Tíminn - 21.01.1955, Síða 5

Tíminn - 21.01.1955, Síða 5
16. blaS. TÍMINN, föstuðaginn 21. janúar 1955. 5, Föstud. 21. jan. Ótti íhaldsins við að missa sprengi- flokkinn Morgunblaðið hefir ekki verið með hýrri há síðan rit- stjórar þéss lásu nýársgrein Herm. Jónassonar. Þeir hafa stöðugt haft hana á hornum sér síðan og munu bersýnilega gera það lengi enn. Andlegt heilsufar þeirra batnar þó ekki við það. Eitt af því, sem Mbl. virðist skelfast mest í áramótagrein Hermanns, eru ummæli hans um þá menn, sem hafa fylgt Þjóðvarnarflokknum að mál- um. Ifermann lét þar þá skoð un í ljós, að þessir menn ættu heima í heildarsamtök- um umbótamanna, en ættu ekkj að vera að einangra sig sig í flokksbroti, sem aðeins yrði íhaldinu til stuðnings. í tilefni af þessu hefir Mbl. skrifað hverja greinina á fæt ur annarri og leynir sér ekki óttinn, sem þar gægist hvar vetna fram. Ástæða þessa ótta er næsta augljós. Sjálfstæðisflokkurinn hefir verið minnkandi flokkur sein ustu tvo áratugina. í þingkosn ingunum 1933 fékk hann 47% greiddra atkvæða* en ekki nema 37% i þingkosn- ingunum 1953. Hann hefir þvi ekki minnstu von um að komast til fullra valda af eig in ramleik. Eina von hans í þeim efnum er bundin við sundrungu vinstri aflanna Þess vegna hefir hann fagnað tilkomu Þjóðvarnarflokksins og reynt að hlaða undir hann á ýmsan hátt. Hann hefir gert sér þær vonir, að sprengifram boð af hálfu Þjóðvarnarfloklcs ins gætu orðið sér til styrkt- ar á ýmsum stöðum, eins og t. d. í Eyjafirði og Vestur- Skaftafellssýslu í seinustu kosningum. Bóndi nokkur átti nýlega tal við einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem stöð ugt hefir verið að tapa fylgi í undanförnum kosningum. M. a. bar á góma nefnd nokk nr, sem þetssi þingmaður á sæti i og aðeins er skipuð þing mönnum. Bóndinn lét m. a. þá skoðun uppi, að viðkom- andi þingmaður myndi ekki eiga sæti í nefndinni eftir næstu kosningar. Vertu ókvíð inn, svaraði þingmaðurinn, Þjóðvörn hjálpar mér og von andi gerir hún það víöar. Slíkar eru þær vonir, sem forkólfar Sjálfstæðisflokksins hafa bundið við Þjóövarnar- flokkinn. En nú eru þessar vonir held úr að daprast. Fleiri og fleiri þeirra manna, sem hafa fylgt Þjóð- varnarflokknum, gera sér það ljóst, að sprengistarfsemin hjálpar aðeins íhaldinu, sem þeir eru þó fyrst og fremst á móti. Þeir gera sér jafn- framt ljóst, að málum sínum koma þeir ekki fram með klikustarfsemi, heldur með því að starfa innan stærri og áhrifameiri flokkssamtaka, sem ein eru líkleg til þess að geta hnekkt valdi íhaldsins. Þessir rnenn æskja þess ein- dregið, að þeir fái að leggja fram krafta sína á einhvern þann hátt, sem rætt er um f Sextugur í dag: sem aðeins I draumheimum uppfyllast má“. DAVIÐ STEFANSSON skáld frá Fagraskégl Akureyri hefir átt því á- nægjulega hlutverki að fagna að vera heimkynni tveggja mestu söngva- og ljóðaskálda þjóðarinnar á þessari öld og síðustu áratugum hinnar næstliðnu. Þessi skáld eru Matthías Jochumsson og Davíð Stefánsson. Að vísu verður þeim vart jafnað sam an að viðfangsefnum, viðhorf um og afköstum, en um margt verður hlutskipti þeirra með þjóðinni líkt. Þeir eru báðir í aðdáanlegu samræmi við samtíð sína, þótt þeir lyfti henni báðir á æðra stig til söngs og ljóða. Hvor um sig brýtur blað í íslenzkri ljóða- gerð, gefur nýjan tón, stefnir að nýju marki, án þess að lenda í andstöðu við kynslóð sína. Hvor um sig er trúr sín um guði af öllu hjarta og allri sálu sinni. Matthías verður trúarskáld þjóðar í nauðum, syngur drottni lof og dýrð og sigrar hjarta þjóðarinnar með snilli sinni, trúarhita og andagift. Raunar verður akur hans miklu srærri og hlutskiptið meira, en hann er þó fyrst og fremst trúarskáldið, sem hefur þjóð sína til hrifningar og lotningar á göfugum lífs— viðhorfum. í þessu efni er hann heill fulltrúi síns tíma. Hefði hann lifað blómaskeið sitt hálfri öld síðar, er lítill vafi á, að óður hans hefði oftar lýst heitum ástum og rómantik þeirrar samtíðar. Davíð verður í raun og veru beinn arftaki Matthíasar, þótt hann búi ekki beinlínis að þeim arfi. Nýr tími er runn inn upp yfir land og þjóð, og hvert einasta ljóð Davíðs framan af árum er ljóslifandi tákn þess tíma. Davíð er al- inn upp i bjarmanum af rís andi þjóðfrelsi, höft bresta af þjóðinni, sem rís í fögnuði hins nýja tíma. Mannvit og djúphygli Einars Benedikts- sonar á ekki hljómgrunn í Ijóðasöng þjóðarinnar og fjar lægist enn meir, þegar hinn ungi fögnuöur nær tökum á þjóðinni. Það er ekki hlutskipti Davíðs að vera skáld þjóðar í nauðum eins og Matthías var. Hvötin til ljóða er því ekki sótt í trúarlífið, heldur í þennan ólgandi fögnuð í brjósti þjóðarinnar. Davíð verður heldur ekki baráttu- skáld fyrir þjóðfrelsinu, sá tími er líka liðinn. Á þessum tímamótum kveðja mörg skáld sér hljóðs. Stefán frá Hvítadal verður aðeins fyrstur úr vör, en áramótagrein Hermanns Jón- assonar. Sjálfstæðismenn gera sér það vissulega ljóst, að þessari skoðun vex nú óðum fylgi með al þeirra, sem um skeið hafa aðhyllzt Þjóðvarnarflokkinn. Sjálfstæðismönnum stendur af þesu mikill stuggur, því að vonin um sprengihlutverk Þjóðvarnarflokksins dvínar að sama skapi. Jafnframt eygja þeir það samstarf íhalds andstæðinga, sem þeir óttast mest af öllu. Þess vegna æpir Mbl. nú á víxl: Framsókn er að gefast upp fyrir Þjóðvörn, eða: Þjóð vörn, láttu ekki Framsókn blekkja þig og haltu sprengi- starfinu áfram. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi verður sá, sem hlýtur oddvitasæti i hópi hinna ungu skálda, sem spretta upp eins og fíflar í túni seint á öðrum áratugi þessarar aldar nær samtímis. Davíð verður sá, sem brýtur blaðið. Svið hans er stærra og strengurinn skær ari en nokkurs hinna. Þar fara ný túlkun og ný viðhorf saman. Heitar tilfinningar ráða ríkjum, óbeizlaðar og frjálsar, djarfar og eðlilegar. Tilfinningalífið er laust úr viðjurn varkárrar hugsunar og glitrar í lióðum hans í fjöl skrúðugum litbrigðum, jafn- vel svó~ að maðurinn sjálfur verður sem leiksoppur, kast- ast milli hæstu gleði og dýpstu sorgar. Allt þetta er túlkað af skáldlegu innsæi, formfegurð og snilli. Slíku skáldi hlaut þjóðin að fagna, skáldi, sem túlkaði fögnuð hennar i slíkri fegurð. Það hlaut að verða söngvasvanur hennar og ljóðavinur. Það vantaði heldur ekkert á það, að Davíð Stefánssyni væri fagnað, og sá feginsgesrur hef ir hann verið æ síðan. Hvort tveggja er meint til að viðhalda sundrungu, sem aðeins getur orðið íhaldinu til hjálpar. Framsóknarflokkurinn mun ekki láta þetta á sig fá. Hann bíður hvern þann mann, sem verið hefir fylgjandi Þjóð- varnarflokknum, velkominn til samstarfs innan þess flokks, sem er stærsti og áhrifamesti andstæðingur í- haldsins, eða í samvinnu við hann. Hann treystir því, að þeim fylgjendum Þjóðvarnar flokksins fari stöðugt fækk- andi, sem viljandi eða óvilj- andi fullnægja óskum íhalds ins um sprengistarf, sem að- eins getur orðið vatn á myllu þess. Davíð Stefánsson er eyfirzk ur bóndasonur, fæddur í Fagraskógi 1895. Hann lauk gagníræðaprófi 16 ára gamall, en kenndi sjúkleika eftir það og var heilsulítill í fjögur ár. Veturinn 1915—16 dvelst hann í Kaupmannahöfn, en kemur eftir það heim og sezt í menntaskólann í Reykjavík og verður stúdent 1919, sama árið og fyrsta ljóðabók hans kemur út. Á þessum skólaárum tekur hann að yrkja svo að mark sé að, en leitar fyrstu yrkisefna nokkuð í þjóðsögur og þjóð- kvæði, lifir mjög í þeim heimi um skeið, og má vera að þar kenni frændsemi við hinn merka fræðimann og þjóð- sagnasafnara, Ólaf Davíðsson, móðurbróður hans. Á rnennta skólaárunum breytir um svið og Davíð finnur sjálfan sig án þess að missa nokkurs við kynni sín í álfheimum. Fyrstu kvæði Davíðs birtust í Iðunni á árunum fyrir 1920. Menn kipptust við, jafnvel þei'r, sem komnir voru á efri ár. Hér var nýr strengur hreyfður, nýtt viðhorf, nýr blær, sem andaði mjúklega. Svo kom fyrsta ljóðabókin — Svartar fjaðrir 1919. Fyrsta kvæðið, „Mamma ætlar að sofna“, var eins og tónlykill frá hljómhvísl. Það er barns lega einfalt, gætt djúpri lotn ingu, glitvængjaður geisli, tregaþrungið bros á barnsvör um með alvöru alls heimsins að baki: „Seztu hérna hjá mér systir mín góð. í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar aö sofna systir mín góð. Sumir eiga scrgir og sumir eiga þrá Hvenær hættir þetta Ijóð að vera vöggusöngur allra ís- lendinga? í fyrstu kvæöum Davíðs í Svörtum fjöðrum koma þegar fram hin sérkennilegu birtu- brigði, skáldið er ýmist á valdi ljóss eða skugga, sorga eða gleði, en ætíð trúr túlkandi fölskvalausra tilfinninga. Það eru tvenn skaut sem toga, og ef til vill eigast þar við áhrif hins eldri tíma og ljós- blik hins nýja, sem Davíð vili helga sig allan en hlýtur þó að standa öðrum fæti í fyrri tíð. Með þroskaárum verður þessi samtvinnun einmitt sterkasta skáldeinkenni Davíðs og lyftir honum hæst. í fölskvalausri gleði, tak- markalausri hrifningu og bjartasta skini eru skuggar andstæðnanna ætíð á næsta leiti. Gleðin er oft túlkuð í spegli sorgar, hamingjan leið ir ógæfuna við hönd. Það eru meinbugir á flestu, „útþráin togar hinn snauða“. „Sumir fara nauðugir en sigla þó“. Og Davíð skilur, að menn fagna ekki ljósinu nema minn ast skugganna: „Rokkarnir eru þagnaðir og rökkrið orðið hljótt, og bráðum kemur heldimm hávetrarnótt. en bráðum kemur dagurinn með blessað ljósið sitt“. Svo kemur kvæðið Caesar, þar sem skáldið rekur skapa- sögu hins mikla einvalda, harmar hryðjuverkin, iðrast illverka sinna. En í kvæðislok verður niðurstaðan aðeins ein. Til hvers er að iðrast? Þetta, og þetta eitt, hlaut hann að gera, því: „Fyrir hana skyldi ég höggva sundur hvern háls í Gallíu og Sikiley. og „Hvað er hellenzkt og austrænt heimspekimál hjá himnariki í konusál?“ Iðrun er tilgangslaus, því að „fyrir hana“ er engin fórn of dýr! Ástin er valdið. í ljóðinu um krumma, sem er eitt hugstæðasta af eldri ljóðum Davíðs, er þessi leikur andstæðnanna, tregans og gleðinnar, harla ljós: „Því sólelsk hjörtu í sumum slá þótt svörtum fjöðrum tjaldi. og sumum hvíla þau örlög á aldrei fögrum tón að ná þó að þeir eigi enga þrá aðra en þá að syngja“. Og þarna eru tök skáldsins heil og fumlaus, þótt ungt sé. í þessum þrem erindum kvæð isins er krummi talandi tákn samtíðarinnar, hinnar hugum glöðu, en þó tregakæru ungu kynslóðar. Kvæðið er meist- araverk í einfaldleik sínum. „í kuflinum svarta hann krunka má unz krummahj artað brestur“. Allt er leikandi skuggsjá, gleðin brosir gegnum tár, það er hinn lífsreyndi ung- lingur, sem ljóöar: „Stillum strengina hátt stígum sorgardans“. Næsta bók Davíðs, Kvæði, kom út 1922. Hér er þrosk- aðra skáld á ferð, treginn er ekki eins sár, gleðin fyllri og dýpri, ungt ólgandi blóð. (Framhald á 7. Blðu.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.