Tíminn - 26.03.1955, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1955, Blaðsíða 8
59. árgangur, Reykjavík, 26. marz 1955. 71. blað, Kðttur kom inn á Sögregiustöð ina og gaut f jórum kettlingum Lögreglan í Reykjavík er ýmsu vön og reynir jafnan að leysa vandræði þeirra, sem til hennar leita, hvort sem í hlut eiga menn, eða málleysingjar. Nýlega kom á lögreglu stöðina læða komin að goti og gerði sér lítið fyrir og gaut kettlingum sínum á afgreiðsluborð lögreglunnar, sem tók síðan börn og móður í fóstur fyrst um sinn. Þessi atburður gerðist fyrir sex dögum. Vildu lögreglu- Belgíska hernum skipað að vera viðbúnum Brussel, 25. marz. — Heim- ferðarleyfi allra hermanna í belgíska hernum voru aftur- kölluð í dag af stjórn lands- ins og hermönnum skipað að halda sig í nánd við stöðvar sínar, þar eð stjórnin óttast að kaþólskir muni gera al- vöru úr þeirri hótun sinni að fara stórkostlega kröfu- göngu til höfuðborgarinnar til að mótmæla samþykkt þingsins um stórlega lækkað ríkisframlag til skóla, sem kaþólska kirkjan starfrækir. Einnig hafa verið gerðar margvíslegar varúðarráðstaf anir til að hindra hópgöngu þessa, þar á meðal settar hindranir á alla aðalvegi, sem liggja til höfuðborgar- innar. Minni háttar uppþot urðu í mörgum borgum lands íns í dag. mennirnir ekki trúa því, að kisa kysi helzt af öllu búsetu á lögreglustöðinni og létu hana út í Pósthússtræti. En kisa kom jafnóðum inn aftur og hélt rakleitt inn í af- greiðslusalinn og bar sig aum lega. Vissu lögreglumennimir ekki fyrr en gesturinn hafði fætt unga sína. Bjarni Jóns- íon fangavörður féuk kisu !'l umsjár og bjó henni ból í hlýju horni í lögreglukjallar anum. En kisu hefir ekki skort umönnun, því allir lögreglu- mennirnir hafa látið sór annt um hana. Kettlingarnir eru fjónr og er búið að ráðstafa tveimur þeirra. Aluienntir fnndur Iðnnemasamband íslands boðar til almenns iðnnema- fundar í Tjarnacafé (uppi) á sunnudaginn, 27. marz n. k. Á fundinum verður rætt um Launabaráttu iðnnema og iðnskólafrumvarpið. Nauð- synlegt er að sem flestir iðn nemar mæti á fundinum og kynni sér gang þessara mála og hverjar líkur eru til að hækkuð verði lágmarkslaun iðnnema. Sprengjukast og skothríð á dansandi gestí í brúðkaupi Ein kona drepin og 19 gestanna særðir — Tel Aviv, 25. marz. Á fimmtudagskvöld réðst flokkur óaldarseggja á veizluklædda brúðkaupsgesti í Patish, sem er ísraels megin við landamærin á Gazasvæðinu í Palestínu. Var hér um sveitabrúðkaup að ræða, sem fór fram að fornum sið. Voru gestirnir að dansa hinn ævaforna Dafa-dans á grasflöt fyrir framan hús brúð I hjónanna, þegar handsprengjur tóku að springa um- hverfis þá og byssukúlur hvinu um höfuð þeirra. Marg ir féllu þegar særðir og stynjandi til jarðar á gras- fletinum og voru dregnir eins ljótt og unnt var inn í húsið. Ein kona beið bana, cn 19 gestanna særðust, sumir hættulega. ísraelskir lögreglumenn með sporhunda hófu þegar leit að bófunum. Um 200 metra frá húsinu fundust skot hylki og handsprengjukveikjur. Óaldarseggirnir hafa ekki fundizt enn þrátt fyrir mikla leit, en vopnahlés- nefndin tilkynnti í dag, að spor hefðu fundizt eftir 4 menn og mátti rekja þau inn yfir landamæri Eg- L yptalands. Allsherjarnefnd n.d. fer í heim- sókn í ,/kjallarann,/ og fangahúsið Gaf síöan l>inghclmi ófagra lýsingu á þeim vistarvernm! — „Kjallarinn ekki sæmandi siSnðu þjóófélagi, fangahiisið óvióunaudi** Framhaldsumræður urðu í neðri deild Alþingis í gær um þingsályktunartillögu þá, er Gunnar M. Magnúss flytur um rannsókn á aðbúð fanga í Rvík. Allsherjarnefnd hafði kynnt sér tillöguna, en ckki orðið sammála um afstöðuna til henn ar. Meiri hlutinn vildi að henni vrði vísað til ríkisstjórn- arinnar en minnihlutinn, að nefnd yrði skipuð skv. tillög unni til að athuga aðbúnað fanga. Framsögumaður meirihlul- ans Björn Ólaísson. ga: ó.'agra og ýtarlega lýsingu á fanga- geymslum bæjarins, bæði kjallaranum í lögregluvarð- stofunni og eins fangahúsinu við Skólavörðustíg, en nefnd in hafði sýnt þá röggsemi að heimsækja þessa staði til að kynnast skilyrðum þar. Ekki siðuðu þjóðfélagi sæmandi. Hann kvað klefa fyrir 10 menn í kjallara lögreglustöðv arinnar. Þeir væru mjög litlir. en hitt þó miklu verra, að mjög væri lágt undir loft og þrátt fyrir endurbætur á loft ræstingu væri mjög vont loft þarna. Staðurinn væri allur mjög óvistlegur og ekki siðuöu þjóðfélagi sæmandi. Fangahúsið við Skóla vörðustíg. Lýsing framsögumanns á fangahúsinu við Skólavörðu- stíg var litlu betri. Hús þetta væri óviðunandi og ófullnæjj andi til fangageymslu, enda 80 ára gamalt. Þar væri rúm fyrir 27 fanga í 12 herbetgj- um, auk eins sjúkraherbergis. í sumum herbergjum yrðn að Aðalfnndur Frara- sóknarfél. Akraness Aðalfundur Framsóknarfé- lags Akraness var haldinn síðastliðinn sunnudag. Var hann fjölmennur og bættust 23 nýir félagsmenn við. — Stjórn félagsins var endur- kjörin, en hana skipa: Jónas Márusson, formaður, Bjarni Th. Guðmundsson, gjaldkeri, Guðmundur Björnsson, ritari og varamenn í stjórn Jón Kr. Guðmundsson og Hallgrímur Guðmundsson. Endurskoðendur voru einnig endurkjörnir Þórhallur Sæ- mundsson og Ásgeir Guð- mundsson. í fulltrúaráö, en það skipa 9 menn auk félagsstjórnar- innar, voru kjörnir eftirtald ir menn: Þórhallur Sæmunds son, Jón Pétursson, Kristján Jónsson, Daniel Ágústínusson Ingvi Guðmundsson, Svavar Þorbjörnsson, Ásgeir Guð- mundsson, Hallgrímur Guð- mundsson og Jón Kr. Guð- mundsson. Að loknum aðalfundi futti Daniel Ágústínusson bæjar- stjóri erindi um stjórnmála- viðhorfið og sagði tíðindi af fundi miðstjórnar Framsókn árflokksins. Að því loknu urðu fjörugar umræður og tóku margir til máls. Var fundur inn hinn ánægjulegasti. dveljast 3—5 menn og væri það vafalaust óhollt mjög fyrir unglinga og aðra sem ef til vill hefðu lítið af sér brot ið. Mætti jafnvel nefna dæmi þessu til sönnunar. Engar breytingar gerðar. Engar breytingar hefðu ver ið gerðar á húsinu síðan það var byggt, nema hvað stein- garðurinn umhverfis húsið hefði verið hækkaður um helming. Húsinu væri að vísu vel viðhaldið og hreinlæti virt ist í bezta lagi. Þótt húsið hefði verið byggt af miklum stórhug á sínum tíma (í Rvík voru þá aðeins um 2 þús. í- búar), væri nv. brýn nauðsyn að byggja nýtízku fangahús í útjaðri bæjarins. Tillögunni vísað til ríkis- stjórnar. Þrátt fyrir þetta slæma á- stand teldi meiri hluti al’s herjarnefndar ekki ástæðu td að fara þá leið, sem lagt var til í tillögunni að skipa 3ja manna nefnd til að athuga að búð fanga heldur yrðu álykt uninni vísað til ríkisstjórnar- innar. Væri þetta byggt á því, að undirbúningi, að byggingu fangageymslu væri nú svo vel á veg komið, að hún ætti að geta hafizt á þessu sumri og verða lokið innan skamms Sjúkrahús fyrir drykkju- sjúka. Framsögumaður minnihiuta allsherjarnefndar Gunnar Jc- hannsson áréttaði lýsingu Björns Ólafssonar á kjallar- anum og fangahúsinu og vildi að rannsóknarnefr.d yrði skip uð. Gylfi Þ. Gíslason kvað ekki aðeins nauðsvn að byggja fangageymslu heldur siúkradeild fvrir drykkju- sjúka eins og ákvæöi væru um í lösrum og fé hefði verið voitt til á fjárlögum. Armbandsúr í verðlaun Nú á miðvikudaginn hófst keppni í nýjum fimm kvölda flokki í Framsóknarvist í Keflavík. Fyrri fimm kvölda keppnin varð mjög vinsæl og var þátttaka mjög góð á mið vikudaginn, þegar ný keppni hófst. Keppt veröur svo næst á miðvikudagskvöld í Bíó- kjallaranum, en verðlaun hafa nú verið ákveðin arm- bandsúr fyrir sigurvegarana. Vinsældir þessara spila- kvölda sjást bezt á því, að fólk utan Keflavíkur er far- ið að sækja þau. Þá talaði einnig flutnings- maður tillögunnar og hélfi fast við skipun nefndar og þá einkum til, að athuga hvört lögreglumenn og gæzluiienn. væru að menntun og skap- lyndi ’-°im vanda vaxnir að rækja hin vandasömu störf sín, á viðunandi hátt, svo og til að athuga aðstöðu lögregl unnar yfirleitt til að síhna þessum störfum. Loks tók Björn Óiafsspn aftur til máls. Umræðunni var frestað. ........ "i— ^ >tlii ' Erlendar íréttir í íáum orðura □ Gromyko ræddi í næstum klukkustund við "TrndenrTitih- ríkisráðherra Svía í gær. □ Scelbi. forsætisráðþerra |talr.T er farinn j heimsókn til Banda. ríkjanna og Kanada. □ Hansen, forsætisráðherra Dana. hélt ræðu í gæi; og lagði ein- dregið til að, Danir sarnþykktu samningana um tndurvígbun- að V-Þjóðyerja.: Verkfalí útkoraú brezkra London, 25? 'márz. — Mörg: af síðdegisblöðunum í Lon- don komu ekki út i....kvöld. sökum þess að tæknisérfræð' ingar ýmsir, sem vinna við-' blöð'in hafa lagt niður vinnu. Hafa þeir krafizt hærri launa, en samningaviðræður ekki enn borið, árangur. Ná- ist ekki samkomulag, er hætt við að flest öll stórblöðin geti ekki komið út. Góð skemmtun Framsóknarraanna í Hafnarfirði Frá fréttaritara Tímans í Hafnarfirði. Síðast liðið fimmtudags- kvöld hélt Framsóknarfélagið hér skemmtisamkomu í Ál- þýðuhúsinu. Var þar spiluð Framsóknarvist með miklu fjöri, undir stjórn Vigfúsar Guðmundssonar. Guðni Þórð- arson sýndi fagrar litskugga myndir frá fiskiveiðum vfð Lofoten í Noregi. Þótti sam- komugestum mjög gaman að kynnast þannig stærsta fi«ki veri heimsins En Guðni verið þarna norðurfrá og.tíek. ið sjáflur myndirrtar, ér hann ' sýndi. — Loks var dansað uncí ir ágætri músík og sérstaklega almennri þátttöku samkorriú- gesta. Húsfyllir var og hin mesra gleði ríkjandi yfir ánægjuleg”i samkomu. Þökkum við Hafnfirðingar góðum gestum fyrir komuna til okkar og vonum að þeir komi til okkar aftur við tæki færi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.