Tíminn - 27.01.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, fimmtudaginn 27. janúar 1955.
21. blað.
2.
gíðustn fréttir
a£ Agli ranða
(Framhald af X. bíSu).
sjó, og ei'u mennirnir á báta
dekkinu á brúnni og í aft-
urreiðanum. Bátarnir kom-
ust ekki nær flakinu en í 50
faðma fjarlægð.
Heiðrún komin á strand-
staðinn.
Vélbáturinn Heiðrún er
komin þarna norður með
björgunarsveitina frá ísa-
firði. Tók hún menn úr Aust
firðingi og bát og er ætlun
in að fara inn á Sléttubót
og reyna að komast þar í
land og ganga yfir nesið og
út að togaranum.
Neptúnus og Andanes
munu fara með Heiðrunu
inn fyrir nesið. Það er ekki
mjög langt að ganga út að
tcgáranum, og þegar kemur
yfir nesið er fjaran sæmileg
í víkinni, sem kallast Hafn-
ir.
Ægir á strandstaðnum.
Ægir var kominn á strand
staðinn x gærkveldi. Komst
hann mjög nærri, eða inn á
20 metra dýpi. Um miðnætti
var komin snjókoma á ný og
austan kaldi.
Uppi í fjöru.
Egill rauði er kominn
alveg upp í fjöru, og er taliö
að skammt verði út í hann,
þegar háfjara vérður í nótt
um klukkan fjögur, en þá
ætti björgunarsveitin örugg
lega að vera komin á stað-
inn, takist landgangan.
i harnsnauð sótt
tiS Osúpavogs í gær
Fliagvélasi leiaíi á BenifirHi í hríðaneðs’i
og talsverSH 3®áa*ii5 en alSt gekk |íó vel •
Frá fréttaritara Tímans á Djúpavogi.
í gær fór Grummanflugbátur frá Flugfélagi íslands aust
ur á Djúpavog til að sækja þangað konu í barnsnauð. Lenti
flugvélin á Berufirði í hríðarveðri og talsverðri báru, en
lendingin tókst vel og eins flugtakið. Flugstjóri var Áðal-
björn Krzsíbjarnarson.
Útvarpið
UJtvarpið í dag.
Fastir liðir eins og venjulega.
1915 Tónleikar: Danslög (plötur )
2030 Daglegt mál (Árni Böðvarsson
cand mag)
2035 Kvöldvaka:
a) Baldur Bjarnason magist
er talar um finnska stríðið
1808 og töfra Runebergskvæða,
i — og Ingibjörg Stephensen les
ljóð eftir Runeberg í þýðingu
Matthíasar Jochumssonar.
b) íslenzk tónlist: Lög eftir
Sigvalda Kaldalóns (plötur).
c) Ævar Kvaran leikari flytur
efni úr jmsum áttum.
22.10 Upplestur: „Aðmírállinn“,
smásaga eftir Agnar Þórðar-
son (Helgi Skúlason leikari).
22.25 Sinfónískir tónleikar (plötxxr).
23.10 Dagskrárlok
Engin björgun
(Framhald af 1. síðu).
að Sléttubót og var ráð-
gert að reyna að setja menn
á land þar, ef lendingarskil
yrði bötnuðu ,og færu þeir
þaðan beínt á strandstað.
Aðstæður til björgunar
verða orðnar erfiðari, er
björgunarsveitin kemur á
strandstað, því að þá verð
ur meira en hálffallið að.
SÞipið uppi i fjöru.
Tvefr vélbátar fóru eftir
miðnættið að strandstaðn-
um til þess að vera þar til
taks, ef að liði gæti orðið
og björgun yrði reynd frá
sjó með morgninum. Voru
það Páll Pálsson frá Hnífs-
dal og Andvari frá ísafirði.
Kafaldshrið en frostminna.
í nótt hefir verið kafalds
hríð á strandstaðnum og
austan stormur en -minnk-
andi frost. Ekkert hefir
sézt, hvernig skipshöfnin á
Agli rauða hefst víð.
Skipið liggur nú alveg
Þegar léitað var til Flugfé-
lagsins skömmu fyrir hádegi
í gær, var brugðið mjög vel
við og flugvél send af stað
austur. Varð hún að lenda á
Egilsstöðum vegna smávægi-
legrar bilunar. Síðan hélt vél
in suður til Djúpavogs, en þeg
ar þangað kom, gekk á með
hríðaréljum og auk þess var
töluverð bára á firðinum.
Sjúklingurinn í vélbáti.
Lendingin tókst þó vel og
lenti véiin innarlega á Beru-
firði, þar sem bára var minni.
iiiMiiiiiiiiiliiijjijiip.iiii ii"iTih iirninpi
Brezkra íogaraniir
(Framhald aí 1. 6lðu>.
það togararnir Lasella,
Kingston Onyx, Roderigo og
Conan Doyle. Ekkert heyrð-
ist þó framar til Lorella, og
er talið að skzpið hafi farzzt
skömmu eftir að það sendi
út neyðaskeytið.
Roderigo fer á hliðina.
Síðdegis í gær barst svo
neyðarskeyti frá togaranum
Roderigo, sem er stærsti og
fullkomnasti togari Breta og
munu vera á honum um 50
menn, að skipið hefði farið
á hliðina, og ræki stjórnlaust
og gæti skipshöfnin ekki kom
izt í bátana. Roderigo sendi
út neyðarskeyti samfleytt í
sjö mínútur, en síðan heyrð
ist ekkert til togarans, og er
búizt við, að hann hafi farizt.
Skipstjórar á brezku togur-
unum sögðu líka,. að veðrið
væri svo afskapiegt, að ekk-
ert yrði að gert.
Var einhverjum bjargað.
Loftskeytastöðin á ísafirði
heyrði skeyti frá togurunum,
en gat ekki náð sambandi við
þá, því aö þeir virtust ekki
heyra til hennar. Á ísafirði
var þó ekki talið útilokað í
gærkveldi, að eitthvað það
hefði heyrzt til togaranna,
sem benti til, að einhverjum
mönnum hefði verið bjargaö
af togurum þeim, sem fórust.
Flugvélar leita,
Björgunarflugvél frá Kefla
vík flaug norður yfir þetta
svæði, en sá lítið vegna dimm
viðris, en hún* heyrði neyðar
skeytin frá Roderigo. Með
morgninum var ráðgert að
senda tvær flugvélar norður
yfir þetta .svæði.
í gærkveldi voru á þessum
slóðum talin 11—12 vindstig
og óskaplegur sjór.
uppi í fjöru, og er ekki tal-
ið meö öllu óhugsandi, að
eitthvað af mönnum hafi
komízt á land um fjöruna
í nótt þó að ekkert sé um
það vitað. Nánari fregna
af björgunaTtiiraunum
mun ekki að vænta fyrr en
kemur fram undir hádegi.
mrt 4». *>• »
J
X SERVUS 60LD X-
__/‘A—fL/'Vi'l
Irxxir-^. y—irx/ij
iWMI
I 010 HOLIOW GROUND 010^ j
v~? inrfi YEllOW BlftDE mm
Var þar beðið með sjúkling-
inii í vélbát og hóf vélin sig
aftur til flugs, þegar er sjúk
lingurinn hafði verið borinn
um borð í hana. Komst flug
vélin aftur á loft rétt fyrir
myrkur og kom til Reykjavík
ur um klukkan 7,30 í gær-
kvöldi.
Egill raraði
(Framliald af 1- sí5u).
Blindhríð og hvassviðri.
Veðri var þá svo háttað á
þessum slóðum, að blindhríð
var og allhvasst af norðri.
Skipið mun hafa strandaö
laust eftir kl. 18. Austfirðing
ur kom brátt að strandstaön
um og litlu síðar togararnir
Elliði og Neptúnus og enski
togarinn Andanes, sem ís-
lenzkur skipstjóri er á. Allir
þessir togarar voru við strand
staðinn fram eftir kvöldi.
Lá á stjórnborðshlið.
Austfirðingur og Elliði
settu út báta og reyndu aö
komast að hinum strandaða
togara og lýstu einnig upp
strandstaðinn með kastljós-
um. Ekki var mögulegt að
komast að skipinu. Það sást
gerla, að togarinn lá á stjórn
borðshlið, og var sú hlið í
kafi og virtist töluvert brotin.
Gekk sjórinn yfir skipið,
nema yfirbygginguna. Bak-
borðshlið var að nokkru upp
úr.
Mennirnir á yfirbygg-
ingunni.
Klukkan 19,30 barst síð-
asta skeytið frá Agli rauða.
Sagði loftskeytamaðurinn að
hann yrði þá að yfirgefa
loftskeytaklefann, því að
sjór væri kominn í hann.
Mennirnir voru þá í brúnni
eða á yfirbyggingunni.
Björgunarsveit leggur af
stað.
Björgunarsveitin á ísafirði
lagði af stað þaðan á strand-
staðinn með vélbátnum Heið
rúnu frá Bolungarvík á ní-
unda tímanum. Var það ráða
gerð hennar að fara í land
við Sléttu innanvert viö
Sléttunes, en ganga þaðan út
með hliðinni. Var það talið
fært, þegar fjaraði.
Þegar skipið strandaði
mun hafa vantað tvær til
tvær og hálfa klukkustund í
háflæði.
Mjög nærri landi.
Um klukkan tíu heyrðist
það af samtali Heiðrúnar og
Austfirðings, að veður var
mjög farið að batna, hafði
kyrrt mikið og birt hríöina.
Sást þá, að Egill rauði var
kominn mjög nærri landi.
Leiddi að vísu inn allmikla
öldu, en líkur til björgunar
þeirra manna, er í skipinu
væru, miklu betri, helzt úr
landi. Skipverjar frá Aust-
firðingi og Elliða voru þá í
bátum eins nærri strandstað
og unnt var.
Ajíálvsið í Tíxuamam
Höfum nú fyrirliggjandi mikið úrval
af allskonar SKRIFSTOFUVÖRUM
og SKÓLAVÖRUM
NUMERASTIMPLAR
6 cifra.
HEFTIVÉLAR
enskar og þýzkar
4 gerðir og stærðir.
VASAHEFTIVÉLAR
í plastkössum, mjög hent
ugar fyrir sölumenn og
til að hafa í ferðalögum
BORÐYDDARAR
enskir og amerískir.
2 gerðir.
GATARAR
3 gerðir.
STIMPILSTATIV
fyrir 12 stimpla með
bréfaklemmubakka.
ÞERRIRÚLLUR
ásamt aukarúllum í þær.
MINNISBLOKKIR
á borð, ásamt aukarúll-
um í þær.
DAGSETN.STIMPLAR
STIMPILPÚÐAR
Pelikan.
KALKIERPAPPÍR
frá Pelikan, 4 teg.
bæði í kvart og folio.
CELLOTAPE
Vz" og %" margar gerð-
ir og litir.
STÍLABÆKUR
með þunnum og þykk-
um spjöldum.
NÓTUPINNAR
VÆTUSVAMPAR
BLÝANTSGORMAR
á borð.
RITVÉI,ABÖND
(Pelikan).
BLEKEIÐIR
(Pelikan).
REGLUSTRIKUR
margar gerðir.
REIKNINGSSTOKKAR
þýzkir Rietz, Darmstadt
o. fl. bæði 15 og 30 cm.
MÆLIKVARÐAR
1:2,5, 1:5, 1:10, 1:20.
MÆLIKVARÐAR
1:20, 1:25, 1:50, 1:75.
1:100, 1:125
MÆLIKVARÐAR
1:100, 1:200, 1:250, 1:300,
1:400, 1:500.
BRÉFAKLEMMUR
margar gerðir og stærðir
TEIKNIBÓLUR
margir litir.
Litlar BRÉFAVOGIR
sem eru pappírshnífur
um leið.
BLÁKRÍT og RAUÐKRÍT
PAPPÍR í REIKNIVÉLAR
SKRIFBLOKKIR
margar tegundir.
UMSLÖG
flug- hvít- skjala-,
SPIRAL VASABLOKKIR
og margt mart íleira.
litíð í ghiggana og sannfærist um að
úrvalið er mlkið.
Geymið auglýsinguna og pantið eftir henni þegar yður
vanhagar um eitthvað af þessum vörum.
Bókabúð NORÐRA
HAFNARSTRÆTI 4 — Sími 4281
5554555554555555554455555555555555555555555555555555555555555554455555551
Kvenréttindafélag íslands
heldur AFMÆLISFAGNAÐ
þann 31. janúar n. k. kl. 20,30 í Tjarnarcafé uppi.
Skýrt frá kvennaráðstefnu ASÍ.
Tvísöngur
Spurningaþáttur
þrenn verðlaun.
Aðgöngumiðar við innganginn. — Félagskonur
fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjórniu.
54Í455555555555555555555555555555555455555555555S5555555555555S5S454555S
LANDSMÓT
í knattspyrnu 1955
Landsmót í Il’, III. og IV. flokki 1955 fer fram i
Reykjavík, og hefst sem hér segir:
Landsmót II. flokks hefst um 10. ágúst.
Landsmót III. flokks hefst um 10. júlí
Landsmót IV. flokks hefst um 1. júlí.
Þátttaka tilkynnist Knattspyrnuráði Reykjavíkur
fyrir 15. febrúar næstkomandi.
Knaltsjiyriiiiráð Reykjjavíkui9
Hólatorgi 2 — Reykjavík
«55444554455444555555555555455455555555555555555555555555555555555i55555