Tíminn - 26.02.1955, Page 4
TÍMINN, laugardaginn 26. febrúar 1955.
47. blaff.
Akæran gegn Helga Benediktssyni
Ur svargrein eftir Sigurð Olason hæstaréttarlögmann
í i
Morgunblaðið lét nýlega svo ummælt, að málaferlin
gegn Helga Benediktssyni væru sprottin af því, að
hann væri einn „fjölhæfasti lögbrjótur landsins" og
málsvörnzn fyrir hann hefði miðazt við það, að ekki
gengu yfir hann sömu lög og aðra Iandsmenn. í tilefni
af þessu hefir málflutningsmaður Helga, Sigurður Óla-
son hæstaréttarlögmaður, ritað ýtarlega grein um þetta
mál í blaðið „Framsókn“ í Vestmannaeyjum, þar sem
hann mótmælir þessum ummælum og rekur jafnframt
iið fyrir lzð helztu ákæruatriðin gegn Helga. Þar sem
ckki hefir áður verið sagt jafn ýtarlega frá þessu máli
opinberlega, en það hefir vakið mikla athygli, þykir
rétt að bz'rta hér þá kaflana í grein Sigurðar, har sem
kæruatriðin eru rakin. Vegna rúmleysis hefir orðið
aö sleppa tveimur fyrstu köflum greinarinnar, sem eru
rneira almenns eðlis.
Ég vil nú rekja lauslega að-
draganda þessara margumtöl-
uðu málaferla og síðan helztu
ákæruatriðin, til nokkurs yfir
lits, fróðleiks og leiðréttingar
í tilefni af röngum og villandi
skrifum Mbl. o. fl. blaða, og
er það reyndar ekki vonum
fyrr, þar sem ég hefi til þessa
hliðrað þvi hjá mér í lengstu
lög. Hins vegar get ég ekki hér
komið inn á hina lagalegu hlið
málsins, að neinu ráði, hvað
sannað sé eða ekki, hvað sé
fyrnt eða refsilaust af öðrum
ástæðum, o. s. frv. Slíkt myndi
taka alltof mikið rúm, enda
ber það undir núverandi dóm
ara, að skera úr um slíkt at-
riði. Þetta má heldur ekki
skoða sem lögfræðilegt varnar
skjal, heldur almenna greinar
gerð um málið, og hlýt ég þó
að stikla einungis á því
stærsta.
Eins og kunnugt er var á
stríðsárunum og lengst af síð
an hafður sá háttur á, að fiski
bátar, sem fluttu ísfisk á Eng
landsmarkað, tóku /örur til
flutnings heim, oftast þunga-
vörur, kol, sement o. s. frv.
og var þá jafnan látið óátalið,
þótt ekki væri sótt um eða
fengin leyfi fyrir vörum þess
um eða þótt gjaldeyrir til vöru
kaupanna væri tekinn af and
virði fiskjarins. Leyfi voru síð
an venjulega veitt eftir á, og
stundum þurfti alls engin
leyfi, t. d. fyrir kolum. Hvað
gjaldeyrishliðina snerti var
látið nægia að grein væri gerð
til gjaldeyriseftirlits bank-
anna,og er það ekkert leyndar
mál, að mjög þótti bresta, að
gjaldeyrisskilin væru svo gagn
ger, sem reglugerðir tilskildu,
og var þó lítt eða ekki um feng
izt af yfirvalda hálfu.
Ekki var það heldur neitt
leyndarmál, að innflutnings-
heimild þessi var víða mjög
misnotuð, flutt inn skran og
svartamarkaðsvara, oft í
skjóli lélegrar tollgæzlu, og
auk þess að sjálfsögðu ýmis
konáir verzlunarvarningur.
Btundum urðu svo mikil brögð
að innflutningi án fyrirfram-
leyfa, að vörur beinlínis hlóð
ust upp á hafnarbökkum,
mest þó hér í Reykjavík, þar
sem hinar svokölluðu „hafnar
bakkavörur“ urðu að lokum
milliríkjamál. Innflutnings-
leyfi voru síðan veitt fyrir öll
um þessum vörum.
Ég minnist á þessar al-
þekktu staðreyndir til þess að
sýna, að þótt H. B. hafi flutt
inn með sínum bátum, þá var
það síður en svo nokkurt eins
dæmi, enda ekki litið á slíkt,
sem neinn glæp hvorki af yfir
völdunum né almenningi. Auk
þess var innflutningur þessi í
miklu smærri stíl en hjá mörg
um öðrum, og alveg sérstak-
lega bera að geta þess, að H.
B. flutti eingöngu inn nauð-
synjavöru, sem fólkið vanhag
aði um, en alls ekki skran eða
svartamarkaðsvarning. Ekki
var heldur nein leynd yfir
þessum innflutningi H. B.,
enda liggur ekki annað fyrir
en tollgæzla í Vestmannaeyj-
um hafi verið í góðu lagi.
Smygl, eða tilraunir til þess
að komast hjá lögmæltum toll
greiðslum er ekki um að ræða
í þessu máli. Hitt er svo ann-
að, að sjálfsagt hefir innflutn
ingur þessi ekki álltaf farið
eftir réttum formum, ef
strangt er farið í þær sakir,
sem yfirvöldin gerðu heldur
ekki, auk þess sem H. B. er
ekki sýnt um frekar en ýms-
um, að þræða nákvæmlega
réttar götur í því reglugerða-
og skriffinskumcldviðri, sem
þyrlað hafði verið upp á þess
um sviðum, og hefir honum
þó sjálfsagt ekki verið villu-
gjarnara þar en ýmsum öðr-
um, sem minni hávaði hefir
verið gerður út af. Sannleik-
urinn er sá, að allt ástand
gjaldeyris- og innflutnings-
mála landsmanna var sjúk-
legt, vöruskortur, þ. á m. brýn
ustu lífsnauðsynjar, og í skjóli
hans svartamarkaður í al-
leymingi, og ætti að vera
óþarft að rekja þá sögu hér.
Tók ekki að rætast úr þessum
málum fyrr en ríkisstjörnin
tók einmitt upp það fyrir-
komulag, sem segia má, að H.
B. og fleiri stéttarbræður hans
hafi fundið upp, þ. e. frjálsari
vöruinnflutning fyrir andvirði
fiskafurða.
Nú er það yfirleitt ekki
venja, að gert væri of mikið
veður út af því af yfirvald-
anna hálfu, þótt ekki væri að
öllu farið eftir settum reglum
í þessum efnum. Ef til þess
kom, að hreyft Væri við slíku,
var það yfirleitt venja, að
menn fengju mál sín afgreidd
með réttarsáttum, enda er t.
d. upplýst í máli H. B., að
flestir kaupmenn í Vestmanna
eyjum voru samtímis honum
ákærðir fyrir verðlagsbrot, og
voru mál þei'rra allra afgreidd
með réttarsáttum, nema mál
H. B. Fór þó ekki það orð af,
eða lá neitt fyrir um það, að
meiri brögð hafi verið að slíku
hjá honum en öðrum, nema
síður væri. Og aldrei kom það
fyrir, að menn væru af þess-
um sökum eltir með margra
ára réttarrannsóknum, bók-
haldssviptingum og þess hátt
ar taugastriði, heldur var jafn
an reynt að halda rannsókn
og ákærum slíkra mála'lnnan
eðlilegra takmarka. Mál, sem
af einhverjum ástæðum var
ekki lokið með réttarsáttum,
fengu yfirleitt skjóta og eðli-
lega meðferð, til þess að valda
hlutaðeigendum sem minnst-
um óþægindum í einkalífi og
rekstri.
Þegar hins vegar litið er á
málarekstur gegn H. B., þá
er ljóst, að mjög gegnir öðru
máli að þessu leyti. í stað þess
að rannsaka málið með eðli-
legum og fljótlegum hætti, er
fljótlega farið inn á þá braut,
að blása það sem mest út, eins
og um stórglæpamál væri að
ræða, sem enga hliðstæðu ætti
í réttarfarssögunni. Haldið er
uppi margra ára réttarrann-
sóknum, fyrst og fremst til
þess að Ieita uppi nýjar og
flezri sakir, ef einhverjar fynd
ust, og var málsmeðferð þessi
á alla lund svo óvenjuleg og
illvíg, að til algerra einsdæma
má telja. Var því svo háttað,
að Jóhann Þ. mun hafa gegnt
störfum dómsmálaráðherra,
er þessi ófögnuður hófst fyrir
alvöru, og full ástæða til þess
afS ætla, að hann hafi nokkuð
lagt á ráðin þá og síðan,enda
er hann áreiðanlega meiri
trúnaðarvinur og sálufélagi
setudómarans heldur en nokk
urntíma núverandi ráðherra.
Af þessu, sem nú hefir ver
ið sagt, má vera augljóst
hversu lítil hæfa er í sleggju-
dómum Mbl., sem eru tilefni
þessara lína. Það sýnir, að
mál H. B. er hvorki meira né
alvarlegra en mörg önnur mál
sömu eða svipaðrar tegundar,
jafnvel þótt talið væri að sak
argiftir þess væru á einhvrj
um rökum reistar. Það sýnir
og, að málsmeðferðin hefir
hvorki verið heiðarleg, né held
ur sömu lög verið látin ganga
yfir aðra, sem eins eða áþekkt
hefir staðzð á um. Að sjálf-
sögðu hefir þetta vakið mikla
andúð almennings í landinu,
því þrátt fyrir rangsnúnar
hugmyndir um máliö sjálft, þá
er slíkt réttarfar sem betur
fer mjög fjarri hugsunarhætti
allra sanngjarnra manna, al-
veg án tillits til stjörnmála-
skoðanna og flokka.
Eins og fyrr var frá horfið,
var innflutningur H. B. fyrir
opnum tjöldum, og án nokk-
urrar leyndar. Skip hans voru
tollskoðuð og vörur jafnan
fluttar í land undir eftirliti
tollþjóna, og liggur ekkert fyr-
ir um að þeir hafi ekki rækt
starf sitt af samvizkusemi.
Vörurnar voru síðan tollaf-
greiddar á venjulegan hátt
gegn leyfum, sem yfirvöldin
tóku gild og fullnægjandi.
Hafi „ólöglegur" innflutning-
ur átt sér stað og reglur um
innflutningsleyfi verið brotn-
ar, hefir það allt verið með
fullri vitund og þar með sam-
þykki yfirvaldanna. Það var
yfirleitt ekki venja, að taka
bókstaf leyfanna mjög alvar-
lega, einungis ef ekkz var farið
fram úr fjárhæð þeirra, og
rétt aðflutningsgjöld greidd
af vörunum. Þegar t. d. ákærði
flutti inn fjórar píanettur á
húsgagnaleyfi, — það er eitt
ákæruatriðið, — þá var það
látið heita húsgögn, en toll-
greiðsla hins vegar miðuð við
hljóðfæri, sem vera bar. Slíkar
tilfærslur milli leyfa er þann
ig stóð á, voru engin lögbrot,
enda samþykkt af yfirvöldun-
um, og lögmælt flutningsgjöld
greidd að fullu. Líkt er að
segja um ýms önnur ákæru-
atriði, t. d. er H. B. ákærður
fyrir að hafa flutt inn lítinn
bíl á leyfi 'annars manns. En
allir vita, að bílleyfi hafa geng
ið kaupum og sölum og gera
enn, og aldrei verið um slíkt
sakazt af hálfu yfirvalda,
hvað þá ákært fyrir það í opin
beru máli. Er þessi ákærulið-
ur, — sem telst með þeim al-
varlegri í málinu, — gott sýn-
ishorn af þeim „lögbrotum"
H. B., sem Mbl. er stöðugt að
básúna út.
Um ákæruna fyrir „ólög-
mæta“ ráðstöfun gjaldeyris
gegnir sama máli. Gjaldeyris
eftirlitinu var að sjálfsögðu
vel kunnugt um fiskflutninga
og sölur H. B. Það kann vel
að vera, að þessu hafi ekki
ávallt verið gætt, að tíunda
hvern eyri, en allt um það
verðar ekki annað séð en eftir
litzð hafi á þeim tíma talið
skilin fullnægjandi, miðað við
það, sem yfirleitt tíðkaðist,
og þess vegna ekki gert nein-
ar athugasemdir eða ráðstaf-
anir. Og þótt skinshafnir hafi
stundum fengið gjaldeyri í ríf
legra lagi (cash to captain),
— en allt er þetta að vísu
ósannað, — þá var slíkt al-
gengt, enda ekki nema sann-
gjarnt, og aldrei um það feng
izt af hálfu gjaldeyriseftirlits
ins.
Þá er H. B. sakaður um að
hafa stundum byrjað að selja
vörur áður en lögmæt aðflutn
ingsgjöld væru gerð upp. Einn
ig þetta var gert með fullri
I vitund o>g samþykkt tollayfir-
valdanna. Ástæðan var ein-
ungis seinagangur eða skort-
ur á vinnuafli á skrifstofu
bæjarfógeta, og var í slikum
tilfellum óátalið látið, þ. e.
raunverulega leyft, þótt byrj-
að væri að selja vöruna í búð
áður en tollgreiðslur væru
gerðar upp, enda tók skrif-
stofan venj ulega við útfylltum
undirrituðum tékkávísunum
tli greiðslu gjaldanna, sem
ekki gat þýtt annað en sam-
þykki til þess að hefja sölu.
Þá er bókhaldsáKæran. Það
er vitaskuld álitamál í hverju
tilfelli, hvort bókhald sé gott,
fullnægjandi eða viðunandi
eða eftir atvikum eitthvað þar
fyrir neðan. En jafnvel þótt
bókhaldi sé ábótavant, þarf
það ekki að þýða, að við lög
varði. Til þess þarf bókhaldið
beinlínis að vera sviksamlega
fært. Um bókhald H. B. er það
að segja, að bað er hvorki
betra né verra en almennt ger
ist, allar lögmæltar bækur
haldnar, og fullnægjandi upp
gjör og yfirlit gerð um áramót
hver. Um það er ekki að ræöa,
að hann hafi hagrætt eða
fært bókhald sitt á nokkurn
hátt í sviksamlegum tilgangi
eða blekkingaskyni. Venjulega
kemur slíkt helzt til greina i
sambandi við gjaldþrot eða
annað þess háttar misferli.
En H. B. er ekki gjaldþrota,
og hann er ekki ákærð.ur fyr-
ir fjársvik af. neinu tagi, hann
hefir greitt alla skatta og
skyldur, eignakönnun og fram
talseftirlit sýnir, að ekki hefir
verið um undanskot eigna-
eða tekna að ræða, og enginn
hefir heldur gefið sig fram,
sem blekktur ,hafi verið eða
svikinn eða hafí á annan hátt
undan bókhaldi H. B.'að klaga.
Ákæran um sviksámlegt bók-
hald svífur þegar af þeirri
ástæðu algerlega í lausu lofti.
Þessu til frekari Áréttingar
má ennfremur benda á það,
að bókhald H. B. hefir raun-
verulega verið undir stöðugu
eftirliti og gagnrýni yfirvald-
anna, skattstjóra, bæjarfó-
geta, yfirskattanefndar og rík
isskattanefndar, og heildar-
uppgjör og framtöl m. a. s.
gerð af löggiltum endurskoð-
anda. Enginn þessara aðila
hefir haft orð á, að bókhaldi
hans væri ábótavant, sem þó
lögskylt hefðj verið. Upplýst
er að yfirskattanefnd lét bein
línis endurskoða bóhhald hjá
H. B„ og a. m. k. tvisvar sendi
ríkisskattanefnd sérfræðing
til þess að athuga bókhald
hans og framtöl. Tók sérfræð-
ingurinn sérstaklega fram í
skýrslu til nefndarinnar, aö
bókhaldið fullnægði kröfum
bókhaldslaga. Verður ekki af
þessu dregin önnur ályktun
en sú, að bókhald H. B. hafi
verið í vel viðunandi lagi, og
að ákærði hafi a. m. k. mátt
vera í góðri trú í því efni. Það
er svo ekki fyrr en síðar, þeg-
ar búið er að láta greipar sópa
um bókhald og skjöl ákærða,
flytja það óskráð og eftirlits-
laust í aðra landsfjóröunga,
halda því þar árum saman,
tæta það í suhdur, rugla og
týna fylgiskjölum o. s. frv., að
komið er með það, að bók-
haldið sé óhæft. eða jafnvel
glæpsamlegt. "Én vitanlega
kemur ekki til mála, að plagg,
eins og ákæruskýrsla aðstoðar
manns setudómarans, botn-
laust talnarugl, og þess á milli
persónulegar dylgjur og skæt
ingur, verði að nokkru haft,
andspænis þeim staðreyndum,
sem hér hafa vérið raktar,
Að lokum skal minnzt á
verðlagsákæruna. Um hana
er það að segja í fyrsta lagi,
að ekkert liggur fyrir í málinu
er bendi til þess með neinni
vissu, að verðlagningar
ákærða hafi verið óleyfilegar,
og engin sönnun er a. m. k.
fram komin fyrir því, að nokk
ur sala hafi farið fram á ó-
leyfilegu verði. Fjöldi vitna
hefir fyrir skömmu staðfest
með eiöi, að þau viti ekki til
slíks, encla hefir enginn gefið
(/ramhald á 5. slðu.)
SSSSS5SS5SS55S55SS55Í5S5SSSSSSSS55555SSSSS5555SS5SS55S5S5S5SSSS545SSSS55Í
II JörðtiBsöIu I
Jörðin Ásmundarstaðir I í Ásahreppi, Rangár- ||
| vallasýslu, fæst til kaups og ábúöar í fardcgum 1955. |;
| Ræktunarskilyrði góð. Hús í góðu standi. Jörðin ||
| er vel í sveit sett. Vegasambönd góð. Rafmagn frá |
| Sogi. Sími. |;
a Áhöfn og vélar geta fylgt. Upplýsingar gefur Svein
8 björn Jónsson hæstaréttarlögmaður (skrifstofa í Bún |;
| aðarbankanum) og eigandi og ábúandi jaröarinnar,
| Þorsteinn Þorsteinsson. «
| Skipti á húseign í Reykjavík geta kcmið til greina. |;
^ Bezí að auglýsa í TÍMANUM ji