Tíminn - 22.02.1955, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, þriSjudaginn 22. febrúar 1955.
43. blaff,
m
PJÓDLEIKHÖSID
Sinf óní uhl j óm-
sveitin
Tónleikar í kvöld kl. 21,00
Þeir Izomu í haust
Sýning miSvikudag kl. 20.
Næst síðasta sinn.
Fædd í gær
Sýning miðvikudag kl. 20,00
AðgöngumiSasalan opin írá kl.
13,15—20,00. TekiS á móti pönt-
unum. Símj: 8-2345, vær línur.
Pantanir sækist daginn fyrir sýn
ingardag, annars seldar öðrum.
Berfœtti
bréfherinn
Leikandi létt og skemmtileg .ý
amerísk gaman m'ynd í eðlilegum
litum. í mynd þessari, sem einn
ig er geysi spennandi leika hinir
, alþekktu og skemmtilegu leik-
1 arar. Hobert Cummings, Terry
| Moore og Jerome Courtland.
Bönnuð innan 10 ára.
Sýnd kl. 5, 7, og 9.
HÝJA
Örlayuþrœðir
(Phone call from a Stranger)
Aðalhlutverk.
Shelley Winters,
Gary Merrill,
Michael Rennnie,
Keean Wynn,
Bette Davis o. m. fl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÓ
— HAFNARFIRÐi -
Anna
Stórkostleg, ítölsk úrvalsmynd
með
Silvana Mangano.
Sýnd kl. 9.
Notið þetta einstæSa tækifæri.
Vanþahklátt
hjarta
Sýnd kl. 7.
Síðasta sinn
TJARNARBÍÓ
Þrjóska
(Trots)
Athyglisverð og - far vel leikin
sænsk mynd um þá erfiðleika,
er mæta ungu fólki.
Aðalhlutverk:
Anders Henriksson,
Pcr Oscarsson.
Leikstjóri:
Gustav Molander.
Mynd þessi var sýrvl hjá Filmíu
8. og 9. janúar s. 1.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
SLEIKFEIAG'
^REYKJAVÍKUR^
Frænka Charlevs
Gamanleikurinn góðkunni.
71. sýning.
Annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiða
sala kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2
á morgun. Sími 3191.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Æska á villigötum
(Farlig Ungdom)
Mjög spennandi og viðburðarlk,
ný, dönsk kvikmynd, er fjallar
um æskufólk, sem lendir á viili-
götum. Myndin var kosin bezta
danska kvikmynd ársins.
Aðalhlutverk:
Ib Mossin,
Birgitte Bruun,
Per Lauesgaard.
Bönnuð bömum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÓ
Siml 1475.
Drotttnng
rasningjanna
(Rancho Notorious)
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn lnnan 16 ára fá ekki aðg.
Sala hefst kl. 2.
TRBPOLI-BIO
SlEU 1181
Mymiin af Jennie
(Portrait of Jennie)
Dulræn, ný, amerísk stórmynd,
gerð af David O. Selznick. —
Myndin er byggð á einhverri ein
kennilegustu ástarsögu, sem
nokkru sinni hefir verið rituð.
Leikstjóri:
Alfred Hitchock.
Aðalhlutverk:
Jennifer Jones, Joseph Cott-
en, Ethyi Barymore, Cecil Kella-
way, LiUian Gish.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 4.
HAFNARBÍÓ
Slmí 6444
Úrvalsmyndin:
Læknirmn Iiennar
(Magnificent Obsession)
Jane Wyman,
Rock Hudson.
Myndin, sem allir tala um og
hrósa!
Sýnd kl. 7 og 9.
Hetjur
óbyggðanna
(Bend of the River)
Hin stórbrotna og spennandi,
amerska litmynd eftir skáldsögu
Bill Gulick.
James Steward,
Julia Adams,
Arthur Kennedy.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5.
í PILTAR 'ef þið eigið stúlk-
juna, þá á ég HRINGANA.
Kjartan Ásmundsson,
jgullsmiður, - Aðalstræti 8.
jsími 1290. Reykjavík.
-'i
Frlent yfirlit
(Framhald af 5. síðu).
Tillaga Mendes-France.
Eins og nú standa sakir, þykir lik
legt, þrátt íyrir vinahót og ögranir
Rússa annars vegar og áróöur vestur
þýzkra jafnaðarmanna hins vegar,
að Bonnþingið samþykki san.ning-
ana, en samningurinn um Saar
verði þó samþykktur með naumum
meirihluta. Þó getur þetta breyzt,
ef Rússar koma með nýtt girnilegt
boð meðan á umræðunum stendur.
Fari svo, að Bonnþingið samþykki
samningana, munu Rússar vafalaust
aftur snúa sér að Frökkum. Þar á
öldungadeildin enn eftir að sam-
þykkja samningana. Það getur ráðið
miklu um afstöðu hennar, hvernig
stjórnarkreppan leysist. Helzti mót-
leikur þeirra, sem beita sér fyrir
samningunum, er vafalaust sá, er
Mendes-France beitti. Hann var sá,
að gengið yrði frá því að staðfesta
samningana ekki síðar en í apríl,
en boða svo til fjórveldafundar um
Þýzkalandsmálin strax I næsta mán
Uði. Samningarnir verða þó ekki
komnir til framkvæmda. svo að auð
ið er að breyta þeim, ef Rússar vilja
bjóða viðunandi samkomulag. Rúss
ar hafa það þá enn á valdi sínu að
koma í veg fyrir framkvæmd sanm
inganna, ef þeir vilja bjóða sænú-
lega kosti. Samningsaðstaða vestur
veldanna er hins vegar miklu sterk-
ari þá en nú, því að þau hafa samn-
ingana þegar undirskrifaða og þurfa
ekki annað en að frmfylgja þeim,
ef samkomulag við Rússa næst ekkt.
Yfirlýsing
(Framhald af 5. síðu).
myndi það verða til þess að
koma sambúð þjóðanna í sztt
fyrra horf, ef réttur íslend-
inga yrði viðurkenndur. Þeir
menn, sem nú fara með völd
í Bretlandi, Churchill og Ed-
en, hafa oft tekið mikilvægari
ákvörðun í utanríkismálum
og vissulega myndi það ekki
draga úr áliti þeirra, ef þeir
sýndu íslendingum fullan
skilning í þessu máli.
Islcndingaþættir
(Framhald af 4. síðun
landi mun vera jafn viðsýnt
og í Möðrudal, enda er
náttúrufegurð þar undramikil.
Jörðin stendur hæst allra
bæja á landinu og jafnframt
lengst frá sjó og hvergi á
landinu er eins langt til næsta
bæjar.
Allt þetta hefur stuðlað að
því, að Möðrudalsfólk hefur
fengið á sig annan blæ en
„byggðafólk", það er djarflegt
og undirhyggjulaust, glað-
vært og fjörmikið, og hjart-
ans gleði svo innileg þegar
tekið er á móti gestum, að
engin orð fá lýst.
Jón í Möðrudal er hrókur
alls fagnaðar og þó helzt
heima í Möðrudal þegar
margir gestir eru hjá hon-
um. Þá er hann listhneigður
mjög, tónsmiður og söng-
elskur, og stundar einnig
málaralist, og hefði vafalaust
getað náð langt á braut list-
anna ef hann hefði notið
menntunar.
Hin frjálsa og glaða fram-
koma Jóns, ásamt sönggleði
hans, hefur stundum verið
misskilin af þeim, sem ekki
þekkja manninn. Lífsgleði
hins vammi firrða sonar ís-
lenzkra öræfa brýzt fram á
þann hátt, sem þeir einir fá
skilið, sem kynnzt hafa til
nokkurrar hlítar.
Lifðu heill, aldni heiðurs-
maður, ég veit, að hinir fjöl-
mörgu vinir þínir og kunningj
ar sameinast í þeirri bæn, að
Drottinn allsherjar veiti þér
bjart og fagurt ævikvöld í
faðmi íslenzkrar öræfatignar.
Kj. R„
PearL S. Buck:
67.
HJÓNABAND
ekki enn búið til kúlu, sem gæti grandað honum. Joel hafði
særzt og var kominn h^im. Hægri öxl hans var miklu lægri
en sú vinstri.
— Enn er þó nógu ihjjkið eftir af mér til að gerast bóndi,
ságði hann glottandi.
Já, það var nóg til þess, og brátt var Mary orðin vanfær
aítur. Fyrsti drengurinn hennar var kallaður Henry eftir afa
sínum, og William horfði stundum á hann með kyrrlátri
hæðni. Henry Fasthauser, dóttursonur hans. Hann sá gamla
Henry sjaldan núorðið, en þegar þeir hittust voru þeir vin-
samlegir hvor við annan. Rut hafði nú leigt Henry meiri-
hluta jarðarinnar, sem. rak búskap á henni jafnhliða sinni
jörð og greiddi henni vel fyrir í búvörum.
— Ég get ekki hjálpað þér betur á annan hátt, sagði hann
við hana, þegar Joel var farinn.
— Ég býst við þvi, sagði hún þakklát. Þau höfðu litið hvort
á annað, hvort um sig reiðubúið að segja meira en ekki gert
það. Hvað gat hún gert fyrir hann í staðinn? Hún hafði ætlað
að spyrja hann þeirrar spurningar, en hún vissi, að hún
gat. ekkert gert, og því þagði hún. Hún elskaði William og
mundi elska hann framvegis — en hvers vegna, það vissi
hún ekki með vissu. Hann gerði ekkert það fyrir hana, sem
launaði allt það, sem hún hafði á sig lagt fyrirliann, annað
en að vera eins og hann var og gera með því allt, sem hún
gerði, þess vert að gera það, af því að það var gert fyrir hann.
Það, sem hann gerði fyrir hana, var af þvi tagi, að hún gat
ekki iýst því með orðum, en það gat heldur enginn annar
maður, sem hún þekkti gert í hans stað. Hún hafði tekið
upp fyrir sig í giftingunni, en hún hafði líka gert William
hamingj usaman.
Og hann virtist enn hamingjusamari en venjulega þessa
daga, hugsaði hún með sér, og það var á öðru vori stríðsins.
Það var snemma í júní, og villt rifsber voru í fullum þroska.
Hún hafði safnað miklu af þeim, því að William þótti svo gott
rifsberjahlaup. Nú var tekið að halla degi, og hún sat á
þröskuldinum i útidyrunum í skugga gamla eikitrésins, sem
hallaðist yfir húsið. Fingur hennar voru rauðir eftir berja-
tínsluna. Annað sumar hins bölvaða stríðs, hugsaði hún, og
hugur hennar flaug yfir hafiö til Halls, sem enn var á lífi.
Og William var hraustur og hamingjusamari en hann hafði
lengi verið. Hann hafði ekki farið að heiman árum saman,
ekki einu sinni skroppið til borgarinnar eða í heimsókn til
foreldra sinna síðan Hall hljóp að heiman. Hann hlaut að
hafa orðið ósáttur við föður sinn, þótt hann hefði aldrei sagt
henni frá því. En hún minntist þess oft, að Wiliiam hafði þá
talað um að fara að heiman. Jæja, hann hafði ekki farið,
og þó málaði hann engu minna en áður, og myndirnr hans
vcru betri. Jafnvel hún sá, að það var eitthvað nýtt í þeim.
En liann eyddi samt miklum tíma í annað en að mála núorðið.
Aðeins í gönguferðum eða við að lesa, hugsa og skrifa. Hann
hafði komið sér upp góðu bókasafni. Hún hristi höfuðiö, er
hún hugsaði til þess, hvaða álit faðir hennar og móðir hefðu
haft á slíkri eyðslusemi og ráðleysi, því aö þetta voru áreið-
anlega fleiri bækur en William gat lesið og jafnvel.Jill líka.'
Hún var ekki nógu lagleg. Það mundu fáir ungir menn horfa
á eftir þessari stúlku með litlu, gráu augun og stóra munn-
inn. En hún hafði fallegar hendur, grannar og langay eins
og William, en hvaða maður í þessu nágrenni mundi veita
athygli fegurð kvenhanda.
Og eins og jafnan áður sneri Rut huganum að Mary til
þess að finna frið og gleði. Mary lifði sönnu lífi heilbrigðrar
konu eftir að Joel kom heim aftur með aðra öxlina stiröa.
Annars var hann jafngóður og þegar hann fór, og þau Mary
muudu eignast mörg börn, en ekkert þeirra yrði þó indælla
en Henry litli. Hún og Henry gamli höfðu mikið yndi af
þeim dreng. Hún brosti er hún minntist þess, hvað gamli
Henry. sem aðeins var kallaöur gamall vegna litla Henrys,
háfði sagt í gær.
Hún hafði farið heim til Mary og séð báða Henryana úti í
garðinum, þar sem sá gamli var að klippa runna, en sá yngri
lék sér að greinunum, sem hann sneið af. Hún hafði numiö
staðar og horft á litla, fallega drenginn, sem líktist henni
að því er allir sögðu. Það var satt, og hún sá það en vildi
ekki segja það, af því að hann var svo fallegur. Og gamli
Henry hafði litið glottandi til hennar og sagt:
— Jæja, við mættumst þó að lokum í þessum dreng, Rut,
er. það var alllangur krókur. Mér hefði getizt betur að því
að fara beina leið.
— Skammastu þín ekki, Henry Fasthauser, sagði hún,
þótt hún væri nú búin að segja það svo oft við hann, að
meining þess væri orðin lítil. Svo hafði hún bætt við alvarleg
í bragði: — Ætlarðu aldrei að verða nógu gamall til að
leggja þetta tal niður? Við erum bæði að verða gömul, Henry.
— Á meðan ég get kallazt karlmaður og þú kona munu
þessi orð falla mér af munni, sagði hann jafn alvarlegur.
Svo hafði hún gengið brott. Enginn gat sagt, aö hún heföi
ekki ætíð verið heiðarleg kona, sem aldrei hugsaði um aðra
karlmenn en eiginmann sinn.
Þegar hér var komið hugsunum hennar, heyrði hún til
bifreiðar úti á veginum, sem nam staöar viö hliðiö. Tom
sagði, að mikið væri orðið um þessa bíla, en engimv þeirra
haíði numið staðar við hlið þeirra fyrr. Hún loit upp frá
rifsbefj askálinni og sá háa konu í kápu stíga út úr bílnum.
Rauð slæða huldi háttinn og hélt honum á höfðinu, og