Tíminn - 26.03.1955, Blaðsíða 4
I
TÍMINN, laugardaginn 26. marz 1955.
71. blaS.
Séra Þórarinn Þór:
REYKHÓLAR
> >
* ddridg^ejjcittur
Niðurlag.
FÉLAGSHEIMILI OG FÉ-
LAGSLÍF: Félagslíf hefir ver
ið með nokkrum blóma á
Reykhólum undanfarin ár.
Það sem samt háir mjög allri
félagsstarfsemi er húsnæðis-
leysi. Er það því orðið mikið
áhugamál margra, að á Reyk
hólum verði byggt félagsheim
ili. Hefir það verið eitt af að-
albaráttumálum leikfélags-
ins á staðnum og efst á
stefnuskrá. En fjárskortur o.
fl. hefir valdið því að ekki
hefir enn verið hægt að hefj
ast handa. í hreppnum er að
vísu samkomuhús, sem er
eign ungmennafélagsins og
hreppsins og er það í Beru-
firði. En það er orðið gamalt,
um tuttugu og fimm ára, og
svarar engan veginn þeim
kröfum, sem nú verður að
gera til slíkra húsa. Það er
mjög óþægilegt, lítið og erf-
itt að hita það upp. Engin
vatnsleiðsla er þar og ekki
hægt að ná í rennandi vatn.
í hreppnum eru nú þessi fé-
lög: ungmennafélag og held-
ur það nokkrar samkomur ár
iega m. a. jólaskemmtun fyr-
ir börnin. Kvenfélagið starf-
ar af miklu fjöri og hafa kon
urnar m. a. girt af góðan
blett á Reykhólum og ætla að
gera hann að skrúðgarði.
Það heldur þorrablótið. Leik-
félagið heldur uppi leiksýn-
ingum og svokölluðum vor-
dögum, með margvíslegum
skemmti- og fræðsluatrið-
um. í vetur hefir það haldið
kvöldvöku einu sinni í mán-
uði og er það vel séð. Auk
þess er búnaðarfélagið og
hreppsfélagið og skógræktar
félag og er þeirra starfsemi
vitanleg öllum. Ef þessi fé-
lög tækju öll höndum sam-
an, eins og gert hefir verið
í öðrum sveitum, um að reisa
félagsheimili á Reykhólum,
mundi það mál vissulega ná
fram að ganga. Vantar hér
ekkert á annað en einhuga
vilja og samstilltar hendur.
Að félagsheimilið eigi að vera
á Reykhólum er ekkert vafa-
mál og eru mörg rök fyrir
því, og þá eins og áður fyrst
og fremst jarðhitinn.
Af öllu þessu sést að á
Reykhólum vantar nú fjögur
opinber hús og eru þrjú
þeirra bráðnauðsynleg, kirkj
an, barnaskólinn og félags-
heimilið. Geri ég ráð fyrir að
1 fjögur til fimm ár a. m. k.
mundi verða nægileg atvinna
við þau og kannske lengur
þótt slæmt sé að þurfa að
draga þessar framkvæmdir
mikið á langinn. Ef allt verð-
ur með felldu, ætti að vera
hægt að byrja á kirkjunni
næsta sumar og ættu hinar
byggingarnar að koma á eft-
ir, hver af annarri og þó
nokkuð samtímis. Geta allir
séð að hér er þörfin knýjandi
svo hægt sé að stunda hér
menningar- og félagsstarf-
semi á viðunandi hátt.
LANDGÆÐI: Á Reykhól-
um eru mikil hlunnindi, sel-
ur, æðarvarp, fuglatekja,
jarðhiti, eggjatekja, lundi og
kofa, eyjabeit o. fl. Af öllu
þessu má hafa miklar tekjur
og væri mjög til hagsbóta
fyrir íbúa staðarins að fá að
njóta þeirra. Eyjahlunnind-
in ein gefa minnst 50 þús.
króna brúttótekjur á ári.
Með skynsamlegri samvinnu
um nýtingu eyj ahlunnind-
anna og fullkominni nýt-
ingu á hinu heita landi
mundi hagur íbúanna eflast
að miklum mun. Reiknast
mér til að brúttótekjur þeirra
fjölskyldna sem þar eiga nú
lögheimili mundi aukast um
10—20 þúsund krónur á ári.
Eins og nú er, hefir til-
raunastöðin á leigu bókstaf-
lega öll hlunnindi auk þess
hluta, sem henni var upphaf
lega úthlutað. Er illt til þess
að vita, því peningalega séð
þarf hún ekki á þeim að
halda. Mun hún fá í rekstr-
arfé frá hinu opinbera um
% milljón krónur árlega.
Auk þess greiðir hún engin
opinber gjöld, heldur ekki af
þessum atvinnurekstri og
kemur þetta því engum að
gagni. Má segja að hinar
miklu tekjur af hlunnindun-
um fari í súginn, því vitan-
lega mundi skattur og út-
svar vera lagt á þær tekjur,
sem einstaklingar hefðu af
rekstri hlunnindanna. Ligg-
ur það nokkuð í augum uppi
að það er alls ekki í verka-
hring tilraunastöðvar í jarð-
rækt að reka slíkan atvinnu-
rekstur. Það væri afsakan-
legt ef engir aðrir væru til
þess hæfir eða fáanlegir, en
þegar þar við bætist að með
þessu fyrirkomulagi er öðr-
um íbúum fyrirmunað að
eiga nokkra hlutdeild í þess-
um gæðum, þá er þetta bein-
línis frámunalega vitlaust.
Æskilegast mundi e. t. v.
vera að íbúar Reykhóla stund
uðu hlunnindin t. d. á sam-
yrkjugrundvelli eða á annan
þann hátt, sem hentugastur
þætti. Ef nauðsyn þætti bera
til að tilraunastöðin gerði
einhverjar eyjatilraunir ætti
hún að halda sér við sínar
eyjar, sem ég hygg að ekki
hafi verið valdar af verri
endanum.
Hitt er þó öllu verra, að til
raunastöðin gerir kröfu til aö
ráða ein öllu heitu landi á
Reykhólum, líka því, sem ligg
ur utan við hennar landa-
merki. Vegna þessa liggur
mikið heitt land, sem hægt
væri að hafa miklar tekjur
af, ónotað ár eftir ár. — Á
Reykhólum hefir um nokkur
ár verið rekin gulrófnarækt
með góðum árangri. Á Bola-
skeiði er nokkur jarðhiti og
var allt það land ræst fram
og unnið og haft undir garð-
rækt fyrst. Kom þá í ljós
gildi jarðhitans, að þar uxu
allir garðávextir mun fyrr en
á öðru landi Eftir fyrsta ár-
ið tók tilraunastöðin allt það
land, sem nokkur velgja var
í umhverfis Bolaskeið til eig-
in nota og var þá búin dýrð-
in hjá þeim, sem fyrsta árið
höfðu verið svo heppnir að
fá nokkuð af görðum sínum
í hlýju. Með því að rækta gul
íófur á hitasvæöunum, væri
hægt að koma með gulrófur
á markað á miðju sumri til
mikils hags fyrir alla. Nú er
að vísu ekki hægt að rækta
gulrófur í það endalausa á
sama landinu af ýmsum á-
stæðum. En 3—4 ár væri það
hægt með því að verjast arf-
anum vandlega og hvað er á
móti að notfæra sér gæðin
þann tíma, ekki eyðileggur
það landið. í ónotuðu heitu
landi á Reykhólum liggja tug
ir ef ekki hundruð þúsund
krónur, sem aðeins bíða eftir
því að verða settar í vasann.
Er það mitt álit, að þar sé
enn ólokið verkefni, að
þrjóta allt heitt land og gefa
íbúunum kost á að hagnýta
sér það.
NÝBÝLI: Talað hefir verið
um að reisa nýbýli á Reyk-
hólum. Um eitt skeið meira
að segja rætt um fjögur. Ým-
is vandkvæði eru á þessum
framkvæmdum, því nú þegar
er það mikill þúpeningur fyr
ir á Reykjanesi, að vitrir
menn í þessum efnum telja,
að landið þoli ekki miklu
meiri búipening, að óbreytt-
um ástæðum. Það kom líka
í Ijós, á síðastliðnu sumri, að
til þess að þetta gæti orðið,
varð m. a. að svipta embætt-
ismenn þá, sem ríkiö hefir
staðsett á Reykhóla, allri beit
fyrir sinn búpening. Hvaða
fleiri ráðstafanir þarf að
gera til að hægt verði að
koma upp nýbýlum veit ég
ekki, enda væri þetta harla
nóg ástæða til að sýna fram
á hversu vanhugsað það er.
Ríkið hefir ákveðið að 3 em-
bættismenn skuli sitja á
Reykhólum og afhent emb-
ættunum 5 ha af túni hvor-
um um sig. Líka hafa setzt
hér að 2 iðnaðarmenn, einn
kaupmaður og verkamaður
og hefir öllum þessum líka
verið afhentir 5 ha. hverjum.
Á þesgu landi má hafa á ann
að hundrað fjár. En nú er
embættismönnunum gert ó-
mögulegt að notfæra sér land
ið nema að takmörkuðu
leyti, þvi þeir hafa ekki beit-
arréttindi. Geta þeir haft í
mesta lagi um 40 fjár miðað
við innistöðu, og þó verður
það erfitt, því engin sumar-
beit er þeim heldur ætluö.
Liggur það í augum uppi, að
þetta er alröng stjórn. Auð-
vitað er það eina rétta að
gefa öllum þeim, sem þegar
hefir verið úthlutað landi,
kost á að nytja það til fulln-
ustu, með öllum réttindum,
og láta nýbýlin sitja á hak-
anum, þangaö til séð verður
hvort nokkuð verður eftir af
landgæðum til að spandera
í slíkt ævintýri. Hins vegar
verður ekki séð hvað unnið
er við nýbýlastofnun á Reyk
hólum. Fyrst ríkið staðsetti
embættismenn sína þar og
úthlutaði þeim landi, liggur
beinast við að ætla, að það
hafi gert ráð fyrir því, að
þeir fengju að notfæra sér
þá rausn. Hitt er ekkert nema
hemdargjöf.
Á Reykhólum er margt bú-
ið að gera til uppbyggingar,
en það er margt eftir enn,
eins og sést af því, sem ég
hefi skrifað hér að framan.
Það verður varla hægt að
tala um Reykhóla sem höfuð
ból og menningarmiðstöð
héraðsins fyrr en skólinn er
kominn og kirkjan og félags
heimiliö. En miðstöð í menn-
ingar- og félagslegum efnum
eiga Reykhólar einmitt að
verða, að mínu áliti, og í því
efni eru mörg óleyst verkefni
enn. Meðan svo er, er óþarft
að spyrja hvað gera eigi við
Reykhóla.
Með skynsamlegri nýtingu
landgæðanna gæti mönnum
liðið hér mjög vel og aukin
velmegun skapar betri skil-
yrði til framkvæmda í hin-
um menningarlegu efnum.
Meðan menn eru bláfátækir,
eins og flestir eru hér nú,
geta menn vitanlega ekki
(Framhala 6 6. BlSu.l
Um þessar mundir stendur yfir
í Monte Carlo mikið bridgemót.
Margir kunnustu bridgespilarar
heimsins eru meðal þátttakenda.
Keppt er í einmennings- og sveita
keppni og skipta verðlaun nokkur
hundruð þúsund krónum. Þetta er
í annað skipti, sem slíkt mót er
háð þar og má segja, að með þeim
sé verið að fara inn á nýja braut í
bridge. Hin miklu verðlaun og fríð-
indi freista margra og eru það, sem
mestu máli skiptir. Hins vegar hafa
mót alþjóða bridgesambandsins
alltaf verið hrein áhugamannamót
þ. e. að sígurvegarar hafa ekki hlot
ið peningaverðlaun, en ef til vill
breytist það einnig. Hinn þekkti,
franski bridgespilari og rithöíundur
P. Albarran, valdi menn í keppn-
ina og sendi þeim, sem hann telur
beztu bridgespilara heimsins, boðs-
kort. Að vísu gátu ekki allir þegið
boðið, en þá voru aðrir fengnir til
að fylla í skörðin.
Þátttakendur eru 36 og f þeim
má nefna Goren, Stayman, Rapee
og Mathe frá USA, Dodds Pavliedes
og Harrison Gray frá Englandi,
Besse frá Sviss, Finkelstein, Belgíu.
og Schneider, Austurríki. Einnig eru
fleiri menn og konur frá þessum
iöndum, og auk þess frá Ítalíu,
Portúgal. Hollandi, Þýzkalandi Mon
aco, Frakklandi og Egyptalandi.
Einu Norðurlandabúarnir eru Sví-
arnir Wohlin og Jannersteen. Herra
Albarran virðist sem sé ekki muna
eftir ágætri frammistöðu íslenzkra
Dridgespilara á Evrópumeistaramöt
um og í heimsmeistarakeppninni á
Bermunda, því að ekki var íslend-
ingum boðin þátttaka.
Hér á eftir fer eitt spil frá Monte
Carlo mótinu í fyrra, spilað af
Wohlin, en hann sigraði í einmenn-
ingskeppninni og hlaut álitlega
peningaupphæð að launum.
A G 8 4
V K 5 2
* 10 7 5 3
* 10 7 6
A 10 7 5 2 * 6
VG873 y Á 10 9 6 4
>96 > Á D 8 2
* D 5 4 *K93
A Á K D 9 3
¥ D
> K G 4
* Á G 8 2
Við það borð, sem Wohlin sat suð
ur, gengu sagnir þannig:
Norður Austur Suður Ves,ur
pass 1¥ dobl **
pass pass dobl pass
3> pass 3* pass
4* pass pass pass
Fjórir spaðar hjá norður var mjög
djörf sögn, en samt sem áður vann
Wohlin spilið.
Vestur lét út i byrjun hjarta 3,
lágt var látið úr blindum, og austur
varð að nota ásinn. Eins og sést
á austur ekkert gott útspil. Hann
valdi að lokum að láta út tígul ás
og síðan tigul 2. Suður tók með K,
þar sem hann gat auðvitað ekki
séð D hjá austur.
Því næst tók suður spaða ás og
spaða 3 kom á eftir. Vestur lét 5
og 8 var svinað í blindum. A hjarta
K blinds kastaði Wohlin tígul G
og síðan var laufa 10 spilað. Austur
lét K á og suður tók með Á.
Spaða 9 var spilað og tekið á G
í blindum, og laufa 6. spilað þaðan.
Wohlin hugsaði. sig uin. í JlS iníli.,
áður en hann ákvað að svina ex-
inu og vestur varð að taka slaginn
með D. Nú var sama hverju yestur
spilaði út, suður komst inn, .tók
trompin og fékk tvo síðustu slagina
á laufa G og ,8.
Spil þetta varð mjög- frægt í
Monte Carlo og hefir birzt í mörg-
um bridgeritum. Það liðu nokkrir
mánuðir áður en það kom fram uS
vestur gat hnekkt sögninni með því
að leggja spaða .10 á annað útspilið
í spaða. Þá hefði suður aðeins getað
spilað sig einu sinni inn .í blindan
og því orðið að gefa tvo lauf slagi,
auk rauðu ásahtta.
Hvernig hin '52' spil ge'tá stókkazt
og gefizt á hinn- skémnítliegasta
hátt, sýnir eftirfarantíi spil'vei: ■ cn
það kom fyrir 'í' tviménhiögskéþpni.
Suður gefur, áflir á hættú.
A K D G 8 .5 3, 2
v 9 6 4 3 .....
* G 6 •
* Ekkert
* 7 * 10 9 6
V D 5 V Á . ...
* K 8 7 5 4 Á D 10 3 2
* KG 10 7 5 4 * Á 6 3 2
* Á 4
y KG10.872
4 9 4
* D 9 8 .
Við eitt borðið sogðu subíur og
vestur pass. norður þrjáspáða.’ !aust-
ur fjóra tígla, súðúr fjóra spáða,
vestur fimm tígl'a, norður fimm
spaða, austur séx tígla, súður og
vestur pass. Norður gaf sig ekki og
sagði sex spaða. Aústúr dobláði og
spilaði út hjarta ás. Og nú varð
hann í vandræðúm. Hvefjú átti
hann að spila? Hariúi' v'ár heþþinn
og valdi tígul ás, félagi háris kallaði
með 8, og fékk næsta slág á K. Því
næst lét hann út hjarta D og austur
trompaði. Þrír niður.
Við annað borð fórnaði norður
einnig í sex spaða. Austur doblaði
og soilaði út hjarta ás, en hann var
ekki eins heppinn með áffamhaldið.
Hann snilaði laut'a ás Norður tromn
aði. Það, sem eftir var, var aðeins
barnaleikur og norður vann sögn-
ina.
En það voru> ekki allir í norður
suður, sem fórnuðu í sex spaða. Þeir
létu austur spila sex tígl'a með -mis-
munandi árangri. Sumir byr-juðu
með spaða ás, og skiptu síðan yfir
í hjarta. Eftir það var enginn'vattdi
fyrir austur að fá alla slagina. Aðf-
ir skiptu yfir i lauf' eftir að hafa
tekið spaða ásinn. Og það er, auð-
vitað hið eina rétta, þegar félaginn
— eins og hann .á að gera — -leggur
spaða 2 á ás. Með því féll sögnin.
En „toppinn" fékk' eitt austur/
vestur par, sem hafnaði. af-ein-
hverri ástæðu í sjö laufumr -Norður
átti að spila út, og hann álýt að
tilgangslaust væri að féyhá ' á'ð fá
slag í spaða og spilaði því út hjarta.
Blindur fékk á ásinn, og vestur gat
á augabragði tekið alla slagina.
Hann tók þrívegis tromp, fánn D
og spilaði öllum tíglinum. Á þann
síðasta hvarf tapslagurinn i spaða.
Nú var ekkert eftir nemá trómpa
hjarta D með síðast trompinú í
blindum og hitt stendur.
Hvað skyldi suður hafa sagt eltir
spilið? ;
5®S«SS555«5SSSS«SS*5S®5«ÍS555*
HÆNU UNGAR
tveggja mánaða gamlir. — Verða til sölu
t' / í júní og júlí. — Upplýsingar í síma 2058.
C55SS5S$$55$5S5S®S$$$«í«5SS55S««««$S«$$«ÍS$S$SS555$$«í«$5S$$í«Sa