Tíminn - 27.03.1955, Page 1
Bfcrifstoíur i Edduhúil
Frétta-slmar:
81302 og 81303
Aígreiðslusíml 2323
Auglýsingasimi 61300
Prentsmiðj&n Edda
39. árgangur.
Reykjavík, sunnudaginn 27. marz 1955.
72. blaS.
Stuttur samninga-
fundur í gær
Samningafundur var boð-
aður með deiluaðilum í
vinnudeilunni í gær og stóð
fundurinn í um það bil 2
klukkustundir, án þess að
árangur næðist. Var fundi
þá slitið og hafði nýr fund-
ur ekki verið boöaður seint
í gærkvöldi.
Hljómleikar Sin-
fóníusveitarinnar
Sinfóníuhljómsveit Ríkisut
varpsins efnir til tónleika í
Þjóðleikhúsinu á þriðjudags-
kvöldið kl. 7. Stjórnandi verð
ur Ólav Kielland, en tveir
ungir einleikarar koma fram,
sem ekki hafa áður leikið ein
leik með hljómsveitinni. Eru
það þeir Ynvar Jónasson og
Jón Sen, sem leika í konsert
fyrir tvær fiðlur og strengja
sveit eftir Bach.
Á þessum hljómleikum verð
ur ennfremur fluttur sorgar-
forleikur eftir Brahms og
Fimmta sinfónían eftir
Tschaikowsky. Hefir hún
tvisvar áður verið flutt hér
á landi.
Afla vel í vari
við Eyjar
Frá fréttaritara Tímans
í Vestmannaeyjum.
Nokkrir Vestmannaeyjabát
ar hafa getað sinnt veiðar-
færum sínum vestan við Eyj-
ar, en mestur hluti bátaflot-
ans þar, hefir ekki komizt á
sjó í heila viku. Fárviðri hef
ir staöið dögum saman við
Eyjar og þeir bátar, sem
sinnt gátu veiðum, áttu veið
arfæri sín í skjóli við Eyjarn
ar.
Nokkrir þessara báta hafa
aflað vel. Þannig fékk t. d.
vélbáturinn Baldur 30 lestir
í fyrradag.
Göngukeppni Vest-
fjarðamótsins
Frá fréttaritara Tímaris
á ísafirði.
Göngukeppni skíðamóts
Vestfjarða var háð í Tungu
dal sl. föstudag. Brautin var
16 km löng og sigraði Oddur
Pétursson á 67:53,0 mín., sem
er allgóður árangur. Annar
varð Gunnar Pétursson á
68:20,0 mín., en þeir bræð-
urnir keppa báðir fyrir Ár-
mann í Skutulsfirði. Þriðji
varð Árni Höskuldsson, Skíða
félagi ísafjarðar, á 69,40,0
mín. Keppendur voru 9. Veð
ur og færi var gott. GS.
Málverkasýning Sigurbjörns Kristinssonar
Um Jjessar mundir cr opin í ListamannasUálanum máiverkasýning Sig-
urbjörns Kristinssonar, og vekur hún talsverða athy li. Hefir hún
verið allvel sótt og hafa 15 myndir þegar selzt. Sýningin verður opin
til mánaðamóta frá kl. 13—22 daglega. Myndin hér að ofan er af einu
málverkinu á sýningunni, og nefnist það sjávarþorp.
Sjómenn í Eyjum hefja á
ný málarekstur út af
gjaldeyrisfríðindum
Kref ja útgerðarmenn um háar upphæðir
fyrir gjaldeyrisfríðindi árin 1952 og 1953
Frá fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum.
f Vestmannaeyjum eru nú að hefjast víðtæk málaferli út
af gjaldeyrisfríðindum bátaútvegdns. Gera sjómenn nýjar
kröfur til gjaldeyrisfríðinda þeirra, sem bátaflotinn hafði
árin 1952 og 1953. Hefir Jón Eiríksson skattstjóri og lög-
fræðilegur ráðunautur sjómannafélagsins í Eyjum höfðað
mál gegn útgerðarfélögum í Eyjum.
Atvinnurekendur í Hafn-
arfirði sömdu við verkam.
Ryrjað að vinna þar við uppskipun á fiski
sem var að því kominn að eyðileggjast —
Bæjarútgerðin í Hafnarfirði og nokkrir aðrir atvinnu-
rekendur þar, gerðu í gær samninga við Verkamannafélagið
Hlíf í Hafnarfirði, sem standa skulu þar til almennir samn-
ingar verkamanna og atvinnurekenda eru komnir á og endi
er bundinn á kaupdeilu þá, er nú stendur yfir.
Var samið upp á 30% kau"
hækkun þar til samið verð-
ur hjá hinum félögunum og
gilda þá sömu samningar hjá
Hafnfirðingum og þeim.
Það var bæjarútgerðin, er
hóf þessa samninga í Hafn-
arfirði og samdi fyrst, en síð
an gerðust margir aðrir at-
vinnurekendur þar, aðilar að
þeim.
Mikill fiskur var farinn að
safnast fyrir í skipum í Firð
inum og aðkomubátar, sem
þaðan eru gerðir út i vetur,
voru farnir að leita annað
Mikil þátttaka
í skíðagöngu
Frá fréttaritara Tímans
í Mývatnssveit.
Sunnudaginn 13. marz fór
fram hjá Reykjahlíð í Mý-
vatnssveit 15 km skíðaganga
Framh. á 2. síðu.
með útgerðaraðstöðu s:na.
Vinna hófst því í Hafnar-
'irði í gær og verður unnið
þar í dag við að koma afl-
anum undan skemmdum.
Skákmót Hafnar-
fjarðar
Eftir fimm umferðir á
skákmóti Hafnarfjarðar er
staðan þannig, að Sigurgeir
Gíslason er efstur með 4 vinn.
inga. Stígur Herlufsen hefir
3.5. Magnús Vilhjálmsson,
Sig. T. Sigurðsson, Jón Krist-
jánsson og Ólafur Sigurðsson
3 hver, Þórir Sæmundsson
1.5, Ól. Stephensen og Trausti
Þórðarson 1, og biðskák hvor,
og Eiríkur Smith 1 vinning.
Tefldar verða níu umferðir
og er teflt á þriðjudögum og
föstudögum. Eins og sést á
vinningum er keppnin mjög
tvísýn, því einn vinningur er
milli fyrsta og sjötta manns.
Fundur FUF um kjarn-
orkumál er kl. 2 í dag
Mun þessi málhöfðun vera
byggð á úrskurði hæstarétt-
ar í vetur, þó aðrir telji, að
ekki sé hægt að byggja hér
á sömu forsendum.
Búið er að höfða mál gegn
eigendum vélbátsins Baldurs
og fleiri útgerðarfyrirtækj-
am í Eyjum. Er krafist mik-
illa fjárupphæða, sem sjó-
menn telia sig hafa orðið af
skipta vegna gjaldeyrisfrið-
inda útgerðarinnar árin 1952
og 1953.
Er hér um að ræða kröfur,
sem nema mörgum milljón-
um króna, þegar þær ná til
allra útgerðarfyrirtækja í
Vestmannaey j um.
Margir Reyðfirðing-
ar á vertíð syðra
Frá fréttaritara Tímans
á Reyðarfirði.
Margir Reyðfirðingar eru
nú farnir burt til vertíðar-
starfa, eins og jafnan er um
þetta leyti árs. Má gera ráð
Framh. á 2. síðu.
Hinn almenni fræðslufund
ur um kjarnorkumál, sem
Félag ungra Framsóknar-
manna stendur að, verður
haldinn í dag í Tjarnarkaffi.
Frummælandi er Þorbjörn
Sigurgeirsson, magister, og
flytur hann fyrirlestur um
atómvísindi. Á eftir verða
frjálsar umræður, en mál
þetta er hið athyglisverð-
asta.
Atómvísindi í þeirri mynd,
sem þau eru nú, eru svo að
segja ný af nálinni. Ótelj-
andi möguleikar eru bundn
Gullfoss og mðrg önnur skip halda
sjó í fárviðri suðaustur af Eyjum
Mikið fárviðri liefir staðið
undanfarna daga á hafinu
suðaustur af íslandi og eru
þar mörg skip nú, sem ekki
komast leiðar sinnar, svo
nokkru nemi. Meðal þeirra
er Gullfoss, sem er á útleið
og vélskipið Oddur frá Vest
mannaeyjum, sem er að
koma með saltfarm til lands
ins frá Hamborg. .
Heyrðist til skipa á þess-
um slóðum j gær og sögðu
menn þá frá bví, að sama
fárviðrið hefði staðið ailan
daginn í gær, eins og und-
anfarna daga. Enskur tcig
ari, sem kom upp undir Eyj
ar í gær frá Englandi hafði
verið átta daga á leiðinni til
landsins, sem venjulega hef
ir tekið þetta sama skip þrjá
sólarhringa að komast. Gef
ur það nokkra hugmynd um
að veður er ekki gott, þeg-
ar stórum skipura gengur
svo seint að kamast leiðar
sinnar.
Við Eyjar, undir Eiðinu og
Hamrinum liggja mörg skip
og komast ekki inn á Vest-
mannaeyjahöfn til af-
greiðslu. Meðal þeirra er
strandferðaskipið Esja, sem
búin er að bíða lengi við
Eyjar. Hitt eru aðallega er-
lend flutningaskip.
Ekki er vitað um að neitt
hafi orðið að hjá skipum
þeim, sem lent hafa í þessu
fárviðri. Skipin sem liggja
undir Eyjum eru í góðu vari
við Heimaey, en hin sem eru
úti á hafinu suður og ast-
ur af Eyjum lialda að mestu
kyrru fyrir meðan ósköpin
standa.
ir þeim samfara vaxandí
o>rkuþörf í heiminum. Þessi
vísindi snerta okkur ekki síð
ur en aðrar þjóðir, og ekki
síður fyrir hað, að við eig-
um hér mikla orku bundna
í fallvötnum. Má búast við
að kjarnorkan verði harður
keppinautur fallvatnanna i
framtíðinni.
Þessi fundur í Tjarnar-
kaffi verður óformlegur og
geta fundarmenn setið yfir
kaffi á meðan umræður
fara fram.
Ekki er að efa, að þessi
athyglisverði fundur verður
fjölsóttur.
Þorbjörn Sigurgeirsson. j