Tíminn - 16.04.1955, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1955, Blaðsíða 1
Skrifstofur f Edduhúsl Fréttasímar: 81302 og 81303 Aígreiðsluslmi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda. (> (> (> (> (> « 85. blaC, Onniö dag og nótt í öll- um fiskiðjuverum í Eyjum Sífelldar véladrunur i lofti og hlaðuir hát- ar þurfa að biða lengi eftir löndun Frá fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Heita má, að landburður sé af fiski í Vestmannaeyjum á cíegi hverjum, þegar á sjó gefur. Hafa bátar róið nú nokkra claga í röð og áflað mjög mikið. Má ekki tæpara standa að hægt sé að vinna úr öllum þeim afla, sem á land kemur og er Iió mikill og góður húsakostur og aðstaða í mörgum fiskiðju- verum. Undanfarna daga hafa bát arnir komið seint að og þurft að landa miklum afla úr hverri veiðiferð. Hefir lönd- un hjá mörgum staðið til fiiorguns og jafnvel nokkur fram á næsta dag hjá þeim sem lengst verða að bíða eft ir bryggjuplássi t41 löndunar. Torveldar það nokkuð, að bryggjurúm er allt of lítið, þegar þannig stendur á. Eru dæmi til þess, að bátar þurfi stundum að bíða 4—5 klst. á höfninni eftir því, að kom- ast að bryggju til löndunar. Miklar véladrunur eru í lofti dag og nótt í Eyjum, ís að leysa af ÞingvaDavatni ís er nú óðum að leysa af Þingvallavatni, enda er hér þeyr á hverjum degi. Meirn- ar isinn mikið og stórar vak ir eru komnar í hann fyrir framan Þingvelli og. í Vatns- vlkinni. Að öðru leyti er hell an enn heil á vatninu. Um tima I vetur var hellan 70 sm. á þykkt. enda ekki lítil vélaorka þar á ferðinni. Auk hins stóra bátaflota, eru öll fiskiðjuver in og rafstöðin rekin með mótorafli og er talið, að þegar allir bátarnir eru í gangi, sé vélaorkan í Eyjum um 100 þús. hestöfl. Unnið er dag og nótt í fisk iðjuverunum og má þó ekki tæpara standa að undan haf ist með nýtingu aflans. Þrjó slys á skíða- landsraótinu á Akureyri Þrjú slys urðu á skíðamót- inu á Akureyri, sem háð var um páskana. Tveir keppend- ur urðu fyrir slysum og einn starfsmaður. Karólína Guð- mundsdóttir féll í bruni og meiddist talsvert mikið I andliti. Annar keppandi, Páll Stefánsson frá Akureyri meiddist á fæti. Þráinn Karls son, sem var starfsmaður við mótið, fótbrotnaði, er hann var að æfingu. Hafizt handa í sumar um bygg ingu veglegrar kirkju í Skálholt Líkan og tcikningar húsameistara einróma samþykktar og sýmlar í Þjóðminjasafninu Skálholtsnefnd og húsameistari ríkisins boðuðu blaðamenn á sinn fund í gær til þess að sýna líkan, sem búið er að gera að fyrirhugaðri Skálholtskirkju. Er líkanið til sýnis í þjóðminjasafninu á sýningartíma safnsins. Hilmar Stefánsson, banka stjóri, hafði orð fyrúr nefnd-1 armönnum, en hann er for- maður Skálholtsnefndar. Skálholtsnefnd og aðrir opinberir aðilar, sem um mál i’ð fjalla, hafa allir lýst yfir einróma ánægju smni með betta fyrirhugaða fyrirkomu lak á kirkjubyggingu í Skál- bolti og verndun fornra helgidóma, sem þar er gert ráð fyrir. Má því telja að hér með sé endanlega gengið frá því fyrirkomulagi. Skálholts nefndin tekur það fram að gefnu tilefni, að hún veitir móttöku gjöfum frá þeim, sem vilja stuðla að endur- reisn Skálholts, þó gera megi ráð fyrir því, að ríkisvaldið b<>ri höfuðkostnaðinn af framkvæmdum. Fyrir öllum þeim, er af- skipti hafa haft af Skálholts málum hefir vakað, að mál þau yrðu leyst á sem beztan og hagkvæmastan hátt. Það mál, sem efst er á baugi og talið sjálfsagt, er, að reist verði kirkja, sem í senn tengir saman fortíð og nútíð og er minnisvarði og þakklætisvottur þjóðarinnar Mikil samgöngubót að Sauðanesflugvelli Frá fréttaritara Tímans á Þórshöfn. Flugferðir hafa verið hing að öðru hverju í vetur. E.ru það flugvél Björns Pálssonar og svo flugvél frá Þyt, sem flogið hafa hingað. Líkar flugmönnum vel við flugvöll inn hjá Sauðanesi og er geysileg samgöngubót að þeim velli. Flugvöllurinn við Sauðanes er um 800 m lang- ur og stendur til að lengja hann meira næsta sumar. AV. Dregið í A-flokki happdrættislá nsins í gær var dregið í A-flokki happdrættisláns ríkissjóðs. Hæsti vinningurinn, 75 þús. krónur, kom upp á númer 57919. 40 þús. kr. vinningur kom á númer 149285. 15 þús. kr. komu á númer 48666. Þrír 10 þús. kr. vinningar komu á númer 36259, 65669 og 122987. til staðarins, þar sem lengst af var em aðalmiðstöð kristn innar og menningarinnar í þessu landi. Húsameistari ríkisins, Hörð ur Bjarnason, hefir nú lagt fram teikningar að nýrri kirkju. Khkja í rómönskwm stíl. Sú kirkja ber í aðalatrið- um einkenni hins rómanska stíls. Til þess hníga söguleg rök. Fyrir 1200 var sá stíll emráður í kirkjugerð. Ætla má, að kirkja Klængs hafi verið í öllum höfuðatriðum mótuð af þeim stíl. Hvað þá hinar fyrri kirkjur. Með því að leggja stílgerð þá til grund Framh. á 2. síðu. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri Undirbúa þorsk- veiðar raeð nælon-netum Frá fréttaritara Tímar. 1 í Grímsey. Nokkrir Grímseyingar er i að undirbúa þorskanetaveic- ar nú í vor. Hyggjast þeir efci göngu nota nælonnet. Nælou net Jiafa lítillega verið reync t hingað til, en þáu hafa geí. ■ izt sæmilega vel. Mikill áhug t er ríkjandi hér fyrir því hveru ig netaveiðarnar muni gangíi GJ.. Nýr bátur tii Hornafjarðar Frá fréttaritara Tíman.r í Hqrfnafirði. Rétt fyrir páskana kon'. hingað til Hafnar nýr vélbáv. ur, smíðaður í bátasmíðastöcí Einars Sigurðssonar á Fá • skrúðsfirði. Báturinn er all - ur hinn vandaðasti að gerð. 38 smálestir að stærð, eign Ra'fnkels Þorleifssonar, sent einnig verður skipstjóri á hon um. Báturinn byrjar þegai- róðra. Hann hlaut nafnib' Ingólfur. Suðvestan stormur hefiv verið hér siðustu daga og þv.i landlega, en í siðustu róðrunj. var ágætur afli. AA> Þjó&leitehúsið 5 ára: l 520 þúsund gestír hafa sótt 1124 sýníngar þess Þann 20. apríl næstkomandi hefir Þjóðleikhúsið starfab f fimm ár, og í tilefni þess ræddi Guðlaugur Rósinkranz vií>' blaðamenn í gær og skýrði þeim frá starfsemi leikhússins þessum fimm árum, en starfið hefir verið mjög fjölbreytt o£," ekki færri en 64 verkefni tekin til meðferðar. í tilefni afmæl - isins verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Krítarhring * urinn eftir þýzka skáldið Krabund. Þjóðleikhúsið starfar í 10 mánuði á ári frá 1. sept. til 1. júlí, og hefir starfið á þess um fimm árum aldrei fallið niður á þessum árum, en nokkrum sýningum frestað vegna veikinda. 64 verkefni hafa verið flutt á vegum Þjóðleikhússins, þar af 54 leikrit, óperur og. óperettur, auk þess 6 gestaleikir tvær ballettsýningar og tvennir hljómleikar. Að meðaltali hafa verið 200 sýningar íi hverju leikári en 84 sýning * ar hafa verið á 37 stöðum újti á landi. Sýningar Þjóð * leikhússins frá byrjun hafp, verið 1124. Gestir á sýning • ar þessar hafa verið tæplegcv 520 þúsund. Þjóðleikhúsið hefir sýn! gamanleiki, sorgarleiki, sögu lega leiki og gömul leikrit og; ný og af þeim hefir tæplegsv (Framhald á 7, síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.