Tíminn - 30.03.1955, Page 2

Tíminn - 30.03.1955, Page 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 30. marz 1955. 74, blaff. Tveir meistarsr i hnefaleik gerðir eignalausir í braski í New York Hnefaleikakapparnir Joe Louis og Sugar Ray Robinson græddu samanlagt um fimm milijónir doll ' ara sem atvinnumenn í hnef ileika hringnum. Nú er svo komið, að báðir þessir garpar standa slyppir og snauðir eftir og hafa tapað öHu. H-.fa þeir báðir lent í hönd- um glæpamanaa, sem hafa rúið þá inn að skyrtunni, en slíkar manngerðir hafa ótrúleg áhrif meðal þeirra sem lifa á atvinnu- hnefaleik. Kúga glæpamennirnir fé út úr atvinnumönnunum og hitt fcr í skatta. Það er því svo komið f.vrir tveimur fyrrverandi heimsmeisturum, að er þeir hafa verið barðir sundur og saman í mörg ár og oft haft mikið fé handa í milli, standa þcir nú févana uppi í þann mund að þeir vilja hætta. Joe Louis vinnur nú við einhvern alþjóða hnefaleikaklúbb gegn sára- iitlum launum og Sugar Ray hefir á ný haldið í slaginn og mun reyna að hrifsa til sín heimsmeistaratitil- :inn að nýju, þótt hann viti fullvel, ið ekkert biður hans nema ósigur. fSIegnir út utan hringsins. Fyrir tveimur árum bjóst Joe Louis við að geta dregið sig í hlé og haldið eftir um fimmtíu þúsund dollurum. Og þótt Sugar Ray heíði þegar lent í fjárbrallsmönnum, taldi ,hann sig geta hætt með fjörutíu þúsund dcrllara í vasanum. Þessar apphæðir eru ekki miklar, þegar þess er gætt, að um tvö stærstu nöfn í hnefaleikum er að ræða. Þessi afrakstur heimsmeistaranna var samt of mikill að áliti glsépa- mannanna. Þeim nægði ekki að sjá þessa menn liggja í hringnum, peir þurftu einnig að slá þá út utan hringsins. Það var maður að nafni Alex Louis Greenberg, sem steig :iram og felldi þá báða í einu höggi. Fljótt á litið virðist þessi Greenbu-g vera venjulegur verzlunarmaður frá Chicago. Og hann hefði ekkert haft nð gera í hendur þeirra Joe Liouis Dg Sugar Ray í hringnum, þótt nann færi svona með þá, þegar þeir þöfðu stigið niður af pallinum. Greenberg var formaður fyrir ól- -t . ,, IUj..—ú,---------— .—-— JOE LOUIS SUGAR RAY „ekki er ölið sopið, þótt....“ Útvarpið Otvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.20 Föstumessa í Laugarnes- kirkju (Prestur: Séra Garðar Svavai'sson. Organleikari: Kristinn Ingvarsson). .21,20 Einsöngur: Suzanne Danco syngur (plötur). !1 ?5 Erindi: Frá Kor.só sftir Felix Ólafsson kristniboða (Guðm. Óli Ólafsson cana theol. ílyt- ur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. .22,10 Passíusálmur (41). 22.20 Upplestur: Einar Guðmunds- son kennari les úr þjóðsagna safni sínu: „Gambanteinar". 22,40 Harmonikan hljómar. 23,10 Dagskrárlok. gerðarfyrirtæki í Illinois og aðferð hans var mjög einföld. Ef þeir Louis og Ray vildu slá saman, myndi hann veita þeim umboð til að selja öl í New York gegn vissu leyfisrjaldi Báðir þessir hnefa!ei'.:a menn höfðu haft afskipli af ölgerð- um áður. r- ijiÍjíí', víJWíöíl..,';jSb Ilinn miskunnsami Samverji. 1 Hnefaleikakapparnir tóku þcssu boði Greenberrs tveim höndum og töldu hann jafngilda hinum misk- unnsama Samverja. Hlutaféð hækk aði skjótt, enda voru nöfn þessara tveggja heiðursmanna nokkur trygg ing fyrir því, að brögð væru ekki í tafli. Að sjálfsögðu lögðu þeir báðir fram mikið fé til að hrinda ölsölunni í framkvæmd í New York Einn dag tilkynnti Greenberg þeim. að enn vantaði reiðufé, þar sem múta yrði hinum og þessum til að gefa levfi til ölsölunnar. Voru þá hnefaleikararnir orðnir svo fjár- vana, að þeir urðu að fá lánað hjá vinum sínum og aðdáendum til að eiga fyrir mútum. Leyfið fæst ckki. En áfengisvarnarnefndin þeirra i New York var ekki á því að láta leyfi í hndur þess fyrirtækis, er var að einhverju leyti á vegum Green- berg. Hann var landskunnur misend ismaður, grunaður um morð og fjár svik i stórum stíl, þótt ekki hefði tekizt að sanna neitt á hann. Þetta vissi Greenberg frá upphafi. Og á sama tíma og hann fékk neitun hjá yfirvöldunum, taldi hann hnefalc.k urunum trú um, að allt væri í lagi og leyfi fengist á hverri stundu. Um það bil sem tjaldið féll í þessu svindilfyrirtæki, tók Greenberg sér far með járnbrautarlest til Chicago. en Louis og Ray sátu sem þrmnu- lostnir í skrifstofu áfengisvarnar- nefndarinnar, þar sem þeim hafði orðið ljóst, hvernig málum var kom ið, að Greenberg var ekki annað en svindlari, sem hafði haft út úr þeim aleiguna. AuqlífAið i Tmœttut* Kominn heim af fundi friðarráðsins Kristinn E. Andrésson ræddi vi5 blaðamenn í gær, og skýrði frá því, að hann væri nýkominn heim af fundi miðstjórnar Heimsfrið arráðsins, sem stóð í Vín dag ana 11.—14. marz. Tvö mál voru þar á dagskrá. í fyrsta lag undirskriftasöfnun að á- varpi Heimsfriðarráðsins frá 19. jan., þar sem þess var krafizt, að kjarnorkuvopn séu eyðilögð og framleiðsla þeirra bönnuð, og í öðru lagi undirbúningur að alþjóða- þingi friðarsinna í Helsinki 22. maí n. k., sem Heimsfrið- arráðið boðaði til á fundi sín um í Stokkhólmi í haust. Á íundinum í Vínarborg voru fulltrúar úr flestum löndum heims og stóðu umræður í fulla þrjá daga. Bardagar brjótast út í Saigon Saigon, 29. marz. — Ástand- ið versnar stöðugt í Saigon og kom til bardaga í dag milli lierliðs stjórnarinnar og sértrúarflokkanna 3, sem krefjast þess að stjórnin segi af sér. Stjórnin hefir um 12 þús. manna liöi á að skipa, en illa búnu og þjálfúðu. Sér trúaflokkarnir hafa 9 þús. vel þjálfaðra undir vopnum. Bardaginn í dag, sem stóð í nokkrar klst. var í kínverska hverfinu. Borgarbúar flýja nú brott í unnvörpum, enda er borgin eins og í umsáturs ástandi. Margir munu hafa beðið bana og særzt í bar- daganum. Útvarpið á morgun. Fastir liðir eins og venjulega. !0,30 Daglegt mál (Árni Böðvars son cand. mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Stefán Júlíus son kennari flytur írásögu af: hafnfirzkum sjómanni, sem víða , hefir siglt. b) Kór Biskups- j tungnamanna í Reykjavík j , syngur; Magnús Einarsson j stjórnar. c) Jón Sveinsson j ' fyrrum bæjarstjóri segir frá i eyfirzkum athafnamanni Ás- geiri Péturssyni. d) Ævar Kvaran leikari flytur efni úr ýmsum áttum. 22,00 Fréttir og veðuríregnir. .22,10 Passíusálmur (42). 22,20 Sinfóniskir tónleikar (plötur). 33,05 Dagskrárlok. Þar eð sorphreinéíih Reykjavíkurbæjar hefir lagzt niður að miklu leyti, vegna verkfallsins, eru bæjarbúar enn minntir á, að láta ekki í sorpílát hreinlegan pappír, kassa og annað, sem auðveldlega má geyma um tíma án þess að óþrifnaði valdi. Sorphreinsun Reykjavíkurbæjar »s<ð6sasaa»a*ssaíaagsgassgsssgtássg5ssssagsssss«jgsssgassssssscs«sss«a «SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSiSðSSGSSS Verzlanir og skrifstofur vorar í Reykjavík og Hafnarfirði verða lokaðar állan- daginn föstudaginn 1. apríl í tilefni af aldarafmoéli frjálsrar verzlunar. . Félag ísl. sÉórkaupmaima, Kaupfélag Hafnfirðinga, Kaupfélag Reykjavíkur og iiágrennis, Samkand ísl. samviiiuufélaga, Samliand smásöluverzlana, Verzlunarráð íslands. 5S$S$SSSS$ÍSS$S$SSSS$S$S5SSSSSSSSS$SSS$S3$S$SSS3SSS$SSSSSSSSSSSSSSSSSSSS ýWWJWVYVWWVVWWWrtlWWWWAWANWWWWW' Bezi að auglýsa í TÍMANUM wwwwwwvvw^^ftiwwwwwywwwwwwwwwwt WIiWAWAWVVWWWðW.WimWWWWðW * HJARTANLEGA þakka ég öllum þeim, er sýndu mér vináttu á 50 ára afmæli mínu 4. marz s. 1. með heim- sóknum, skeytum og góðum gjöfum. GUÐFINNA STEFÁNSDÓTTIR. >WWWWWWWVWWS2WWWWWWWWVW%Aft2WVW HJARTANLEGA þakka ég öllum, sem glöddu mig með ;■ heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttræðisafmæli mínu. SIGURBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR, > frá Litla-Galtardal. 5? VWVWWWWWVWWWWWWWWWWWVWWUVWWW* Vandamenn KRISTJÓNS ÁSMUNDSSONAR frá Útey flytja þakkir þeim, sem reyndust honum vel á lífs- leiðinni og minntust hans látins með gjöfum til góðra stofnana og á annan hátt. a. / s x - IVAR HLUJARN. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson. 173

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.