Tíminn - 29.03.1955, Side 4

Tíminn - 29.03.1955, Side 4
* TÍMINN, þrigjudaginn 29. marz 1955. 73. blað, Leikritasafn - Félagsheimiii Árið 1950 hóf Menningar- sjóður útgáfu leikritasafns og hefir nú gefið út alls 10 bindi. Er útgáfan mjög smekk leg að öllum frágangi og afar ódýr. Er áskriftarverð allra heftanna, sem komin eru, að ems kr. 178,00, og auk þess fá félög, sem gerast áskrif- endur að 10 eintökum eða íleirÁ 10% afslátt frá út- söluverði. Það má vitanlega enda- laust deila um val leikrita í slíka útgáfu og verður aldrei valið svo að öllum líki allt það, er kemur. En geti áfram hald orðið á þessari starfsemi Menningarsjóðs má öllum vera ljóst, að innan skamms er hér um sltkt safn að ræða, að úrval við hæfi hinna ólík- ustu leikkrafta og aðstöðu, er fyrir hendi. Er enginn efi, að nú þegar eru í leikritasafn inu leikrit við hæfi lítilla leik félaga og annarra hliðstæðra samtaka, jafnframt því sem þar eru viðfangsefnf full- sæmandi hvaða leikhúsi sem er. Leikritaútgáfa Menningar- sjóðs má því vera mikið gleði efni öllum leiklistarunnend- um í landinu, þeim sem við leiklist fást, þeim er leikhús sækja og ekki síður hinum, sem að vísu eru allt of fáir, sem njóta þess í ríkum mæli að lesa leikrit. Það er undar- leg „ímyndunarveiki“ sem þjáir marga, jafnvel bókelska lesendur að leikrit séu alls ekki til lesturs. Og það myndi breyta mjög viðhorfi til leik- listar og leikbókmennta yfir- leitt, ef menn yrðu læknaðir af þeim sjúkdómi og fengj- ust til þess að lesa leikrit eins og aðrar bókmenntir. Það virðist augljóst, að fyrst og fremst öllum leik- félögum, ungmennafélögum og öðrum samtökum, er hafa leikstarfsemi með höndum ber að vera áskrifendur að Leikritasafni Menningar- sjóðs. Einnig að sjálfsögðu ollum lestrarfélögum og bókasöfnum. En öllum bóka- og listarunnendum ber líka að leggja svo hönd að verki að þessi útgáfustarfsemi þurfi ekki að falla niður. Hinsvegar gerir útgefandi ráð fyrir að svo verði ef áskrifend um fjölgar ekki að veruleg- um mun. til starfa, sem og rétt er. Nú er hins vegar að gerast ann- ar hlutur, sem einnig er gegn merkur og fer í sömu slóð, en það er bygging hinna nýju glæsilegu félagsheimila út um allt land til sjávar og sveita. Standa íbúar þessara staða í mikilli þakkarskuld við þá menn, er að því stóðu að koma þeirri löggjöf á, erj gerir þetta kleift og eins fyr- j ir þann skilning þeirra, að | vandað leikhús í Reykjavíkj yrði sem skipbrotsmenn á i (Pratnhald á 6. bí3u1 Hitaveitan í Hvera- gerði senn fullbúin Frá fréttaritara Tímans í Hveragerði. Hin nýja hitaveita í Hvera gerði er nú senn fullbúin og er verið að taka hana í notk un. Var hleypt á nokkurn hluta kerfisins fyrir nokkr- um dögum, þar á meðal um 500 fermetra gróðurhúsa og reyndist kerfið vel. Þetta mun vera eina hitaveitan á land- inu, sem er með hringrás. Næstu daga verður gengið til fulls frá hitaveitunni og vatn inu hlevpt á allt kerfið. teb Atriði úr öðrum þætti í Fjalla-Eyvindi: Jónheiður Scheving í hlutverki Guðfinnu og Sigurgeir Scheving (sonur Jónheið- ar) í hlutverki Arngríms holdsveika. 2500 manns sáu Fjalla- Eyvind í Vestmannaeyjum Uppsetnlng' og flutnlng'ur með ágætum Undanfarð hefir Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjöns- son verzð sýiidur í Yestmannaeyjum wndir Ieikstjórn Hösk- uldar Skagfjörðs. Aðsókn að leiknum hefic verið mjög góð, eða húsfyllir á fimm sýningum. Húsið tekur tæp 5 hundruð í sæti og hafa því um tvö þúsund og fimm hundruð manns séð leikritið. Mikið hefir verið um það talað, hve merkum áfanga var náð er Þjóðleikhúsið tók Umsagnir Vestmannaeyja- blaðanna eru mjög lofsamleg ar. Segja þau að uppsetning B R Y T I Bryti óskast á millilandaskip. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist afgreiðslu blaðs- íns fyrir 6. apríl, merktar „BRYTI“. 5 mínútna suöa og dásamleg súpa tiibúin Fjölskyldunni mun smakk- ast hin bragðgóða súpa búin til úr úrvals efnum. Biðjið um „H0NIG“ kjúklingasúpu ES25 leikritsins sé öll með glæsi- brag, og ótrúlegt hve vel hafi tekizt, þegar miðað er við allar aðstæður. Segir þar enn fremur að Höskuldur Skag- fjörð hafi með sviðsetningu sinni og leikstjórn unnið af- rek, sem lengi muni í minn- um haft. Sýnt sé af þessu verki, að hægt sé að setja á svið í Eyjum svo að segja hvaða leikrit, sem vera skal. Höllu og Eyvind léku þau frú Unnur Guðjónsdóttir og Loftur Magnússon. Björn hreppstjóra lék Jóh. Björns- son og Arnes lék Höskuldur Skagfjörð. Leiktjöld málaði Sigfús Halldórsson. Sýnt verður af þeim viðtök um, sem leikritið fékk í Eyj- um að uppsetning þess og flutningur hefir gengið sam- kvæmt beztu óskum. Blaðið hafði snöggvast tal af Hösk uldi Skagfjörð í gær, og lét hann vel yfir förinni. Sagði hann að ein sýning væri fyr irhuguð enn i Eyjum. Heyrst hafði að leikritið myndi verða sýnt í landi, en aöspúrð ur kvaðst Höskuldur ekkert geta um það sagt aö svo stöddu máli. Sveinn Sveinsson frá Possi kveður sér hljóðs og kemur vlða við: Erindin, sem Magnús Finnboga- son frá Reynisdal flutti í útvarpíð um daginn, um sjóslysin í Mýrdal, og öll þau sjóslys frá þeim tíma, sem hann talaði ekki um, ættu að minna menn á að byrja ekki að nýju sjóróðra með söndunum, svo hættuleg sem sú atvinna hlýtur allt af að vera. Því þótt tæknin sé orð- in mikil til að bjarga strandmönn- um úr sjávarháska, þegar skip stranda, þá er það allt annað en með opnu bátana við brimgarðinn, þegar þar vill til slys með því að skipin hvolfa á augnablikinu, og ef ekki er hægt að bjarga á næsta augnablikinu, þá er búið með það, eins og kunnugir vita. En nýja tæknin bjargar þessum plássum á annan hátt, svo sem með því, að nú eru allar vörur — að og frá verzlunum í þessum pláss um — fluttar landleiðina með bíl- um, og jafnvel loftleiðina með flug vélum. Og öll heimili við þessa sjáv arsiðu geta fengið nýjan fisk, fryst- an eða ófrystan, með þessum far- artækjum, og ég tala nú ekki um þar sem mjólkurbílar gangá heim í hlað. Menn hafa þvi nú seir.ni árin notað sér þessi þægindi og að mestu hætt sjóróðrum á þess- um hættulegu stöðum. En í vetur heyrðist, að áhugi hefði vaknað hjá mönnum með sjóróðra á þess- um hafnfausu stöðum. En svo sem þessir sjóróðrar voru lífsnauðsyn í þá daga, þegar vegleysurnar, og hungrið þrengdi að fólkinu, þá er það nú jafn ónauðsynlegt að hætta lífi sínu, að þarflausu, á þennan hátt. Annars get ég vel sett mig inní það, “að bændur, sem voru vanir að róa, langi að skreppa út á sjóinn, þegar hann er vatnsdauð- ur, en ábyrgðin hvílir á þeim sjálf- um fyrir þeirra heimili. Það sýnir sig svo oft, að það eru mennirnir sjálfir, sem ráða sínum verkum, til góðs eða tjóns, happa eða óhappa. Hvað sem trúarmálum líður að öðru leyti. Þá sýnist, að mönnum sé gefið allt þetta frjálsræði, til sinna verka. Það er því mjög óvar- legt að láta oftraust á forsjónina ráða verkum sínum. Þetta er mín skoðun á þessum málum og ég hygg, að svo sé með fleiri eldri menn. Það er svo margt skýrara fyrir manni, þegar maður er orðinn gamall en meðan maður var ungur, og reynslan með sín- um höppum og óhöppum hefir kennt manni margt f lífinu, sem maður gæti verið ungdóminum til leið- beiningar um að éinhverju leyti eins og ég hef áður skrifað um. Nú stendur búnaðar- eða bænda- vikan yfir í Ríkisútvarpinu, og er þar að vonum margt sagt, bændum og fóikinu til leiðbeiningar. En verst er, ef fólkið sjálft vantar áhuganns en tíminn er vel valinn fyrir bænd- ur og fólkið í sveitunum. Líka ferð- ast ráðunautar B. í. ifm sveitirn- ar, bændum til leiðbeiningar. Það vantar ekki, að Búnaðarfélag ís- lands reynir á flestan hátt að leið- beina og hvetja bændur. til. dáða og fólkið í sveitunum, enda eru rækt unarmál sveitanna á hraðri fram- farabraut, með vélatækni og áburð- armagni. Nýlega var iesin upp í. útvarpið skýrsia um nýbýlin, sem er merkilegt átak landbúnaðarins, en ég saknaði þess, að landnáms- stjórinn, Pálmi Einarsson, las ekki upp sjálfur skýrslu sína,- eins og hann er skemmtilega máli farinn; Ekki alls fyrir löngu sat hér í Rvík í margar vikur húnaðarþing. Eins og gefur að skilja- sátu það margir gegnir menn. 'En annars finnst mér og fleirum, sú stofnun vera óþörf vegna þess, að búnað- arþing getur ekkert gert, nema það sem Búnaðarfélag íslands. getur gért, og á að gera. Búnaðarfélag íslands er sá réíti framkvæmdarliður milU landbún- aðarins og Alþingis, með ályktanir og tillögur, viðvíkjandí' landbúnað- inum, og það þótt búnaðarþihg sítji i Reykjavík vikum saman; ■»etta- vita menn ósköp vel, þótt það sé látið kyrrt liggja, eins og:sumt 'ahii-'' að, sem mætti spara að skaðiaiisu.- Ríkisútvarpiriú virdi ég 1 rriega segja þetta: Útvarpssagan, seni nú er í lestri, er það svört lýsing af lífinu, að sjálfút lestrarmeistarinn, Helgi Hjörvar, getur ekki gert ’iiána skemmtilega. Útvarpið héfir vist alltaf reynt að fá góða íesará til að lesa passíusáimaha; og Héfií’bað heppnazt furðu vel, einS' o^' það er mikill vandi að iesa þáÍÚn bezt hefir það nú tekizt með sé'rá1 ’Jón Guðjónsson. Hann er- Öruggur f lestri, og málfarið prúðmannlegt til sálmalestrar. Ef hann les á þráð, er þá ekki hægt að notá það eftir- leiðis? Pastumessa annan hvetrn miðvikudag finnst mér ekkert þýða, úr þvf það er þá ekki á hverjum miðvikudegi. Er ég var að ervia við framan- ritaðar línur, kom í Morgunblaðinu fréttapistill írá Vík, þar sem sagt er frá aðalfundi slysavarnadeildar- innar „Vonin“. Var á þeim fundi samþykkt að skipa þriggja manna nefnd, er hafi til athugunar á hvern hátt mundi bezt ráðið fram úr því öryggisleysi, sem rikir í sjósókri manna frá hinni hafnlausu suð- urströnd. Þetta sýnir tvennt í serm: Að áhugi er vaknaður fyrir sjó- sókn í Mýrdal og að menn vilja jafnframt reyna að forða slysum. En öryggið verður bezt tryggt með því að nota sér nýtæknina, eins og fyrr segir í þessari grein, en stunda alls ekki sjósókn, allt frá Mýrum í A-Skaftafellssýslu til Landeyja í Rangárvallasýslu. Við þökkum Sveini frá Fossi pistil hans og Ijúkum svo baðstofuhjal- inu í dag. Starkaður. SS5S«S$SSSSS$SS$$SSSS$SSS$SS«íS$S$S$SS5SSSSCSS5S$S$$S$5SS$SSSS$$$SS$S«$t Ódýr vatnsglös og bollapör s. Arnason & Co. Símar 5206 og 2201 ; CSSSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSÍSSSSSSSSSÍSSSSSÍSSSÍSSSÍSSSSSSÍSSÍSSSSSSSa

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.