Tíminn - 22.01.1955, Qupperneq 3
TÍMINN, laugardaginn 22. janúar 1955.
8,
117. blað.
.1 ■■■
I slendingat>ættLr
Sextugur: Gísli Þorleifsson,
bóndi á Krossnesi
Þann 14. nóv. s. 1. varð Gísli
Þorleifsson á Krossnesi 60
ára. — Gísli er húnvetnskur
að ætt og uppruna. En hingað
flyzt hann að Norðurfirði, á-
samt konu sinni, Jónínu Jóns
dóttur frá Norðurfirði, með
dóttur þeirra, Steinvöru, korn
unga. — Foreldrar hans voru
Þorleifur Þórarinsson á
Blönduósi, sem nefndur hefir
verið jarlaskáld og kona hans,
Steinvör Gisladóttir, Gíslason
ar prests í Vesturhópshólum
í Húnaþingi. Er hún enn á lífi
og dvelur nú hjá Gísla syni
Sínum. — Að Gísla standa ein
hverjar merkustu ættir lands
ins í báðar ættir. Gætir í báð
um ættliðum,, eftir því sem
ég þekki til, óvenju ríkrar
skáldhneigðar og hagmælsku.
1 föðurætt á hann skammt að
rekj a til Hj allalands-Helgu,
sem var landskunn skáldkona
á sinni tíð. Og svo hefir mér
verið sagt, að auðvelt væri að
rekja föðurætt hans í beinan
karllegg til Jóns biskups Ara-
sonar. í móðurætt hans þarf
heldur ekki langt að rekja
til þessarra eiginleika. Móðir
hans mun vera vel hagorð
kona og hefir næmt eyra fyrir
því, sem vel er kveðið. Gísli,
faðir hennar, var einnig vel
skáldmæltur og út frá hon-
um má rekja til skálda í ýms
ar áttir. Þannig var Ragnheið
ur Vigfúsdóttir Þórarinssonar
á Hlíðarenda, systir Bjarna
■Thorarensen amtmanns og
skálds, langamma Gísla á
Krossnesi. Læt ég þetta nægja
um ætt Gísla. En það sýnir,
að að honum standa kjarna-
kvistir og skáldeðlið er ríkt í
ætt hans. Enda hafa bræöur
hans margir verið kunnir hag
yrðingar og skáld. Er það víst
að Gísli hefir ekki með öllu
farið varhluta af þessum
vöggugjöfum kynsmanna
sinna, þótt hann hafi lítt hald
ið því á lofti. Svo sagði móðir
hans mér, er við ræddum
þetta, að sér virtist meiri og
dýpri hugsun í því litla, sem
hún hefði heyrt eftir Gísla
sinn heldur en Þórarin sinn,
sem hefði þó margt og sumt
vel kveðið. í æsku mun Gísli
ekki hafa notið neinnar
menntunar, því foreldrar
hans voru fátækir og á þau
hlóðst ómegð, sem þeim var
erfitt að sjá fyrir, þótt allt
væri gert, sem hægt var, til
hins ýtrasta. Urðu þau að
koma sonum sínum í fóstur
til vandalausra, en sjálf voru
þau í húsmennsku eða vinnu
mennsku, svo eigi gátu þau
veitt þeim það, sem hugir
þeirra stóðu helzt til. En eigi
er mér þetta svo kunnugt, að
ég geti gert því þau skil, sem
skyldi. Er mér lítið kunnugt
um æsku og uppvaxtarár
Gísla, því hann flíkar lítt
einkamálum sínum. Það er
ekkf fyrr en hann flyzt hing
að sem fullorðinn maður, að
leiðir okkar liggja saman og
lengi frameftir tókust engin
náin kynni með okkur. Það
er ekki fyrr en hann fer að
búa á Krossnesi árið 1943, sem
eiginleg kynni okkar hefjast.
Hygg ég það mála sannast, að
þá hafi Gísli raunverulega
fundið sjálfan sig, eftir að
hann fluttist hingað norður.
Fékk hann þar þá jörð, sem
honum hentaði. Var hann þá
nokkuð útaf fyrir sig og gat
aukið bú sitt svo, að hagur
hans batnaði. Hefir hann síð
an búið góðu meðalbúi, eftir
því sem hér gerist og unir sér
vel. Enda er vítt útsýni um
sveit og sæ frá Krossnesi og
kann hann vafalaust að meta
hvort tveggja.
Gísli er nokkuð sérstæður
maður um sumt og hirðir ekki
að fara troðnar slóðir í orð-
um og skoðunum, ef honum
býður svo við horfa. Hann er
skemmtinn og ræðinn við
gesti sína og gestrisin eru þau
hjón meö afbrigðum. Hann
segir vel frá og hefir yndi af
velkveönum vísum og ljóðum.
Ef svo ber undir, getur hann
verið hvassyrtur og bein-
skeyttur í orðum. En annars
drengur góður og vinfastur og
aldrei hefi ég heyrt Gísla
leggja lastyrði til nokkurs
manns.
Gísli er góður bóndi og hef
ir sérstakt yndi af skepnum,
einkum sauðfé og hrossum og
lifir sig inn í sálarlíf þeirra.
Ef Gísli hefði notið mennt
unar í æsku sinni, tel ég vist,
að nafn hans hefði verið
nefnt meðal skálda og lista-
manna nú og fyrr. En fyrst
hann fór á mis við þá náð,
þá finnst mér að honum hefði
bezt hentað að vera stór sauð-
fjárbóndi, því það lætur hon
um vel, aö yrkja hug sinn í
lagðprúða hjörð og laufgaða
jörð.
Nú á þessum tímamótum í
ævi hans þykjumst við sveit-
ungar hans sjá það framund
an, að stutt geti orðið í bú-
skap hans á Krossnesi hér
eftir. Vitum við þó, að honum
er það lítt að skapi, því víst
er, að hann hefir vel unað
sér þau ár, sem hann hefir
búið þar og hefði helzt kosið
að vera þar áfram. Hann er
orðinn þeim vina- og kunn-
ingjaböndum bundinn hér,
sem ég hygg honum óljúft að
slíta. En atvikin og auðna
ræður hér sem annars staðar.
Vinir hans og sveitungar óska
honum nú á þessum tímamót
um allra heilla og vænta, að
honum farnist vel, hvar sem
leiðir liggja héðan í frá.
Hafðu Gísli þökk fyrir liðin
samvistarár. Leiði þig guð og
gæfan um ókominn tíma.
Bæ, 10.12. 1954.
Guðm. P. Valgeirsson.
Mlgilding Parísar-
sáttmálans treystir
aðstöðu vestur-
veldanna
Washington — 7. þ. m. birt
ist viðtal við Júlíus Raab,
kanzlara Austurríkis, í banda
ríska tímaritinu „U.S. News
& World Report“. Kanzlar-
inn ræðir þar m. a. fullgild
ingu Parísarsamninganna, er
hann segir að treysta muni
mjög aðstöðu vesturveldanna.
Virk samstaða Evrópulanda
gegn útþenslu kommúnism-
ans kom Rússum á óvart og
getur orðið þess valdandi, að
Rússar neyðist til „að taka
upp samninga við hvert ríkið
af öðru og gera ýmsar tilslak
anir“.
Þessu næst ræddi kanzlar-
inn um „samtilveru“, sem
hann sagði að þýddi „óbreytt
ástand í alþjóðamálum, og
framtiðin eiir fengi úr því
skorið, hvort árangurinn af
samneyti kommúnista við
hinn frjálsa heim verði til
þess að leiða þá á brautir
meiri sáttfýsi og mannúðar.“
Kanzlarinn lagði ríka á-
herzlu á, að með oröinu „sam
tilvera" væri ekki átt við ó-
breytt ástand í Austurríki. Á
stæðuna fyrir því, að Austur
ríki væri enn hernumið land
kvað hann hreinlega vera þá,
að Rússar vildu ekki yfirgefa
landið. En Austurríkismenn
myndu ekki láta bugast; þeir
myndu krefjast endurskoðun-
ar á þessu vandamáli, unz
heimurinn knýr Rússa til að
breyta afstöðu sinni.
Jg á þér gull að gjalda"
Ný skáldsaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur
Þórunn Þorgríms-
dóttir úr Fossárdal
í Berufirði austur
SJÖTUG 21. JAN. 1955.
í Fossárdals gömlu fjallabyggð,
er fegurðin draumi lík;
Og moldin angar af trú og tryggð,
og tröllin þar dyggðarík.
Og döggin svo leiftrandi Ijúf og
skyggð,
og laus við heimspólitík.
Ég fregnaði spekinnar kynngikaf
og kannaði reynslunnar hyggð.
Er nokkuð um jörð eða himin og
haf
svo háleitt sem falslaus tryggð?
í öllum þeim fórum sem guð oss gaf
það getur ei, fegurri dyggð.
Því flyt ég þér kveðju úr Fossárdal,
frá giljum og berjamó,
hvömmum, björgum og bjarkasal,
blómum og mosató.
Syngja þér fögnuð fljóðaval,
fossar og heiðaló.
Itíkharður Jónsson.
Snjókeðjur
ftjrit' litla bíla ftjrti’Iicjijjaitdfi
STÆRÐIR:
550x16
600x16
Verð kr. 160,oo settið.
taíii
við Kringlurnýrarveg (fyrir ofan Shell)
Fyrir jólin komu út tvær
nýjar bækur eftir frú Ragn-
heiði Jónsdóttur. Önnur er
framhald á Dórubókunum og
heitir „Dóra í dag“, ætluð
telpum og unglingsstúlkum.
Dóra mælir með sér sjálf,
enda orðin svo vinsæl hjá les
endum, sem hún er ætluð, að
skáldkonan mun ekki hafa
frið fyrir kröfum þeirra um
að fá sífellt að heyra meira
um Dóru. Hún er líka elsku-
lega heilbrigð og skemmtileg
stúlka, sem gott væri að tek
in væri til fyrirmyndar af
sem flestum ungum stúlkum.
Hin bókin, sem frú Ragn-
heiður nú sendir frá sér, ber
nafnið „Eg á þér gull að
gjalda“, og er þetta fyrra
bindið af langri skáldsögu.
Einhvers staðar sá ég bók
þessa auglýsta sem bai;nabók
en þvi fer fjarri aö svo sé.
Það mætti líklega segja um
þetta fyrra hefti, að Það sé
bók um barn, skrifuö fyrir
fullorðna, því að í lok bind-
isins er söguhetjan, sem skrif
ar um bernsku sína, ekki orð
in nema 17 ára. En sagan
mun halda áfram í seinna
heftinu og segja frá náms-
árunum og margháttuðum
eríiðleikum þessarar ungu
stúlku.
í stuttu máli sagt þykir mér
þetta prýðileg bók, skemmti-
leg, sönn og mjög lærdóms-
rík, ekki sízt fyrir foreldra.
Frú Ragnheiður hefir tileink
að sér stíl, sem ég held að
sé mjög óvenjulegur hjá ís-
lenzkum skáldum, er að
minnsta kosti ekki sóttur til
neins þeirra, kannski er það
meðfram þess vegna, sem mér
fellur hann svo vel í geð.
Hraði frásagnarinar er mik-
ill, það má ganga að því vísu,
að það er ekkert sagt út í
bláinn, aöeins til þess aö fylla
síðurnar meö þýðingarlaus-
um samræðum. Myndirnar,
sem brugðið er upp, eru mjög
skýrar, en enda þótt margar
þeirra snerti tilfinningar les
andans djúpt, þá er aldrei
dvalið lengi við hverja um
sig, aldrei reynt að auka á-
hrifin með tilfinningasemi.
Til þess eru venjulega notaö
ar aðeins ein eða tvær setn-
ingar, sem hitta vel í mark.
Umgjörð þessa fyrri hluta
sögunnar er í raun réttri að
eins eitt, íslenzkt sveitaheim
ili fyrir svona 30—40 árum,
svo aö halda mætti að það
yrði heldur tilbreytingarlítið
efni í svo langri bók, en því
fer fjarri að svo sé. Lesand-
inn tekur með áhuga þátt í
kjörum fólksins frá fyrstu til
síðustu síðu.
Það er ekki ætlun mín að
rekja efni sögunnar hér, það
tel ég' bjarnargreiða við til-
vonandi lesendur. En á það
vildi ég benda aö frú Ragn-
heiður er mikill barnasálfræð
ingur, enda kennari að
menntun. Skilningur hennar
á börnum og hin djúpa sam-
úð með þeim, hvernig sem á
stendur fyrir þeim, og hvað
sem það er, sem þau hafa
við að stríöa, hefir verið
grunntónninn í öllúm barna-
bókum hennar, enda smogið
inn í barnssálirnar og laðað
þau að bókunum. Þessi bók
finnst mér meir en áður og
á anan hátt vera varnaðar-
orð til forldra, sem oft gera
upp á milli barna sinna, án
þess að þeim sé það sjálfum
ljóst, af því að inn í barna-
Ragnhezðwr Jónsdóttir
hópinn hefir slæðst aíbiigðí
legt eintak, sem fáir skilja,
en er jafnframt svo s1>erkt
mótuð skapgerð, aö það verö
ur að fara sínar eigin leiöir
á hverju sem gengur. Hvað
eftir annað hljómaði í huga
mínúra við lestur bókarinnar
hin sígilda viðvörun Einars
skálds Benediktssonar: „ —
aðgát skal höfð í nærveru sál
ar“. Of oft- gera annir og erill
daglegs lífs foreldrana óþol-
inmóöa, svo aö kröfurnar til
barnsins, sem er öðruvísi en
hin börnin, verða ósanngjarn
ar, svo það jafnvel missir
kjarkinn og hugsar i von-
leysi „Ætli ég lagist nokk-
urntíma “
Ekki get ég skilið svo við
þessa nýju skáldsögu Ragn-
heiðar, að ég minnist ekki á
rauöa þráðinn, sem í gegn-
um hana gengur, en það er
hin sterka þrá stúlkunnar,
sem er söguhetja bókarinn-
ar, aö íá aö ganga mennta-
veginn, sem kallað var, kom-
ast i menntaskóla og verða
stúdent, hvað sem svo tæki
við þar á eftir. Þetta hljóm
ar líklega nokkuð undarlega
i eyrum nútíma íslenzkrar
æsku, sem á svo miklu greið
ari aögang að menntun, en
var fyrir einum mannsaldri.
En lýsingin er hárrétt og
rnunu margar konur, sem ól"
ust upp á þeim tima, sem sag
an gerist, geta um það borið,
þótt fæstar þeirra næðu hinu
langþráöa marki. — Hvort;
menntunin flytur Þóru á þær
sigurhæðir, sem hún vonast
til, eða hvort einhverjar aðr
ar skyldur og markmið kalla
hana af hinni beinu braut,
íáum við svar við í næsta
bindi sögunnar.
Frú Ragnheiður Jónsdóttir
er þegar orðin allmikilvirk-
ur rithöfundur. Auk margrs,
barna og unglingabóka hafs,
áður komið út eftir hana 1;
skáldsögur, „í skugga Glæsi-
bæjar“ og „Arfur“, sem bát'
ar bera ýmis svipuð einkenn..
og þessi bók, en það fullyrð;.
ég hiklaust að um miklav
framfarir er að ræða hjá.
höfundi í þessari nýju bók.
Eg vil nota tækifærið ti.
að þakka frú Ragnheiði af al-
hug bókmenntastörf hennai
og óska þess, að henni endisv
heilsa og þrek til þess ac
\inna áfram vlð sívaxand
rithöfundarþroska. En jafn
íramt vildi ég benda réúun
aðilum á, að ekki væri úr
vegi að frú Ragnheiður feng
að njóta meiri opinberrar vic
urkenningar en verið neíi
fram að þessu.
Aðalbjörg SigurðardóttU