Tíminn - 21.01.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.01.1955, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudaginn 21. janúar 1955. 16. blað, MÓDLEIKHÖSID Gullna hli&ið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi j Sýning í kvöld kl. 20.00, í tilefni 60 ára afmælis hans. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Hljómsv.stj.: Dr. V. Urbancic Músik eftir: Dr. Pál /sólfsson. ] UPPSELT. Þeir homu í huust] Sýning laugardag kl. 20.00. Bannað fyrir börn innan 14 ára| Óperurnar Pugliucci ogr Cavulcría Rusticana Sýning sunnudag kl. 20.00. Aðeins fjórar sýningar eftir. Aðgöngumiðasalan opin frá kl.| 113,15—20.00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær línur.j | Pantanir sækist daginn fyrir sýn j ingardag, annars seldar öðrum. Crippe Creéh Ofsa spennandi, ný, amerísk lit- j mynd um gullæðið mikla í Colo- rado á síðustu öld. Mynd þessi.J sem að nokkru er byggð á sönn- um atburðum, sýnir hina marg-j slungnu baráttu, sem á sér staðj um gullið. George Montgomery, Karin Booth. BönnuS börnum innan 14 ára.J Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ — 1544 — Brotna örin (Broken Arrow) Mjög spennandi og sérstæð, ný, amerísk mynd í litum, byggð ál sannsögujegum heimildum frá | þeim tímum, er harðvltug víga- ferli hvítra manna og Indíánaj stóðu sem hæst og á hvern háttj varanlegur friður varð saminn. | Aðalhlutverk: James Stewart, Jeff Chandler, Debra Paget. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SÆJARBSO - HAFNARFIRÐI - Ast við u&ra sýn PILTAR ef þið eigið stúlk- una, þá á ég HRINGANA. Kjartara Ásmundsson, gullsmiður, - Aðalstræti 8. Reykjavík. > «hh»t» '<m,mi9m »m<+* »'jjBij Úibreiðið Tímann íleikféiag: taKJAYÍKDg Frœnku Charleys 63. sýning á morgun laugardag kl. 5. lAðgöngumiðasala í dag kl. 4—7 $ og a morgun eftir kl. 2. Sími 3191 AUSTURBÆJARBÍÓ Frænka Charleys JAfburða fyndin og fjörug, ný, I ensk-amerisk gamanmynd lit- jum, byggð á hinum sérstaklega [vinsæla skopleik, sem Leikfélag [Reykjavíkur hefir leikið að und lanförnu við metaðsókn. Inn í myndina er fléttað mjög j fallegum söngva- og dansatrið- jum, sem gefa myndinni ennþá jmeira gildi, sem góðri skemmti- jmynd, enda má fullvist telja íað hún verði ekki síður vinsæl I en eikritið. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BÍÓ Blmi 147S. Macao jNý, bandarisk kvikmynd, afarj jspennandi og dularfull. Aðalhlutverkin leika hin vta-J Isælu: Robert Mitchum, Jane Russel. (Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. JTRIPOLI-BÍÓ Biml 118» Vuld örlagunna (La Forza Del Destino) [Frábær, ný óperumynd. Pessl jópera er talin ein af allra beztu jóperum VERDIS. Hún nýtur siu jsérstaklega vel sem kvikmynd, j enda mjög erfiS uppfærsla á eik ! sviði. Leikstjóri: C. Gallone. Aðalhlutverk: ÍNelIy Corrady, Tito Gobbi, Gino iSiniberghi. Hljómsveit og kór óperunnar í Róm undir stjórn I Gabriele Santinni. Sýnd kl. 7 og 9. JBönnuð börnum yngri en 14 ára Sala hefst kl. 4. Burburossu, [honungur sjórœn- ingjunnu Sýnd kl. 5. ÍTJARNARBÍÓ Óskars verðlaunamyndln Gleðidagnr í Róm | PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR 3 (Roman Hoiiday) Sýnd kl. 9. Golfnteistururnir (The Caddy) Aðalhlutverk: Dean Martin Jerry Lewis. Sýnd kl. 5 og 7. HAFNARBÍÓ Biml 6444 Eyja leyndar- dómanna (East of Sumatra) | Geysispennandi ný amerisk kvikj jmynd í litum, um flokk manna.j jsem lendir í furðulegum ævin- jtýrum á dularfullri eyju í Suð-j [ urhöf um. Jeff Chandler, Marilyn Maxwell, Anthony Quinn. Bönnuö innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sæmundur ©lafsson (Framhald af 4. síðu). sem hann áður hafði látið ógert. Hann varð að lúta lög maanu sem allt lifandi fell ur undir og fær eigi umflúið. Hann aníaðist í Landsspítal enum 12. þ m. Þegar Sæmundur nú er af staríusviðinu horfinn er ást vinum híms vinum og sam- starfsmönnum hinn mesti harrrur a"5 kveðinn, en str.r's cagurinn var langur oröhm og viðtaurðaríkur, og sýnt að hverju dró. Hann var innilega kvaddur og honum af hrærðu hjarta þokkuð samvistarstundin. At gjorvi hans, umhyggj useim hans fyrir öllu góðu og fögru, vinátta og hlýhugur, allt hið mikla starf í þágu sveitar og héraðs, eru ljósgeislar þeir, sem hann stráði hvarvetna á braut samferðamannanna og munu þeir enn lýsa og verða til örfunar eftirlifend- um í áframhaldandi baráttu til betra vegs og gengis fyrir framtíð íslenzkrar byggðar. . Björn Björnsson. Nú er bratta gatan gengin. Geislar verma öldungsbrá. Hljóður vinur hreyfir strenginn handan yfir fjöllin blá. Þegar líður lífs að kveldi leitar muni farna braut. Bjarmar fyrir árdagseldi, er að baki liggur þraut. Fagnar þreyttur ferðalangur fögrum sumarblóma reit. Var að baki vegur strangur, vórnin kröpp og sóknin heit. Þrautir göfga góða drengi gjarnan herða viljans stál. En enginn veit, hve oft og lengi ákall barst frá þreyttri sál. Sælt mun þér að sjá og skoða sólarris á nýrri strönd, mæta þar í morgunroða muna þinum, kærri hönd. Bak við dynur veðravoði, vopnagnýr og neyð og tár. Fram undan er birtuboði blómalönd og feginsár. Nem ég óm af ölduniði út við Rangár breiða sand, þar, sem fyrr af fiskimiði fluttir marga björg í land. Ýmsum varstu oft að liði, oft þú leystir þrautabönd. Góði vinur, gakk í friði götu lífs á nýrri strönd. Elimar Tómasson. fflraðfrystihús (Framhald a; 3. síðu.) frystihúss eru 12—15 lestir á dag. Vinna er þegar hafin í frystihúsinu og þar frystur vertíðarafli bátanna. Er ráð- gert að þar vinni í vetur um 70 manns og vinni afla af 9 bátum, sem aðstöðu sína hafa hjá Miðnes h.f. Teikningar að þessu nýja húsi gerði Gísli Hermanns- son hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, en smiðir voru Húnbogi Þorleifsson og Trausti Jónsson, báðir úr Sandgerði. Múrarar Jónas Guðmundsson og Ársæll Sveinbjörnsson, báðir úr Gerðahreppi. Raflögn lagði Aðalsteinn Gíslason, Sand- gerði, hitalögn, vélsmiðja Innri Njarðvíkna en Hamar í Reykjavík og Nýja blikk- smiðjan smíðuðu færibönd, borð og fleira. í sambandi við frystihúss- bygginguna má geta þess, að sama fyrirtæki lét byggja í sumar fiskhús í stað þeirra er fauk fyrir rúmu ári. Er húsið 60x14 metrar og byggt úr steinsteypu. Sú nýlunda er við bygginguna, að á henni eru engir gluggar, en birta kemur inn um plast- plötur, sem þakið er gert úr. PearL S. Buck: 40. HJÓNABAND aði hann sýningu á myndum sínum í sýningarsal næsta taæjar. Börnin úr skólum nágrennisins fengu að sjá þær, og bæjarblaðið ritaði lofsamlega um sýningarnar. á hverju ári. Venjulega komu nokkrir blaðamenn á sýningarnar frá Philadelphiu. Eitt sihn las hann í stóru blaði frá New York: — William Barton, sem var svo, efnilegur, hefir ekki náð þeim þroska, sem efni virtust standa til. Þetta var eins konar lokadómur yfir honum í heimi málaralistarinnar. Hann brenndi þetta blað, svo að Rut sæi það ekki, en hann gat pkki brennt huga sinn til ösku, og hugur hans geymdi bessi dómsorð óafmáanleg. Og þau höfðu sín áhrif. 1 hvert sinn sem hann þóttist vera að ná tökum á einhverju myndarefni eða verða var við innblásturinn, komu þessi orð fram i huga hans og lögðu hann í fjötra að honum fannst. Hann vann þó reglu lega átta stundir á dag, eða svo sagði hann fólki, sem spurði hann. Nú hafði hann málað án afláts í 12 ár. Og hann neitaði að trúa því, að gleymskan huldi hann æ meira. — Pabbi, kallaði Jill upp stigann. — Já, góða, svaraði hann úr herbergi sínu. — Miðdegisverðurinn er til, og ég er búin að hreinsa penslana. — Þakka þér fyrir, vina mín. Hann greiddi hár sitt og hreinsaði svolítinn litablett úr skyrtunni sinni með hreinsi legi, sem Rut hafði látið honum í té. Jill beið hans enn við stigafótinn. Svo kom hún upp stigann og kallaði: — Má ég koma inn. — Auðvitað, gða mín. Hún kom inn til hans og stóð á gólfinu og horfði á hann. Hana langaði til að hann Iéti veí að henni, en honum var það fyrirmunað. Svo undarlegt var það, að þetta barn haföi hin litlu, gráu og stingandi augu Harnsbargers sifa síns, og í hvert sinn sem William leit í þessi augu, sá hann sál gamla mannsins blasa við sér. Jafnvel þótt hann sæi, að hún þráði ást hans og vin- semd, sæi þaö skína úr þessum litlu barnsaugum, gat hann ekki tarotið þessa andúðarfjötra af sér. — Pabtai, ætlarðu að gera eitthvað sérstakt í kvöld? Hann hafði ekki gert neina áætlun um það, en þegar hún minntist á það, flaug honum allt í einu í hug, að kom inn væri tími til að hann liti inn til foreldra sinna. Hann ætti að gera það oftar, því að nú sótti ellin að þeim. — Ég býst við, að ég þurfi að fara til bæjarins, sagði hann. — Æ, það var leiðinlegt, sagði litla stúlkan vonsvikin. Hann kenndi í brjósti um hana. — Hafðir þú nokkuð sér stakt í huga? spurði hann. — Mér datt í hug, að þú mundir kannske finna upp á' einhverju skemmtilegu, sem við gætum gert, sagði hún. Ef hún hefði komið fram með einhverja ljósa uppástungu, hefði hann látið tilleiðast að hugleiða þetta, en nú hugs- aði hann með sér, að hún væri hugmyndasnauð. Öll börn- in voru hugmyndasnauð. — Ég held, að ég verði að fara og hitta föður minn, sagði hann. Hún svaraði engu, og hann lagði höndina á öxl hennar, er þau gengu niður stigann. Hann hafði farið með börnm eitt og eitt ti! að sýna foreldrum sínum þau, en það hafði ekki bcrið mikinn árangur. Börnin, sem voru rjóð, glaðleg og hraustleg heima hjá sér, virtust föl og feimin í stofu möður hans. Framkoma þeirra og viðhorf til heimsins voru frá Rut. „Sæl frú", og „Gleður mig að sjá yður", hafði hún kennt þeim að segja, og hann hafði ekki getað fengið af sér að segja henni, að þetta væru ekki þær kveðjur, sem hæfðu bezt. Gamla konan varð svolítið háðsleg og kulda- leg, þegar börnin heilsuðu henni þannig. Og hann hafði ekki ráðizt í það að fara með þau aftur. í fyrra hafði Har- old hellt úr vínglasi afa síns yfir taorðdúkinn, og móðir hans sagði: — Það gerir ekkert til, blessað barnið kann ekki taetur og gerir þetta óvart. „ — Hvar er Hall? spurði hann fimm mínútum síðar við sitt eigið borð. — Hann læddist burt, sagði Rut. Hún herpti fagrar varir sínar saman um leið og hún færði kjúklingana upp úr pott^ inum. — Og ég er staöráðin í því að hirta hann duglega, begar hann kemur heim, William, því að ég sagði honum, að hann mætti ekki fara fyrr en hann hefði lokið þessu verki. — Jæja, Rut, en ég hata allar hirtingar. Hún var að hugsa um að segja eitthvað meira en hætti við það. — Einhver verður að taka í taumana. Þetta getur ekki gengið svona til lengdar. Hún var nærri búin að kalla þetta í. reiði sinni. En hún hafði lært, að taezt var að tala sem fæst nm slíkt. Hún leit yfir boröið og sá, að allt var með felldu, og hún sagði ekki meira. í bókaherbergi sínu sat Barton gamli og athugaði af garim- gæfni málverk, sém William hafði lokið við_þennan morgun. William hafði fært Konum það samstundis, gert það án þess að hafa ætlað sér það áöur, aðeins farið eftir. skyndilegri hugdettu. Hann hafði verið að velta því fyrir sér, hvort þetta væri „gott" verk eða ékki og þá allt í einu dottið í hug að fara með það til föður síns. Faðir hans horfði lengi á þaS á.n þess að segja orð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.