Tíminn - 29.03.1955, Side 7
73. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 29. marz 1955.
Hvar eru sklpin
Sambandsskip:
Hvassafell er í Keflavík. Arnar-
fell er í Bvík. Jökulfell er í Vent-
spils. Dísarfell er á Akureyri. Helga
fell er f' New York. Smeralda . í
Hvalfirði. Elfrida er á ísafirði. —
Troja fór frá Siglufirði í gær áleiðis
til Póllands. Jutland fór frá Torre
vieja 23. þ. m. áleiðis til Austfjarða-
hafna Thea Danielsen fór frá Torre
vieja 26. þ. m. áleiðis til íslands.
Rí kisskip:
Hekla er i Reykjavík. Esja fór
frá Rvík í gær vestur um land til
A'kureyrar. Herðubreiö var á Horna
firði í gær. Skjaldbreið er í Rvik
Þyrill er á Vestfjörðum á norður-
leið.
Éimskip:
Brúarfoss fer frá Akureyri um há
degi í dag 28. 3. til Rvikur. Dettifoss
kom til Rvíkur 26. 3. frá New York.
Fjallfóss fer frá Hull 29. 3. til Rvik
ur. Goðafoss fór frá New York 25.
3. til Rvíkur. Gullfoss fer frá Leith
í dag 28. 3. til Kaupmannahafnar.
Lagarfoss fór frá Rotterdam 26. 3
til Ventspils. Reykjafoss kom til
Rvíkur 27. 3. frá Akureyri. Selioss
íeí- frá Vestmannaeyjuin í dag 28 3.
til Reyðarljarðar og þaðan til Bel
fast og Dublin. Tröllafoss kom til
Rvíkur 17. 3. frá New York. Tungu-
ícss fer frá Hjalteyri á morgun 29
3. til Reykjavíkur. Katla fer vænt-
anlega frá Siglufirði í dag 28. 3. til
ÍFÍateyrar, Þingeyrar og Reykja-
víkur.
Ur ýmsum áttum
Mæðrafélagiff
heldur fund í Grófinni 1 kl. 8;30
í kvöld. Fundarefni: Ólafur Jó-
hannesson prófessor talar um barns
faðernisinál og Jón Oddgeir Jóns-
son um slysahættu barna. Umferða
kvikmynd. Konur eru beðnar að ijöl
menna og taka gesti með sér.
Frétt frá orffuritara.
Forseti íslands hefir nýlega, að
tillögu oi-ðunéfndar, sæmt þessa
menn héiðúrsmerkjum fálkaorðunn
ar sem hér segir fyrir störf 1 þágu
Alþingis:
Jóh Pálmason. alþihgjsmann otór
riddarakross með stjörnu.
JörUnd Brynjólfsson, forset^ Sáin
einaðs Alþingis, stórriddarakross
með stjörnu.
Bernharð Stefánsson, alþirigismann,
stórriddarakross.
Gísla Jónssori, forseta efii d<.-ildai
Álþingis, stórriddarakross.
- Sigurð Bjarnason, forseta neðri
deildar Alþingis, stórriddarakross.
Þá hefir forseti einnig að tillögu
orðunefndar, sæmt Jón Ásbjörns-
son, hæstaréttardómara stjornu
stórriddara fyrir embættisstörf
761 kr. fyrir 11 rétta.
Bezti árangur reyndist 11 réttir
leikir og var hæsti vinningur 761
kr. fyrir kerfi. Fyrir fastan seðil
með kerfi með 11 réttum koma G79
kr. og einnig’ var helmingur þeirra
seðla, sem voru með 16 rétta leilv
seðlar með föstum röðum.
1. vinningur 433 kr. f. 11 rétta (2)
2. vinningur 82 kr. f. 10 rétta <21)
Félag Djúpmanna
í Reykjavík heldur spilakvöld í
Tjarnarkaffi (uppi) fimmtudaginn
30. marz kl. 8,30. Félagar fjölmennið
og takið með ykkur spil. Skemmti-
nefndin.
Étáskólafyrirléstur.
Danski sendikennarinn við háskól
ann, Erik Sönderholm lektor, mun
fiytja íyrirlestur i I. kennslustofu
háskóláns miðvikudaginn 30 marz
kl. 8,30 s. h. um H. C. Anderson «g
H. C. Örsted.
Koiir.
Munið sérsundtlma kvenna í sund
liöllinni á þriðjudögum og fimmtu-
dögurh kl. 8,30—9,45 síðdegis.
Kjarnorkan
(Framhald af 1. síðu.)
kjarnorku hefði fengizt allt
að því ótæmandi orkulind,
sem skapaði möguleika til að
hagnýta betur auðævi jarð-
arinnar, auka matvælafram
leiðslu og bæta hag allra
jarðarbúa. Hagnýting kjarn-
orkunnar ætti því að skapa
veruleg tímamót í sögu mann
kynsins.
Rannsóknum væri nú svo
langt komið, að tekizt hefði
að byggja’kjarnorkuver, sem
framleiddu rafmagn og gætu
knúið skip, og nú væru á döf-
inni áætlanir um stórvirkjan
ir til að framleiða afmagn
fyrir iðnað og almenning. Lík-
legt væri, að í þeim löndum,
sem fremst eru í kjarnorku-
rannsóknum, hæfist á næst-
unni stórfelldur iðnaður í sam
bandi við framleiðslu kjarn-
orkunnar, bæði til eigin nota
og til útflutnings.
Hér á landi ætti ekki að
vera þörf á kjarnorkuverum
til framleiðslu rafmagns fyrr
en á næstu öld, en vel mætti
vera, að íslendingar eignuð-
ust skip knúin kjarnorku áð
ur en þessari öld lyki.
Var hinn bezti rómur gerð
ur að þessu stórfróðlega er-
indi Þorbjarnar og síðan hóf
ust frjálsar umræður og fyr
irspurnir.
Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðherra, sem næstur tók til
máls, þakkaði framsögumanni
afbragðserindi. Sagði hann.
að þar hefði mönnum verið
sýnt inn í nýjan heim. Margt
væri þar í þoku fyrir augum
leikmanná, en mundi skýrast.
Kvaðst hánn ætíð hafa haft
þá trú, aö menn tortímdu sér
ekki með atómsprengjum.
Spurði Eysteinn, hvort
ekki væri líklegt, að fá mætti
kjarnorku til nytja úr fleiri
efnum en úraníuin og þórí-
um? Gæti úraníum og þórí-
um ekki verið hér á landi í
svo ríkum mæli, að vinnsla
kæmi til greina? Mundi ekki
verða erfitt fyrir litlu löndin
að keppa við kjarnorkufram
leiðslu stóru landanna?
Gætu hau komið sér upp
kjarnorkuframleiðslustöðv-
um og væri ástæða fyrir okk
ur að hugsa til slíks? Setj-
um svo, að menn komi sér
saman um að banna kjarn-
orkuvopn og hafa eftirlit
með að banninu væri hlýtt.
Myndi eftirlit auðvelt, eða
væri það torvelt?
í hveriu er forusta Samein-
uðu þjóðanna í kjarnorkumál
um fólgin? Væri ekki skyn-
samlegt fyrir Norðurlanda-
þjóðirnar að hafa samstarf
um kjarnorkumál?
Eru kjarnorkumáliix ekki
komin á þáð stig, að ástæða
væri til fyrir okkur að taka
meira tillit tH þeirra í námi en
enn þá er. gert?
Hvað geta íslendngar að-
hafzt á næstunni til þess að
verða ekki að eins konar forn
leifum á atómöldinni? Þessi
spurning hlýtur að verða áleit
in á næstunni, sagði Eysteinn
Jónsson að lokum.
Næstut talaði Ingvar V.'i-
hjálmsson og sagði, að ekki
væri að heyra á því, sem haft
væri eftir Búlganir., að Rúss-
ar teldu kjarnorkustyrjöld
stórhættulega sér. Kvaðst
Ingvar álíta, að vatnsafl okk
ar myndi duga ókkur lengi
enn tll orkuþarfa.
Jón Snæbjörnsson þakk ði
Þorbirni Sigurgeirssyni af
hálfu F U.F. Kvaðst hann hafa
orðið var við þá skoðun, að
orkuframleiðsla í kjarnorku-
verum yrði brátt svo ódýr að
vatnsafl gæti alls tkki keppt
við þá framleiðslu. Bað hann
framsögumánn góðfúslega að
ræða skoðun sína á þessu mik
ilvæga atriði.
Gunnar Þorsteinsson spurði
Þorbjörn, hvort framkvæmdar
hefðu verið hér á landi lækn-
ingar með geislavirkum efn-
um.
Svarað fyrirspurnum.
Þorbjörn Sigurgeirsson tok
því næst aftur til máls og svar
aði fyrirspurnum í ýtarlegri
og skemmtilegri ræðu Kom
þar mikill nýr fróðleikur fram,
enda mikið búið að spyrja.
Þorbjörn sagði meðal ann-
ars, að erfitt væri að spá um
það, hvort kjarnorka yrði á
næstunni unnin úr öðru en úr
aníum og þóríum. Rannsóknir
ættu sér stöðugt stað, en mal
þessi öll hins vegar mjög i
bernsku, þótt stórfenglegir at
burðir hefðu gerzt. Ekki taldi
hann líklegt að úraníum eða
þóríum fyndist hér á landi í
nægilegpm mæli til vinnslu.
Til þess væri bergið of ungt
hér.
Hins vegar taldi hann iik-
íegt, að stóru löndin myndu
framleiða kjarnorku og selja
öðrum frá stöðvum sínum áð
ur en langt um liði. Myndu
þeir, sem elck: hafa nægilegt
bolmagn til að koma á fót
slíkum stöðvum, þannig líka
geta notið kjarnorkunnar
Eftirlit með kjarnorku-
framieiSjsiu talo'i Þorbjörn
að gæti orðið mjög erfitt.
Gætu stöðvar verið neðan-
jarðar og fleira kæmi einnig
tií, sem torveldaði slíkt eft-
irlit.
Sameinuðn þjóðirnar hafa
nú tekið nokkra fornstn í
kjarnorkumállam. Meffal
annars gengist ^fyrir stofn-
un kjarnorkuráffs Evrópu.
Þetta ráff kallar saman ráð
stefnu í Evrópu í sumar um
framleiffslu kjarnorkunnar
í friðsamlegUm tilgangi.
Æskz'legt væri, að sem mest
samvinna verði þjóða í milli
um þessi mál og mjög heppi
legt til c'.æmis, að smærri
þjóffir vinni nokkrar sam-
an. Þannig ættu Norffur-
lönd til dæmis aff koma sér
upp kjarnorkustöðvum í
friffsamlegum tilgangi.
Mjög er nauðsynlegt að
auka almenna fræðslu um
kjarnorkumál. Kenna þarf
um kjarnorkuna eins og raf
orkuna. Er ástæða til fyrir
okkur að ala upp sérfræð-
inga í þessum greinum. Við
þurfum menn, sem þekkja
þessi mál vel, og smáþjóðirn
ar geta lagt til menn í sam-
bandi við sameiginleg átök
þjóðanna til að nýta kjarn-
orkuna, enda þótt þær þjóð-
ir, sem þannig leggja til sér-
fræðinga hafi kannske ekki
mikið fjármagn.
Þótt menn tali um hugsan
lega sigurvinninga í atóm-
styrjöld, þá ber að taka slíkt
tal með fyrirvara, sagði Þor
björn ennfremur. Mönnum
yrði það æ ljósara, hver voði
fylgir slíkum átökum, og að
enginn væri líklegur til að
vinna sigur, þótt annað væri
stundum látið í veðri valca.
Ekki taldi Þorbjörn þó lík-
legt, að mannkyninu yrði út
rýmt í slíkri styrjöld. Eng-
inn vissi hver áhrifin gætu
orðið. Gæti valdið varanlegu
heilsutjóni þeírra, sem eftir
lifffu og niffjum þeirra.
Ræffumaður taldi ákaf-
lega ólíklegt, aff framleic'd
verði ódýrari orka í kjarn-
orkaverum en vatnsafls-
orkaverum. Líklegt sé aff
viff getum hagnýtt vatnsork
wna meff góffum árangri
framvegis, þótt aðrir korni
sér app kjarnorkuverum.
Ræðumaður kvaðst vita til
þess að geislavirk efni hafi
verið notuð til lækninga hér
á landi 2—3 sinnum. Til dæm
is til þess að draga úr fram-
leiðslu rauðu blóðkornanna.
Að lokum þakkaði fundar-
stjóri Þorbirni Sigurgeirssyni
fyrir frábært erindi og glögg
og skýr svör við fyrirspurn-
um. Mun það og mál allra
þeirra, sem fundinn sóttu,
að hann hafi heppnazt mjög
vel og gefið fundarmönnum
innsýn í eitt af höfuðvið-
fangsefnum þeim, sem tækni
þróun mannkynsins glímir
við í dae.
í í eldhús, baðherbergi, j
\ bafnaherbergi, leikföng, |
I glös (tvöfaldar), og á tau. I
| Frímerkjasalan, j
Lækjarg. 6 A.
•MllllltlllllllllllllllllllimilUlillllUttUliHIMIIIIIIMIIIIII*
UNIFLO.
MOTOR 0IL
Ein þffkkt,
er hemur i stað
SAE 10-30
[Olíufélagið h.f.
SÍMI: 81606
•iiMUinimiiiiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiuiMiiiniiii
[ Jörðin Hurðarbak j
I í Villingaholtshreppi í Ár |
I nessýslu, er tii sölu og laus |
! til ábúðar í næstu fardög |
| um. Áhöfn getur fylgt ef §
í óskað er. Skipti á íbúð í |
iReykjavík kemur til |
| greina. Nánari upplýsingar |
I gefur Pétur Jakobsson, j
| löggiltur fasteignasali, |
j Kárastíg 12, Rvík, sími |
i 4492 og ábúendur jarða,r- |
! innar.
•IIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIMMMIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIMIMIMia
AUGLÝSING
frá
Yiiimiveiteiulasambamli íslands
Að gefnu tilefni viljum vér minna félagsmenn vora
á eftirfarandi úr lögum Vinnuveitendasambandsins:
„Enginn félagsmaður má ráða til sín verkamenn,
sem eru í verksvipting eða verkfalli hjá öðrum fé-
lagsmönnum.“
„Þegar vinnustöðvun stendur yfir hjá einhverjum
félagsmanni má enginn meðlimur sambandsins vinna
á móti hagsmunum hans, t. d. með því, að taka að sér
— án samkomulags við hlutaðeiganda sjálfan eða
stjórn þeirrar deildar, sem hann er í — framkvæmd
á verki, sölu á vöru eða efni, sem téður meðlimur hef-
ir tekið að sér, eða á annan hátt nota sér aðstöðuna
til þess að rýra viðskipti hans eða starfssvið.
Framkvæmdanefndin getur, þegar vinnustöðvun
stendur yfir eða er yfirvofandi, bannað félagsmanni
að hafa viðskipti við tiltekna menn eða á sérstaklega
ákveðnum sviðum, svo sem að selja tilgreinda vöru-
tegund, og gjört aðrar slíkar ráðstafanir, sem hún tel-
ur nauðsynlegar vegna afstöðu félagsmanna í vinnu-
deilum.
Ef einhver maður utan sambandsins vinnur á móti
hagsmunum félagsmanna, sem eiga í vinnustöðvun,
eru félagsmenn skyldir til þess aff hafa engin viðskipti
viff hann, meffan á vinnustöðvuninni stendur.“
Vinnnvcitondasamband íslands.
.WWWVMWWWWWWWWWWWWWWAWW
INNILIGA ÞÁKKA ég öUum, sem glöddu mig meff
í gjöfum, heimsólcnum og skeytum á sjötugsafmælinu.
SIGURÐUR JÓNSSON
Stafafelli.
Vwwwwvwwuvvvwmvuvwvvwvwwv’wvvuwvvwvwwvk
XX X
N a M K S N
KHfiK!