Tíminn - 28.01.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, föstudaginn 28. janúar 1955.
22. blað.
Varð heimstræg fyrir að syngja
dægurlag inn á eina hljómplötu
Vinsældir dægurlagsins fara stöðugt í vöxt bæði hér og
annars staðar. Birkilautin hefir nú að mestu vikið fyrir öðr
am og nýrri lögum, eins og Brúnaljósin brúnu og Kom þú
í hús mitt, (Come On-a My House). Mestum vinsældum
eiga dægurlögin að fagna í Bandaríkjunum og þar mun að
finna kunnustu dægurlagasöngvarana, eins og Bing Cros-
by og Rosemary Clooney, sem sögð er standa næst því að
taka sæti Crosbys í dægurlagasöngnum. Hann hefir meira
að segja sjálfur fundið hana að máli, til að láta í Ijósi að-
dáun sína á söng hennar og tilkynna henni, að álit hans
sé, að hún sé sú bezta í þessari list.
^ '
Roosemary varð frœg svo að
segja á einni nóttu. Að vísu hafði
hún erfiðað mikið og lagt hart að
sér til að ná þeim árangri, en slíkt
íyrnist, þegar ævintýrið hefir gerzt.
Nafn hennar hefir einkum orðið
þekkt af söng hennar á plötum.
.Hefir henni ekki vegnað eins vel,
þegar hún hefir komið fram opin-
berlega, aðallega vegna þes, að þeir
vísu herrar gáfu henni aldrei gott
tækifæri. Hins vegar fór svo,
að þegar hún hafði leikið í kvik-
.mynd í Hollywood, þótti sýnt að
ýmsir málsmetandi menn höfðu
rangt fyrir sér um þetta atriði.
hegar fyrsta kvikmyndin með henni
var frumsýnd, setti einn .af æðstu
mönnunum hjá Paramountfélaginu
hnefann í borðið og sagði: Þessi
stúlka er ungfrú Crosby. Leyfið
engum að kenna henni að leika.
Og þar við situr. Hún fær að halda
áfram áð vera náttúrubarnið og
íara sínar eigin leiðir.
.Aðalstjarnan hjá Columbía.
Rosemary er aðalstjarnan hjá
bandaríska hljómupptökufyrirtæk-
Útvarpið
TÚtvarpið í dag.
Fastir liðir eins og venjulega.
:19.15 Tónleikar: Harmóníkulög (pl.)
20.30 Fræðsluþættir:
a) Efnahagsmál (Ólafur
Björnsson prófessor).
í b) Heilbrigðismál (Valtýr Al-
bertsson læknir).
c) Lögfræði (Rannveig Þor-
steinsdóttir lögfræðingur).
21.05 Tónlistarkynning: Lítt þekkt
og ný lög eftir íslenzk tón-
skáld.
21.30 Útvarpssagan: „Vorköld jörð“
eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson; VI.
(Helgi Hjörvar).
22.10 Náttúrlegir hlutir: Spurningar
og svör um náttúrufræði (Ing
ólfur Davíðsson magister).
22.25 Dans- og dægurlög (plötur).
23.10 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun.
Fastir liðir eins og venjulega.
.13.45 Heimilisþáttur (Frú Elsa Guð-
jónsson).
16.35 Endurtekið efni.
18.30 Tómstundaþáttur barna- og
unglinga (Jón Pálsson).
:i8.50Úr hljómleikasalnum: Ýmis
tónverk (plötur).
20.20 Takið undir! Þjóðkórinn syng
ur; Páll ísólfsson stjórnar. —
Gestur kórsins: Friðrik Bjarna
son tónskáld.
21.05 Meistarinn sagði....
Sögur og tónlist frá Kína: Sam
felld dagskrá búin til flutnings
af frú Signýju Sen og Jóni
Júlíussyni íil. kand.
22.10 Danslög (plötur). —
24.00 Dagskrárlok.
Árnað heilla
Trúlofanir.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
iína ungfrú Guðbjörð Sigurðardótt-
:ir frá Akureyri og Finnbogi Stefáns
son frá Geirastöðum í Mývatns-
sveit.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Jóhanna Þóroddsdóttir
Búðum, Fáskrúðsfirði, og Helgi Selj
an kennari, Seljateigi, Reyðarfirði:
inu Columbía. Það er nú til húsa
í gamalii kirkjubyggingu, og þar
sem áður var sungið lagið: Áfram,
kristnu hermenn, hefir dægurlagið
haldið innreið sína. Meðal annarra
má sjá Rosemary standa fyrir fram
an hljóðnema og syngja um pilt,
sem ekki vildi taka höndina af hné
hennar. Má vera að þessi breyting
hafi gengið nærri hjarta margra
trúaðra á Manhattan, en Colum-
bía græðir mikið fé og að syngja
um piltinn, sem ekki vildi taka
höndina af hné stúlkunnar, er eitt
af hinum daglegu störfum. Ef
reiknað er með kröfum þeim, sem
Metropolitanóperan gerir til söngv
ara, þá er Rosemary gjörsamlega
laus við alla söngþjálfun. Hún hef
ir aldrei hirt um að læra að lesa
nótur, en segist geta séð á nótun-
um, hvort lagið hækkar eða lækk-
ar, en hins vegar ekki hve langt
það gengur upp eða niður.
„Come On-a My House.“
Rödd Rosemary þykir mjög sér-
stæð og sveigjumikil. Kom það
bezt í Ijós, er hún söng lagið: Kom
þú í hús mitt. Meö því að syngja
þetta lag inn á plötu hjá Columbía,
varð hún fræg svo að segja á einni
nóttu. Lagið og textinn var eftir
þá frændurna, William Saroyan og
Ross Bagdasarian, en 'þeir sömdu
það í rútubíl fyrir einum tíu árum.
Er lagið talið byggt að einhverju
leyti á gömlu armensku þjóðlagi,
en þeir frændur eru báðir Armen-
ar. Lagið gekk ekki neitt, fyrr en
Rosemary söng það. Einn 'gagn-
rýnandi sagði, að það væri eins og
lagið væri sungið af blindfullum
Tyrkja niðri í djúnum brunni. Sann
leikurinn er sá, að Clooney gerði
eins mikið fyrir lagið og lagið gerði
fyrir hana. Mitch Miller, einn af
upptökustjórum Columbia hefir gef
ið söngvurum, eins og Rosemary
eftirfarandi ráð, og miðar hann þá
við sölu í hljómplötum til aldurs-
flokks 14—22 ára: Haldið laginu
einföldu, kynþokkafullu og sorg-
mæddu. Týnt er tímabil Fosters,
þegar textarnir hljóðuðu svo: Nelly
var hefðarkona, hún lézt í nótt. Nú
er svo komið, að Nelly er ekki leng
ur hefðarfrú, sern Stephen Foster
hefði skilið. Nú segir Nelly piltin-
um sínum að koma í hús sitt, eða
æpir: Haltu mér, trylltu mig, kysstu
mig. Rosemary gekk erfiðlega að
fá réttan tón í lagið hans Saroy-
ans. Miller gekk þá til hennar og
sagði: „Hugsaðu þér Rosie, að þú
sért að bjóða vininum þínum heim
af því þú ætlar að giftast honum.“ .................................
Rosemary Clooney
— kom þú í hús mitt
Upp úr því söng hún lagið með
þeirri aðferð, sem mörgum er kunn
af hljómplötunni.
Þar sem bláa grasið grær.
Rosemary Clooney er ættuð frá
Kentucky. Hún er fædd 23. maí
1928 og er dóttir húsamálara í
Maysville. Hún á tvö systkin, Betty,
sem er þremur árum yngri og bróS
ur, sem heitir Nicholas. Foreldrar
hennar skildu og þær systur gengu
upp frá því á milli ættingjanna
borg frá borg. Rosemary hefir aldrei
setzt um kyrrt síðan. Eftir að hún
varð fræg, hefir ein gatan í Mays-
ville verið skýrð eftir henni og
heitir Rosemarv Clooney stræti. Er
þær systur fóru að eldast voru þær
næstum alltaf syngjandi. Brátt
fóru þær að syngja opinberlega og
urðu fyrst kunnar í Cincinnati,
þótt ekki væri um mikla frægð að
ræða. Þær unnu mikiö, sungu á
hlöðuböllum og veitingastöðum og
höíðu sæmilegar tekjur. Það var
á einum þessara skemmtistaða, sem
kunnur hljómsveitarstjóri heyrði
Rosemary syngja. Með aðstoð þessa
hljómsveitarstjóra komst hún betur
áfram, og hvarf nú Betty systir
hennar úr sögunni. Innan tíðar
var hún farin að syngja inn á p’öt
ur hjá Columbía og eftir sigurinn
þar fór hún að leika í kvikmynd-
um, eins og áður segir. Rosemai'y
er nú gift leikaranum José Ferrer.
I Ragnar Jónsson |
| hæstaréttarlögmaður I
§ Laugavegi 8 — Sími 7752 I
| Lögfræðistörf
og eignaumsýsla |
Leikfélag Akraness
sýnir franska gamanleikinn
„ÆVÍNTÝRIГ
að Hlégarði í Mosfellssveit, laugardaginn 29. janúar
1955 kl. 9 síðdegis.
LEIKSTJÓRI: JÓN NORFJÖRÐ
Leikfélag Akraness
AUGLYSING
frá Sambandi eggjaframleiðenda s.f.
unrj stimplun eggja
Samband eggjaframleiðenda (S.E.) hefir látið gera
nýja eggjastimpla fyrir árið 1955, og eru þar með allir
eldri stimplar úr gildi fallnir.
Verzlanir og neytendur eru því varaðir við að kaupa
sem stimpluð egg önnur egg en þau, er bera stimpil
ársins —55, samanber auglýsingu Framleiðsluráðs land
búnaðarins um eggjastimpla og verð á eggjum dags.
20. júlí 1948, en þar segir svo m. a.: „... .Stimpluð egg
teljast eingöngu þau egg, sem eru með greinilegum
stimpli viðurkenndra eggjasölusamlaga .... o.s.frv.“
Eggjaframleiðendum, sem ekki eru í S.E., skal bent á,
að allir eggjaframleiöendur eða ' félagsdeildir þeirra
eiga rétt á inngöngu í félagið.
\
Stjórn Sambauds eggjaframleiðenda s/f.
TIL SOLU
TIL SOLU
Yfir 250 bifreiðar
Nýir verðlistar koma fram í dag.
Við höfum sem alltaf endranær mest úrval alls konar
bifreiða. — Verð oft ótrúlega hagstætt og góð kjör.
Kynnið yður vetrarverðið.
Nú er tækifærið að kaupa.
Bifreiðasalan
Bókhlöðustíg 7 — sími 82168.
TIL SÖLU TIL SÖLU
ffækjavinnustofan
Höfum opnað raftækjavinnustofu að Kjartansgötu
1 (bílskúr) undir þessu nafni. Önnumst hvers konar
raflagnir í hús, verksmiðjur o. fl. Einnig viðgerðir á
raflögnum, rafmótorum og heimilistækjum.
Sími 6059
GUÐMUNDUR JASONARSON
löggiltur rafv.m.
RAGNAR EIRÍKSSON
rafv.
;55555$544$5545$SS55$5$5455555$SSC54445555S5S55SSS5555S$$$S54545$54$SS5$
<iáBii»-^g^»<Bisauai!ja!flgwgaa!awMaroaa^ssigrHgggaBTi»wri:ii' ........
ÍVAR HLÚJÁRN.Saga eftir Walíer Scott. Myndir eftir Peter Jacksonl21