Tíminn - 21.01.1955, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.01.1955, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Útgefandi: Pramsóknarflokkurlnn Skrifstofur í Edduhusi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 39. árgangur. Reykjavík, föstudaginn 21. janúar 1955. 16. blaff. Bifreiðin rann 50 m og stórskemmdist Prá fréttaritara Tímans _ í Stykkishólmi í gær. Á milli klukkan 2 og 3 í, nótt voru tveir menn á tíu hjóla vörubifreið frá Stykk ishólmi á leið út Skógar- j strönd. Þegar kom útundi'r baeinn Narfeyri, rann bifreið in til á hálku og f ór út af J veginum að aftan. Bifreiða- stjórinn reyndi þá að kom- ast upp á vegínn annars staðar en gekk erfiðlega. Mennirrffr fóru þá báðir út úr bifreiðinni og hugðust festa vír um stein fyrir of- an veginn og draga bífreið ina upp á veginn með vindu, sem var framan á honum. En rétt í því rann bifreið- in mannlaus af stað aftur á bak og stanzaði ekki fyrr en hún hafði farið um 50 metra. Halli' var þarna tölu verður og varð mikill skrið ur á bifreiðinnji. Var hún mikið skemmd, þegar hún stanzaði, enda var yfir kargaþýfí að fara og að síð- ustu hafnað í moldarbarði. Bifreiffán fór þó aldrei af hjólunum. Hefðu mennirnir verið í bifreiðinni', í þessari ferð, hefðu þeir án efa orð- ið fyrir meiðslum. KG. Rafmagnsskömmt- miinni aflétt á Stöðvar verkf all matreiðslu- ogframleiðslum. kaupskipín? Saraningum hætt í bili vegna þess hve mikið ber á milli. Fyrstu skipin stöovuð Á míðnætti í fyrrinótt hófst verkfall matreiðslu- og fram- reiðslumanna á kaupskipaflotanum, og voru tvö skip, Reykjafoss og Skjaldbreið, þegar stöðvuð í gærkvöldi. Samn ingafundir hafa staðið yfir síðustu daga og nætur en án árangurs, enda ber mjög mikið á mílli. Akureyri í gær var lokið við að hreinsa krap úr þrýstilofts- pípunni í nýju stöð Laxár- virkjunarinnar, og er nú raf magnsskömmtuninni, sem verið hefir á Akureyri síðan á sunnudag, aflétt. Mikið vantar þó á, að orkuverið komi að fullum notum enn- þá, og er spennan mjög lág. Veldur það enn nokkrum truflunum hjá iðnaðarfyrir- tækjum á Akureyri og Húsa- vík/ Herbert Bruggeman frá Santiago sést hér skríða undir flug- vél sína til þess að vita hverju sættu einkennileg hljóð, sem bann heyrði í tvö þúsund km. langri flugferð. Hann fann þar kött, sem hafði tekið sér far íem blíndur farþegi í hjóla- skotinu. Kötturinn var þó sæmilega stýrisbrattur eftir flugferðina. Tvær útgáfur af Svörtum fjöðrum Davíðs Stafánssonar Úrval IjóSSa hans í nýnorskri útgáfu Bókaútgáfan Helgafell hefir sent frá sér þrjár bækur í tilefni' af sextugsafmæli Davíðs Stefánssonar, skálds. Eru það tvær útgáfur af Svartar fjaðrir og þýðingar á nokkrum kvæðum Davíðs á nýnorsku eftir Ivar Orgland sendikennara. Lýsing Tjarnarinnar athyglisvert nýmæii Borgarstjóri tekur vel tillögum bæjar- fulltrúa Franisóknarflokksins um þetta Björn Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framróknarflokksins á bæjarstjórnarfundinum í gær, bar fram tillögu um lýsingu tjarnarinnar að kvöld- og næturlagi og féllst borgarstjóri á tillögur Björns og hét að leggja fyrir rafmagnsstjóra að gera áætlanir um þær framkvæmdir í sambandi við endur- bætur á bökkum tjarnarinnar, sem borgarstjóri sagði að stæöu fyrir dyrum. væri hún hættuleg í nátt- myrkri. Auk þess benti Björn á það, að góð lýsing Tjarnarinnar væri mikill feguröarauki fynr bæinn og síðast en ekki sízt yrði góð lýsing hennar til þess að börn og unglingar myndu nota sér betur skauta svell og útivist. Benti Björn á það, að með því væri stuðlað að aukinni útivist unglinga, sem væri heilsusamlegri en of miklar inniverur í misjafn- lega hollum samkomuhúsum. Borgarstjóri féllst á þessar tillögur Björns og hét því að vinna að því að stuöla að lýs ingu Tjarnarinnar með fyrir mælum til starfsmanna bæj arins. Björn fylgdi tillögunni úr hlaði með stuttri ræðu og benti á, að Tjörnin væri frá náttúrunnar hendi bæjar- prýði, sem bæri að sýna full an sóma. Benti hann á, að lýsing Tjarnarinnar væri nauðsynleg bæði af öryggis- ástæðum, þegar Tjörnin er auð eða með ótryggum ís. Þá Onnur útgáfa af Svartar fjaðrir er viðhafnarútgáfa forkunnarvönduð og vel úr garði gerð, í stóru brbti. Hin útgáfan er í litlu broti, prent uð á þunnan pappir, ætluð til að lesast upp til agna eins og fyrstu útgáfur af bókinni, segir Ragnar Jónsson í skemmtilegum formála. Þá mun mörgum þykj a gam an að sjá þýðingar Ivars Orglands á ýmsum beztu kvæðum Davíðs á nýnorsku, en hún er undarlega lík ís- lenzkunni. Nefnist sú bók „Eg sigler i haust" og hefst á samnefndu kvæði. í kvöld er hátíðasýning í Þjóðleikhúsinu á Gullna hlið inu eftir Davíð og einnig er honum haldið samsæti í Sj álf stæðishúsinu. Sáttasemjari ríkisins hei'ir haft deiluna til meðferðar, og hafa fundir verið tvær nætur og lauk kl. 6 í gærmorgun. Taldi sáttasemjari tilgangs- laust að halda áfram að sinni, þar sem svo mikið bar á milli, og hafa nýir samningafundir ekki verið boðaðir. Kröfur matreiðslumanna eru m. a. þær, að mánaðar- laun hækki um 10% auk 11% styttingar vinnutíma og 30 klst. yfirvinnutryggingar sam fara 40% hækkun á kaup- taxta við yfirvinnu. Einnig aukið irlof og sjúkrahlunn- indi. Framreiðslumenn krefjast kauptryggingar, sem er mun hærri en mánaðarkauptaxtar sjómanna eða háseta' á kaup Fjölmenn og ánægju leg framsóknarvist í fyrrakvöld héldu Fram- sóknarfélögin skemmtun að Hótel Borg, er hófst með hinni vinsælu Framsóknar- vist, sem spiluð var af fjöl- menni og með miklu fjöri. Eftir að góðum verðlaun- um hafði verið úthlutað til sigurvegaranna í spilunum, sem einn ungur Framsókn- armaður hafði gefið, flutti Hannes Pálsson snjalla ræðu. Síðan var sungið og dansað. Um leið og formaður skemmtinefndar, Jón Snæ- björnsson, setti samkomuna, (Framhald á 2. síSu). skipum og vilja ekki fallast á meðaltal af mánuðum ársins. Skjaldbreið var fullhlaðið yörum í gær og átti að leggja af stað til Norðurlands en var stöðvuð. Einnig stöðvaðist Reykjafoss. Esja kemur til Reykjavíkur í dag og á að leggja af stað aftur á morgun. Þannig munu kaupskipin stöðvast eitt af öðru, ef samn ingar nást ekki, og gæti svo farið, að meginhluti kaup- skipaflotans stöðvaðist þann ig. Afbragðsafli Djúpavogsbáta Frá fréttaritara Tímans á Djúpavogi. Afli hefir verið óvenjulega góður hér i janúar. Vélbát- urinn Víðir er búinn að fá 140 skippund. Hefir báturinn að jafnaði fengið 15—18 skip pund í róðri. Ýsa er um helm ingur aflans. Annar minni bátur, sem héðan rær, hefir aflað minna. ÞS. ¦ iii — Tveir jarðskjálfta- kippir í fyrradag í fyrrakvöld og fyrrinótt fundust tveir vægir jarð- skjálftakippir í Reykjavík, sá fyrri kl. 18,30, en hinn um kl. 2,20 um nóttina. Samkv. jarðskjálftamælum Veður- stofunnar voru upptök jarð- hræringanna á sama stað og á laugardaginn eða um 10 km. norð-austur af Grindav. Bóndadagurinn er í dag í dag er bóndadagurinn — fyrsti þorradagur, og halda margir hann hátíð- legan að gömlum sið. í gær var víða verið að undirbúa þorrablótin, tíl dæmis sagði fréttaritari blaðsins á Eg- ilsstöðum, að þar mundi verða fjölmennt þorrablót. Viljayfirlýsing um samnings- uppsögn fyrir 1. febrúar n.k. í fyrradag var haldin hér í Reykjavík formannaráð- stefna verkalýðsfélaga við Faxaflóa. Var þar tJil um- ræðu hvort sagt skyldi upp Eamningum fyrir 1. febrúar. Á ráðstefnunni mættu full- trúar frá 39 félögum innan Alþýðusambandsins. Vciru flestir þeirrar skoðunar, aö vegna kjararýrnunar væri ekki hægt að komast hjá upp sögn samninganna. Nokkrir fulltrúanna upplýstu að fé- lög þeirra hefðu bundna samninga fram að 1. júní. Að loknum umræðum var svohljóðandi vilj ayf irlýsing samþykkt með öllum greidd- um atkvæöum gegn einu: „Ráðstefna verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og ná- grenni haldin 19. janúar 1955 lýsir yfir. að hún telur nauðsyn bera til að verka- lýðsfélögin segi upp samn- ingum sínum fyrir 1. febrúar n. k. til að knýja fram kjara bætur, svo að tekjur átta stunda vinnudags nægi til mannsæmandi framfærslu meðalf j ölskyldu." Viljayfirlýsing þessi er ekki bindandi fyrir hin ein- stöku verkalýðsfélög og munu þau nú halda fundi fyrir mánaðamót og taka á- kvörðun um hvort þau vilja segja upp samningum eða ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.