRINGANA. Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, - Aðalstræti 8. Sími 1290. Reykjavík. Útbreiðið Tímann AUSTURBÆJARBIO Fræiika Charleys Afburða fyndin og fjörug, ný, ; ensk-amerísk gamanmynd lit- ■ um, byggð á hinum sérstaklega vinsæla skopleik, sem Leikfélag Reykjavíkur hefir leikið að und anförnu við metaðsókn. Inn i myndina er fléttað mjög fallegum söngva- og dansatrið- um, sem gefa myndinni ennþá meira gildi, sem góðri ekemmti- mynd, enda má fullvíst telja að hún verði ekki síður vinsæl en eikritið. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ GAMLA BÍÓ Slml 1475. Macao Ný, bandarísk kvikmynd, afar spennandi og dularfull. Aðalhlutverkin leika hin vin- sælu: Robert Mitchum, Jane Russel. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Slml 1182 Vald örluganna (La Forza Del Destino) Frábær, ný óperumynd. Þessi ópera er talin ein af allra beztu óperum VERDIS. Hún nýtur sín sérstaklega vel sem kvikmynd, enda mjög erfið uppfærsla á eik sviði. Leikstjóri: C. Gallone. Aðalhlutverk: Nelly Corrady, Tito Gobbi, Gino Siniberghi. Hljómsveit og kór óperunnar í Róm undir stjórn Gabriele Santinni. Myndin er sýnd á stóru breið- tjaldi. Einnig hafa tóntæki verið endurbætt mikiö, þannig að söngvamynd sem þessi nýtur sín nú sérlega vel. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 14 ára Sala hefst kl. 4. TJARNARBÍÓ Óskars verðlaunamyndin Gle^idagnr I Itóm [ PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR (Roman Holiday) Sýnd kl. 9. Golfmeistararnir j (The Caddy) Aðalhlutverk: Dean Martin Jerry Lewis. Sýnd kl. 5 og 7. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•»♦ HAFNARBÍÓ Slml 6444 Eyja leyndar- dómanna (East of Sumatra) Geysispennandi ný amerísk kvik mynd I litum, um flokk manna, sem lendir í furðulegum ævin- ítýrum á dularfullri eyju í Suð- jurhöfum. Jeff Chandler, Marilyn Maxwell, Anthony Quinn. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vandaðir trúlofunadiríngir JónDalmannsson • '^o(limLou}v SKÓLAVOáe’JStíá ZI - SÍMt 3445 „Ilriagiff til Bim*4 . . . (Framhald af 5. síðu)- fræðingar segja mér, að hér gætu hæglega búið 80 millj. manna, ef lausn fengist á nokkrum gömlum og nýjum vandamálum. Eitt mesta vandamálið er atvin.nu leysið. Bændurnir, sem eru um 75% þjóðarinnar, fá aðeins eina upp- skeru á ári, og vinna þannig tæp- lega helming ársins. Ef iðnaður væri aukinn, væri mjög úr þessu bætt. En sá hluti þjóðarinnar, sem hefir peningaráðin og á stærstu jarðeignirnar, er afturhaldssamur gagnvart nýjungum. Þeir hugsa sem svo: Því ekki að láta allt ganga sinn vanagang, þegar við eigum stór ar jaröeignir, höfum nokkuð örugg- ar tekjur og lága skatta. Níutíu af hundraði bænda á Filipseyjum eru leiguliðar, og hafa jafnvel aðeins munnlegan samning við -jarðeiganda, þannig að mjög auðvelt er að ganga á rétt þeirra. Alls konar óréttmæt skipting hefir um hundruð ára dregið úr sjálfs- bjargarviðleitni og vinnufýsi bænda, þannig, að Filipseyingar, sem lifa aðallega á hrísgrjónum, eru nú í dag með minnstu hrísframleiðend- um heimsins". Löggjöf Magsaysays, sem felur i sér breytingu á þessu, hefir mætt mikilli andstöðu, því að flestir helztu stjórnmálamennirnir eru ein mitt jarðeigendur, og að fá þá til að greiða atkvæði gegn sjálfum sér myndi jafnast á við það, eins og Kínverjar segja: „að semja við tígrisdírið um kaup á feldi þess“. Kenna fólkinu aff hjálpa sér sjálft. En Magsaysay veit, að ekki þýðir að veitá þjóðinni allt, sem hún fer fram á. Hann hefir því leitað ráða hjá dr. James Yen, sem ef til vill er sá maður, sem einna víðtækasta reynslu hefir í því aÖ koma land- búnaði á réttan kjöl. „Þrjátíu ára reynsla í Kína hefir kennt mér“ segir dr. Yen, „að það er ekki nóg að hjálpa fólkinu — það verður að læra að hjálpa sér sjálft. Driffjöðr- in í stórfelldri endurreisn verður að vera fólkið sjálft". Magsaysay er mjög elskur þjóð sinni, enda dáður af henni, og þar liggur styrkur hans. Þekktur Filips- eyingur, Romolo hershöfðingi, sem um eitt skeið var forseti allsherjar- þings S. Þ., segir um Magsaysay: „Þegar um baráttu er að ræða milli forsetans og stjórnmálamann- anna mun forsetinn hafa vinning- inn. Hann bæði getur og vill helzt ganga fram hjá stjórnmálamönn- unum og snúa sér beint til fóiksins. Og einmitt það felur í sér gagnlegan lærdóm fyrir Filipseyinga, og dæmi fyrir aörar Asíuþjóðir um það, hvernig hin sanna lýðræðisstjórn á að vera“. llcrflugvél . . . (Framhald af 3. síðu). til hjálpar í þessu efni, og gerðu sérstaka ferð til Seyðis fjarðar í Grumman-flugbát með jólaglaðninginn. í hverjum pakka tif gamla fólksins var að finna sælgæti, ávaxtaköku, kaffi, taflborð og spil, ásamt ýmsu matarkyns. Þar að auki fylgdi pakkanum náttúrlega kort með jólaósk- um. 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 1 Notið Chemia Ultra- f | sólarolíu Qg sportkrem. — Ultra- i | sólarolía sundurgreinir sólarljós- 1 = ið þannig, að hún eykur áhrif = | ulra-fjólubláu geislanna, en bind i | ur rauðu geislana (hitageislana), f = og gerir því húðina eðlilega i | brúna en hindrar að hún brenni. i 1 — Fæst í næstu búð. Hiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiimitiiiiimiiiiiiiit Útbreiðið Tímann HJONABAND Rut lá kyrrlát á svæflinum, föl en sigri hrósandi. Hún hafði haft á réttu að standa, en William röngu. Hann hafði viljað að hún færi til Philadeiphiu og ætti barnið í sjúkrahúsi þar. En hún hafði sagt, að hún yrði aö eiga það heima alveg eins og móðir hennar, og gamla frú Laub scher ljósmóðir mundi annast sig nægilega vel. — En ef eitthvað verður nú að? sagði William. — Ég veit með vissu, að það verður ekki, sagði hún. Og allt gekk vel. Gamla ljósmóðirin fór að öllu rétt. Hún bar jafnvel inn öxi, hafði hana þó undir svuntu sinni, svo að William sæi hana ekki. Svo hjó hún sundur nafla- streng drengsins með öxi að gömlum sið, svo að hann yrði dugandi skógarhöggsmaður. Og Rut hlustaði með athygli á allt það, sem gamla konan sagði henni um börn, meðan hún beið fæðingarinnar. Hún hafði hlýtt dyggilega öllum gnmlum og góðum ráðum ljósmóðurinnar jafnvel gengið undir vatnsbunu til þess að naflastrengur barnsins veíð- ist ekki um háls þess. Og allt hafði borið rétt að í upp- hafi. Hún var líka alveg viss um það, hver þessi aökenn- ing var þennan sunnudag. Hún hafði einskis meins kennt sér allan daginn, og hún hafði gengið til náða glöö og hress á laugardagskvöldið. — Hann fæðist auðvitað á sunnudegi til sælu, sagði gamla ljósmóðirin, þegar hún tók á móti drengnum. Fæð ingin hafffi gengið fljótt og vel. — Hann stekkur blátt áfram inn í heiminn. Sá er nú stór og sterkur. Ég er líka viss um, að hann hefir verið getinn á sunnudegi. — Já, hann var það, sagöi Rut brosandi. — Ég man það vel. — Þess vegna er hann svona stór og fallegur þegar við fæðinguna, sagði gamla konan. Hún vafði snáðann í hand klæði og lyfti honum upp. — Nú ætla ég að dýfa höndum hans og fótum í tært og kalt lindarvatn, sagði hún. Hún tók litlar og klístraðar hendur hans og rak þær ofan í vatnsskál, sem stóð á borðinu, og hið sama gerði hún við fætur hans. — Nú kelur hann aldrei. Síðan tók hún að lauga barnið og reifa það, og þegar William kom inn, flýtti hún sér út með fylgjuna í skál. Úti í garðinum gróf hún hana undir rósarunna, svo að fegurð hennar Rutar fölnaði ekki við barnsburðinn. — Hún er yndisleg stúlka, hugsaði gamla konan og sóp- aði moldinni að rótum runnans. Henni var þetta erfitt, því að hún var orðin töluvert feitlagin. Hún fór sér heldur að engu óðslega, því að hún vildi gefa hinum nýorðna föður ráörúm til að dvelja um stund í einrúmi með konu sinni og syni. Svo ætlaði hún að bera snáðann sjálf upp í þak- herbergið til þess að tryggja, að hann yröi engin morgun skræfa, heldur færi jafnan á fætur fyrir dagmál, því að annað sæmdi ekki góöum bónda. En inni í herberginu stóð William og horfði á son sinn. Hánn vissi það þegar á þeirri stundu, að hann mundi ekki verða góður faöir. Hann fann heldur ekki til þess ástríkis. í garð þessarar vanmáttugu veru, sem hann hafði búizt við. — Er hann ekki heldur feitur, spurði hann kjánalega. Rut brosti. — Hann er fallega skapaður drengur, sagði hún með sigurhljömi í röddinni., Hann leit á hana af barninu. Honum fánnst hún fegurri en nokkru sinni fyrr. — Mér sýnist þú hafa tekið þér þetta létt, sagði hann. . — Já, það má nú segja, sagði hún. — Ég hélt, að allar konur ælu börn sín með sárum hörm- ungum, sagði hann, en hún hló lágt, og hann langaði mest til að taka hana í faðm sinn. — Nú skulum við ekki eignast fleiri börn, sagði hann. — Hvaða gagn heldur þú að sé að því'að eiga aðeins eitt barn spurði hún? — Hann verður að fá einhvern til að leika sér við. — Kvers vegna? sagði hann þyrkingslega. — Þú ert skrítinn, sagði hún brosandi. — Hvað eigum við annars að skíra hann, William? — Harold, sagði hann. — Iiarold eftir föður mínum. Rut hugleiddi þetta nafn þegjandi um stund. — Það hefir aldrei verið neinn Harold í ætt okkar, sagði hún svo. — Jæja, þá kemur einn núna, sagði William. Hún fæddi honum tvö börn síðar, hvort tveggja stúlkur, hvora eftir aðra, og þá lýsti hann yfir, að nóg væri komið. Hann sá hana þro^kast við fóstur barna sinna, breytast og verða enn fegurri meðal barnanna sinna þriggja. Hann málaði hana einu sinni þannig og varð harla undrandi, þeg ar gagnrýnendur töldu þá mynd ómerkilega. — Og þó er þetta bezta myndin, sem ég hefi málaö til bessa, sagði hann í reiði sinni við Rut. — Já, það fihnst mér líka, sagði hún innilega. — En þetta fólk álítur, að ekkert sé gott nema þaö sé gert í New York. — Alveg rétt, sagði hann undrandi á skýrleik hennar. Hann ákvað þá í bræði sinni, að hann skyldi sýna þessu fólki hvað hann gæti. Hann ætlaði aldrei framar að senda myndir til New York. Hann ætlaði að halda sjálfstæðar sýningar. Hann ætlaði að búa áfram í þessum afkima vcr- aldar og mála slíkar myndir, að fólk vildi koma þangað til að sjá þær. Ilann málaði og málaði, og á hverju ári opn-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.