Tíminn - 21.01.1955, Qupperneq 7

Tíminn - 21.01.1955, Qupperneq 7
16. blaff. TÍMINN, föstudaginn 21. janúar 1955. 7, Hvar eru skipin Sambandsskip: . Hvassafell er í Grangemouth. Arn arfell fór frá Rvík 10. þ. m. áleiðis •til Brazilíu. Jökulfell fór frá Rvík 18. þ. m. áleiðis til Hamborgar. Dís arfell losar á Húnaflóahöfnum. — Litlafell er í olíuflutningum á Suð urlandshöfnum. Helgafell er í N. Y. Jtíkisskip: Hekla er á Austfjörðum á norður ' leið. Esja er væntanleg til Rvíkur ■ árdegis í dag ao austan úr hring- ferð. Herðubreið er í Reykjavík. — Skjaldbreið er i Reykjavík. Þyvill verður væntanlega 1 Hvalfirði í dag. Baldur fór frá Reykjavík í gær- kveldi til Ólafsvíkur, Grundarfjarð ar og Stykkishólms. Eimskip. Brúarfoss fer frá ísafirði í dag 20. 1. til Patreksfjaröar og Breiða- fjarðar. Dettifoss kom til Kotka 18. 1. frá Ventspiis. Fjallfoss fer frá Hamborg í dag 20. 1. til Antverpen, Rotterdam, Hull og Rvikur. Goða- foss fór frá Reykjavík 19. 1. til N. Y. Gullfoss fór frá Rvík 19. 1. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Reykjavík 15. 1. til N. Y. Reykjafoss kom til Rvíkur 20. 1. frá Hull. Selfoss fór frá Kaupman-ia höfn 19. 1. til Rotterdam og ísiands. Tröllafoss fór frá N. Y. 7. 1. Vænt- . anlegur til Reykjavíkur um kl. 10 í fyrramálið 21. 1. Tungufoss fór frá N. Y. 13. 1. til Rvíkur. Katla fer frá Danzig 21. 1 til Rostock, Gauta- borgar og Kristiansand Úr ýmsum áttum Flugfclag /slands. Millilandaflug: Sólfaxi fer til Kaupmannahafnar kl. 8,30 í fyrra- málið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fag urhólsmýrar, Hornafjarðar, Hólma víkur, ísafjarðar, Kirkjubæjarklaust urs og Vestmannaeyja. Á morgun eru ráögerðar flugferðir til Akur- eyrar, Blönduóss, Egilsstaöa, ísa- fjarðar, Patreksfjarðar, Sauðár- króks og Vestmannaeyja. Loftlciðir. Hekla, millilandaflugvél Loftleiða er væntanleg til Reykjavíkur n. k. sunnudag kl. 7 árd. frá New York. Flugvélin heldur áfram til megin- lands Evrópu kl. 8,30. Edda, millilandaflugvél Loftleiða, er væntanleg til Reykjavíkur kl. 19 sama dag frá Hamborg, Gautaborg og Osló. Áætlað er, að flugvélin fari til New York kl. 21. Þykkvbæingar vestan heiðar hafa kynnikvöld í Edduhúsinu laugardaginn 22. jan kl. 8,30 stundvíslega. Skemmtiatriði. /.U. — Skíðafólk. Spilað verður í félagsheimilinu í kvöld frá kl. 8. Allir velkomnir. — Skíðadeildin. Leiðrétting. Það leiðréttist hér með, að Hús- mæðrafélag Reykjavíkur á 20 ára afmæli um þessar mundir en ekki 25 ára, sem misritaðist í frásögn hér í blaðinu í gær. Davíð Stefánsson (Framh'áld af 5. síðu). „Djúp sem hafið, hrein sem mjöllin, heit sem bál var gleði mín‘. í kvæðinu s,Sigling inn Eyjafjörð“ nær skáldig lista tökum og það er í senn snj allt og innilegt, svo að snertir viðkvæma strengi hvers manns, sem elskar átthaga sína. Það minnir jafnvel á trúarlega upphafningu Matt- híasar: „Hægra skaltu, skip, skríða inn Eyjafjörð. Loks eftir langan dag lít ég þig helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli ég inn Eyjafjörð. Og nú eru yrkisefnin þyngri og örlagameiri. Hér kemur fram e;ítt glöggt einkenni Davíðs, einkenni stemninga- mannsins, sem lifir það, sem hann yrkir. Hann byrjar oft kvæðf á lýsingu söguijegra og örlagaþrunginna atburða, en í kvæðislok er það oftast hann sjálfur, sem deilir þeim örlögum, þolir og þjáist, gleðst eða hryggist. Hann tek ur sjálfur á sig örlagadóm- inn, setur sig í spor þess, sem hann kveður um. Kvæð- iö Útburöurinn sýnir þetta lj óslega: „Eg er barniö, sem boriff var út, ég var bannfært í móður- kvið“. Og samtíð hans verður einnig oft þolandi hinna fornu atþurða, það er enn hin litríka endurspeglun í ljóðum Davíðs: „Bráðum brennir Flosi Bergþórshvol að nýju“. Davíð setur sig oft í spor hins hrjáða, finnur til skyld leikans eða bera byrðina með honum: „Ég er friðlausi fuglinn." En leiðin liggur suður um höf, og þar finnur Davíð þann hljóm, sem hann hefir hreyft heima, en ekki hafið til fulls fyrr. í suðrænum löndum á skilningur- Davíðs á ástinni fullan hljómgrunn. Nú túlkar hann það sjónar- mið sitt fullum rómi, og það væri synd að segja, að hann næði ekki eyrum íslendinga. Ástin er alræðisvald, jafnvel heilög og hafin yfir boð og bönn, alfrjáls og óbundin, til þess eins gefin mannin- um, að hann njóti hennar eins og bezt býðst. „Komdu, ég skal glaðvekja guðseðli þitt og fá þér að leikfangi fjöreggið mitt.“ í kvæöinu „Rómversk brúð ur,“ segir hann: „í nautnanna helgustu höll eru hjörtún í eldinum skírð.“ og í Capri-kvæði: „Grátið með mér gullnu strengir gítarar og mandólín. Katarína, Katarína Katarína er stúlkan mín.“ Ljóð Davíðs um yrkisefni sunnan úr heimi, eru mörg meðal hinna beztu, er hann hefir ort, og hafa náð einna mestri og almennastri hylli. Hann vefur saman suðrænar myndir og brot úr íslenzkri þjóðtrú, þjóðkvæðum og þjóð sögum, lætur kyngi og dul- mögn þjóðsögunnar vera sem heita glóð undir björtum loga suðrænna tilfinninga. En norðrið á hug hans þrátt fyrir allt, á heimleið mást hin suðrænu áhrif fljótt burt, og hugur hans dregst af seið mögnuðu afli að norrænum himni. Þó vakir í vitund hans eftirsjá, er hann kveöur sól- arstrendur ítaliu. Bókin endar: „Ég nefni nafnið þitt og næturhúmið flýr.“ Það er „hið liðna ævin- týr.“ Hann heldur norður og heim, því að það er hans „köllun að kveða í klakans Paradís.“ Enn líða tvö ár, þá koma Kveðjur 1924. Davíð er heima en að hugsa um að sigla. Bókin hefst á kvæðinu: Ég sigli í haust: „Ég er fuglinn sem flýgur — skipið, sem bylgjan ber. Kvæði mín eru kveðjur, ég kem og ég fer. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust.“ Og enn verða yrkisefnin suðræn, og tekur við eitt kvæðið af öðru, sem allir kannast við — Messalína, Napólí, Feneyjar og Lapi í Flórens, svo að nokkur séu nefnd. Ef til vill nær Davíö hæst í þessari bók, og þar munu vera flest þeirra kvæða, sem dáð eru af ljóða vinum. Þegar á bókina líður verða yrkisefnin heimlægari, og hann sækir stundum efni í heim trúarinnar. Þar er hið gullfallega ljóð „Á föstudag- inn langa“: „Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré.“ Það fer að kveða meira að heimspekinni í sumum kvæð um, en þó þregður skáldið á leik 'öðru hverju, svo sem í kvæðinu um litlu hjónin, eða þá að það fellur fram í lotn ingu fyrir fegurð náttúrunn- ar: „Ég var í Vaglaskógi í vorsins græna ríki.“ Þarna kemur einnig vísa, sem fleyg hefir orðið og er um leið táknræn fyrir Davíð, leik hans með andstæðurnar og harmsöguna og meinbug- ina á öllu í lífinu: „Til eru fræ, sem fengu þennan dóm að falla í jörð og verða aldrei blóm.“ Þar á eftir koma kvæði eins og Helga jarlsdóttir, sem er eitt bezta sögukvæði ort á íslenzka tungu. Nú virðist verða ofurlítið hlé á ljóðagerð hjá Davíð og hann leitar jafnvel annarra viðfangsefna. Leikritið Munk arnir á Möðruvöllum kom út 1925. Svo koma „Ný kvæði“ 1929. Þar eru mörg frægustu sögukvæði skáldsins, Hallfreð konungur í % Kálfsskinni, en milli eru glitfagrar ljóðperl- ur: „Nú sefur jörðin sumargræn nú sér hún rætast hverja bæn.“ Ljóðabókin „í byggðum" kom út 1933. Þar eru hátíða- ljóðin. Kaflar úr þeim eru meðal hins bezta og þróttmesta, sem Davíð hefir ort. Hann bregð- ur upp ógleymanlegum mynd um í nánu samræmi við hug þjóðarinnar á þessari há- tíðastundu og viðhorf henn- ar til fortíðar og nútíðar: „Sjá liðnar aldir liða hjá og ljóma slá á vellina við Öxará. Sjá dagar koma, ár og aldir líða og enginn stöðvar tímans þunga nið.“ í þessari bók má nefna gullfalleg kvæði, þar sem Davíð fer með söguleg efni af mikilli list. Þar er „Sálin hans Jóns míns,“ er síðar varð efniviður í ágætt leikrit, „Gullna hliðið." Þar eru kvæðin „Brandur skipstjóri," „Vegurinn,“ „Lofið þreyttum að sofa“ og fleira. Yndisfag- urt er kvæðið „Yngismey“: „Ég stend fyrir spegli og strýk mitt hár.“ Ljóðabókin „Að norðan“ kom út 1936. Þar eru söng- ljóð eins og „Þú komst í hlað iö á hvítum hesti“ og þar snertir Davið við strengjum sem þessum: „Hvað varðar þá um vatnið sem vínið rauða teyga? Hvað varðar þá um jörðina, sem himininn eiga?“ Eftir ellefu ára þögn kem- ur svo ljóðabókin „Ný kvæða bók“ 1947. Þar er allmikil breyting á orðin. Gáskinn er horfinn, ólgan i blóðinu far- in að sjatna, tökin þyngri en engu að síður örugg og skáld leg. Þó er Davið ekki lengur það söngvaskáld, sem hann var, og í þessari bók er ekki margt um ljóð, sem liggja mun þjóðinni á vörum í söng. Auk þessara ljóða hefir Davíð Stefánsson skrifað skáldsöguna „Sólon ísland- us“, sem er afbragðsgott verk og náði mikilli hylli. Gullna hliðið mun þó vafalaust vera talið bezta verk hans í ó- bundnu máli og betra leikrit en „Vopn guðanna,“ sem út kom 1944. Davíð Stefánsson er sex- tugur í dag. Hann hefir um þrjá eða fjóra tugi ára verið í öndvegi söngva- og ljóða- skálda með þjóðinni, og held ur þeim sessi vafalítið enn um sinn. Hann markaði ný tímamót í ísilenzkri ljóða- gerð. Þótt hann sé skáld lið- andi stundar, gefur hann framtíðinni gull að leika að. í dag mun öll þjóðin fagna því að eiga Davð Stefánsson, fagna því eins og skáldi einu er fagnað. Hann snart hjarta streng kynslóðar sinnar, gaf honum aukinn hljóm og styrk, hann lyfti henni á vængjum ljóðsins og bar hana í musteri nýs tíma, þar sem heitar tilfinningar réðu ríkjum, og unga fólkið fann sjálft sig. Þess vegna hefir Davíð verið lesinn og sung- inn síðustu áratugina af hverjum íslendingi, ungum og öldnum. Kvæði hans hafa verið skólaljóð þeirrar aldar, sem nú er vaxin á miðjan aldur. Á rúmri öld hafa íslend- ingar átt þrjú ljóða- og söngvaskáld, sem bera höfuð og herðar yfir hinn fjöl- menna hóp góðskálda aldar- innar. Þar ber fyrst Jónas Hallgrímsson með ljúflings- Ijóð sín. Þá kemur Matthías Jochumsson, trúarskáldið mikla, og við tekur Davíð aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiililiiiiliiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiii I VIÐ BJÓÐUM YÐUR ÞAÐ BEZTA. OlíufélagiS hif. SÍMI: 81600 ■* ^ miiiiiiiiiiiiuiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii Happdrætti (Framhald af 3. síðu). 92544 93535 93997 94098 95154 95235 95356 95545 95841 97654 98121 98623 98722 98755 99156 99617 100142 101717 101958 101971 102530 102882 103487 104105 104638 105078 105182 106024 107107 108847 109386 109457 109471 110037 110261 110336 110504 110707 110980 111500 112176 113271 113941 114431 115481 116750 116802 117020 117033 117342 117960 119211 120008 120057 120317 121386 121916 124200 124600 126016 126328 127254 128294 128625 128664 129524 129550 129604 130237 130400 130880 130941 131075 132558 133500 133857 134022 134234 134469 136375 137810 138094 138845 140183 141148 142430 142441 143006 143284 144380 144776 144928 145465 146187 146200 146462 147994 148796 149107 149331 (Birt án ábyrgðar) Stefánsson. A sextugsafmæli Davíðs mun mörgum vakna sú spurning, hver skipa muni öndvegið næst. Hverjum auðn ast það hlutskipti, að verða næsta ljóða- og söngvaskáld íslendinga, það er ber höfuð og herðar yfir aðra í samtíð sinni, leggur þjóðinni allri ljóð á tungu til söngs og fagn aðar? Hver mun verða til þess að túlka af jafn heil- um hug sorg og gleði unga fólksins í samtíð sinni, ná að snerta hjartastrengi þess eins næmum tökum og bera samtíð sína yfir ný tímamót í söng og ljóði? Við bíðum og væntum þess manns. Þótt margt sé nú ungra verka- manna í þeim víngarði mun várt efamál, að sá er ekki fram kominn, að minnsta kosti ekki eins alskapaður og Davíð Stefánsson var á fyrstu göngu. Sextugum óskar öll íslenzka þjóðin Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi allra heilla, ljóð- snilli og langra lifdaga. A. K. Gangstcttir (Framhald af 8 síffu). það litilli átthagaást yfir- manns gangstéttagerðanna i bænum, en hann væri ein- mitt fæddur og uppalinn í Vesturbænum. XX X NPN KIN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.