Tíminn - 27.01.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 27. janúar 1955.
21. blaff
Sextagar í dag:
JÓN EYÞÓRSSON
veðurfræ&ingur
Á árunum laust eftir 1930
áttu útvarpshlustendur oft
þess kost að heyra einstak-
lega viðfeldna rödd í útvarp-
inu, sem sagði okkur hlustend
um ýmis konar fróðleik um
jarðfræði, söguleg atvik, inn-
lend og erlend og um daglega
viðburði, á þann hátt, að virki
leg ánægja var á að hlýða.
Þetta var rödd Jóns Eyþórs-
sonar, veðurfræðings.
Ég átti þess kost litlu síðar
að kynnast Jóni Eyþórssyni og
hefi siðan átt með honum
gott samstarf um ýms mál, en
einkum hafa leiðir okkar leg
ið saman í Norræna félaginu,
þar sem við vorum báðir í
stjórn um fjölmörg ár. Einnig
störfuðum við saman að rit-
stjórn Samvinnunnar um
nokkur ár. Ánægjulegt hefir
jafnan verið að starfa með
Jóni sakir glöggskygni hans,
dugnaðar og lipurðar í öllu
samstarfi. Kímnigáfu á Jón
í ríkum mæli og er því hin
bezta skemmtun að ræða við
hann um hvaða málefni sem
er. *
Jón Eyþórsson er Húnvetn
ingur að ætt og uppruna.
Fæddur að Þingeyrum í Húna
vatnssýslu 27. janúar, 1895 og
er því sextugur í dag, sonur
hjónanna Eyþórs Benedikts-
sonar og Bjargar J. Sigurðai
dóttur, er lengi bjuggu að
Hamri í Ásum. Um ættir Jóns
er ég ófróður, annað en tjáð
hefir mér verið, að frændur
hans og forfeður hafi verið
greindarfólk og er Jóni þá
lítt úr ætt skotið að því leyti,
því Jón er mikill gáfumaður.
Jón Eyþórsson ólst upp í
Húnavatnssýslu, en nam fyrst
við Gagnfræðaskólann á Akur
eyri, en síðan í Menntaskól-
anum hér, og lauk hann stúd
entsprófi 1917. Sigldi hann til
Kaupmannahafnar um haust
ið og byrjaði að lesa náttúru
fræði og verkfræði. Hvarf
hann fljótt frá því námi, fór
til Oslóar og lagði þar stund
á jarðeðlisfræði og veðurfræði
og tók kandídatspróf þar við
háskólann í þeim fræðum
1923. Starfaði hann síðan um
skeið við veðurathugunarstöð
ina í Björgvin. En 1926 flutt
ist hann hingað heim og byrj
aði að starfa hér við veður
stofuna. Hefir hann starfað
þar óslitið siðan.
Jón er mikill starfsmaður
og góður, framúrskarandi sam
vizkusamur og nákvæmur,
enda munu margir, er eiga
afkomu sína og líf undir veð
urfarinu, oft hafa notið góðs
af glöggskyggni hans og rétt-
dæmi um veðurútlit og spár.
Mikið hefir Jón Eyþórsson
unnið að ritstörfum um dag
ana. Stíll hans er kjarnmikill
og fágaður, en þó blátt áfrain.
Ritað hefir hann fjölda vís
indalegra ritgerða í erlend
tímarit um jöklafræði og veð
urfræði. En árlega vinnur
hann að rannsóknum á jökl-
um landsins og veðurfarsbreyt
ingum. Vegna þeirra rann-
sókna ferðast hann mikið og
leggur enn ótrauður á jökla,
jafnvel þótt um háv'etur sé.
Er hann afburða ferðamaður
og kemur sér þá oft vel, á
jökla- og öræfaferðum,
glcggskyggnin, hin skarpa at
hyglisgáfa og þrautseigja
hans.
Auk nefndra visindarit-
gerða hefir hann séð um út-
gáfu nokkurra merkisrita.
Má þar fyrst nefna hið mikla
rit um ævi Sveins Pálssonar
læknis, er hann gaf út ásamt
Pálma Hannessyni rektor.
Hrakninga og heiðarvegi gaf
hann einnig út, ásamt Pálma
Hannessyni. Sóknalýsingar
Húnaþings gaf hann út einn.
Séð hefir hann og um útgáfu
Árbókar Ferðafélags íslands
um 20 ára skeið og ritað
margt í hana. í stjórn Ferða
félagsins hefir hann verið um
áratugi og lengst af ritari
þess.
í félagsmálum öðrum hefir
hann einnig tekið mikinn
þátt. Hann átti um langan
tíma sæti 1 útvarpsráði og var
lengi formaður þess. Ennfrem
ur var hann í stjórn Norræna
félagsins um mörg ár, í stjórn
Náttúrufræðifélagsins og er
nú formaður Jöklarannsókna
félagsins.
Sem af því má ráða, er að
framan er sagt um störf Jóns
Ihefir hann ekki legið á liði
sínu, enda liggur mikið og
merkilegt verk eftir hann sem
skylt er að þakka.
Um leið og ég þakka honum
mikil störf og ánægjulegt samí
starf, óska ég honum heilla
og blessunar um ókomin ár.
Gl. R.
ÚTVEGSMENN!
i|; Athugið hjá okkur teikningar af ’ |
þýzkum stálbátum 1
|; með fyrirkomulagsbreytingum |
i\[ fyrir íslenzka staðhætti. |
| Kristján G. Gíslason & Co. hi. 1
hönd
og kostaryiur minna
Með því að nota Rinso fáið þér glæstast-
an árangur. Það er ekki aðeins ódý1’^0
en önnur þvottaefni, heldur þarf min______
af því og einnig er það skaðlau
um yðar og fer vel með þvottinn,
hið freyðandi sápulöður hreinsar án
að n u d d a þurfi þvottinn til skemmda.
Skaðlaust höndusn yð^r og þvotti
Þróttur og áhugi ...
(Framhald af 3. síðu).
F.U.F. í Reykjavik á þessu
starfsári um 25%.
— Er það nú ekki of mikil
bjartsýni?
— Ekki svo mjög. Við er-
um þegar hálfnaðir með að
ná settu marki og ég treysti
því fyllilega, að markið ná-
ist, ef allir gera sitt til þess.
— Hverjir eru aðalerfiðleik
ar ykkar við að halda wppi
öflugu félagsstarfi?
— Skortur á hentugu hús-
rými. Það er ekki vanzalaust,
að næst stærsti flokkur þjóð
arinnar skuli ekki eiga hent-
ugt húsnæði fyrir nauðsyn-
lega starfsemi. Verður að
bæta úr því við fyrsta tæki-
færi.
— Hvað segir þú okkwr um
vzðhorf æskunnar til stjórn-
málanua nú til dags?
— Ég er þeirrar skoðunar,
að áhugi æskufólks sé mikill
fyrir stjórnmálum, enda
varða þau hvern æskumann
og konu miklu. Ungum mönn
um, sem taka virkan þátt í
stjórnmálabaráttunni fjölgar
jafnt og þétt, og er það á-
nægjuleg þróun. í okkar fé-
lagi er, eins og þú veizt, hinn
mesti áhugi fyrir því, að ung
ir menn fari að taka virkari
og áhrifaríkari þátt í barátt-
unni en verið hefir. Munum
við í F.U.F. í Reykjavík hafa
samráð og samvinnu við önn
ur F.U.F.-félög í landinu og
gera okkar kröfur, t.d. í sam
bandi við flokksstarfið hér í
Reykjavík og út um allt land.
íslenzk æska er í skoðun-
um áreiðanlega mjög víðsýn
og framsækin, og viss er ég
um það, að íhaldsflokkur,
sem kæmi til dyranna eins og
hann væri klæddur, öðlaðist
ekki mikinn stuðning æsku-
fólks hér.
Ég tel mig geta fullyrt, að
í röðum okkar félagsskapar
ríkir sannur vilji fyrir því, að
sem nánast samstarf mégi
takast með lýðræðissinnuð-
um vinstri mönnum í land-
inu. Við viljum reyna, af ein-
lægni, að yfirstíga minni-
háttar skoðanamun, sem fyr
ir hendi er hjá þeim, sem
eðli málsins samkvæmt ættu
að geta, og verða, að standa
saman um landsstjórn, ef vel
á að farnast.
Þetta sjónarmið hlaut ein-
dreginn stuðning allra ræðu-
manna á síðasta fundi okkar,
sem þú manst að var bæði
.fjörugur og fjölmennur.
— Hvað viltu svo segja um
íiúverandi stjórnarsamsatrf?
— Eins og margoft hefir
verið undirstrikað í blöðum
okkar og á fjölda fúnduín, þá
tókum við höndum saman við
Sjálfstæðismenn um lands-
stjórn, einungis af því að
ekki var völ á öðiru betra.
Við myndum heldur hafa
kosið að geta stjórnað í sam-
vinnu við annan flokk með
líkari stefnumið, svo sem t.
d. Alþýðuflokkinn. Sá mögu-
leiki var þó ekki fyrir hendi.
Bæði núverandi stjórn og
sérstaklega stjórn Steingríms
Steinþórssonar hafa margt
mjög vel gert og er sízt vert
fyrir okkur að neita slíku,
þar sem það mun t. d. al-
mennt viðurkennt af mönn-
um úr öilum flokkum, að
fjármálastjórnin hafi gjör-
breytzt til batnaðar, er okk-
ar ráðherra tók við þeim mál
um. Sama má segja um með-
ferð okkar ráðherra á varn-
armálunum svonefndu. Þar
hefir skipulag komizt á í stað
fullkomins glundroða áður
fyrr.
Hins vegar er það líka stað
reynd, að vissa mikilvæga
málaflokka fáum við aldrei
leyst í samvinnu við Sjálf-
stæðisflokkinn, einfaldlega
af því, að í þeim málum
bera flokkar þessi gjörólíka
hagsmuni fyrir brjósti.
Þannig er t. d. með skatta-
mál samvinnufélaga. Ég hefi
enga trú á, að Sjálfstæðis-
flokkurinn vilji taka sann-
gjarnt tillit til sérstæðs skipu
lags og uppbyggingar sam-
vinnufélaganna, enda þótt
hann gjarnan, svona út á við,
telji sig hlynntan samvinnu-
stefnunni.
Enga trú hefi ég heldur á
því, að hægt verði að lækka
vöruverð og ýmsa þjónustu
hér innanlands, svo nokkru
nemi, með því að reyna að
draga úr óhóflegum milliliða
kostnaði. Slíkt verður áreið-
anlega að gerast í andstöðu
viö Sjálfstæðisflokkinn. Sama
má segja um breytt sölufyr-
irkomulag á útflutningsafurð
um sjávarútvegsins o. fl. o.fl.
Þá tel ég varhugavert, ein-
mitt á tímum eins og nú virð
ast framundan, að ríkisstjórn
styðjist ekki við verulegan
hluta af alþýðusamtökunum.