Tíminn - 18.02.1955, Side 6
6
TÍMINN, föstudaginn 18. febrúar 1955.
40. bluð.
ÞJÓDIEIKHÖSIÐ
Gullna hliðið >
Sýning í kvöld kl. 20.00.
UPPSELT.
Faidd í gær
Sýning laugardag kl. 20.00
og sunnudag kl. 20.00.
Aðgöngumiðasalan opln frá kl.
13,15—20.00. Tekið á móti pönt-
unum, sími: 8-2345, tvær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag annars seldar öðrum.
Beriætti
bréfberinn
Leikandi létt og skemmtileg .ý
amerísk gaman mynd í eðiilegum
litum. í mynd þessari, sem einn
ig er geysi spennandi leika hinir
alþekktu og skemmtilegu leik-
arar. Robert Cummings, Terry
Moore og Jerome Courtland.
Bönnuð innan 10 ára.
Sýnd kl. 5, 7, og 9.
i NÝJA BÍÓ
Glæpur og
refsing
(Raskolnikof
Áhrifamikii frönsk mynd, gerð
eftir hinni heimsfrægu skáldsögu
með sama nafni eftir P. Dosto-
jefski, sem komið hefir út í ísl.
þýðingu.
Aðalhlutverk:
Pierre Blanchar,
Harry Baur,
Magdeleine Berubert.
Danskir skýringartextar.
Bönnuð börnum innan 1G ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍO
— HAFNARFIRDI -
VanþuhUUítt
hjarta
Sýnd kl. 9.
Allra síðasta kvöldsýning.
,,Viljans mer1ii“
sýnd á vegum Kaupfélags Hafn-
arfjrðinga kl. 8.
Ókeypis aðgangur meðan hús-
rúm leyfir.
TJARNARBÍÓ
Brimaldan stríða
(The Cruel Sea)
Þetta er saga um sjó og seltu, um
glimu við Ægi og miskunnarlaus
morðtól síðustu heirosstyrjaldar.
Myndin er gerð eftir samnefndri
metsölubók, sem komið hefir út
á íslenzku.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd kl. 7 og 9,15.
Þetta er
drengurinn minn
(That is my boy)
Hin sprenghlægilega ameriska
gamanmynd*
Aðalhlutverk:
Dean Martin
Jerry Lewis.
Sýnd kl. 5.
J
X SERVUS 60LD X-
frOí=C=k>3
U.iD
m
HOLLOW GROUND
YELLOW BLADE
0.10
m ni
!IÆ!
rREYKJAyÍKUR^
Frænka Charleys
70. sýning
í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðasala eítir kl. 2. —
Sími: 3191.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
AUSTURBÆIARBÍÓ
Úgnir næturinnar
(Storni Warning)
Óvenju spennandi og viðburða-
rik, ný, amerísk kvikmynd, er
fjallar um hinn illræmda félags-
skap Ku Klux Klan.
Aðalhlutverk:
Ginger Rogers,
Ronald Reagan,
Doris Day,
Steve Cochran.
Bönunð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BIO
Siml 1475.
i Brottning
rœningjunna
(Rancho Notorious)
Spennandi og vel gerð ný banda-
rísk kvikmynd tekin í litum. —
Aðalhlutverk: Marlene Dietrich,
Mel Ferrer ogArthur Kennedy.
SMIJ Býnd kl ", 3 ,
BSm Ixmaa 16 ára í& eW aðg,
Bala beísí kl.
TRIPOLI-BÍÓ
Síml 1182
Perlufestin
(Dernier atout)
Afar spennai.«. g bráðskemmti-
leg ný frönsk sakamálamynd. —
Aðalhlutverk:
Mireille Balin, Raymond Roule-
au, Pierre Renoir, Georges Roll-
in.—
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Danskur texti.
HAFNARBÍÓ
] Slml 8444
Lækmrinn hcnnarj
(Magnificent Obsession)
Sýnd kl. 7 og 9.
Ofjarl
ræningjanna
(Wayoming Mail)
Viðburðarík og spennandi me-
rísk litmynd.
STEPHEN MC NALLY
ALEXIS SMITH
Bönnuð 16 ára.
Sýnd kl. 5.
Blikksmiðjan
GLÓFAXI
HRAUNTEIG 14. — Sími 7238
Hálfdán Bjarnason
á Ítalíu
Vegna ummæla Tímans í
deilum um fisksölu til Ítalíu
langar mig að segja aðeins
fáein orð, og fellst þar eng-
inn dómur um deilumálið.
Halfaán Bjarnason frá
Steinnesi er búinn að vera
rúman aldarfjórðung heim-
ilisfastur á Ítalíu. Hann kann
ítölsku sem innfæddur ítali.
Hann er mjög ljúfur og elsku
legur maður í viðkynningu
og mun eiga innangengt til
flestra, sem hann vill kynn-
ast eða hafa skipti við þar
syðra.
Halfdán mun hafa unnið
upp markað fyrir íslenzkan
saltfisk á Ítalíu miklu meira
heldur en nokkur maður ann
ar. Og hefir verið vel að því
kominn, þótt hann hafi haft
sæmileg laun fyrir vinnu
sína og sérstaka lægni og
dugnað. Held ég að Halfdán
hafi oft gert íslandi ómetan
legt gagn þar syðra við Mið-
j aröarhaíið.
Við kynningu af Halfdáni
hefi ég fengið þá trú á hon-
um, að hnnn sé traustur og
góður íslendingur, sem vilji
ættjörð sinni allt hið bezta
— og sé mikil ánægja af að
reyiiast henni sem beztur
sonur — og útvörður í fjar-
lægu landi.
Þetta er skoðun mín á Haif
dáni, og svipuð er hún reynd
ar á ýmsum fleiri íslending-
um, ,sem einhveirra orsaka
vegna hafa hlotið það hlut-
skipl i að ala aldur sinn, mik
inn hluta ævi sinnar, fjarri
fosturjarðar ströndum.
Vigfús Guðmundsson.
Kjaruorka . . .
(Framhald af 5. siðu).
ekki líða á löngu þar til mann-
fólkið stæði gagnvart óleysanleg-
um vandamálum. En svo er hinum
nýju aðferðum, sem kjarnorkufræð
ingar og landbúnaðarsérfræðingar
hafa fundið, fyrir að þakka að
þetta vandamál mun verða auð-
leyst.
i— — .. ----- --------
íslendingaþættir
(Framhald af 3. síðu).
Og nú er Sigga í Bóli 60
ára í dag. Margir þakklátir
hugir hvarfla nú heim til
hennar frá vinum hennar
fjær og nær. Við þökkum
henni íyrir hennar mörgu og
góðu störf. Við þökkum henni
fyrir góða viökynningu, ástúð
ina og gleðina, félagsstarf-
semina og margt og margt
fleira.
Og um leið og ég þakka
þér, Sigga í Bóli, öll góð
kynni um hálfrar aldar skeið
eða meir, óska ég þér að þú
megir lengi lifa hér með okk
ur og blanda geði við okkur,
vera þátttakandi í störfum
með okkur í þarfir sveitarinn
ar, vera þátttakandi í gleði
okkar eins og við í þinni, og
vera sameinuð okkur ef erf-
iðleika ber að höndum.
Ég óska þér innilega til
hamingju með þetta merkis
afmæli. Þinn vinur
Stjáni í Eznholti.
f ÚR og KLUKKUR. — Við- |
| gerðir á úrum ok klukkum. I
Póstsendum.
| JÓN SIGMUNDSSON I
skartgripaverzlun
Laugavegi 8
■111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
Pearí S. Buck:
64.
HJONABAND
að brúðarkjóll Mary var líka blár, og hann horfði á hana í
undrun yfir því, hve mjög hún líktist Rut í fljótu bragði.
Hann átti í höggi við þá óþægilegu tilfinningu, að hann væri
að gifta Rut þessum unga bónda í svörtu og aðskornu föt-
unum. En í aðra röndina fannst honum þessi tilfinning kát-
leg. Þegar giftingunni var lokið, fann hann, að eitthvert
band var slitið milli hans og Mary, dótturbandið. Hann sá
hana standa við hlið eiginmanns síns í þessum litla gesta-
hópi. Nú hugsaði hún ekki um neina aðra en sig og Joel, og
hún mundi aldrei framar hugsa um neina aðra nema böriv
þeirra. Mary mundi vernda eiginmann sinn, hvað sem í
skærist, vegna þess aö hann var hennar, og hún mundi elska
börn sín, ekki af því að þau voru börn, heldur vegna þess að
hún átti þau. í hjarta sínu kvaddi hann hana og óskaöi henni
blessunar.
Hugur hans hvarflaði til Jill, sem var að bera vínkönnur
og kökuföt meðal gestanna, en hann færði sig ekki nær
henni. Fólk kom hægt og hikandi til hans og mælti til hans
gætilega. Þetta fólk var enn feimiö við hann, því að hann
hafð lifað sem ókunnur maöur meðal þess öll þessi ár. En
hann hafði lært að umgangast það, lært að hlusta og brosa
og svara í einföldum og almennum orðum. Þetta fólk hrædd-
ist allan hátíðleik og skrautyrði, svo að hann varaðist það.
Hann hlustaði á samræður manna umhverfis sig.
— Jæja, Sieger. En hvað þú átt þarna myndarlegan dótt-
urson? Þetta var slátrarinn, og rautt andlit hans afmynd-
aðist í brosi.
— Já, hann fór að ganga fyrir sex mánuöum. Ég vona, að
þú eignist svona myndarlegt barnabarn sem fyrst, Barton.
Barnabörn. William hafði aldrei hugsað um barnabörn.
Barnabörn hans og Rutar, jæja, þá var að taka því.
— Ég vona, að ég verði eins hamingjusamur með þau,
Sieger.
— Já, það er engin hætta á öðru, hlakkaði í Sieger. — Þetta
eru fallegustu brúðhjón.
William brosti. Hann leit á brúðhjónin eins og slátrarinn.
Já, Joel og Mary voru efnileg brúðhjón. Þau mundu vafa-
laust auka kyn sitt. En hvernig færi ef eðli hans birtist á
ný í börnum Mary? Vegir náttúrunnar voru kynlegir. Hún
lék alltaf á menn og skóp fólkið eins og duttlungar hennar
buðu.
Allt í einu fannst honum hann vera ákaflega einmana í
hópi þessa sundurleita en góðlátlega sveitafólks. Rut var í
hinum enda stofunnar, önnum kafin við brúðkaupskökuna,
sem Mary átti að fara að skera. Hann sá andlit hennar rjótt
og fjörlegt í ákafa starfsins. Hún hafði bakaö brúðkaups-
kökuna sjálf alveg eins og móðir hennar hafði gert, þegar
hún giftist. Uppskriftin var nákvæmlega hin sama, en mundi
árangurinn verða eins góður?
Hann smeygði sér gegnum mannþröngina svo að litið bar
á, unz hann kom að stiganum .Hann gekk hægt upp stigann
og inn í herbergið, sem hann notaði til að geyma í myndir
sinar og málaraáhöld. Hann hafði skrifborð þar. Við það
settist hann og leitaði í huga sér um heim allan að einhverri
manneskju, sem hann gæti talað við. Svo dró hann að sér
pappírsörk og byrjaði að skrifa bréf til Elise.
Hall var farinn, og Mary var farin, og heimilið samdi sig
að þeim breytingum eins og þau hefðu aldrei verið til. Joel fór
í stríðið, og Rut og Mary ræddust oft við í hálfum hljóðum
án þess aö aðrir heyrðu. En þótt Mary kæmi oft heim til for-
eldra sinna, varð hún aldrei hluti af því framar, og William
vissi, að hún mundi aldrei veröa það héöan af. — Sæll, pabbi,
sagði hún þegar hún kom og hitti hann. — Hvernig líður þér?
— Vel, sagði hann, þakka þér fyrir, Mary.
Mánuðirnir liðu, og hann sá, aö hún var vanfær, en honum
varö ekki meira um það en einhverja vandalausa bænda-
konu hefði borið fyrir augu hans í þvi ástandi. Á slika hluti
mundi Rut aldrei minnast. Einn daginn mundi hún koma
inn til hans og segja rólega: — Mary er búin að eignast lítinn
dreng — eða litla stúlku.
Og hann mundi svara jafn hirðuleysislega: — Er allt með
felldu? Það mundi vafalaust vera svo, og þá væri ekki meira
um þetta að segja.
Hann sinnti lítt um Jill, því að hann málaði flestum stund-
um þetta ár. Honum leið óvanalega vel, og var fullur áhuga
og starfsþrótti, ef til vill sumpart vegna þess, að þetta var
óvenjulega þurrviðrasamt ár. Hann skrifaðist nú reglulega
á við Elise, og fann hvatningu í löngum, vingjarnlegum bréf-
um hennar. Bréfið, sem hann fékk frá henni í apríllok þetta
ár, flutti þær fregnir, að yngri sonur hennar, Reginald, sá
ljóshærði, væri fallinn. Þá tók hann fram litlu myndina af
þeim bræðrum, því að hann hafði aldrei sent Hall hana,
og athugaði mynd hins fallna pilts vandlega. Úndarlegt að
þessi ungi piltur skýldi vera hrifinn úr tölu lifenda: Honum
fannst sem einhver nákominn væri dáinn, því að í bréfum
sínum hafði Elise oft sagt nánar fregnir af sonum sínum,
Don og Rex, eins og hún kallaði þá. Þeir skrifuðu móður
sinni afbragðs góð bréf, álei.t hann, leiftrandi af. fjöáen þó
af miklum lífsskilningi. Hann sá stundum bréf þau, sem
Hall skrifaði móður sinni. Hann skrifaði aðeins henni, stutt,
hversdagsleg bréf. og voru helztu fréttir þeirra, hvað hann
át og drakk, eða hvar hann dvaldi hverju sinni. Síðan vék
hann að því, sem hann vildi láta hana senda sér. En þessi