Tíminn - 26.02.1955, Side 5
«7. blað.
TÍMINN, Iaugardaginn 26. febrúar 1955.
1
Kaupdeilurnar og
samvinmmefndin
Því ber að fagna, að verka-
lýðsfélög þaur sem höfðu
sagt upp samningum frá
næstu mánaðamótum, skyldu
taka þá ákvörðun að fresta
verkfajlli þangað til samn-
ingaumleitanir hefðu verið
reyndar. Með því hefir verið
gengið til móts við það sjón-
armið, er haldið hefir verið
fram hér í blaðinu, að reyna
yrði ítrustu sáttatilraunir áð
ur en til verkfalls kæmi.
Viðræður milli deiluaðila
eru nú hafnar og ber að
vænta þess; að báðir geri sitt
ítrasta til að ná samkomu-
lagi, án verkfalls. Ef svo illa
tekst til, að þrátt fyrir þess-
ar samkomulagsumleitanir
kcmi til verkfalls, ætti það
samt að hafa áúnnist, að það
sést betur eftir en áður, hvor
affilinn veldur því, að þann-
ig hefir farið. Það gæti hjálp
að til að skapa almennings-
álit, er hefði heppileg áhrif
á gang verkfallsins.
Meðan umræddar samn-
ingaumleitanir standa yfir,
skal ékki rætt að ráði um
sjálf deiluátriðin. Það munu
þó yafalaust flestir telja
æskilegt, að gengið verði til
móts við óskir þeirra, sem
verst eru settir, eftir því sem
auðið er. Svo langt má hins
vegar ekki ganga, að það
stefni atvinnuvegunum í
voða og dragi dilk gengis-
lækkunar eða hliðstæðra
vandræðaráðstafana á eftir
sér. Fyrir verkalýðinn
væri þá verr af stað farið en
heima setið. Vonandi skilja
leiðtogar verkamanna, að það
er umbj óðendum þeirra
sjálfra fyrir verstu, ef bog-
inn verður spenntur svo
hátt. Jafnframt mega þeir
gera sér ljóst, að almenning-
ur hefir ekki samúð með ó-
bilgjörnum kröfum þeirra
stétta, sem betur eru settar.
í framhaldi af þessu, virð-
ist sízt úr vegi að benda á
það, að sennilega heföi þess-
um deilum verið afstýrt, ef
um nokkurt skeið hefði verið
starfandi slík samvinnunefnd
launþega og atvinnurekenda,
er Framsóknarmenn hafa
beitt sér fyrir að skipuð yrði
og gerð var um sérstök álykt
un á seinasta flokksþingi
þeirra. Samkvæmt þeirri til-
lögu er ætlast til, að nefnd-
iua skipi fulltrúar beggja
þessara aðila og vinni hún að
þvi að afla réttra upplýs-
inga um afkomu atvinnuveg-
anna með hliðsjón af því,
hvort kauphækkanir séu rétt
mætar, og jafnframt fylgist
hún með framfærslukostnaði
og verðlagi í landinu með
það fyrir augum, að. ekki sé
á því sviði gengið á
hlut launþega og þannig ýtt
undir kaupkröfur. Vissulega
er það hagsmunamál beggja
þessara, aðila, að dýrtíðinni
sé haldiö í skefjum og því
eðlilegt, að þeir hafi sam-
vinnu um að fylgjast með
þvi.
Vafalaust kæmi miklu síð-
ur 1ii kaupdeilna, ef stþðugt
lægju fyrir áreiðanlegar upp
jýsihgar um þessi mál. Jafn-
Xramt ætti þá að vera auð-
Ákæran gegn Helga Benediktssyni
(Framhald af 4. siðu).
sig fram eða kært yfir ólög-
legu verðlagi. Auk þess kemur
hér enn til greina, sem fyrr, að
umræddar verðlagningar voru
ýmist gerðar af verðlagsyfir-
völdunum sjálfum eða undir
beinu o>g óbeinu eftirliti þeirra
og samþykki. Loks er þess að
geta, að jafnvel þótt verð-
lagningar og sala ákærða yrðu
talin saknæm, þá væri slíkt að
mestu eða öllu refsilaust nú,
bæði sökum fyrningar og sök
um þess, að héraðlútandi refsi
ákvæði hafa síðan verið num
in úr gildi, enda hefir dóms-
málaráðuneýtið af þeim á-
stæðum afturkallað ákærur
fyrir brot gegn sömu lögum
og hér um ræðir, svo sem Vest
mannaeyingum ætti að vera
sérstaklega kunnugt um.
Það virðist því nokkurn veg
inn augljóst, að H. B. verði
ekki dæmdur samkvæmt þess
um ákærulið. Annars er það
ómaksins vert, að athuga verð
lagsákæruna lítillega, því að
hún gefur nokkra hugmynd
um, hve langt er seilzt og lágt
lagzt til þess að koma ákærð-
um á kné í þessu máli. Hvergi
kemur betur fram sú viðleitni
þeirra, sem um mál þetta hafa
fjallað, að leita uppi og tína
til allt stórt og smátt, blása
það út og gera tortryggilegt
eða jafnvel glæpsamlegt.
Því er haldið fram til dæm-
is, að ákærði hafi selt með
ólöglegri álagninu isskápa,
þvottavélar, rafeldavélar o. fl.
torfengnar vörur, sem allir
vita, að á þeim tímum voru
yfirleitt ekki seldar nema á
svörtum markaði og á geysi-
legu okri. En hvernig var „ok-
urálagninu“ ákærða á þessar
vörur háttaff? Á ísskápana
lagði hann 9,85 á stykkið, og
hafði samanlagt kr. 98,00 í
„ólöglegan“ hagnað af þeim
öllum samanlagt. Á sama tíma
var svartamarkaðsálagning í
Reykjavík 2—3 þús. kr. á
stykkið. Á rafeldavélar lagði
ákærði kr. 29,00, — á þvotta-
vélar kr. 21,00, — en svarta-
markaðsálagning í Reykjavík
á sama tíma 5—15 hundruð
kr., eða meir. í mörgum til-
fellum er ákærði sakaður um
að hafa látið vöruverð standa
á heilli krónu, t. d. hækkað
verð á skóm um 15 aura parið,
þannig fæst samanlagt 7,35 af
21 pari o. s. frv. svo nokkur
dæmi séu nefnd af handahófi.
Engum lifandi manni, sem
vildi líta sanngjarnt og heiðar
lega á málavexti myndi detta
í hug, að draga af þessu þá
ályktun, að ákærði hafi verið
á höttunum eftir ólöglegum
álagningargróða af þessum
vörum.
Auk þess kemur hér enn til
greina, sem um aðra ákæru-
liði, samanber framanritað,
aff verðlagsyfirvöldin voru full
komlega með í ráðum að því
er umræddar verðlagningar
snertir. Trúnaðarmaður verð-
gæzlunnar annaðist sjálfur
eða hafði Jiönd í bagga með
verðlagningunum, og leit eft-
ir sölu, svo sem var hans
skylda, c■% um allar meirihátt
ar verðlagningar, kol, sement
o. þ. h. hafðz hann beinlínis
samráð viff verðlagsyfirvöldin
hér syðra. Þetta er upplýst og
viðurkennt í málinu. Og þeg-
ar málarekstur þessi hófst var
leitað umsagnar og fyi'irmæla
verðlagsyfirvaldanna hér, sem
lögðu svo fyrir að athuguðu
máli, að ekki skyldi aðhafzt,
enda gerði setudómarinn ekk
ert til þess að hindra áfram-
haldandi sölu, sem sýnir ótví-
rætt, að yfirvöldin hafa talið
verðlagningarnar og sölu
ákæjrða vera löglega í alla
staðz, enda gefið honum rétt-
mæta ástæðu til að líta svo á.
Þessi afstaða yfirvaldanna
til „lögbrota“ þeirra, sem ræð
ir í máli þessu, um öll ákæru
atriðin, þ. e. raunverulegt sam
þykki beirra beint eða óbeint,
kippir að' sjálfsögðu öllum
refsigrundvelli undan ákær-
um málsins.
Leiðir þetta af eðli máls og
allri sanngirni, auk þess sem
nýfallinn er dómur í Hæsta-
rétti (okt. f. á.), þar sem því
er beint slegið föstu, að það
sé „afsakanlegt", þótt menn
fari ekki að öllu eftir settum
reglum, ef yfirvöld hafa látið
slíkt „viðgangast", og megi
þeir þá ganga út frá, að
„verknaðurinn sé ekki réttar
brot“, og refsing í slíkum til-
fellum niður falla. Er þessi
dómsniðurstaöa að sjálfsögðu
mjög mikilsverð fyrir allt mál
H. B.
Það mætti til fróðleiks bæta
því við, hvað verðlagsákæruna
snertir, að höfundar hennar
ásamt með hinum frávikna
setudómara eru engir aðrir en
þeir félagar hans, sem á sín-
um tíma geröust til þess að sví
virða og berja á börnum H. B.,
og starfsfólki,enda gengu þeir
ekki endanlega frá niðurstöð-
um sínum í hendur réttvísinn
ar fyrr 'en að loknu því frægð
arverki, og mætti þetta e. t. v.
vera til nokkurs skýringar-
auka um það, af hvaða toga
ákæra þessi er spunnin.
Loks er síðasti ákæruliður-
inn, en hann er sá, að H. B.
hafi láðst að fara tilbærileg-
um lofs- og viðurkenningar-
orðum um yfirvöldin!
Að síðustu er í ákæruskjal-
inu, auk refisdóms, krafizt
sviptingar almennra mann-
rétt/nda, og eignaupptök upp
á mörg hundruð þúsund krón
ur á hendur H. B. Skal nú kné
fylgja kviði, og H. B. rústaður
eitt skipti fyrir öll, fjárhagur
hans, atvinnurekstur, lieimili
og framtíð. Enda var það tek-
ið fram, að „allt yrðz jafnað
við jörðu“. Sýnir þetta enn
sem fleira i þessd máli, hversu
misjöfnum höndum er farið
um slikar ákærur. Á sama
tíma og hér um ræðir flutti
t. d. firma eitt í Reykjavík inn
193 bíla, án nokkurra leyfa
etc. og var þó ekki svo mikið
sem krafizt eignaupptöku. En
hér er réttvísin á þönum eftir
15 aura álagningargróða af
nokkrum skópörum, ,og öðrum
þvílíkum tittlingaskít, svo sem
áður er að vikið. Og loks er
ekki látið sig muna það, að
krefjast eignaupptöku á þeiiri
álagningu, sem verðlagsyfir-
völdin höfðu sjálf beinlínis
ákveðið eða samþykkt, og nem
ur sú fjárhæð ein 1—2 hundr
uð þús. kr., sem gera á H. 3.
að endurgreiða. Honum er
sem sagt ætlað að þola stór-
sektir og eignaupptöku fyrir,
að fara eftir beznum fyrirmæl
um verðgæzlunnar sjálfrar!
Hafa menn yfirleitt nokkurn
tíma heyrt annað eins?
Ég hefi þessar athugasemd
ir ekki fleiri, enda er þetta
orðið lengra mál en ég hafði
ætlað, og hef þó eðlilega orðið
að fara fljótt yfir sögu. Ég
hefi leitazt við að gera heild
aryfirlit um ákæruatriðin og
hið almenna viðhorf málsins,
til bess að gefa almenningi
kost á að kynnast málavöxt-
um frá fleiri hliðum en undan
farin blaðaskrif Mbl. o. fl.
gefa til kynna. Ég geri þetta
af marggefnu tilefni, þar sem
ég tel það skyldu mína, sem
verjanda, að láta skjólstæð-
ing minn ekki liggja með ðllu
óbættan hjá garði, þegar svo
óvæglega er að honum sótt.
Annars má segja, að þátta-
skipti séu nú orðin í þessum
sögulegu málaferlum, þar sem
nýr dómari hefir tekið við
málinu, sem allir aðilar bera
fyllsta traust til. Ætti það því
að geta gengið stóráfallalaust
úr þessu. Sýnast þá tiltök, að
frekari blaðaskrif mættu
liggja niðri að sinni, þar til
endanlegur dómur hefir geng
ið í málinu.
— ,----— i wrtftrsrrft
Sinfóníuhljómsveitin, Þorvaldur Stein-
grímsson og Primo Montanari
- Síðustu hljómleikar sinfón-
íuhljómsveitarinnar á veg-
um Ríkisútvarpsins, voru
mjög skemmtilegir. Höfust
þeir með fiðlueinleik Þorvald
ar' Steingrímssonar en hann
lék hina svonefndu Spánar-
sinfóníu eða Symphonie Es-
pagnole eftir Edouard Lalo.
Þessi fiðlukonsert er ein af
perlum tónmenntanna og er
byggð upp af ljóðrænum,
fögrum, alþýðlegum stefjum
og lögum. Hann er tækni-
lega afar vandasamur og erf
iSur og reynir mjög á kunn-
áttu og tónlistarhæfileika ein
leikarans.
Þorvaldur *var dálítið ó-
styrkur í upphafi sem von-
legt var við það að færast
svo mikið I fang í fyrsta sinn,
en hann sótti sig þegar á leið
cg sýndi aö hann er þess
fvllilega megnugur. Hann
hcfir mjög ríka og næma tón
listargáfu og fiðlutónn hans
er mjög fallegur, og naut
hann sín einkum vel í hir.um
ljóðræna andante-kafla. Á-
heyrendur hylltu hann hjart
anlega og færðu honum
veldara fyrir verkalýðssam-
tökin að fá fram kauphækk-
anir baráttulaust, þegar hag
ur framleiðslunnar sýnir að
slíkt er réttlætanlegt. Kaup
ætti þá að geta hækkað sjálf
krafa í samræmi við aukin
afköst og bættan hag fram-
leiðslunnar, en sjálfsagt er,
að árangur þessa falli verka-
mönnum réttlátlega í skaut.
Slíkt ætti að örfa áhuga
þeirra fyrir eflingu fram-
leiðslunnar, þar sem þeir
finna það á launum sínum,
að hún verður þeim til hags-
bóta.
Tveir þingmenn Framsókn
arflokksins, Karl Kristjáns-
son og Páll Þorsteinsson,
hafa nú lagt fram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar
þess efnis, að ríkisstjórnin
beiti sér fyrir að komið sé á
fót umræddri samvinnu-
nefnd launþega og atvinnu-
rekenda. Þess ætti að mega
að vænta, að sú tillaga hlyti
stuðning þingsins og viökom
andi stéttarsamtaka. Með
skipun slíkrar nefndar afsala
stéttarsamtökin sér engum
rétti, en hins vegar er kom-
ið ú föstu samstarfi á milli
þeirra í stað þess, sem þau
hittast nú ekki við samn-
íngaborðið, nema þegar stór
deilur eru yfirvofandi og báð
um er kappsmál að halda
fast á máli sínum. Slík skipan
kann ekkj góðri lukku að
stýra, eins og dæmin sanna.
Ýmsir láta sér nú detta í
hug gerðardóm í kaupdeil-
um og er sú hugmynd ekki
ný. Annmarkar hennar eru
samt svo miklir, að hún á
ekki rétt á sér, nema undir
alveg sérstökum kringum-
stæðum. Þessi ágreiningsmál
er vissulega farsælast að
leysa á grundvelli samninga
og samvinnu. Með framan-
greindri tillögu er stigið stórt
spor í þá átt að skapa slíkan
samstarfsgrundvöll. Sú skip-
an ætti að vera vænleg til
árangurs meðan núv. rekstr-
arfyrirkomulag atýinnuveg-
anna helst. Hin örugga fram
tíðarlausn þessara mála ér
binsvegar að sjálfsögðu sú,
að sem allra flestir verði bein
ir þátttakendur í framleiðsl"
unni og fái þannig réttilega
þann hlut, sem þeim ber, sam
kvæmt reglum samvinnu-
skipulagsins. Að því marki
ber að stefna, en meðan því
er ekki náð, getur sú sam-
vinna atvinnurekenda og
launþega, sem hér er rætt
um, vafalaust átt drjúgan
þátt í að tryggja vinnufrið-
inn í landinu.
blómvönd, og varð hann að
endurtaka síðasta og erfið-
asta kaflann, Rondo Allegro.
Tólrst honum þar sérlega vel
og lauk leik sínurn með sigri
og glæsibrag. Hylltu áheyr-
endur hann aftur innilega og
var auðfundið að hann hafði
unnið hug þeirra og hjörtu.
Undirleikur hljómsveitar-
innar var góður og smekk-
legur. — Næst söng hinn
frægi ítalski söngvari Primo
Montanari með undirleik sin
f óníuhlj ómsveite nnnar.
Auk þess að vc-r-d he!ms-
frægur óperusöngvari um
margra ára skeið hefir hann
veitt mörgum söngvurum t'yrr
og síðar framúrskarandi
góða tilsögn í söng og þar á
rneðal nokkrum af okkar
beztu söngmönnum og söng-
konum hér á landi. Hann er
okkur því mikill aufúsugest-
ur, enda sýndu móttökurr.ar
það bezt, að svo er. Fyrst
söng hann aríu úr óperunni
„Werther“ eftir Massanet.
Hin blæfagra háa tenórrödd
hai;s er ennþá ljómandi góð
cg túlkun hans á sönglögun-
um afburðasnjöll. Síðan söng
hann blómaríuna úr „Car-
men‘„ eftir Bizet og aðra arm
úr óperunni „Martha" eftir
Flotow. Hin þægilega, glað-
lynda og skemmtilega fram-
kcma hans og ágæt svið-
tækni kom öllum í sólskins-
skap, og jók mjög á áhrifin
af hinum prýðilega sönsr. Að
lokum söng hann Gralsöng-
inn úr óperunni ,,Lohengrin“
eftir Wagnev. Krefst hann
mjög mikils af söngvaranuin.
Þarf til þess þrótt, áræöi og
, dramatiska“ hæfileika, sem
Montanari hefir allt til að
bera í ríkum mæli
Áheyrendur hylltu hann
einnig ákaft og inniléga,
færðu honum blómavönd og
varð hann að syngja aukalag.
Að lokum lék hljómsveitin
„Lærisvein galdrameistav-
ans“ eftir Paul Dukas. Þetta
bráðskemmtilega verk er
(Framhald á 6. síðu).