Tíminn - 17.03.1955, Síða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 17. marz 1955.
63. blað.
Orðið er frjálst
„Allir vegir liggja til Rómar"
ÞaS er víst kunnara en frá
þurfi að segja, að Barða-
strandasýsla liggur norðan-
vert við Breiðafjörð, út fyrir
vestasta horn landsins, sem
heitir Bjargtangar, og svo
norður í miðjan Arnarfjörð.
Þetta er löng leið, ef farið væri
inn fyrir hvern fjörð og fyrir
hvert nes, sem eru á leiðinni.
En póstleiðin frá Króksfjarð-
arnesi til Bíldudals er talin
vera 200 km.
Frá því að póstsamgöngur
hófust um sýsluna og fram á
þriðja tug þessarar aldar fór
einn og sami maður póstferð-
ina alla þessa leið, jafnt vetur
sem sumar, og seinustu árin
15 ferðir á ári, en eitthvað
fyrir 1930 var ferðinni skipt
milli tveggja pósta, og skyldu
þeir mætast á Brjánslæk,
enda var þá feröunum fjölgað
í 24 ferðir á ári. Þessi tilhög-
un hélzt óbreytt fram yfir
1942, en þá var aftur skipt um
tilhögun ferðanna, þannig að
Patreksfjarðarpóstur skyldi
(sem áður) mæta pósti úr
Austursýslunni á -Brjánslæk,
en austanpóstur skyldi fara
út að Firði á Múlanesi í stað
þess að fara Þingmannaheiði.
En bátur var svo látinn fara
frá Firði að Brjánslæk, og var
ætlunin að þar væri skipzt áj
póstflutningi úr Vestur- og
Austur-Barðastrandasýslum.
Ferðunum var þá og fjölgað
og skyldi nú vera ferðir viku
lega að sumrinu, en á hálfs-
mánaðarfresti að vetrinum.
Það slys varð milli hátíða í
vetur, að pósturinn af Patreks
firði varð úti á Kleyfaheiði.
Veður var ekki slæmt, en mikil
ófærð af snjó. Maðurinn var
á bezta aldri og hörkudugleg-
ur ferðamaður, hafði verið
póstur á þessari leið hart nær
25 ár.
Siðan þessi sorglegi atburð-
ur skeði hafa póstsamgöngur
lagzt niður milli Patreksfjarð-
ar og Barðastrandar, og þeir,
sem telja sig nokkuð vita um
þessi mál, segja, að póststjórn
in muni hafa í hyggju að
leggja þessar ferðir alveg nið-
ur. Slíkar getgátur byggjast
þó vonandi á slúðursögum ein
um, enda myndi slík ráðstöf-
un algert einsdæmi hér á
landi, að sýslubúar hafi ekki
beint póstsamband innan
sýslunnar, en þyrftu að send
ast á bréfum gegnum Reykja-
vik, eins og þurft hefir nú í
tvo mánuði. Nefna má dæmi
um, hversu fráleit slík tilhög-
un væri. Bærinn Fossá á Hj arð
arnesi og Brjánslækur á Barða
strönd liggj a sinn hvors vegar
við lítinn fjörð, sem nefndur
er Vatnsfjörður. 20 km. eru á
milli bæja, ef landleiðin er
farin. Þurfi nú bændur á þess
um bæjum að senda hver öðr
um bréf eða aðrar póstsend-
ingar, verða þeir að senda þau
til Reykjavíkur, ef ekki hamla
ísar eða óveður á þeim dög-
um, sem póstbátarnir eiga
áætlun að Brjánslæk. Tekur
þetta ekki nema einn lítinn
mánuð að vetrinum. Annað
dæmi: Vesturbotn liggur und
ir Kleyfaheiði vestanverðri,
en Haukaberg liggur sunnan-
vert undir sömu heiði. 15 km.
eru á milli þessara bæja, ef
bóndinn á Haukabergi þarf að
senda bóndanum í Vestur-
botni póstsendingu, þarf hann
fyrst að senda hana til Brjáns
lækjar 32 km. leið, þaðan er
hún send til Reykjavíkur, frá
Reykjavík til Patreksfj., og
mætti kannske vænta að það
an yrði hún send að Vestur
botni. Það gæti farið svo að
vetrinum, ef ís legði á Vatns-
fjörð eða óveður hamlaði því,
að póstbáturinn gæti haft sam
band við land á Brjánslæk
(sem oft hefir skeð), að þessi
litla póstsending væri nokkuð
langan tima á þessari píla-
grímsgöngu.
Heyrzt hafa þær raddir þó
ekki séu þær margar né held
| ur frá þeim, sem líða við þenn
an óskapnað af póstsamgöng
um, að póstflutningur um áð
urnefnda póstleið sé svo lítil,
að það taki því ekki að vera
að kosta til þeirra. En gæta
verður að því, að það er ekki
nema sj.óleiðin frá Firði að
Auðshaugi og leiðin frá Vest-
urbotni að Haukabergi, sem
sparast við að leggja niður
beinar póstsamgöngur um alia
sýsluna. Því engum dettur víst
sennilega í hug, að leggja ferð
irnar niður um alla sýsluna
frá Króksfjarðarnesi til Pat-
reksfjarðar?
Síðastliðið sumar hóf hinn
alkunni dugnaðarmaður Guð-
brandur Jörundsson sérleyfis
ferðir úr Reykjavík alla leið
aö Bíldudal, eða um endilanga
Barðastrandasýslu. Ef þeim
ferðum yrði haldið áfram í
framtíðinni, myndi póstsjóð-
ur geta sparað sér kostnað
þessa leið þann tíma ársins,
sem vegir væru færir bifreið-
um, og ætti því að standast
við að halda uppi ekki lakari
ferðum um sýsluna en verið
hafa undanfarið. Því að ætla
sér að leggja ferðirnar niður
eða búta þær sundur í smá-
búta, sem ekki næðu saman,
er ekkert nema vitleysa, sem
ekki verður liðin til frambúð-
ar. Að ég nefni nú ekki slíkar
ráðstafanir eins og þær, að
(Pramhald & 7. síðu.I
íslenzk tónlist
erlendis
Káte Queckenstedt frá
Leipzig flytur í London á
hljómleikum, sem stofnað er
til af Elena og Reinhold Ger-
hardt sönglög eftir Sigfús
Einarsson, Pál ísólfsson, Jón
Leifs og Hallgrím Helgason.
Hinn 17. nóv. s. 1. voru
haldnir kirkjuhljómleikar í
Leichlingen í Rínarhéraði.
Christel Röttgen frá Köln
söng þar tónsmíðar eftir
Schubert, Mozart, Joseph
Haas og Hallgrím Helgason.
Ettore Giraud, prófessor
við „Liceo musicale di Pag-
anini“ í Genúa flytur róm-
anza e£tir Hallgrím Helga-
son á hljómleikum í Ítalíu í
næsta mánuöi ásamt verkum
eftír Mozart, Schumann, Beet
hoven, Blorh og De Falla.
Konsertsöngkonan Adele
Daniel í Bad Ems hefir tekið
sönglög Hallgríms upp á
hljómleikaskrá sína og flyt-
ur þau á söngkvöldum sínum
í Frankfurt í þessum mán-
u ði.
Erwin Kemmler píanisti í
Stuttgart flytur íslenzka
dansa eftir Hallgrím á hljóm
leikum sínum í Þýzkalandi,
sem efnt er til af amerisku
herstjórninni.
Dr. Friedrich Brand í
Braunschweig lék píanósón-
ötu Hallgríms nr. 2 í útvarp-
mu í Bremen í desember s. 1.
Var sérstökum viöurkenning
arorðum vikið að fegurð
þessa verks.
Ina Graffius í Hamborg
flutti erindi um íslenzka tón
list og söng lög Hallgríms á
Alþjóðaþingi kvenna í Stutt
gart 27. nóv. s. 1.; sömuleiðis
í Flensborg og Hannover 7.
og 12. desember. Á hljómleika
skrá söngkonunnar „Lagið
byggir ♦'brú milli þjóða“
standa að jafnaði lög eftir
Hallgrím.
Franski fiðluleikarinn Ja-
nine Volant-Panel flytur
fiðlutónsmíð eftir Hallgrím í
París á hljómleikum í marz-
mánuði.
Josef Tönnes organisti í
Duisburg leikur Ricercare eft
ir Hallgrím á hljómleikum í
mörgum þýzkum borgum.
Sama verk leikur Ejnar Eng-
elbrecht í Kaupmannahöfn
fyrir útvarpið i Bruxelles og
á evrópískri orgelviku í Er-
langen í júlí næstkomandi.
Hinn 23. febr. bauð háskól
inn í Erlangen Hallgrími
Helgasyni að halda fyrirlest-
ur í orgelsal stofnunarinnar
um „Þióðlega skáldlist og
söngmennt á ís]andi.“
— • wmm
Skákmót í
Argentínu
Fyrir helgi hófst í Argen-
tínu skákmót, sem margir
heimsfrægir skákmenn frá
Evrópu og Ameríku eru þátt
takendur í. í 1. umferðinni
fóru leikar þannig, að Ivkov,
Júgóslavíu, fyrrum heims-
meistari drengja, vann Pilnik
frá Argentínu í 42 leikjum.
Packman, Tékkóslóvakíu,
vann Wexler, Argentínu.
Szabo, Ungverjalandi, vann
Bauza, Uruguay, og Rosetto,
Argentinu vann Greiff, Col-
ombíu. Skákmeistari Argent-
inu og heimsmeistari drengja
Oscar Panno, gerði jafntefli
við Toran, Spáni í 36 leikj-
um, og Flores, Chile, hélt með
hvítu jafntefli á Najdorf, Ar
gentínu, I 41 leik.
KSSSS«SS«í«»»5í«SÍS5í«SSSSS5«S«S«SS«SSS«5C5íaSS«Sfií»a5SSSS53«í«S»K!
Laus sjúkrahúslæknisstaða
Sjúkrahúslæknisstaðan við Sjúkrahús Akraness
er laus til umsóknar.
Staðan veitíst frá 1. júlí næstkomandi.
Áskilið er, að umsækjandi hafi hlotið viðurkenn-
ingu sem sérfræðingur í handlækningum.
Umsóknir ásamt skilríkjum sendist landlækni fyr-
13. júní næstkomandi.
Akranesi 11. marz 1955.
Bæjarstjóri
w^ssssssssssæsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssa
í stendingaþa ett » l.u
í . n
Dánarminning: Kristín Gísladóttir
Hún andaöist að heimili
sínu Hofteigi 46 þann 10. þ. m.
á áttugasta aldursári og útför
in fer fram í dag.
Kristín Gísladóttir var fædd
að Miðfjarðarnesseli á Langa
nesströnd 20. júní 1875. Voru
foreldrar hennar Gísli Árna-
son og kona hans Sveinbjörg
Davíðsdóttir, er lengst bjuggu
að Kverkártungu. Voru þau
af góðum bændaættum þar
nyrðra. Kristín giftist árið
1902 Guðmundi Gunnarssyni
og reisti bú með honum að
Hóli á Langanesi, þar sem
þau bjuggu síðan alla stund,
þar til þau brugðu búi árið
1935 og fluttu til Reykjavíkur
og settust að hjá syni sínum,
Gísla, þá.verandi ritstjóra Tím
ans og konu hans Margréti
Árnadóttur. Mann sinn missti
hún 1942.
Á Hóli bjuggu þau Kristín
og Guömundur í 33 ár. Var
oft örðugur búskapur þar
nyrðra á þeim árum, harðir
vetur komu alloft á því tíma-
bili. Varð mikið á sig að leggja
til að afla heyja og áhöld eigi
svo stórvirk sem nú gerast. En
Kristín lét ekki sinn hlut eftir
liggja við heyskapinn. Hún
hafði vanizt vinnu frá blautu
barnsbeini og hlífði sér ekki.
Gestrisin og greiðasöm var
hún jafnan, þótt eigi væri
alltaf af miklu að taka. Sá
er þetta ritar, ólst upp á næsta
bæ og minnist þess jafnan,
hve gott var að koma að Hóli
og hins glaðlega og hlýja við-
móts húsfreyjunnar.
Þau Kristín og Guðmundur
eignuðust 3 börn, sem öll eru
á lífi. Þau eru: Gísli alþm.,
sem áður er nefndur, Oddný
rithöfundur og Gunnar iðnað-
armaður.
Kristín var félagslynd kona
og áhugasöm um almenn mál.
Hún lét í ljósi skoðun sína í
hverju máli hiklaust og kom
til dyranna eins og hún var,
klædd. Allt skjall og flátt-i
skapur lá fjarri lundarfari I
hennar. En þeir, sem þekktu
hana bezt, vissu, að hjarta
hennar var barnslega hlýtt og
gott.
Síðustu ár bennar eftir að
hún flutti á heimili sonar síns
og tengdadóttur, voru henni
svo bægileg og ánægjuleg sem
bezt varð á kosið. Hún naut
umönnunar og kærlcika
þeirra, sem voru henni hjart-
fólgnastir. Hún sá börn sín
hefjast til þroska og hún naut
samvista ungu sonardóttur-
innar, sem bgr nafn hennar.
Að vísu dró ský fyrir sólu, er
sonur hennár missti heilsuna
um stund, cn hún sá. því skýi
létta lika. Aldrei var' hún
glaðari en þegar gamjir kunn
ingjar og vinir að norðan
komu í heimsókn, en hún
hafði líka eignazt kúnningja
hér, sem hún hafði ánægju
af að sjá sem oftast.
Lengstum var hún heilsu-
góð, en aldurinn var orðinn
hár og síðastliðið ár hnignaði
heilsu hennar mjög. Þó hafði
hún fótavist fram undir and-
látið.
Blessuð sé minning hennar.
V. H.
Í-SSSÍSSSSÍSSSSS
Áburðardreifarar
Utvegum hina velþekktu „TULLOS“ áburðardreifara.
Verð ca kr. 4.300,00.
Meildverzluniii HEKLA H.f.
Hverfisgötu 103 Sími 1275
.■.■.V.V.V.V.V.V.V.,.V.V".V.,.V.V.,,V/.V.W.,.V.V.VAIW
Gerist áskrifendur 5
að TÍMANUM
Áskriftasími 2323
WAV.V.'.V.W.V.V.'AV.V.V.V.W.V/.WAV.W.V.VA