Tíminn - 30.03.1955, Síða 6

Tíminn - 30.03.1955, Síða 6
p TÍMINN, migvikudaginn 30. marz 1955. 74. bla^ WtfDLEIKHÖSID Japönsk listdanssýnlng í kvöld kl. 20. SíSasta sinn. Fasdd í gœr Sýning fimmtudag kl. 20. Gullna hliðið Sýning föstudag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20.00. Tekið á móti Ýpönt ■ unum, sími: 8-2345, tvær línur. Ævintýri sölu- honunnar (The fuller brush girl) Aftaka skemmtileg og viðburða- rík ný amerísk gamanmynd, ein sprenghlægilegasta gamanmynd, sem hér hefir verið sýnd. Aðal- hlutverkið leikur hin þekkta og vinsæla gamanleikkona Lucille Ball. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BlÖ Síml 1478. Kona planteUru- eigandans (The Planter’s Wife) Viðburðarík og spennandi, ensk st’órmynd um ógnaröld þá, er ríkir á Malajaskaga. Aðalhlutverkin leika: Jack Hawkins (lék aðalhlv. í Brimaldan stríða) Claudette Colbert, Anthony Steel. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. NÝJA BÍÓ Sími 1544. 1 Rú ssneski cirhusinn Bráðskemmtileg og sérstæð mynd í Agfa-litum, tekin í fræg asta sirkuB Ráðstjóirnarrikj- anna. — Myndin er einstök í sinni röð, viðburðahröð og skemmtileg og mun veita jafnt ungum sem gömlum ósvikna á- nægjustund. Danskir skýringartextar. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. BÆJARBÍÖ — HAFNARFIRÐI - París er ulltaf París Nýtizku úrvalskvikmynd gerð af snillingnum L. Emma. Sýnd kl. 7 og 9. LEKFÉIAG REYKJAVfKUR1 Frænka Charleys 81. sýning í kvöld kl. 8. Aðeins fáar sýningar eftir. Aðgöngumiðasala ‘ftir kl. 2. Sími 3191. AUSTURBÆJARBfó Dreymandl varir (Der traumende Mund) Mjög áhrifamikil og snilldarvel leikin, ný, þýzk kvikmynd, sem alls staðar hefir verið sýnd við mjög mikla aðsókn. Kvikmynda sagan var birt sem framhalds- saga 1 danska vikublaðinu „Fam ilie-Journal“. — Danskur xti. Aðalhlutverkin eru leikin af úrvalsleikurum: Maria Schell (svissneska leikkonan, sem er orðin vinsæl- asta leikkonan í Evrópu). Frits von Dongen (öðru nafni Philip Dorn, en hann lék hljómsveitarstjórann kvikmynd inni: „Ég hef ætíð elskað þig“) O. W. Fischer (hefir ver ið kjörinn vinsælasti leikari Þýzkaiands nndanfarin r). Fílharmoníuhljómsveit Bet- línar leikur í myndinni. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ TRIPOLI-BIO Bisoi 1183» Rrostnur vonir (Sabre Jet) Ný, amerísk litmynd, er jallar um baráttu bandarískra flug- manna á þrýstiloftsvélum Kó- reu, og um líf eiginkvennanna, er biðu í Japan eftir mönnum sínum. Myndin er tækniléga talin einhver sú bezt gerða flug mynd, er tekin hefir verið. tynd in er tekin með aðstoð banda- ríska flughersins. Aðalhlutverk: Robert Stack, Coleen Gray, Ric- hard Arlem, Julie Bishop, Am- anda Blake. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarffarö- arbíó Sími 9249. Fernundel í her- þjónustu Frönsk gamanmynd með hinum óviðjafnanlega franska gaman- leikara Fernandel í aðalhlutverk inu. Danskur texti. Sýnd kl. 7 og 9. TJARNARBIO títlagarnir í Ástralíu (Botany Bay) Afar spennandi ný amerísk lit- mynd um flutninga á brezkum sakamönnum til nýstofnaðrar fanganýlendu í Ástralíu. Myndin er byggð á samnefnuri sögu eftir höfunda „Uppreisn- arinnar á Bounty". Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Auglýsiö í Tímanura Singapore (Framhald af 5. slðu). Haw. En hann lét ekki peningana liggja og ávaxta sig í bönkum, held ur notaði hann þá í almannaþágu, reisti m. a. baðhús fyrir innfædda, byggði Tiger Ba’.m Garden, sem er lítið „þorp“, sem hefir enga íbúa en er þó svo lifandi. Það stendur hátt og þangað leita menn til hvíld ar á dásamlegum stað í dásam- legu umhverfi. f „þorpinu“ eru „íbúarnir" höggn ir úr steini, þar gefur að líta alla lesti og kosti mannlegs lífs tákn- aða með höggmyndum. „Þorpið" hefir kostað miljónir. Hinir inn- fæddu líta á það sem heilagt og fara til þessa staðar til að biðj- ast fyrir. Þar eru einnig mörg Búddhalíkneski. En jafnframt öllu hinu gamla, hefir mr. Haw tekið nýja timann með I reikninginn, því að á einum stað má sjá vel gert líkneski af Donald Duck, hin- um vinsæla sprelligosa Walt Disn- eys. Þegar olíuskipin koma til Singa- pore, leggjast þau að annarri hvorri hinna svokölluðu olíueyja. Þær heita Puelo Sambo og Puelo Bu- kum. Þessar eyjar urðu fyrir sprengjuárásum Japana í styrjöld- inni, og það, sem ekki eyðilagðist í árásum þeim, eyðilögðu Bretar sjálfir áður en þeir urðu að yfir- gefa Singapore, til þess að það félli ekki Japönum í hendur. Nú hefir allt verið byggt upp á ný á eyjum þessum. Stórir olíugeym ar gnæfa við himin og á bryggj- unum liggja himinháir hlaðar af olíufötum. í stað hreysanna, sem áður voru þar, hafa nú verið byggð nútíma íbúðarhús úr steinsteypu. Á eyjunum eru verzlanir og er verð- lag þar yfirleitt lægra en I borg- inni sjálfri. Og þarna er líka póst- hús, og jafnvel þótt hænsni póst- meistarans gangi um pósthúsið að vild, kemst póatu(rinn áleiðis til réttra viðtakcnda. í Singapore er ekkert sjómanna- heimili og engin sjómannakirkja Einn enskur sjómannaklúbbur er þar, og sækja hann margir sjó- menn frá Norðurlöndum. Olíufé- lögin hafa einnig klúbba, en þá fá aðeins yfirmenn að sækja. $KIPAUT(Í€RI) RtKTSlNS JEKLr fer austur um land til Alcur- eyrar á morgun kl. 13 síðdeg is. Skipið snýr við á Akur- eyri og kemur á allar venju- legar viðkomuhafnir í báð- um leiðum, Farseðlar verða seldir nú þegar. Þá er gert ráð fyrir, að skipið fari vest- ur og norður til Akureyrar miðvikudaginn 6. apríl. Verð ur tekið á móti farpöntun- um fyrir þá ferð nú þegar, en um viðkomur á Vestfjarða höfnum sunnan ísafjarðar fer eftir þátttöku. ■MMIIIIIIIIIHIHIMHHIIHIIIIIHHHIHHHHIIIHIMUIIIIIIIIM | Jörðin Útibliks- ! I staðir I 1 Heggstaðanesi ásamt á-1 1 höfn er til sölu. Jörðin er i I laus til ábúðar í næstu far | | dögum. Allar upplýsingar i | gefur Árni Gunnlaugsson, | | Laugavegi 71, sími 7806. i • IU**'IUIUIIIIIIIIIflllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUU Ib Henrik Cavling, KARLOTTAi tugsaldri, hár, svarthærður og með mjótt efrivararskegg. Hann var vel vaxinn, vel búinn og kurteis í framgöngú. Karlottu duldist ekki, að hann hlaut að vera vel efnum bú- inn. Þarna stóEFhánn nú og studdist fram á regnhlif sína. Hann beið auðsjáanlega eftir því, að hún losnaði. Þegar augu þeirra nfieerttust, brosti hann kunnuglega. Karlotta gat ekki varizt því að endurgjalda broáið. Konan, sem líún. var að afgreiða, var ekki á því að hætta strax. Hún skeðaði margar töskur og spurði um verð, en að lokum fór hún án þess að kaupa nokkuð. Hún hafði alít á hornum sér. — Það er að verða ókaupandi hér, sagði hún með þykkju um leið og hún fór. — Hvers vegna keypti hún ekkert, ungfrú Dahl? Karlotta hrökk við. Það var dei'ldarstjórinn, sem spurði. Karlotta sá þykkjuna í augnaráði hans. — Henni þótti víst töskurnar of dýrar, svaraði hún. — Hvaða vitleysa. Hún hefir verzlað við okkur árum saman. Þér hafið vonandi ek'ki verið óþægileg við hana. — Nei, síður en svo, herra Jörgensen. Ég var eins kurteis við hana og mér var unnt. — Þá hafið þér ekki getað gert nógu vel. — Gæti ég fengið að líta á nokkrar töskur? Það var erlendi herramaðurinn, sem spurði. Þegar í stað sá deildarstjórinn, að hér var á ferð viðskiptavinur, sem gera varð ánægðan, og hann þóttist og sjá, að hann mundi láta sig meira skipta gæði en verð. Hann gaf Karlottu merki um, að hann ætlaði sjálfur að annast afgreiðslu þessa manns. — Með mikilli ánægju, herra minn, sagði hann með hneig ingu og blíðu brosi. Maðurinn reyndi að leyna brosi, strauk fingri yfir skegg sitt og sagði: — Þessi unga stúlka er vön að afgreiða mig, og hún hefir jafnan gert það óaðfinnanlega. Má ég biðja um afgreiðslu hennar aftur? Maðurinn talaði með erlend- um málhreimi, en málfar hans var þó rétt. Deildarstjórinn hafði ekki til einskis iðkað hneigingar í mannsaldur. — Það gleður mig að heyra, laug hann og bætti svo við: — Ungfrú Dahl er ein allra bezta afgreiöslu stúlkan okkar. Svo sneri hann sér að Karlottu: — Sýnið herranum nýju töskurnar úr krókódílaskinninu. Þær eru nýkomnar frá Frakklandi. — Já, lofið mé að sjá þær, sagði maðurinn. Karlotta tók nokkrar töskur fram. Maðurinn beið þang- að til deildarstjórinn var kominn svo langt frá, að hann gat ekki heyrt samtalið. Þá sagði hann. — Það var nú frem ur til að sjá yður en til þess að verzla, sem ég leit hér inn. Ég er.... Karlotta leit óttaslegin á hann. — Ég skal nú samt kaupa eina tösku, sagði maðurinn til að gera henni rórra í geði. Karlottu létti, og hún brosti nú. — Drottinn minn dýri, sagði maðurinn. — Hverníg fær maður slíkar tennur? Málhreimurinn gerði orð hans skrít- in, og Karlotta gat ekki stillt sig um að brosa enn meira. — Þær sitja állar fastar á öðrum endanum, sagði hún. Það var auðséð, að orð hennar gerðu hann svolítið ráð- villtan. — Þér megiö ekki álíta mig neinn afglapa, ungfrú. Danskan er svo erfið í munni mínum. Ég fullvissa yður um það, að ég efaðist ekki um það. Augu Karlottu voru nú farin að ljóma. Hann las full- komna fyrirgefningu í þeim augum. Hann tók að þukla á tösknum, og þegar deildarstjórinn gekk hjá, spurði hahn svo hátt, að hann gæti heyrt? — Hvað kostar þessi hér? — 280 krónur. — En þessi? — 260 krónur. Deildarstjórinn fjarlægðist aftur. — Þér eruð alltof falleg til að standa við afgreiðshrí búð, sagði hann. — Þér ættuð heldur.... — Þannig megið þér helzt ekki tala við mig, sagði Kar- lotta hægt, og það var bænarhreimur í rödd hennar, ög hann veitti þvi glögglega athygli. — Auðvitað ekki, til þess hefi ég engan rétt. Ég geri ráð fyrir, að þér séuð neydd ti'l að vinna fyrir yður? — Já, svaraði hún hikandi. — En það eru til margar leiðir til þess að afla sér fjár. Þér hafið valið erfiðustu leiðina. Hann þagnaði skyndilega, þvi að deildarstjórinn nálgaðist aftur. Nú staðnæmdist hann og stóð um stund svo nærri, að hann gat heyrt það, sem þeim fór á milli. Karlotta leit biðjandi á viðskiptavininn. Honum var vel ljóst, hvað á seyði var. — Ég ætla að kaupa þessa tös'ku, sem kostar 280 krónur, sagði hann hispurslaust. Karlotta kenndi í brjósti um hann. Hann hafði‘aúðsjá- anlega ekki nein not fyrir þessa tösku, en keypti hana að- eins hennar vegna. Þessi taska kostaði líka meira en hún fékk í laun á heilum rnánuði. Karlotta fann, að augu deildarstiórans hvíldu á henni. Hún skrifaði nótuna og rétti viðskiptavininum hana. — Þér fáið töskuna afhenta í umbúðadeildinni við hlið- ina á gjaldkerasætinu, sagði hún vingjarnlega. Maðurinn svaraði með því að depla því auga, sem frá deildarstjóranum vissi, og svo sagði hann hátt: — Þakka yður kærlega fyrir að hjálpa mér við þetta vandasama val.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.