Tíminn - 13.03.1955, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.03.1955, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 13. marz 1955. 60. blaS, am* V-W^ Lífið kallur (Carriére) Stórbrotin og áhrifamikil ný frönsk mynd, byggð á hinni frægu ástarsögu „Carriére" eftir Vickie Baum, sem er talin ein ástríðufyllsta ástarsaga hennar. í myndinni eru einnig undur fagrir ballettar. Norskur skýring- artexti. Sýnd kl. ri, 7 og 9. Hetjur liróa iiattar Hin bráðskemmtilega mynd um son Hróa Hattar og kappa hans í Skírisskógi. Sýnd kl. 3. NÝJA BÍÖ Drottningin og leppalúðinn (The Mudlark) Sýnd kl. 5, 7 og 9. Kalli og Palli Grínmyndin með Litla og Stóra, Sýnd kl. 3. Síðasta sinn. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI - Læknirinn hennur Sýnd kl. 5. Frumskóga- stúlkan II. hluti. 1 Hin afar spennandi og ævintýra ríka franska gamanmynd. Sýnd kl. 3. KVOLDVAKA Hrauprýðls kl. 8,30. Sími 189. TJARNARBÍÓ Erfðaskrá hersköfðingj ans (Sangaree) Afar spennandi og viðburðarík amerísk litmynd, byggð á am- nefndri sögu eftir Frank Slaught er — Sagan hefir komið út á íslenzku. Mynd þessi hefir a!ls staðar hlotið gffurlega aðsókn og verið líkt við kvikmyndina „Á hverf- andi hveli“, enda gerast báðar á svipuðum lóðum. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. JÞetta er dreng- urinn minn Hin sprenghlægilega gaman- mynd. Dean Martin og Jerry Lewis. Sýnd kl. 3. PJÓDLEIKHÖSIÐ Ætlar konan að deyju? Og Antigona Sýning í kvöld kl. 20. Fœdd í gwr Sýning miðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl 13,15 til 20. Tekið á móti pönt- unum. Sími 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. ÍLEIKFEIA6 '^REYKJAVÍKUR' Fraenka Charleys Gamanleikurinn góðkunni 76. sýning í kvöld kl. 20,00. Fáar sýningar eftir. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2. Sími 3191. Þú ert ástin mín ein (My Drcam Is Yours) Hin bráðskemmtilega og fjöruga ameríska söngva- og aman- mynd í litum. Aðalhlutverk: Doris Day, Jack Carson, S. Z. Sakali. Sýnd kl. 5. Frumskógastúlkan — III. hluti. — Hin afar spennand. og viðburða- ríka' f rumskógamynd. Sýnd aðeins í dag kl. 3. Sala hefst kl. 1. >♦♦♦■» AUSTURBÆJARBÍÓ Á valdi örlagunna (Madchen hinter Gittern) Mjög áhrifamikil snilldarvel gerð, ný, þýzk kvikmynd, sem alls staðar hefir verið sýnd við mjög mikla aðsókn. — Danskur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. GAMLA BÍÓ Blml 1475. fLanss á kestimum (On the Loose) Áhrifamikil og athyglisverð kvik mynd um unga stúlku og for- eldrana, sem vanræktu uppeldi hennar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Teiknimyndir ýnd kl. 3. eins og var í blaðinu . 1. sunnu- dag. TRIPOLI-BÍÓ Birnl llli Sujallir krakkar (Punktchen und Anton) Framúrskarandi skemmtileg, vel gerð og vel leikin, ný, þýzk gam anmynd. Myndin er gerð eftir skáldsögunni „Punktchen und Anton“ eftir Erich Kastner, m varð metsölubók í Þýzkalandi og, Danmörku. Myndin er afbragðs skemmtun fyrir alla unglinga á aldrinum 5—80 ára. Aðalhlutverk: Sabine Eggerth, Peter Feldt, Paul Klinger, Hertha Feiler, o. fl. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. Hafnarfjarð- arbíó Miðuætiirvalsinii (Hab ich nur deine Liebe) Stórfengleg, ný, þýzk músík- mynd, tekin Agfalitum. í mynd inni eru leikin og sungin örg af vinsælustu lögunum úr óper- ettum þeirra Franz von Suppé og Jacques Offenbachs. Margar „senur" myndarinnar eru með því fegursta, er sézt hefir hér í kvikmyndum. — Myndin er gerð fyrir breiðtjald. Danskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Myndin sýnd aðeins i kvöld og annað kvöld. Villti folinn Spennandi amerísk litmynd. Sýnd kl. 3. Fyrirspisrn íil Útvarpsráðs Ríkisútvarpið óskar oft eft ir þvi, að hlustendur geri tillögur um útvarpsefni og láti í ljós álit sitt um þaö, sem flutt er, og þarf ekki langt að seilast í því efni, tíl að benda á dæmi. Hinn 7. þ. m. var útvarps- sögulesarinn, sem að þessu sinni, eins og svo oft áður var sjálfur skrifstofustjóri útvarpsráðs, að óska þess og brýna það fyrir hlustendum að þeir létu í ljós álit sitt á sögu þeirri, sem hann nú er að þylja yfir þjóðinni. Maður skyldi nú ætla, að tilgangurinn væri sá að taka eitthvað mark á skoðunum þeim, sem fram kynnu að koma. Því var það að við — ásamt meira en 400 öðrum út varpshlustendum — skrifuð- um í vetur háttvirtu útvarps ráði, og óskuðum eftir því, að ákveðinn maður yrði feng inn til áð flytja Passíusálm- ana í útvarpinu. Sú ósk okkar var ekki tekin til greina, og er ekki um það. að sakast, en við höfum góðar heimildir fyrir því, að beiðni okkar liafi aldrei verið lögð fyrir fund Útvarpsráðs og því ekki komið þar til álita. Við lýsum undrun okkar yfir því, ef um slíka van- rækslu er að ræða cg telj- um hana vftaverða. Ert> það tilmæli okkar, að útvarplráð gefi nánari skýringar varð- andi þetta mál. Nokkrir áskorendur. Kirkjnþáttnr (Framhald af 5. síðu). bænin hans Hallgríms hefir enn sama gildi og hún hefir haft nær þrjú hundruð ár Ættu sem flestir húsráðend- ur og foreldrar að gefa því gætur og varðveita þessa. bæn á vörum komandi kynslóða, svo að andi Jesú megi blessa hina íslenzku þjóð. Rvík, 6. marz 1955. Árelíus Níelsson. fslendingaþættlr (Framhald af 4. síðun halda, enda var þar af miklu að taka, er hvorttveggja ent- ist henni til ævilcfea. Hún gekk þó ekki alltaf heil til skógar og einkum á seinni ár- um þurfti hún oft að vera und ir læknishendi og síðast nú í vetur, unz yfir lauk. Löngu og dáðríku lífsstaríi er lokið. Hér er mikilhæf og góð kona gengin. Og mun hennar lengi minnzt. Guðm. Þorláksson. jJði’ARtttít jÐHSSBíl lÖGGILTUB SKIALAWÐANDI • OG DÖMTOLK.UR i ENSKU ® EIIKJUHVOLI - simi 81655 hverfi. Ef hann hefði ekki gengið niður af hæðinni, heim götuna og fram hjá .trénu hérna einn sumardag fýrir mörgum árum, hefði ekkert af þessu skeð. Hall hefði orðið sonur Henrys og staðfestst heima eins og Joel, og þessar litlu stúlkur hefðu fæðzt hér heima. — Germaine og Angéle, sagði hann lágt. Augu hans lok- uðust og hann hné idvala eins og svo oft kom fyrir nú oröiö. — Líður þeim öllum vel? Rödd Rutar kom honum á óvart. Hann hafði ekki tekið eftir því, að hún kom til hans. Hann opnaði augun og sá hana standa þarna hjá sér. Andlit hennar var sólbrúnt og rjótt, hraustlegt og fagurt að venju. — Mið- degisverðurinn er tilbúinn, sagði hún. — Eru nokkrar nýjar fréttir af Hall? bætti hún svo við og leit á bréfið í hendi hans. Ilann hugleid^i þáð sem snöggvast, hvort hann ætti að segia henni hin válegu tíöindi strax eða ekki fyrr en að loknum snæðingi. En hvernig gæti hann komið nokkrum bita niður? Og ef hann gæti það ekki, mundi hún vita, að eitthvað væri að. — Þetta bréf, sagði hann hægt, hefir illar fréttir að flytja. Hann horfði á hana. Svipur hennar breyttist, tók á sig það vi.ðnám, sem hún brynjaði sig, er hún bjóst við að mæta óþægindum. — Hvað hefir komið fyrir Hall? — Hræðilegt, hræðilegt slys, elskan mín. I-Iún settist hyatlega á garðbekk. — Það er bezt að þú segir mér það vafningalaust, William. Svo fór hann að segja henni frá þessu, þýddi bréfið hægt og slitrótt. Svo braut hann bréfið saman, stakk því í vasann og ieit á hana. Á þessari stundu sá hann í fyrsta sinn, að hún var orðin gömul kona. Hann hallaði sér fram og tók um hönd hennar. — Elskan mín, hvíslaði hann. En hún sagði ekkert. Hún sat þögul og svipbrigðalaus, starði út yfir dalinn og ána, sem lá í sveig eins og breitt banrl. Hann hugleiddi það, hvort tilfinningar hennar vegna dauöa Halls væru eitthvaö líkar tilfinningum hans sjálfs, er hann frétti dauða yngri sonar Elise í fyrra stríðinu. Heims- stríð, þetta var annað heimsstríðið. Heimurinn var orðinn lífill, hafði færzt nær þeim með hraðskreiðum járnbrautum, bílum og flugvélum, og rás viðburðanna hreif alla með sér, líka þá, sem enga sök áttu aö gjalda. En þó var sem æðri hönd réði örlögum, hönd þess guðs, sem lét rigna jafnt yfir réttláta og rangláta. Þó trúði hann ekki sérlega mikiö á guð á þessu síðdegi ævi sinnar. Hann var reiðubúinn að taka dauða sinum einn,. án stuðnings guðs eöa manna. Hann hugsaði þó mikið um dauðann, og hann áleit, að ætti hann nokkra völ um það, sem við tæki eftir hann, mundi hann helzt kjósa sér eilífan svefn. — Ég hefi átt langt og gott líf, hugsaði hann. — Það er engin ástæða til að óska sér aö lifa það allt upp aftur. En um Hall gegndi öðru máli, fannst honum. Hall hafði verið svipt burt í miðju lífi sínu. William reyndi að gera sér grein fyrir gildi siðustu fimmtán áranna, elliáranna. Nei, hann mundi ekki hafa viljaö missa af þeim. Þau voru honum eins dýrmæt og barnsárin. Unglingsárin voru svo óstöðug, lífið svo stsfnulaust. Þá hafði hann ekki vitað, hvernig snúast. skyldi við daglegum atburðum lífsins. En á efri árum gat lífiö ekki lengur leikið hann grátt. Hann vissi of mikið um það, og dauðinn varð ekki lengur nein skelfing tilhugsunar, heldur eðlilegur endir. Já, hann vildi líta á hann sem endi. — Hvað getum við gert við litlu stúlkurnar? spurði Rut. Rödd hennar var svo snögg, að hann hrökk við. Hugur hans sneri í skyndi heim af víðernum eilífðarinnar. — Þær, þær tilheyra okkur nú, og ég býst við, að við verð- um að hafa þær hjá okkur fyrst um sinn. Hann var búinn að gleyma Hall aftur — en nú var hann minntur á þessar tvær litlu og munaöarlausu frönsku stúlkur, sem hingað mundu koma og ekki geta talað við neinn á heimilinu nema hann. — Ég býst ekki við, að ég geti fundið til skyldleikans við þær, hvað þá meira, sagði Rut. — O, jú, Rut. Þú finnur þaö brátt. — Þú finnur brátt, að þær éru börn Halls, elskan mín. — Ég er hrædd um aö þaö verði erfitt, sagði hún og hristi höfuðið. Hann hugsaði um þetta. Heimili Mary var fullsetið, og þar gæti heldur enginn talað við börnin. Og hann var oröinn svo gamall, að hann gæti vart litið eftir þeim. Hann hafði líka alltaf verið klaufi við börn. Og hann skyldi ekki ásaka Rut, þótt hún hugsaði aðeins um Germaine og Angéle sem tvær munaðarlausar franskar stúlkur en ekki dætur Halls. Rut mundi líklega aldrei geta skilið þær, jafnvel þótt þser lærðu að tala við hana. En hann hafði verið í París. Hugur hans reikaði brott frá börnunum til Parísar eins og hann hafði þekkt hana áður fyrr fyrir fimmtíu árum. Hann sá hana greinilega fyrir sér, björt strætin, glaðlegt tólk, talandi og hlæjandi, etandi úti í sólskininu. Hann sá einnig dúfurnar með regnbogabrjóstið. París var full af dúfum. — Ég vil ekki fá þær hingað, sagði Rut. Hugur hans sneri heim enn einu sinni. — Ilvað eigum við þá að gera við þær? spurði hann ráðvilltur. — Ég veit það ekki. Rödd hennar var hrjúf af sorg og reiði. — Hall hefði aldrei átt að setjast að í þessu ókunna Isndi. Hann átti að koma heim. Þá hefði ekkert af þessurn hcrmungum skeð. Fólk á að setiast að þar sem það á heima. Ilann hló lágt. —Þér er svei mér létt um mál núna, sagði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.