Tíminn - 26.03.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, laugardaginn 36. marz 1955. 71. blað. Carmen kvikmynduð með negraleik- urum og látin byrja í fallhlífarverksm. Skömmu eftir stríðslok heimfærði bandarískt skáld óperuna Carmen upp á bandaríska staðhætti. Pessi heimskunna ópera í Bizets er í þessari nýju út- gáfu gerð um Bandaríkja menn í stað Spánverja áður | og aflaði sér mikillar frægð ar, er hún var sýnd í þessu j nýja gerfi á Breadway. Ber einkum að þakka það þýð- ingu á söngtextunum, sem gerð er af Oscar Hammer- stein. Hann hefir snúið textunum á bandarískt skrílmál og virðist það vera langtum vinsælla en upp- runalegi textinn. Nú hefir verið lokið við að gera kvikmynd af þessari útgáfu á Car- :.nen. Leika svertingjar öll hlut- verkin og sums staðar hefir jass verið aukið við óperutónlistina, að sjálfsögðu til að hressa upp á þessa ;,hrákasmíði“ Bizet. [ verksmiðjubæ. Þessi nýja útgáfa af Carmen er l.átin gerast í verksmiðjubæ á vor- jm dögum. Urðu réttarhafar í Prakklandi að sjálfsögðu ókvæða við, þegar Carmen hin nýja var ;ekin til meðferðar á Broadway. Hins vegar gátu þeir ekkert að- hafzt, þar sem Bandarikjamenn eru jkki í Bternarsambandfínu. Aftur á móti gegnir öðru máli um kvik- :.nyndina. Ekki má -taka hana til .sýningar utan Bandaríkjanna, nema •;il komi leyfi. Virðist allt útlit xyrir, að það leyfi fáist ekki og eru :i undribúningi víðtæk mótmæli í París gegn meðferðinni á óperunni i áðurgreindri kvikmynd. Fallhlíf a verksmið j a. Myndin upphefst á því, að á breið tjaldinu sést svæðið fyrir framan :iallhlífaverksmiðju. Hermenn ko.na :í Ijós og fólkið þyrpist að þeiin. Allir eru svertingjar. Skyndilega iíemur litill hópur hermanna í ljós i skrautgöngu og götustrákar elta og syngja: „Prískir piltar tara um götur“, en það ku vera sungið í fyrsta þætti Carmen. Hetjan í éppa með ,Hitabylgjunni“. Don José nefnist Joe í svörtu ó- oerunni og hann er undirliðþjálfi ;. herdeildinni, sem gætir verk- smiðjunnar. Ástmey hans heitir okki Micaela heldur Cindy Lou. Joe verður eins og í óperunni, hrlf- : nn af einni af starfsstúlkunum :i verksmiðjunni, hinin fögru og istheitu Carmer. Jones »'em ekkl nS ástæðulausu gengur undir við- irnefninu „Hitabylgjan". Carmen : endir í slagsmálum þarna á staðn Œ Útvarpib ijtvarpið í dag. . .3.15 Heimilisþáttur (Frú Elsa Guð- jónsson). 1.4.00 Erindi bændavikunnar: a) Um grasmaðk (Geir Gígja náttúrufræðingur). b) Um kornrækt (Klemenz Kristjánsson tilraunastjóri). c) Garðrækt (Ragnar Ásgeirs- son ráðunautur). d) Kveðjuorð (Páll Z jphoruas- son búnaðarmálastjóri). :.6.35 Endurtekið efni. :.8.00 Útvarpssaga barnanna: Bjall an hringir" eftir Jennu «g Hreiðar; — sögulok. :.8.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. .18.50 Úr hljómleikasalnum (plötur). 30.30 Bókmenntakynning: Ritverk Halldórs Kiljans Laxness. 32.20 Danslög (plötur). 34.00 Dagskrárlok. IL’tvarpið á morgun: Carmen að fara í éppa í fangelsið. um og Joe tekur hana fasta á meðan hún syngur hina frægu „Habanera" sína, sem að sjálí- sögðu er sungin á hinni sérkenr.i- legu ensku texanna. Joe flytur Car men i fangelsið í éppa. Perðalagið gengur í brösum og Carmen slepp- ur tvisvar og að síðustu narrar hún Joe með sér til negrabæjar. Joe er tekinn til fanga, en flýr og finn- ur Carmen á búlu, sem minnir harla litið á krána hans Pastias, sem sýnd er í óperunni. Þarna á búlunni er mikið halló og annar æpingur og í staðinn fyrir s'gauna- dans spriklar fólkið jitterbúkk. Nautabaninn orðinn að hnefaleikara. Allt í einu verður mikil háreisti og bifreið ekur á staðinn. í henni er hnefaleikakappinn Husky Miller, sem kemur þarna í staðinn fyrir nautabanann Escamillo. Hann syng ur söng nautabanans, sem hljóðar einhvern veginn svona á amerísk- unni í lausl. þýð: Statt’ upp að slást unz bjallan klingir. Statt’ ekki gleitt og skipstu á höggum. Eftir frekari dólgsiæti og slags- mál, flýja þau Carmen og Joe og fela sig í Chicago. Nú verður Joe auralítill og Carmen vfirgefur hann og varpar sér í arma Husky Miller, sem er að æfa sig undir næstu hnefaleika. Dauðasviðið á kóka-kóla flöskum. Síðasta atriðið gerist í kringum hnefaleikasviðið. Miller hefir slegið mótstöðumanninn í rot, en Joe skýl ir sér í mannþronginni ákveðinn í að hefna harma sinna. Hann þvæl ir Carrnen inn í skúr þar nálægt, en á gólfinu liggja haugar af kóka kólaílöskum. Á meðan múgurinn syngur söng nautabanans, kyrkir hann Carmen. Efalaust verða miklar deilur um þessn mynd, en margir álíta, að þarna sé eittllvað nýtt og gott á ferðinni. Og leikurinn í myndir.ni er sagður afburðagóður. Negrasöng konan Dorothy Dandridges leikur Carmen með þvilíkum tilþrifum að því er viðbrugðið. I “ S.K.T. Gömlu dansarnir í GT-húsinu í kvöld kl. 8. SIGURÐUR ÓLAFSSON syngur meg hljómsveitinni lög úr keppninni. Aðgöngumiðar frá kl. 8 — Sími 3355 SS3$SSS$SS3S$SSSSSSS$S$SSSSSSS3$S$SS$fl Sinfóníuhljjómsveitin Ríkisútvarpið TÓNLEIKAR I Þjóðleikhúsinu, þriðjudaginn 29. marz kl. 7 síðdegis. Stjórnandi: OLAV KIELLAND Einleikarar: INGVAR JÓNASSON og JÓN SEN VERKEFNI: BACH Konsert f. tvær fiðlur og strengjasveit, í d-moll BRAHMS ..............Tragískur forleikur", op. 81 TSCHAIKOWSKY.......Sinfónía nr. 5 i e-moll, op. 64. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. CSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍlSSSSSSSaSSE AUGLYSING frá félagsinálaráðimeytinu Að gefnu tilefni vill félagsmálaráðuneytið benda hlutaðeigendum á, að samkvæmt ákvæðum 2. gr. laga nr. 39 15. marz 1951 um rétt erlendra manna til að stunda atvinnu á íslandi er hverjum þeim manni, fé- lagi eða stofnun, sem rekur atvinnu eða starfrækir eitthvert fyrirtæki, hverju nafni sem það nefnist, 6- heimilt að flytja til landsins eða taka'erlenda menn 1 þjónustu sína gegn kaupgreiðslu í peningum eða hlunn indum, hvort heldur er um langan tíma eða skamm- an, án leyfis félagsmálaráðherra. Erlendum mönnum er á sama hátt óheimilt að ráða sig í vinnu eða gegna þjónustu hjá öðrum, nema atvinnuleyfi hafi verið veitt samkvæmt ákvæðum of- angreindra laga. Félagsmálaráðnneytið, 25. marz 1955 S3$SSSSSSS$3SSSS$S$$S$SSSS3$$$SS$$S3$3$SSSSSSsSS$83SSS$aft8SS$}3.3$S3ý$?gá ÞÖKKUM AUÐSÝNDA samúð við fráfall og jarð- arför móður okkar, tengdamóður og ömmu AGNAR G. LEVY Ósum, Vatnsnesi Börn tengdaböri og barpabarn. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson. 170

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.