Tíminn - 22.03.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.03.1955, Blaðsíða 4
SJÖTUGUR í DAG: SIGURÐUR JÓNSSON bóndi á Stafafelli Sigurður Jónsson, bóndi á Stafafelli í Lóni, er sjötugur í dag, fæddur 22. marz 1885 að Bjarnanesi í Hornafirði, en þar voru þá foreldrar hans, Jón Jónsson prófastur, hir.n fróði, og Margrét Sigurðar- dóttir prófasts Gunnarssonar á Hallormsstað, er var þjóð- kunnur maður á sinni tíð. Fað ir Sigurðar, Jón prófastur, var sonur Jóns bónda á Melum í Hrútafirði, Jónssonar sýslu- manns og kammerráðs, er þar bjó einnig. Á Melum höfðu áð ur búið forfeður hans hver eftir annan og báru margir Jónsnafn. Foreldrar Sigurðar á Stafa felli fluttu þangað frá Bjarna nesi 1891 og þjónaði séra Jón Stafafellsprestakalli til 1920, er hann lézt. Sigurður hefir því átt heima á Stafafelli alla ævina, nema fyrstu sex árin og ekki haft langar fjarvistir þaðan, nema tvo vetur, er hann stundaði nám í Flens- borgarskóla 1901—1903. Ann- að skólanám stundaði hann ekki, enda hneigðist hugur hans meir til búskapar en skólalærdóms á námsaldri. Tvítugur gerðist hann bústjóri hjá föður sínum á Stafafelli og var það til 1917, er hann tók við jörð og búi þar og heíir síðan rekið búskap til vor- daga 1954. Hann hefir því ver ið bústjóri og bóndi í nær hálfa öld. Sama árið og hann hóf sjálfur búskap kvæntist hann frænd- konu sinni Ragnhildi Guð- mundsdóttur frá Lundum í Borgarfirði. Eru þau hjón systkinabörn, því að Guðlaag móðir Ragnhildar var systir Jóns prófasts föður Sigurðar. Þau hjón hafa eignazt þrjú börn, eina dóttur og tvo syni. Dóttirin, Nanna, er í Reykja- vík. Annar sonurinn, Ásgeir, á Stafafelli, en hinn, Gunn- laugur, búsettur á Djúpavogi. Stafafell er stór jörð með víðáttumiklu fjalllendi, sem er fyrst og fremst fallið til sauðfjárræktar, enda var þar löngum stærsta sauðfjárbú sýslunnar. Jörðin var og köll- uð mikil hlunnindaj örð vegna selveiði og dúntekju í eyjunni Vigur, úti fyrir Lónssveit. Þangað var sótt bæði vor og haust til fanga, en til þess þurfti mikinn mannafla og var eftirtekjan stundum mik il og nokkuð verðmæt. Sigurður hefir frá byrjun rekið búskapinn af miklum áhuga og árvekni og löngum með góðum árangri. Má segja, að hann hafi verið vakinn og sofinn í því sem búið þarfn- aðist og af lífi og sál látið sér annt um allt, sem því var við- komandi. Heimilið hefir íengst af verið fjölmennt og stjórn á því og búrekstrinum verið tímafrek og fyrirhafnarsöm, enda bústörfin margþætt, sam hafa útheimt sívakandi um- hugsun og óvenjulega fyrir- Þyggju, en hvort tveggja var Sigurði eiginlegt og í blóð bor íð. Hann hefir því oft mátt leggja nótt með degi við bú- störfin og stjórn heimilisins, en hann hefir þá einnig séð áranigur verka sinna, hvort sem hann hefir komið fram í aukinni ræktun og öðrum um bótum jarðarinnar í fallegri og afurðameiri búpeningseign eða öðru. Sigurður hefir jafnan haft mikinn áhuga og jafnframt forgöngu um kynbætur sauð- fjárins, og hefir með því náð þeim árangri, að vænleiki þess er meiri en fyrr, bæði á búi hans sjálfs og annarra og hef ir sú starfsemi því orðið hér- aðsbúum mikilsverð. Jafnframt því, að Sigurði er sýnt um það, sem til gagns má verða, hefir hann einnig glöggt auga fyrir því, sem jörð hans og heimili er til fegurðarauka. Þannig hafa þau hjón ræktað vænan trjá- lund heima við íbúðarhús sitt. Eru elztu trén í þeim reit orð in meira en fjörutíu ára göm ul og stórvaxin mörg þeirra. íbúðarhúsið er nú orðið hulið skógartrjám á tvo vegu og eru trén miklu hærri en húsið sjálft, þótt tveggja hæða sé. Er falleg heimreið að Stafa- felli, þar sem trjálndurinn laufmikill blasir við augum komumanns. Fyrir trjárækt- ina hefir Sigurði verið veitt tvenn heiðursverðlaun, fyrst úr verðlaunasjóði Friðriks kon ungs VIII. fyrir löngu síðan og nú fyrir fáum árum úr heiðursverðlaunasjóði Búnað- arfélags íslands. Var hann vei að hvorum tveggja heiðrinum kominn og vissulega orðið hon um tii aukinnar ánægju. Þótt heimilið og búrekstur- inn hafi að sjálfsögðu átt hug Sigurðar framar öllu öðru, hcf ir hann fórnað öðrum áhuga- og hugðarefnum miklum tíma og athugun. í sveit sinni, Bæj- arhreppi, hefir hann haft á hendi flest þau störf, sem rækja þarf í almenningsþágu. Hann hefir verið í hrepps- nefnd og skólanéfnd sveitar- innar um tugi ára. Formaður búnaðarfélags hreppsins. mjög lengi auk annars, sem hér verður látið ótalið. Ber þetta vott um það traust, er samferðamennirnir hafa til hans borið. í Austur-Skaftafellssýslu hefir verið starfandi síðan 1926 félag, sem heitir Menn- ingarfélag Austur-Skaftfell- inga. Við stofnun þess var ..-5ig urður kosinn formaður félags ins, og var síðan jafnan end urkosinn og gegndi því starfi samfleytt í aldarfjórðung, en þá kaus hann að draga sig í hlé frá formennsku. Félag þetta heldur almenna sam- komu fyrir alla sýsluna einu sinni á ári, venjulega snemma vetrar. Þar eru flutt erindi ýmislegs efnis, haldnir um- ræðufundir og ýmsar skemmt anir um hönd hafðar. Sér for maður um undirbúning sam komunnar í heild en til henn ar er venjulega fjölmenut. Undirbúningsstarfið er mikið og mikilsvert að vel takist, því að samkoman fer að miklu leyti eftir því, hversu góðrar forsjár hún hefir notið. Er flestra mál, að Sigurði hafi vel tekizt um forstöðu þessa félagsskapar. Auk þeirra opinberra starfa, sem áður eru nefnd og falin hafa verið Sig urði, er þess að geta, að hann hefir átt sæti á Búnaðarþingi árin 1938—1954, fyrst fyrir Búnaðarsamband AusturLands og síðar Búnaðarsamband Austur-Skaítafellssýslu. Hann hefir og átt sæti í fasteigna- matsnefnd sýslunnar síðan 1916 og nú síðustu árin verið oddviti yfirkjörstjórnar við Alþingiskosningar í Austv.r- Skaftafellssýslu. Þegar Kaupfélag Austur- Skaftfellinga var stofn- að undir árslokin 1919, var Sigurður kosinn í stjórn þess og hefir hann ætíð verið endurkosinn síðan. Hann hef ir því setið í stjórn félagsins í hálfan fjórða áratug og allt- af verið varaformaður ^ess þangað til hann tók við for- mannsstörfum í því fyrir nokkrum árum, er Þorl Jór:;- son alþingism. í Hólum baöst undan endurkosningu fyrir aldurs sakir. Kaupfélagið hóf starfsemi sína með nokkuð öðrum hætti en fiest önnur kaupfélög gerðu. Það keypti þá einu verzlun, sem fyrir var í sýslunni, allar húseignir og vörubirgðir hennar og tókst á hendur í einu vetfangi að annast vörukaup og afurða- sölu allra félagsmanna og ann arra á félagssvæðinu. Eignir átti félagið að sjálfsögðu eng ar og framlög félagsmanna voru aðeins tuttugu króiLur frá hverium, auk sameiginlegr ar ábyrgðar, er þeir tókust á hendur á öllum fjárreiðum félagsins. Allt varð þvi að kaupa fyrir lánsfé, fyrst hús eignir og vörubirgðir, síðan allar ársþarfir héraðsins. Til greiðslu voru aðeins fram- leiðsluvörur bændanna, uli og sláturfjárafurðir, en þær höfðu verið verðháar árin á undan, sérstaklega árið 1919. Svo brast boginn árið 1920 en þó einkum árið eftir og olli miklum erfiðleikum um greiðslur. Afleiðingarnar urðu ógreidd lán út á við og mikil skuldasöfnun viðskiptamanna félagsins inn á við. Næstu ár- in þar á eftir voru hvert af öðru kreppu og erfiðleikaár í viðskiptum. Það reyndi því á þolrifin í félagsskapnum þau árin á ýmsan hátt. Vonbrigð- in voru tilíinnanleg en erfið- leikarnir stæltu kraftana hjá hinum áhugasömu félags- mönnum og efldu samhug og samvinnu. Stjórn félagsins, sem að sjálfsögðu bar hita og bunga dagsins og mest mæddi á, stóð einhuga og ákveðin í því að veita viðnám, rísa gegn erfiðleikunum og sigra þá. Lánin varð að greiða sum fljótt, önnur síðar. Til þess varð félagið að afla sér fjár sjálft, standa á eigin fót um um rekstrarfé að verulegu leyti. Slík fjáröflun varð að fást með verzlunarálagr.ingu, þótt langan tíma tæki Byrjað var á að mynda varasjóð og stofnsjóð í félaginu og sitt- hvað annað gert til að komast út úr vandanum. Eins og þegar er sagt, var Sigurður á Stafafelli varaformaður félagsins á þessum tíma og mæddu erfiðleikarnir verulega á hon um, einkum þegar formaður- inn sjálfur var fjarverandi langdvölum á Alþingi. Var starf Sigurðar og stuðningur við úrlausn einstakra mála og heildarlega mikilsverður og í té látinn af einlægni og ósér- plægni. Efnahagsleg aðstaða hans sjálfs var einnig sterk og hafði það mjög mikil áhrif um að félagið nyti trausts með al viðskiptamannanna innan héraðs og utan. Er þess nú að minnast, að Sigurður á Staia felli lagði þá og jafnan það lóð á vogarskálina í málum fé- lagsins, sem um munaði til réttrar áttar. Á það bæði við þau árin, er erfiðust voru og hin þegar betur gekk og ekki þurfti að verjast áföllum. Sam eiginleg átök margra sigraði vandann. Ég færi Sigurði á Stafafelli, á þessum merkis- degi á ævi hans, innilegar þakkir fvrir diörf átök, stefnu festu, fórnfýsi og viljaþrek Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga til eflingar og aukins trausts, sérstaklega á þeim tíma, er þörfin var ríkust og framtíð félagsins tvíræðust. Ég veit, að þessa þáttar í ævi starfinu minnist hann sjálfur með ánægju framar mörgu öðru, er liann nú hugleiðir at- burði frá liðnum dögum. Sigurður hefir tekiö mikinn þátt í stjórnmálum bæði heima í héraði sínu og utan þess. Hann hefir veitt stefnu Framsóknarflokksins ei'ilæg- an og óhvikulan stuðning allt frá stofnun hans 1917. Hann hefir setið flest flokksþing hans og átt sæK í miðstjóin flokksins nærri tvt áratugi. Sigurður unir sér vel í hopi ungra manna, vill veita þeirra áhugamálum sem beztan stuðning, skilja þeirra hugðar efni og stefnur. Hann er ung- ur í anda, þótt æviárin séu að verða sjötíu. Ég flyt Sigurði, konu hans og börnum beztu heillaóskir í tilefni sjötíu ára afmælisins. Jón ívarsson. Bændafundir í Skagafirdi Föstudaginn, 11. marz komu nokkrir bændur í Skagafirði saman til fundar á Hótel Villa Nova á Sauðárkróki. Á fundinum = lia|ði Háufcur Hafstað, bóndi í Vík, fram- sögu um byggingar; Útihúsa .-í sveitum. Taldi hann vafasamt hvort hinar varanlegu og dýru steinstey.pt,u . bygg-ingar æ.ttu rétt á sér, þar: sem hægt væri að koma upp.góðum og miklu ódýrari byggingum. Þar til nefndi hgnn. járnboga- skemmurnar, ,er hann taldi mjög hentugar. sem fjárhús, . heygeymslur og verkfæra geymslur. Þá ,ta.ldi hann at-- hyglisverðar ;þær. tilraunir,. sem nú er verið að gera meö lausgöngu eða rimlafjós, og hvatti bændur til að fylgjast vel með þeim athugunum. Miklar umrseður urðu um mál þetta og stóð fundurinn frá kl. 2 e. h„ til kl, 6 e. h. Lögð var áherzla á, að bygg- ingarframkvæmdir í sveitum þyrfti að skipuleggja betur en nú væri. Starfandi væru bygg inganefndir í öllum hreppum sýslunnar. Aukin væri leið- beiningarstarfsemi á sviði byggingamála. Fylgzt vel með nýjungum á sviði bygginga og gerðar væru tilraunir m^ð, hvaða gerð peningshúsa hent aði bezt fyrir íslenzka stað- hætti, bæði með tilliti til kostnaðar og notagildis., Alls voru haldnar 22 ræður af 13 fundarmonnum, er tóku til máls. , Til að ákv.eða,.og. sjá um, málefni á næsta fund voru kjörnir: Egill Bjarn.ason, ,ráðunaut- ur, Sauðárkróki, Vigfús. Helga son, kennari á Hólum, og Hjör leifur Sturláugsson, böndi, Kimbastcðum. í tilefni af áður komnum blaðafréttum varðandi stofn- un Bændafélags í Skagafirði, skal þetta tekið fram: Laugardaginn 5. febr. s. 1. komu nokkrir skagfirzkir bændur saman á fund á Sauð árkróki. Á fundi þessum var m. a. rætt um hvort stofna skyldi Bændafélag eða koma á málfundafélagsskap með frjálsu sniði. Samþ. var að stofna frjálsan félagsskap bænda (Bændaklúbb eða mál fundafélag) til viðkynningar og umræðu um ýms • áhuga- og framfaramál héraðsbúa. Haldnir skyldu umræðufundir t.d. einu sinni í mánuði cg kosin 3ja manna nefnd í lok hvers fundar til að ákveða~og sjá um málefni á næsta fundii Það er því ekki rétt að stofn- að hafi verið: Bændafél'ag - í Skagafirði og kosin stjórn þess, heldur er. hér um ‘ að ræða frjálsan félagsskap: og þeir menn, sem gtið er uni, að kosnir hafi verið í stjórn félagsins, voru hins vegar kosnir á þessum fyrsta fundi til þess að sjá um 'næsta fund. Aðalfaodmr Verzlun- armanimfélagis Suð- MFiiesja Aðalfundur Skrifstofu- og verzlunarmannafélags Suður nesja var haldinn föstudag- inn 11. marz. í stjórn voru kosnir Kristján Guðlaugsson, form. og meðstjórnendur Ei- ríkur Sigurbergsson, Eyjólf- ur Guðjónsson, Guðm. Magn ússon, Jóhann Hermannsson, Jóhann Jónsson og Magnús Óskarsson. Trúnaðarmaður félagsins var kjörinn Bent óskarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.