Tíminn - 27.01.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.01.1955, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, fimmtudaginn 27. janúar 1955. 21. blað. ÞJÓÐLEIKHÚSID Gullna hliðið Sýning í kvöld kl. 20,00. Uppselt. ÓPERURNAR Pagliacci OG Cavalería Rusticana Sýningar föstúdag og laugardag kl. 20,00. Uppselt. Síðustu sýnlngar. Aðgöngumiðasalan opin frá 1 13.15—20.00. Tekið á móti pönt- unum. Sími: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. Okimawa Áhrifamikil og spennandi, ný, amerísk mynd. Um. eina fræg- ustu orrustu síðustu heimsstyrj- aldax, sem markaði timamót íf baráttunni um Kyrrahafið og þar sem Japanir beittu óspart hinum frægu sjálfsmorðsflugvél um sínum. Pat 0‘Br’ien, Cameron MitchelL Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BIO — 1544 — Brotna örin (Broken Arrow) Mjög spennandi og sérstæð, ný, amerísk mynd í litum, byggð á sannsífeulegum heimildum frá þeim tímum, er harðvítug víga- ferli hvítra manna og Indíána stóðu sem hæst og á hvern hátt varanlegur friður varð saminn. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFiRDI - Vanþahhlátt hjarta Carla del Poggio hin fræga, nýja, ítalska kvik- myndastjarna. Frank Latimore. Danskur skýringartexti. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 184. HAFNARBIO Siml 8444 Gnllna liðið (The Golden Ilor-Je) Hin spennandi ameríska litmynd um eina af herförum mesta ein- valds sögunnar, Djengis Khan. Ánn Blyth, Davld Farrar. Sýnd kl. 7 og 9. Að tjaldafoaki Bönnuð innan 16 ára. (Coming round the Mountain) Sprenghlægileg, ný, amerísk gamanmynd með Bud Abbott, Lou Costcllo. Sýnd kl. 5. ——o— LGIKFÉIAG REYKJAVÍKDR’ N O I Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóhannesson í aðalhlutverkinu. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191. AUSTURBÆJARBÍÓ Bjargið baminu mínu (Emergency Call) Afar spennandi og hugnæm, ný, ensk kvikmynd, er fjallar um baráttuna fyrir lífi litillar telpu. Sagan kom sem framhaldssaga í danska vikublaðinu „Familio Journalen" undir nafninu ,Det gælder mit barn“. — Danskur skýringartexti. Aðalhlutverk: Jcnnifer Tafler, Anthony Steel, Joy Shelton. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Frœnha Charleys * Afburða fyndin og fjörug, ný, ensk-amerísk gamanmynd í lit- um, byggð á hinum sérstaklega vinsæla kopleik. Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 2 e. h. GAMLA BÍÓ Sími 1475. Rjartagosinn (The Knave of Hearts) Bráðfyndin og vel leikin ensk- frönsk úrvalsmynd, sem hlaut metaðsókn í París á s. 1. ári. — Á kvikmyndahátíðinni í Cann^s 1954 var RENE CLEMENT jör inn bezti kvikmyndastjórnand- inn fyrir myndina. Aðalhlutverk. Gerard Philipe Valerie Hobson Joan Greenwood Natasha Parry. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Siml 1182 \ald örlaganna 'Á (La Forza Del Destlno) Frábær, ný óperumynd. Þessi ópera er talin ein af allra beztu óperum VERDIS. Hún nýtur sfu sérstaklega vel sem kvikmynd, enda mjög erfið uppfærsla á eik sviði. Leikstjórl: C. Gallone. Aðalhlutverk: Nelly Corrady, Tito Gobbi, Gino Siniberghi. Hljómsveit og kór óperunnar í Róm undir stjórn Gabriele Santinni. I Sýnd kl. 5, 7 og 9. •Sýnd enn vegna fjölda áskor- ana. Bönnuð börnum yngri en 14 ára TJARNARBÍÓ Óskars verðlaunamyndln Glcðidagnr í Róm PRINSESSAN SKEMMTIR SÉR (Roman Holiday) Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Golfmeistararnir (The Caddy) Sýnd kl. 5 og 7. Síðasta sinn. Þrjii félög stofnuð (Framhald af 3. síðu). hætti ag senda íhaldsmann til þings. „Vettvangurinn" býöur þessi nýju félög velkomin til starfa í samtök ungra Framsóknar manna. Æskan er framtíðin. Hún býr yfir mikilli orku — þeirri orku, sem verður afl- gjafi margra nýtra framfara næstu áratugi. Þessa orku þarf að nýta sem bezt. Fram sóknarflokkurinn skilur um- brotaþörf æskunnar. Innan hans er ávallt rúm fyrir ný viðhorf — ný sjónarmið. Vegna þessa meðal annars á Framsóknarflokkurinn nú í dag fjölmennari og þrótt- meiri æskulýðssamtök en nokkur hinna stjórnmála- flokkanna á íslandi. F.U.F. fiilltrúi (Framhald af 3. síðu). Fulltrúaráðsins. „Vettvangnum“ þykir tilhlýðilegt að kynna þennan fulltrúa ungr,a manna frekar. Jón Rafn hefir mjög komið við sögu félagsstarfs F.U.F. og setið í stjórn þess um árabil, auk þess er hann nú endurskoðandi S.U.F. Starf Jóns Rafns á vegum tryggingafélaga samvinnumanna er mikið og heilla- drjúgt, enda hefir hann stýrt nú síðustu árin endurtryggingardeild Samvinnutrygginga, sem er ný- lunda í tryggingarstarfsemi hérlend is. Um síðustu áramót, þegar Er- lendur Einarsson tók við forstjóra starfi hjá S./.S., tók Jón Rafn sæti í hinni nýju framkvæmdastjórn Samvinnutrygginga og er það vottur um mikið traust. Nú hefir honum verið falið mikið vandastarf í Framsóknarflokknum, þar sem hann hefir tekizt á hcndur stjórn fjármála Fulltrúaráðsins í Reykjavík. Að Iokum vill „Vettvang urinn“ óska Jóni Rafn allra heilla í hinu vandasama starf i í þágu samtakanna. BókmenntLr — Listir (Framhald af 5. síðu). þetta snertir er bókin eins og leksi- kon. Maugham heldur því fram að þess konar innskot trufli frásögnina, ekki aðeins hjá Melville, heldur hjá mörgum öðrum skáldum, sem stund um skjóta inn óskyldum hlutum, sem lesandinn finnur ekki að séu í neinu sambandi við sjálfa frá- sögnina. Til þess að bjarga hinum mestu rithöfundum frá því að vera álitnir langdregnir, kemur Maug- ham fram með „yfirhlaups“-aðferð ina, sem fólgin er í því að hlaupa yfir allt, sem engu máli skiptir í bókunum, en vegna þess að ekki er víst, að allir geti tileinkað sér þessa aðferð, hefir Maugham stytt útgáfu þessa meira en áður hefir verið gert. Til þess að verða sammála Maugham í þessu efni þurfa menn ekki aö leita lengra en til hinna tilbreytingasnauðu lýsinga í „Don Quixote“. Það er hrífandi bók, sem Maug- ham hefir nú sent frá sér, og þegar litið er til baka yfir öll hans verk, er ekki hægt að komast hjá að sakna þess, að hann skuli ekki hafa sent frá sér meira af ritverkum um bókmenntir en raun hefir orðið á. (Grein þessi er eftir blaðamann- inn Per Thorstad, og birtist hún í Aftenposten fyrir skömmu. Greinin er örlítið stytt í þýðingu.) HJONABAND Og cvo fór hún allt í einu að gráta og opna hjarta sitt. Hún sagði allt, sem hún hafði geymt í leynum hugans. — Ó, ég veit það er vegna mín sem þú vilt fara. Ég er ekki nógu góð kona handa þér. Þess vegna vill faðir þinn láta þig fara brott frá mér. Ég vissi það, þegar ég giftist þér, að ég átti ekki að gera það, og ég hefi alltaf verið hrædd við það síðan. Ég hefði átt að giftast einhverjum af minni stétt, einhverjum, sem ég hefði getað hjálpað en ekki verið fjötur um fót. Ég hefi reynt að vera-'þér góð, reynt að haga öllu á þann veg, sem þér mætti vera-Áil gleði og gæfu, og ekki einu sinni leitt hugann að því, sem mig sjálfa vantaði. Ef þú yfirgefur mig, glatast mér allt. — Uss, hvíslaði hann. Börnin heyra til þín, Rut. — Mér er alveg Sáma, sagði hún grátandi. Hann lét hana gráta ótruflaða um stund en þrýsti henni að sér, en. hann var þó ekki svo bugáður, að hann lofaði henni að fara ekki. Honum var þó brugðið, en hann vildi ekki láta hana verða þess vara. Faðir hans hafði líka skotið honum skelk í bringu með orðum sínum, en hann vissi ekki gerlá á þessari stundu, hvort var sterkara, faðir hans eða Rut. Hann mundi geta gert þetta upp við sig næsta morgun, er hann gengi einn upp á hæðina og fengi ráðrúm til að hugsa málið i einrúmi. Og þegar hún hafði grátið um stund, tók henni að hægjast, þótt hún hefði.ekki fengið það loforð, sem hún beið eftir. En í stað grátsins setti að henni stjarfa skelfingu. Svona kaldur og staðfastur hafði William aidrei verið, en gegnum skeifinguna blossaði ást hennar á honum upp, heitari og sterkari en nokkru sinni fyrr. — Ó, elskan mín, hvislaði hún, elskaðu mig, elskaðu mig. En jafnvel í bríma ástarinnar gaf hann henni ekkert loforð. Hann hélt staðfastlega við þá ætlun sina að láta ákvörðunina bíða morguns. Og hann gat ekki gleymt því í ljúfsárum unaði atlotanna, að hún hafði lyft svipunni gegn syni sínum. Á þeirri stundu hafði hún ekki verið hjá honum, og það cndartak hafði verið honum nóg til að skilja, að skilnaður þeirra gat átt sér stað. Rut lá lengi vakandi eftir að hann var sofnaður. Hann var breyttur, og það skelfdi hana. Hún varð alltaf hrædd, þegar viðmót hans eða skaplyndi tók hamskiptum. Hún fann, að hún þekkti ekki hug hans og mundi aldrei verða fær um að skilja sál hans, en hún þekkti líkama hans, þegar hann kom til hennar í ást sinni eða settist að matarborði. , Hann seldi nokkrar myndir á ári hverju, en það nægði vart til að greiða hans eigin nauöþurftir. Hún aflaði fjölskyldunni Jífsviðurværis með búskapnum, gerði það stóriát, þótt hún vissi, að margt fólk vorkenndi henni að eiga slíkan ónytjung fyrir eiginmann, mann, sem ekki gat unnið fyrir fjölskyldu sínni eða séð henni farborða. Þessu fólki kunni hún lag á að segj a það, sem hún hafði bannað börnum sínum að minn- ast á í annarra áheyrn. — Faðir Williams er auðugur maður. William mun verða ríkur, þegar hann deyr. Meðaumkun fólksins rénaði við þessa skýringu, og virðing þess óx, því að það bar ætið óttablandna virðingu fyrir því, sem það skildi ekki, og það skildi ekki listamenn. Fólkið glápti á myndir hans, undrandi á því, að hann skyldi sjá eitthvað sérstakt við þessa eða hina hæðina og finnast ómaksins vert að mála hana. — Ég hélt, að hann mundj nú geta fundið sér eitthvað merkilegra til að mála, sagði það hvað við annað. Rut bar takmarkalausa virðingu fyrir málverkum hans, en hún reyndi aldrei að skilja þau. Hún vissi það eitt, að hann varð að mála til þess að vera hamingjusamur, og það vár hennni næg ástæða. Henni leið líka sjálfri bezt, þegár hann var að byrja á nýrri mynd, því að þá sá hún, að hann var hamingjusamastur. Þá var hann kvikúr og glaður og vann af kappi, en þegar leið að lokum myndarinnar, varð hann daufari og híín varð vör óánægju hans. Hann var aldrei ánægður með verk sitt að lokum, og þegár hann vár ekki ánægður, varð hann eirðarlaus og óþolinmóður. Það var þýðingarlaust fyrir hana að reyna að telja honum hug- hvarf. — Ég get ekki betur séð en þessi mynd sé alveg éins góð og hinar, sagði hún einu sinni. Hún sá ekki mikinn mun á rnyndum hans. — Ó, Rut, sagði hann angurvær, og þá vissi hún, að hún hafði enn einu sinni sagt eitthvað rangt. Það var svo erfitt að vita, hvað hann ætlaðist til að hún segði. Eirðarleysi hans og þunglyndi gat hún aðeins læknað með ást sinni. Margán daginn hafði hún horft á hann með trega og beðið næturinnar með óþreyju. En í nótt hafði ást hennar í fyrsta sinn reynzt áhrifalaus. Hún fann enn, að hann var henni enn mjög fjarlægur. Jafnvel í svefninum virtist hann hafa farið langt brott frá henin. Hún lá vak andi og hugsaði um þetta í ótta sínum. — Það hafði of margt dunið yfir hann þennán dag. Hann hfði lokið við mynd sína og síðan farið til fólks síns, og þegar hann kom heim þaðan, hafði hitzt svo illa á, að hún var að refsa drengnum, og hann skildi Hall aldrei. Ég verö einhvorn veginn að reyna að breyta viðhorfi hans á morg un. Hún sneri sér vrlega við í rúminu og lagði handlegg- inn yfir hann. Tunglið var komið upp og skein inn um glugg ann, og hún sá svipmót hans í bjarmanum. Hún horfði lengi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.