Tíminn - 17.03.1955, Side 5
63. blað.
TÍMINN, fimmtudaginn 17. marz 1955.
5
Fimmtml. 17. mars
Hversvegna er þörf
umbótastjórnar?
í stjórnmálayfirlýsingunni,
sem samþykkt var á nýlokn
um aðalfundi miðstjórnar
Framsóknarflokksins, er látin
í ljós mikil ánægja yfir störf
um ráðherra flokksins á und
anförnu starfsári. Þaö er
lýst ánægju yfir störfum fjár
málaráðherra, pn undir for-
ustu hans hefir afkoma ríkis
ins enn orðið hagstæð,- þrátt
fyrir verulega skattalækkun.
Það er lýst ánægju yfir
störfum landbúnaðarráöherra
en undir forustu hans hefir
verið hafist myndarlega
handa um rafvæöingu dreif-
býlisins og landbúnaöinum
verið tryggð framlög til mik-
illa framkvæmda. Loks er
svo lýst ánægju yfir þeim
miklu umbótum á fram-
kvæmd varnarmálanna, er
komið hefir verið á undir
forustu utanríkisráðherra.
Því verður vissulega ekki
neitað, að á öllum þessum
sviöum hefir náðst mikill á-
rangur. Þessi árangur hefði
ekki náðst, ef Framsóknar-
flokkurinn hefði dregið sig í
hlé eins og stjórnarandstöðu
flokkarnir og þannig hefði
skapast algert stjórnleysi í
landinu. Þessi árangur rétt-
lætir það fullkomlega, að
Framsóknarflokkurinn tók
heldur þann erfiða kost að
hafa samvinnu við Sjálf-
stæðisflokkinn en að láta
skapast stjórnle.vsi í landmu.
Sá árangur, sem hér hefir
j náöst, má hins vegar ekki
villa mönnum sjón á því, að
mikilla umbóta er þörf á
mörgum sviðum þjóðmál-
anna. Einræðlgandi ríkir í
stjórri dómsmála og mennta
mála. Sjávarútvegsmálin eru
í miklum ólestri og þar hald-
ið verndarhendi yfir óheppi-
legu einokunarkerfi. Verzlun
armálin þarfnast mikilla end
urbóta. Haldið er uppi skipu
lagsiáusri fjárfestingu og
þrífst í skjóli þess okur á
peningum og vhmu og ýmis-
legur annar ósómi. Meðal
launastéttanna ríkir tor-
tryggni í garð þjóöskipulags-
ins og það veldur stöðugum
kaupdeilum og skæruhern-
aðL Gjaldmiðilinn skortir því
næga tiltrú, og fylgir öllu
þéssu jafnvægisleysi og ör-
yggisleysi í þjóðarbúskapn-
um.
Það’er af öllum þessum á-
. stseöum, sem- aðalfundur mið
■stjómar flokksins telur núv.
stjórnarsamstarf neyðarúr-
ræði, þótt það sé betri kost-
ur en algert stjórnleysi og
ýmsum góðum málum megi
þoka áleiðis í skjóli þess. Það
er af þessum ástæðum, sem
aðalfundurinn telur það
„þjóðarmeln, að ekki eiga,
eins og- sakir standa, sæti á
rilþingi nægilega margir
Framsóknarmenn til að
mynda ríkisstjórn með öðr-
um umbótasinnuðum fulltrú
um hins vinnandi fólks“. Það
er af þessum ástæðum sem
aðalfundurinn telur nauðsyn
legt, að sköpuð verði skilyrði
fyrir ríkisstjórn, er geti not-
lð tiltrú og stuðnings verka-
lýðssamtakanna.
Megfinoifsök þess, að siík
Etjórn hefir ekki verði mögu
ieg, um lengra skeið, er sú,
Jón Kristgeirsson, kennari:
Ferðamolar í Ameríkuferð
Winnipeg í íebr. 1954. j
í raun og sannleika er ekki alveg
hægt að verjast þess, að láta sér
bregða i brún, eða jafnvel að verða
hálf gramur vði að kynnast því,
hversu lítið er kennt um ísland í
skólum vestan hafs, og hversu
menn þar eru almennt fáfróðir um
land okkar og þjóð. En bæði er
það, að land þeirra vestanmanna
er víðlent mjög og fjölbyggt og gef-
ur því æðimikið námsefni, og hins
vegar höfum við sjálfir, að svo
miklu leyti sem ég þekki til, ekki
gert neitt til þess, að reyna að
koma smákafla inn í kennslubæk-
ur þeirra, eða á annan hátt unnið
að því að lands okkar væri h'tið
eitt getið þar í skólum. Þó hycg
ég að þetta væri vinnandi vegur.
Ég hefi átt tal um þetta við ýmsa
skólamenn hér, og mun athuga
það enn betur, áður en ég hverf
heirn.
Vert cr þó að geta þess, að ís-
landi eru gerð góð skil í nýrri al-
fræðibókum enskum. Komið hefir
það fyrir mig einstöku sinnum hér
í álfu, að eskimóar eru nefndir í
sambandi við land mitt og þjóð.
Ég reiðist því. Og veit ég ekki af
hvaða ástæðum. Því að eskimóar
eru mesta heiðursfólk, og okkur
hvítum mönnum ferst ekki að stata
mikið f sambandi við þá. Ég kom
eitt sinn inn í kennslustofu, þar
sem fríð kennslukona var að kenna
16 ára unglingum teikningu. Þetta
var auðsjáanlega góður bekkur.
Börnin voru falleg og mennileg. Ég
sagði kennslukonunni að hún hefði
sömu vinnubrögð og Unnur Briem
í Miðbæjarskólanum heima. ún
tók því vel og hélt allmikinn ræðu-
stúf um hve eskimóar væru list-
fengir 1 mörgum greinum. T. d.
væri skinnklæðagerð þeirra alveg
frábær, og ýmislegt fleira taldi hún
upp þessum „löndum" mlnum til
ágætis. Auðsjáanlega til að geðj-
ast mér og sýna að hún væri ekk-
ert blávatn. Að því loknu bauð hún
mér að segja bekknum eitthvað
heiman að frá mér. Þáði ég það,
og börnin fengu leyfi til aö spyrja
mig á eftir. Tíminn leið fljótt, og
þegar hringt var út, vissu^ börnin
áreiðanlega, að engir eskimóar eru
á íslandi ,og hafa aldrei verið. Þetta
var hin ánægjulegasta stund.
Annars ætti þetta eskimóatal í
þessu sambandi ekki að vera neitt
undrunarefni, því að þeir, sem ekk
ert vita um ísland, en muna að
það liggur á svipaðri breidd og mik-
ill hluti Grænlands, Alaska og
nyrztu héruð Kanada, sem allt er
meira og minna byggt eskimóum,
þá er ekki nema rökrétt að álykta
að þeir séu einnig á íslandi. Og
hið veglega nafn lands okkar bend-
ir líka í þessa átt. Það er varla
von að menn átti sig á því, að það
er líklega Golfstraumjurinn, sem
gerir aðallega bobb í bátinn.
Áður hefi ég hér í blaðinu fretið
um brúðu, sem telpur í 12 ára bekk
Miðbæjarskólans bjuggu til og sett
var á sýningu hjá UNESCO í New
York, sem hefir það takmark að
efla kynningu og vináttu allrar
æsku. Brúða þessi fékk verðlaun
á sýningunni, og er ég í haust heim
sótti skrifstofu UNESCO. átti eg
þar tal við aðra kvenna þeirra, er
hafa framkvæmdastjórn UNESCO
á hendi, og vegna íslenzku brúð-
unnar greiddi hún götu mína á
margan hátt þarna í borginni. Frú-
in lét í ijós áhuga fyrir því að á-
framhald yrði á þátttöku íslend-
inga í sýningum UNESCO. Gat
hún um dálítið breytt fyrirkomulag
á þeim, þannig að framleiddir væru
margir hlutir, sem hægt væri að
selja. Verðinu yrði skipt á milli
framleiðandans og stofnunarinnar,
sem þá fengi ofuriítið upp í rekst-
urskostnað- Engin skilyrði eru sett,
nema að hlutirnir séu gerðir af
börnum eða unglingum, og séu selj-
anlegir. Það kom þvi til greina bæði
ódýrir hlutir á 1—5 dali og eitt-
hvað af mjög vönduðum, dýrari
hlutum. Rétt er að hver lrlutur só
greinilega merktur nafni og heim-
ilisfang þess, sem hefir gert hann
Þáð getur orðið upphaf að nánari
kynnum milli kaupanda og fram-
leiðanda. Merkið myndi vera nægj-
anlegt með vel áfestum bréfmiða.
Frúin te.lur öruggt að hún 6eti selt
munina, ef þeir á annað borð eru
þess verðir, því að hún hafi góð
sambönd í því efni.
Málefni þessu vil ég hér með
koma áleiðis til allra barna og ung-
linga á íslandi og allra handavinnu
kennara þeirra og skátaíélaga, og
einnig annarra, sem vlija eiga hlut
að því. Að sjálfsögðu getur ekki
orðið af endanlegum framkvæmd-
um í því fyrr en jnæsta vetur. En
það er kominn tími til að fara
að hugsa rnálið og undirbúa það,
ef eitthvað á að verða úr því. All-
ar nánari upplýsingar hér að lút-
andi mun Jónas B., fræðslufull-
trúi, geta gefið, þegar til kemur.
Ég mun líta inn til frúarinnar í
heimleiðinni og ræða málið betur
við hana. En ef til vill er ínálið
komið á fullan rekspöl heima án
þess ég viti, og er þá vel.
-J'iiSKP 1
Það er óneitanlega nýstárlegt að
ferð'ast um Vesturheim fyrir þann,
sem aldrei hefir farið fyrr heim-
anað, og ekki hefir litið upp frá
skyldustörfum sínum. Þó kemur
Ameríka mér engan veginn ókunn-
uglega fyrir sjónir. Ég hefi kennt
landafræði hennar um mörg ár og
séð ýmislegt þaðan í kvikmyndum.
New York kvaddi ég með nokkurri
tregðu. Bæði af því að mér höfðu
reynzt götur hennar frekar greið-
ar og mér fannst ég eiga þar mörg
verkefni ólokin. Þaðan hélt ég til
Washington. Og var notalegt að
svífa í Greyhound langferðabíln-
urn eftir eggsléttum vegunum í
haustblíðunni. Það var glaða sól-
skin og veðrið líkast og þegar það
er bezt í fyrstu réttum á íslandi,
þótt þá væri síðari hluti desember-
mánaðar. Vegir eru ýmist steyptir
eða malbikaðir, og það sést ekkert
rusl meðfram þeim. Umhverfið er
notalegt og hlýlegt. Á milli borga
og þorpa skiptist á í sífellu bleikir
akrar, slegin tún og skógar. Bænda-
býlin, mjallahvítar byggingar, með
grænum, rauðum eða dökkum þök-
um eru á víð og dreif urn slétt-
una, og fer frekar lítið fyrir þeim.
Leiðin liggur ofurhtið í átt til
sumars meðan haldið er til Wash-
ington, en sú borg er fríðust höf-
uðborg í heimi, segja Baiidaríkja-
menn. Og get ég vel skilið þeirra
sjónarmið í því efni. Þarna gæti
þvi verið margt girnilegt til fróð-
leiks, fyrir þann, sem hefir falt
fé og tíma. Mér notaðist tíminn
frekar vel þarna eftir atvikum. Og
vil ég aðeins nefna það hér, að mér
gafst kostur á að skoða nokkuð
löggjafarþinghús þeirra U. fa,-
manna og þótti mikið til koma.
Mér varð þá líka sérstaklega star-
sýnt á hinar víðu graslendur, sem
blasa við fram undan höllinni 1
dálítilli fjarlægð í miðri borginni.
Það er auðséö, að þingmennirnir
vilja láta græna litinn mýkja hug-
arfarið. Þetta eru túnflákar mikiu
vel hirtir með hávöxnum skógi til
hliða. Graslendur þessar minna mig
dálítið á túnin hans Þorsteins á
Skálpastöðum í Lundarreykjadal.
Ég geng dálítið um þessar fögru
lendur, tek upp vasahnifinn og gref
ofurlítið í svörðinn til að sjá, hvern
ig jarðvegurinn lítur út. Þetta er
auðsjáanlega frjósöm jörð, en ó-
neitanlega finnst mér moldin á ís-
landi fallegri og geðþekkari.
Frá hinni glæstu höfuðborg ligg-
ur leiö mín til norðurs í átt til
vetrar. Veturblíðan er hin sama og
umhverfi vegarins svipað og áður.
fyrst í stað. Það er bezta rétta-
veður. Og eiginlega minnir þessi
ferð mig nokkuð á fyrstu réttar-
ferðina mína, er ég var 10 ára. Blær
náttúrunnar er hinn sami og litir
himins og jarðar eru eins og þá var
við Oddstaðarétt. Og verið getur,
að eftirvæntingin sé svipuð En
eftir því sem leiðin sækist norður,
ber meira á nálægð vetrar. Norð-
annepjan blæs á móti. Þaö fer að
bera á fjúki og frosti og fyrr en
varir er jörðin orðin snævi hulin.
Öllu virðist hraka. Eyöi og tom
hvílir yfir umhverfinu. Ég fað
iðrast eftir að hafa skilið við hina
björtu New York og haldið út í
þann eymdardal, sem virtist blasa
við fram undan. En teningunum er
kastað og ei verður aftur snúið.
Þegar að landamærunum kemur,
er komin vetrarharka með 12 stiga
frosti á Celsíus. Eftir það hætti
ég að fylgjast mcð umhverfinu.
Enda er komið fram yfir miðnætti.
Loks er numið staðar á leiðarenda
í Winnipeg. Með dræmingi og iðr-
un skreiðist ég fram úr sætinu og
lít út. Stjörnubjartur næturhim-
inn hvelfdist yfir stórborgina. Það
er ekki ólíkt um að litast og um
vetrarnótt í Reykjavík. Það hýrn-
aði yfir mér, og frá þeirri stundu
hefi ég verið háður Kanada, og
hefi lært að njóta margra þeirra
þæginda, sem þar eru í boði. Ég
er farinn að venjast kuldanum.
Frost hefir verið og hefir það oröið
mest 29 stig á Celsíus. Samt þykir
vetur hér mildur.
Leiðbeiningar
að alltof stór hluti verkalýðs
ins hefir af misskilningi
fylgt öfgaflokki, sem stjórn-
að er annars staðar frá.
Strax og hinn lýðræðissinn-
aði hluti þessa flokks klýfur
sig frá öfgamönnunum, myndi
skapast nýtt stjórnmálavið-
horf í landinu. Það tvennt,
'"sem nú þarf að gerast til
endurreisnar íelenskym stjórn
málum er ánnars vegar, að
Framsóknarfiokkurinn eflist,
og hins vegar, að lýðræðis-
sinnaðir sósíalistar í Alþýðu-
flokknum, Þjóðfvarnarflokkn
um og Sósíalistaflokknum
renni i eina fylkingu.
íhaldsblöðin sýna, að það
er þetta tvennt, sem aftur-
haldið óttast nú me§t, 5á ótti
á aö vera umbótamönnum
vísbending og hvatning um
það, sem gera þarf.
um skó
Neyt,endasamtök)i,n hafa
gefið út bækling, sem nefn
ist „Að velja sér skó“ og eins
og nafnið gefur til kynna,
eru í honum leiðbeiningar
um að velja sér skó. Bækl-
ingurinn er aö mestu þýddur
eftir riti, sem gefið var út
fyrir nokkru í Danmörku, en
Kristjana Steingrímsdóttir,
húsmæðrakennari, bjó hann
til prentunar.
Rannsóknarbeiðni
Hermanns Jónas-
sonar
Það hefir að vonum vakið
nokkra athygli, að Hermann
Jónasson hefir farið þess á
leit við dómsmálastjórnina,
að hún fyrirskipi opinbera
rannsókn í tilefni af þeim
aðdróttunum Jónasar Jóns-
sonar, að hann hafi verið
meðeigandi og ráðunautur
verzlunar Ragnars Blöndals
h. f. og hafi jafnframt sem
formaður bankaráðs Búnað-
arbankans misnotað aðstöðu
sína til þess að útvega þessu
fyrirtæki lán hjá bankanum.
Athygli þessi stafar vafa-
laust mest af því, að menn
eru orðnir því vanir í seinni
tíð, að Jónas Jónsson dreifi
út alls konar óhróðri um Her-
mann Jónasson, án þess að
því sé svarað nokkru. Þess hef
ir ekki gerzt þörf, því að menn
eru löngu hættir að taka mark
á þessum skrifum. í þessu til
felli stendur hins vegar sér-
staklega á, þar sem bornar
eru fram aðdróttanir í garð
Hermanns sem bankaráðs-
formanns í sambandi við mál,
sem enn er meiri og minni
Ieynd hulið.
Hermann Jónasson hefði
getað fengið þennan óhróður
Jónasar ómerktan með því að
fara í meiðyrðamál við hann,
en slík málaferli hefðu hins
vegar lítið upplýst. Jónas
myndi hafa verið dæmdur,
þótt hann hefði getað lagt
sannanir á borðið. Opinber
rannsókn veitir Jónasi hins
vegar aðstöðu til að leggja
allar heimildir sínar á borðið
og að sleppa við málshöfðun,
ef hann getur sannað mál
sitt. Með því að hafna meið-
yrðamálsleiðinni og óska eft-
ir cpinberri rannsókn, hefir
Hermann gefið Jónasi hið
bezta tækifæri til að sanna
mál sitt.
Óhróðri Jónasar er hér því
mætt eins drengilega og frek
ast er kostur á.
Vafalaust má telja, að dóms
málaráðuneytið verði við
þeim tilmælum Ilermanns að
láta þessa rannsókn fara
fram. Málgagn dómsmálaráð
herrans hefir líka láfið í það
skína. Það hefir einnig gefið
í skyn, að „viðskipti Ragnars
Blöndals og Búnaðarbankans
verði skoðuð niður í kjölinn".
En hví þá ekki líka Útvegs-
bankans og annarar lánar-
drottna Ragnars Blöndals?
Það væri skrítið, að rannsaka
aðeins samband Ragnars
Blöndals við þann bankanna,
sem fram að þessu hefir feng
ið langsamlega minnst skakka
föll af ógætilegum útlánum,
en sleppa hinum lánardrottn
unum.
í sambandi við mál þetta,
hefir annars komizt á kreik
orðrómur um ý(ms vafasöm
útlán banka og okurlánastarf-
semi einstaklinga. Sagt er t.
d. að viss bókafyrirtæki skuldi
bönkum svo miljónum króna
skiptir og smákaupmaður
einn úti á landi skuldi ein-
um bankanum yfir 12 milj.
kr. Þá er sagt, að okurlána-
starfsemi blómgist nú í stór-
um stíl. Dómsmálaráðherra
hefir upplýst á Alþingi, að
erfitt sé fyrir dómsmálastjórn
ina að upplýsa slík mál, því
að hún verði að fara varlega
á þeirri braut að bjfggja
málshöfðanir á orðrómi. Það
er vissulega rétt. Þess vegna
ætti það vel að geta komið
til athugunar, að Alþingi léti
(Framhald á 7. slðu).