Tíminn - 27.03.1955, Qupperneq 8
39. árgangur.
Reykjavík,
27. marz 1955.
72. blað.
Herir Rússa, Bandaríkjamaima
og Kínverja verdí VA milljón
Xill. Breta í afvapnunarniálum. Gromyko
sokur um trunaðarbrot og rangfærslur -
London, 26. marz. Nutting, varautanríkisráðherra Bret
lands, ræddi í dag við fréttamenn um há ásökun Gromy-
kos, varautanríkisráðherra Rússa, að vesturveldin hefðu
hindrað samkomulag um afvopnun á fundum afvcpnun-
arnefndarinnar í Lundúnum. Kvað hann brezku fulltrú-
ana vera bæði undrandi og hissa yfir þessum ásökunum.
Þar við bættist, að Gromyko hefði rofið þagnarheit sitt,
þar eð allir fulltrúarnir — Gromyko meðtalinn — hefðu
fallizt á að fundir nefndarinnar skyldu vera levnilegir og
frá engu skýrt opinberlega nema með samþykki allra.
Drengjum boðið á
flugvöllinn í dag
Eins og áður hefir verið
frá skýrt verður drengjum
gefinn kostur á að skoða flug.
völlinn hér í Reykjavík og
kynnast starfrækslunni þar.
Er það flugmálastjóri, sem
gengst fyrir þessari þörfu
kynningu. Er enginn vafi á,
að drengirnir nota sér þetta,
enda er miklu skemmtilegra
að skoða flugvöllinn undir
góðri leiðsögn en að vera þar
á ferli einn síns liðs í óleyfi
og stofna kannske sjáfum
sér og öðrum í lífshættu.
í dag er drengjum boðið
á flugvöllinn, og er það kl.
10 árdegis og klukkan 2 síð-
degis. Aðeins er farið inn á
flugvöllinii frá Miklatorgi,
og fá gestirnir miða og núm-
er í lögregluskýljnu við völl-
inn. Nauðsynleg’t er að búa
sig hlýlega í þessa ferð.
Deilur harðna enn
í S-Viet Nam
París, 26. marz. — Dinh,
forsætisráðherra S-Viet Nam
ræddi i dag við fulltrúa þeirra
þriggja trúflokka, sem risið
hafa til andstöðu gegn stjórn
hans, en þeir höfðu m. a. sett
honum þau skilyrði að mynda
nýja stjórn á mjög breiðum
og þjóðlegum grundvelli. Eng
inn árangur varð af þessum
viöræðum og kenna trúflokk
arnir forsætisráðherranum
um. Segja að hann verði nú
að taka ábyrgð á afleiðing-
unum af þeirri afstöðu sinni.
Trúflokkar þessir hafa um
40 þús hermenn undir vopn
um og hafa alltaf annað
slagið undanfarið verið bar-
dagár milli þessa liðs og
stj órnarhersins.
í þokkabót hefði Gromyko
svo skýrt rangt frá staðreynd
um. Hið rétta i þessum mál-
um væri, að stefna Breta í
þessum málum væri grund-
völluð á tillögum þeim, sem
Bretar og Bandaríkjamenn
lögðu fram sameiginlega i
fyrra sumar, en skv. þeim
skyldu öll kj arnorkuvopn
bönnuð og stórkostlega dregið
úr herafla.
Tillaga Breta nú.
Á fundum þeim, sem nú
hefðu farið fram, hefðu Bret
ar lagt til að herafli Rússa,
Bandaríkjamanna og Kín-
verja hvers um sig mætti ekki
fara fram úr 1—1V2 miljón
manna. í herjum Frakka og
Breta skyldu.hins vegar ekki
vera fleiri en 650 þús. manns
hjá hvorri þjóð um sig. Þessu
tilboði hefðu Rússar bafnað
Viðræður muni halda áfram.
Rússar hefðu hins vegar
lag.t til að herafli allra þess-
ara ríkia skyldi lækkaður um
V3 írá því sem nú er, en ekki
viljað gera neina grein fyrir
því, hvaða áhrif slík lækkun
myndi hafa á stærð rússneska
landhersins. Nutting kvað
fundi nefndarinnar myndu
hefjast að nýju n. k. þriðju-
dag, þrátt fyrir þau trúnað
arbrot, sem Gromyko hefði
gert sig sekan um.
•
Cambridge-stúdent-
ar sigruðu í
róðrarkeppni
London, 26. marz. — Róðr-
arkeppni fór í dag fram á
ánni Thames milli stúdenta
frá Oxford og Cambridge.
Var þetta í 101. sinn sem
þessi keppni fer fram. Unnu
Cambridge-stúdentar að
þessu sinni, voru 16 báts-
lengdir á undan keppinaut-
um sínum. Hafa þeir því unn
ið keppnina 56 sinnum en
Oxford-stúdentar 45 sinn'um.
Allmikið ber á hnísla-
sótt í fé á Héraði
Gnrnaveiki hins vegar lítið vart
Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum.
Samkvæmt upplýsingum dýralæknisins hér hefir nokkuð
borið á svonefndri hníslasótt í gemlingum í mörgum hrepp-
um hér austan lands í vetur. Annars hefir heilsufar fénaðar
verið ágætt.
Garnaveikin gerir nú mjög
lítið vart við sig, en hún gerði
sem kunnugt er mikinn usla
í fé bænúa á síðustu árum.
Virðist auðsætt að veikin sé
nú alveg að hverfa og er viö
það >ungu fargi létt af bænd
um, því að nógar aðrar pest-
ir er við að kljást. ES.
Hundruð særðir og þúsundir handtekn-
ir í blóðugum götuóeirðum í Brussel
Klumlruð þúsunda strevindu inn í borgina í
morgun. — Herlið hcldur þar uppi reglu
Brussel, 26. marz. Stórkostlegar kröfugöngur og blóðugar
óeirðir urðu í Brussel í dag, er hundruð þúsunda af ka-
þólskum mönnum hvarvetna að úr Belgíu ruddust inn í
borgina og söfnuðust saman á stærsta torgi borgarinnar.
Var þetta gert til að mótmæla lækkun þeirri á fjárfram-
lögum ríkisins til skólahalds kaþólsku ^kirkjunnar# sem
rikisstjórnin beitti sér fyrir og samþykkt var í þinginu
fyrir nokkrum dögum.
Úr leiknum Antigóna, sem
Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld.
Fóstran: Ragína Þórðardótt-
ir, Antigóna: Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir. Baldvin Hall-
dórsson annast leikstjórn. —
Churehill vonar að
verða enn lengi
þingmaður
London, 26. marz. — Churc
hill forsætisráðherra Breta
hélt ræðu í kjördæmi sínu
Woodford í dag. Kvað hann
nú 30 ár síöan hann hefði
orðið við óskum manna í
kjördæminu um að bjóða sig
fram þar, en það var árið
1924. 30 ár væru langur tími
sagði Churchill, en hann
gerði sér samt vonir um að
sér myndi enn um skeið auðn
ast að vera þingmaður kjör-
dæmisins.
Fullvíst að Frakk-
ar muni samþykkja
Parísarsammnga
París, 26. marz. — í dag var
felld með miklum atkvæða-
mun tillaga frá kommúnist-
um í efri deild franska þings
ins um að fresta skyldi af-
greiðslu Parísarsamning-
anna. Er þetta talið örugg
sönnun þess, að deildin muni
samþykkja samningana ó-
breytta. Umræðurnar munu
standa frain á nótt, en at-
kvæðagreiðslan fer sennilega
ekki fram fyrr en á morgun.
Daglegar ferðir
Vegurinn yfir Fagradal er
alveg auður að kalla og er
nær daglega farinn, enda all
ar nauðsynjar fluttar jafn-
óðum upp á Hérað frá Reyðar
firði, þær sem þarf að flytja,
en mikið vörumagn er jafnan
flutt að haustinu, áður en
gera má ráð fyrir að vegir
teppist vegna snjóa.
Sama er að segja um veg-
inn til Eskifjarðar.
Stjórnin hafði lagt bann
við kröfugöngu þessari og g^rt
margvíslegar varúðarráðstal-
anir, m.a. afturkallað öll leyfi
hermanna. Miðhluti Brussel
borgar hafði verið víggirtur
rammlega með gaddavírsgirð-
ingu. 12 þús. manna lið lög-
reglumanna og herliðs, er
vopnað var táragasi, sverð-
um, byssum og vélbyssum, var
til taks. Ekki tókst samt aö
hindra för mannfjöldans inn
í borgina, nema að litlu leyti.
Streymdi mannfjöldinn inn
á eitt stærsta torg borgarinn-
ar, en lögreglan lokaði öllum
götum, er að því lágu nema
einni og reyndi að láta menn
ganga í skipulegum röðum.
1000 handteknir, 80 særðir.
Mannfjöldinn riðlaðist
brátt og myndaðist þvaga.
Hermenn og logregla reyndu
þá að dreifa mannfjöldan-
um. Beittu beir slökkviliðs
tækjum og táragasi. Frétta-
ritari brezka útvarpsins seg
ist hafa séð lögreglumenn og
ríðandi hermenn ráðast á
mannfjöldann með harefl-
um og sverðum. Um miðjan
dag var búið að handtaka
um 1 þús. menn, en um 80
voru særðir. Þessar tölur stór
hækkuðu er á daginn leið,
og talið er, að tala særðra
skipti hundruðum. Ekki er
þó kunnugt um, að orðið
hafi mannfall.
Óeirðir víðsvegar um
landið.
Fregnir hafa eining borizt
um óeirðir í mörgum öörum
borgum landsins til dæmis
borgunum Gent og Louvain.
Óstaðfestar fregnir herma, að
í allmörgum bæjum landsins
Gerði framsögumaður grein
fyrir hversu mikil samgöngu
bót myndi að Heydalsvegi
fyrir byggðirnar við Breiða-
fjörð og víðar. Vegur þessi
myndi verða nokkurn veginn
öruggur vetrarvegur, enda
væri hann aðeins um 150 m
yfir sjávarmál á 4 km kafla.
Brattabrekka og Kerlingar-
skarð væri hins vegar um
300 m yfir sjávarmál, þar
sem hæst væri. Það fé, sém
lagt yrði í þennan veg myndi
sparast á skömmum tíma þar
eð leggjast myndi niður að
mestu eða að öllu leyti snjó-
mokstur á leiðinni vestur í
hafi kröfugongumenn tekið
alla stjórn í sínar hendur.
Nokkrir af foringjum ka-
þólskra hafa verið handtekn
ir, þar á meðal fyrrv. forseti
neðri deildar þing'sins Dóuis
málaráðherrann segir bram-
bolt kaþólskra út af lögunum
hafi þegar farið út um þúfur
og muni þeir sem ábyrgð bera
á óeirðunum eða uppvísir
urðu að því að bera vopn,
dregnir fyrir lög og dóm og
látnir svara til saka.
Sigurður í Stafa-
felli hylltur á
s jötugsaf mælinu
Sigurður Jónsson bóndi &.
Stafafelli í Lóni átti 70 ára
afmæli 22. þ. m. eins og get-
ið var um hér í blaðinu.
Þennan dag var fjölnjennl
á Stafafelli og heimsóttú af-
mælisbarnið, sveitungar hans
og vinir úr næstu sveitum.
Sátu menn i góðum fagnaði
fram á nótt. Var létt yfir
mönnum og minnst margra
góðra stunda frá liðnum ár-
um. Var öllum til ánægju,
hve hinn 70 ára öldungur
reyndist léttur í spori og ung
ur í anda.
Sigurði bárust ýmsar góðar
gjafir frá sveitungum hans
í Lóni, Menningarfélagi Aust
ur-Skaftfellinga, kaupfélag-
inu í Höfn og frá ýmsum virt
um fjarstöddum og utan-
sveitar. Þá bárust og mikill
fjöldi heillaskeyta og ham-
ingjuóska.
Dali, sem árlega ef varið til
háum fjárhæðum.
Þeir Steingrímyr Steinþórs
son, Jón Sigurðsson pg Einár
Ingimundarson flytjá breyt-
ingartillögu við frumv. á þá
leið að einnig verði heimiluð
lántaka til að /ullgera Siglu-
fjarðarveg, 600 þús. kr. —
Steingrímur Steinþórsson
gerði grein fyrir tillögunni.
Kvað svipuðu máli gegna um
þennan veg og Heydalsveg.
Brýn nauðsyn væri að koma
Haganesvík og yztu byggðum
Rkagafjarðar í öruggt vega-
samband við aðrar byggðir
héraðsins.
Heydalsvegur yrði örugg vetr-
arleið til Breiðafjarðarbyggða
Frumvarp þeirra Ásgeirs Bjarnasonar og Sigurðar Ágústs-
sonar um 500 þús. kr. lán til vegagerðar um Heydal í Snæ-
fellsnes ýslu var til 1. umræðu á föstudag, og flutti fyrri
flutningsmaður framsöguræöu fyrir frumvarpiiiú.