Tíminn - 29.03.1955, Side 6
TÍMINN, þriðjudaginn 29. marz 1955.
73. blað,
«
PJÓDLEIKHÖSID
Sinfóníu- |
hljómsveitin
tónleikar i kvöld kl. 19.00
Japönsk
listdaussýning
í kvöld kl. 21,00.
miðvikudag kl. 20.00
Síðasta sinn.
Fœdd í gœr
Sýning fimmtudag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15—20.00. Tekið á móti Ýpönt-
unum, sími: 8-2345, tvær línur.
Ævintýri sölu-
honunnar
(The fuller brush girl)
Aftaka skemmtileg og viðburða-
rík ný amerisk gamanmynd, ein
sprenghlægilegasta gamanmynd,
sem hér hefir verið sýnd. Aðal-
hlutverkið leikur hin þekkta og
vinsæla gamanleikkona
Lucille Ball.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BlÖ
Bíml 1478.
Djöflaskarð
(Deviis's Doorway)
Afar spennandi og vel leikin,
bandarísk kvikmynd, byggð á
sönnum atburðum úr viðskipt-
um landnema Norður-Ameriku
og indíána.
Aðalhlutverk:
Robert Taylor,
Paula Raymond,
Louis Calhern.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 14 ára.
Síðasta sinn.
NYJA BÍG
Sími 1544. *
Rássneshi
cirhusinn
Bráðskemmtileg og sérstæð
mynd í Agfa-litum, tekin í fræg
asta sirkus Ráðstjarnarrikj-
anna. — Myndin er einstök í
sinnl röð, viðburðahröð og
skemmtileg og mun veita jafnt
ungum sem gömlum ósvikna á-
nægjustund.
Danskir skýringartextar.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
BÆJARBÍÖ
— HAFNARFIRÐI -
París er alltuf
París
•Nýtízku úrvalskvikmynd gerð af
snillingnum L. Emma.
Sýnd kl. 7 og 9.
T- m
iLEIKMAG!
rREYKJAyÍKDR^
Frænka Charleys
81. sýning
annað kvöld kl. 8.
Aðeins fáar sýningar eftir.
Aðgöngumiðasala frá kl. 4—7 og
eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191.
AUSTURBÆJARBÍÓ
Dreymaudi varir
(Der traumende Mund)
Mjög áhrifamikil og snilldarvel
leikin, ný, þýzk kvikmynd, sem
alls staðar hefir verið sýnd við
mjög mikla aðsókn. Kvikmynda
sagan var birt sem framhalds-
saga í danska vikublaðinu „Fam
ilie-Journal“. — Danskur exti.
Aðalhlutverkin eru leikin af
úrvalsleikurum:
Maria Schell (svissneska
leikkonan, sem er orðin vinsæl-
asta leikkonan í Evrópu).
Frits von Dongen (öðru
nafni Philip Dorn, en hann lék
hljómsveitarstjórann kvikmynd
inni: „Ég hef ætíð elskað þig“)
O. VV. Fischer (hefir ver
ið kjörinn vinsælasti leikari
Þýzkalands undanfarin r).
Fílharmoníuhljómsveit Bei-
línar leikur í myndinnl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Blxal 1183
Brostnar vonir
(Sabre Jet)
Ný, amerísk litmynd, er jallar
um baráttu bandarískra flug-
manna á þrýstiloftsvélum Kó-
reu, og um líf eiginkvennanna,
er biðu I Japan eítir mönnum
sinum. Myndin er tæknilega
talin einhver sú bezt gerða flug
mynd, er tekin hefir verið. fynd
in er tekin með aðstoð banda-
riska flughersins.
Aðalhlutverk:
Robert Stack, Coleen Gray, Ric-
hard Arlem, Julie Bishop, Am-
anda Blake.
Sýnd kl. 7 og 9.
Snjallir krakkar
Hin bráðskemmtilega, þýzka
gamanmynd, er allir hrósa.
Sýnd kl. 5.
Hafnarfjarð-
arbíó
Sími 9249.
Lífið kallar
Stórbrotin og áhrifamikil .iy
frönsk mynd, byggð á hinni
frægu sögu, Carriére, eftir '■ icky
Baum.
Miehel Morgan,
Henry Vidal.
Norskur skýringatexti.
Sýnd kl. 7 og 9.
Síðasta sinn.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«
TJARNARBÍÓ
Útlagarnir
í Astralíu
(Botany Bay)
Afar spennandi ný amerísk lit-
mynd um flutninga á brezkum
sakamönnum til nýstofnaðrar
fanganýlendu í Ástralíu.
Myndin er byggð á samnefnari
sögu eftir höfunda „Uppreisn-
arinnar á Bounty“.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Urn heimilishald
Neytendasamtökin hafa
sent frá sér enn einn leiðbein
ingabækling, en fyrir aöeins
hálfum mánuði sendu þau
meðlimum sínum bækling-
inn „Að velja sér skó“. Hinn
nýi bæklingur, sem gefinn er
út í samvinnu við Búnaðar-
félag íslands, nefnist „Heim
ilisáhöld“, og er saminn af
Halldóru Eggertsdóttur, nám
stjóra. Bæklingurinn er 64
síður og prýddur fjölmörgum
myndum. Bæklingurinn verð
ur ekki til sölu í bókabúðum,
heldur aðeins sendur meðlim
um samtakanna, en árgjaldið
er aðeins 15,00 krónur og all-
ir leiðbeiningabæklingar inni
faldir í því. í formálanum að
hinum nýja bæklingi segir m.
a.: „Meginmálið fjallar um
þær kröfur, sem við eigum
að gera til efnis og mótunar
hinna ýmsu áhalda, og, gef-
ur nákvæma lýsingu á þeim
tegundum, sem meðmæli
hljóta.“
Neytendasamtökin hafa nú
þegar gefið út fjóra bæklinga
og fleiri eru í undirbúningi.
Er því fræðslu- og upplýs-
ingastarfsemi samtakanna
kominn á góðan rekspöl, og
ættu sem flestir að notfæra
sér þetta tækifæri til auk-
innar vöruþekkingar. Allir
þeir sem orðnir eru 16 ára að
aldri, hvar sem er á land-
inu, geta orðið mðlimir Neyt
endasamtakanna og nægir að
hringja til skrifstofu þeirra,
Aðalstræti 8, í síma 82722.
Bæklingar Neytendasam-
takanna eru allir gefnir úit í
sama formi og innan skamms
mun Neytendablaðið koma út
í því formi, en í blaðinu verð-
ur skýrt frá ýmsum öðrum
þáttum í starfsemi samtak-
anna og þeim málum, sem
þau hafa unnið að að und-
anförnu.
Leikritasafn ...
(Framhald af 4. síðu).
eyðiey, ef leiklistarmenning
þjóðarinnar allrar stæði þar
ekki á bak við. Fyrir skömmu
birtist sú fregn að í einu hér
aði á Norðurlandi stæði til
að byggja 5 félagsheimili al-
veg á næstunni. Er ekki lík-
legt annað en svipaðar áætl
anir séu á prjónunum ann-
ars staðar á landinu. í þess-
um félagsheimilum öllum
verður aðstaða til leikstarf-
semi langt fram yfir það, er
nokkurn tíma hefir verið úti
á landsbyggðinni.
Hvernig og með hverju
móti ætla þau félagasamtök,
sem að byggingu félagsheim-
ilanna standa, að nota þessa
aðstöðu? Hverjar eru þær
kröfur, sem þau ætla að gera
til sjálfra sín um efnisval
leikrita, um sviðsetningu um
hlutverkaskipun og starfsemi
alla, er að leiklistinni lýtur?
Svo mun margur áhugamað-
ur um þessi mál spyrja bæði
sjálfan sig og aðra. Svörin
fást á næstu árum. En nokk-
urn grun getur þaö gefið um
það hvernig þau verða, hve
mikill áhugi verður fyrir
Leikritasafni Menningarsjóðs.
P. H. J.
..........
I Ragnar Jónsson |
| hæstaréttarlögmaður 1
I Laugavegi 8 — Sími 7752 I
Lögfræðistörf
og eignaumsýsla
M1IIIIIIIIIIIIIIII8IIIIBIIIIIII8IIIIIIIII88II8IIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIII
lb Henrik Cavling,
að raun um það, að Merete lifði ekki af saumum, heldur
af kunningsskap sínum við karlmenn.
Slíkur atvinnuvegur hafði verið með öllu óþekktur í
Börstrup, en þótt Karlotta hefði haft kynni af slíku við
lestur skáldsagna, var persónuleg kynning hennar af
skækjulifnaði fullkomið reiðarslag.
Merete hafði boðið henni í smásamkvæmi í herbergi sínu.
Karlotta hafði þegið boðið með þökkum, því að einmanar
leikinn sótti að henni. Gestirnir reyndust vera tveir karl
menn á fimmtugsaldri. Þeir voru þegar orðnir nokkuð ölv-
aðir, þegar Karlotta var kynnt fyrir þeim. Og þegar Karl
otta komst að raun um það, að annar mannanna hafði ekki
kynnzt Merete fyrr en kvöldiö áður og þó gist hjá henni,
tók henni að skiljast, hvað hér var á seyði.
Allur efi hvarf henni, er hún ætlaði að draga sig í hlé
og afsakaði sig með þ.ví, að framorðið væri, og annar karl
mannanna bauð henni hispurslaust þrjátiu krónur, ef
hann mætti gista hjá henni. Reiöin blossaöi upp í Karlottu
og hún hafði sagt fólkinu hreinskilnislega álit sitt á fram
ferði þess. Merete hafði fengið sitt af þeirri ákæru, og af-
leiðingin varð sú, að þær töluðust ekki við í þrjár vikur.
Karlotta var því fegin, og þótt Merete færi að reyna að
endurnýja kunningsskap þeirra að þeim tíma liðnum, reyndi
hún að vera eins afundin og henni var mögulegt.
Karlotta lokaði bréfinu. Hún hafði verið að skrifa Birtu,
og nú skrifaði hún utan á umslagið. Henni kom til hugar
að fara þegar niður með bréfið, en svo ákvað hún að geyma
póstlagningu þess til morguns. Af reynslu vissi hún, að það
var ekki þægilegt fyrir unga stúlku að vera á ferli í Kol-
björnsensgötu svo seint að kvöldi. Hún ætlaði að fara að
hátta, þegar drepið var á dyr.
— Hver er þar? spurði hún áður en hún opnaði.
— Það er bara ég, sagði Merete. Karlotta -opnaði og horfði
spyrjandi á gestinn. Merete var ljóshærð og lagleg en far-
in að nálgast þrítúgt, og fegurðin var farin að fölna. Hún
var mjög smurð og förðúð.
— Geturðu ekki lánað mér tvær þrjár krónur? spurði
hún.
Karlotta hleypti brúnum, og Merete flýtti sér að bæta
við. — Ég þarf að skreppa út á Austurbrú, og ég á ekki
einu sinni aura fyrir sporvagni.
— Ég skal athuga það, sagði Karlotta rólega. Hún náði
í veski sitt. Allir fjármunir hennar voru tíu króna seðill
og sextíu aurar í smápeningum.
— Ég hefi aðeins sextíu aura — í smáut
— Lánaðu mér bara tíkall þangað til á morgun.
Karlotta hristi höfuðið. — Það get ég ekki. Ég þarf að
hafa hann mér til framfæris þangað til á næsta útborg-
unardegi.
— Það er nú samt alveg óhætt að lána mér tíkallinn,
en ég skal ekki ásælast hann, láttu mig fá sextíu aurana.
— Karlotta rétti henni aurana. — Ég vantreysti þér alls
ekki, en ég á svo litla peninga.
Merete hló hátt. — Drottinn minn dýri. Reyndu þá að
vera hagsýn, áður en ljóminn fer af og tækifærið fer hjá.
Með útliti þínu skyldi ég leika mér að því að hafa 200 kr.
í tekjur á dag.
Karlotta brosti gegn vilja sínum, og Merete. . misskildi
brosið. — Gættu að því, góða mín, að ekki fari illa fyrir
þér með allan þennan jómfrúdóm.
Karlotta opnaði gluggann, þegar Merete var farin. Henni
var óglatt. Þegar hún lá í rúmi sínu skömmu seinna, fann
hún að tár komu í augu hennar. En hún vildi ekki gráta,
það var tilgangslaust. Hún varð að horfast í augu við heim-
inn. Hún var þó óhamingjusöm og einmana.
Hún lagði saman hendur og bað kvöldbæn sína í hljóðj.
Það hafði hún jafnan gert síðan um fermingu. Það veitti
fró og frið í einverunni. Og síðan sofnaði hún.
Stórverzlunin, sem Karlotta starfaði í, var í hjarta Kaup
mannahafnar. í leðurvö'rudeildinni voru sex afgreiðslu-
stúlkur auk deildarstjórans. Það voru tvær aldraðar konur,
sem þarna höfðu unnið í áratugi, og fjórar ungar stúlkur.
Karlotta var vinsæl meðal samstarfsstúlkna sinna. Það staf
aði vafalaust af því, að afgreiðslufólkið fékk föst laun en
ekki ágóða af því, sem því tókst að selja. Kæmi karlmað-
ur inn í búðina og væri Karlotta ekki upptekin. sneri hann
sér í níu tilfellum af hverjum tíu að henni.
Karlotta reyndi af fremsta megni að temja sér hóg-
væra en vingjarnlega framgöngu. Hún gat ekki að því gert,
þött ýmsir viðskiptavinanna yrði hrifnir af fegurð henp
ar. Hún reyndi ekki að auka á hana með fegurðarlyfjum,
En fegurð Karíottu laðaði ekki aðeins að sér athygli við
skiptavinanna, heldur einnig afgreiðshimanna í nj^stij deild
um. Þeir reyndu að fá tækifæri til að skipta yið þ.ana orö-
um, og deildarstjórunum var ekkert gefið um það, liye tíð-
förult starfsmennirnir gerðu sér til hennar. Þet^a sjí’apaði
ókyrrð í deildunum, menn undu ekki á sínum |tpðiji$i:;y|ð
afgreiðsluborðin. Deildarstjórarnir litu því þessa upgu og
fallegu stúlku fremur óhýru auga.
Það var kvöld eitt hálfri stundu fyrir lokun, að Karlotta
kom auga á hann. Hún var að afgreiða aldraða, efagjarna
konu. Þetta var erlendur maður, sem hafði lcomið í deild-
ina og fengið afgreiðslu hjá Karlottu tvo síðustu dagana.
Karlotta áleit, að hann væri ítali. Hann virtist vera á fer