Tíminn - 16.04.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1955, Blaðsíða 2
I 1 TÍMINN, laugardaginn 16. apríl 1955. 85. blað. Setti bifreiðin engilsaxneska fjölskylduhugsjón úr skorðum? Fyrir nokkru ritaði bandaríski höfundurinn John Stein- heck skemmtilega hugvekju um bifreiðar, eins og þær voru I gamla daga. Hann hefir sjálfur töluverða þekkingu á bif- reiðum, enda bendir saga hans, Þrúgur reiðinnar, til þess. Hugmyndin er sem sagt sú að birta nokkrar glefsur úr grein skáldsins um bifreiðarnar. Þórunn S. Jóhannsdóttir heldur píanó-hljómleika í Austurbæjarbíói, þriðju- daginn 19. apríl klukkan 7 eftir hádegi. Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson, LátUsi Blön- dal og í Austurbæjarbióí. Trésmiðlr Trésmiðir Allsherjaratkvæðagreiðsla um skiptmgu Trésmiðafélags Reykjavíkur fer fram í skrifstofu félagsins, mánudaginn 18. og þriðjudaghin 19. þ.m. frá kl. 10 árdegis t4l kl. 8 síðdegis, báða dagana. KJÖRSTJÓRNIN. Sjjóstakkar, 3 gerðir Svuntur, Hvítar, fyrir frystihús Vinnuvettlintfar, guVr, hrúnir, hvítir Herrahúfur, margar gerð»r Herrabelti, margar gerðir HEILDSÖLUBIRGÐIR: fcatfíi £. Jc'hjjch & Cc. Þingholtsstræti 18. — Sími 5932. Hús í smáíbúðahverfinu er til sölu. — Húsið er 60 ferm., 3 herbergi, eldhús og forstofa. — Laust í vor. Runnveifi Þorsteinsdóttir, — Fasteigna- & verðbréfasala — Hverfisgötu 12. — Sími 82960. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móð- ur okkar KRISTÍNAR FRIÐLAUGSDÓTTUR, Syðra-Fjalli, Aðaldal. BÖRNIN. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARGRÉTAR ÞORLÁKSDÓITUR. Aðstandendur. „Fyrra sunnudag ók ég mér til Bkemmtunar eitthvað út í buskann. Oft og tíðum fór ég framhjá öku- jnanni, sem hafði leni í bilunum og sat þolinmóður f bifreið sinni ásamt íarþegunum og beið eftir viðgerðar imanni eða dráttarvagni. Það ieit ekki út fyrir að nokkrum þeirra dytti í hug að reyna sjálfur að ráða bót á biluninni. i Stýrisstöng og keðjudrif. Þetta kom mér til að hugsa um gamla góða daga og gamla vagna. Samt má enginn halda, að mér hafi ktimið í hug að óska að skipta á nýja bílnum mínum og þeim gömlu, hóstandi skrjóðum. En í þá daga mátti maður svo sannarlega standa í því sjálfur að gera við farartæki sitt, ef maður átti að komast leiðar sinnar. Pyrsti vagninn, sem ég man eftir frá bernskustöðvum mínum, var víst Reo-bifreið með keðjudrifi cg stýrisstöng. Vagninn var í eigu dýralæknis og fékk hann á sig illt orð út um sveitir af að ferðast i þessu. Við höfðum andúð á þessum vagni. Hann var móðgun við hrossa stofninn. Við hrópuðum hæðnisorð að' honum, er hann kom höktandi. En smátt og smátt bættust fleiri bifreiðar í hópinn, en það liðu mörg ár áður en við sjálf fengum vagn. Foreldrar mínir viðurkenndu ein- faldlega ekki afborgunarkerfið. í þeirra augum var það skuld eins og hver önnur skuld og það var synd- samlegt að eiga í skuldum. Fimmtán ára bifreið. Nú tók það sinn tíma, áður en nútíma vagninn komst í þannig að- stöðu, að ég hefði efni á að fá mér bifreið. Ég fékk mér notaðan vagn fimmtán ára. Sá fyrsti var gamli Ford og síðan vagnar í líkingu við hann, en enginn þeirra var þannig að ekki fengist hann til að ganga, ef vel var að honum farið. Fyrsti Úívarp/ð ÍJtvarpið í dair. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga. 13,45 Heimilisþáttur. 18,00 Útvarpssaga barnanna. 18.30 Tómstundaþáttur. 18.50 Úr hljómleikasalnum (pl.); 20.30 Tónleikar (plötur). 21,00 Samtíningur; — skemmtiþátt ur. Svala Hannesdóttir leik- kona stjórnar þættinum. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Árnað heilla Bjónaband. Sunnudaginn 17. apríl verða gefin saman í hjónaband ungfrú Álfhildur Sigurðardóttir, Skútustöðum, og Örn Friðriksson, sóknarprestur, Skútu- Etöðum. Faðir brúðgumans, Friðrik A. Friðriksson, prófastur, Húsavík, gefur brúðhjónin saman. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jóhanna Guðmunds- dóttir, Króki í Grafningi, og Friðrik Hermannsson, Hnífsdal. 85 ára. ' Á páskadaginn varð 85 ára Þorleif ur Rögnvaldsson, Hrafnstaðakoti, Svarfaðardal. Hann bjó lengi á Klængshóli í Skíðadal, en dvelst nú hjá dóttur sinni og tengdasyni. vagninn minn var opinn og stýris hjólið var allt í sprungum, og gat verið hættulegt að fara höndum um það Aftursætinu hafði verið breytt í viðgerðarstöð og þar var geymt tó og varahjól. Ég minnist alltaf þessa vagns í sambandi við fyrsta ástarævintýri mitt. Það tvennt mun alltaf verða tengt hvað öðru. Ég átti þessa bifreið lengi og ég man, hvernig vélin sló stundum harka- lega, þegar verið var að snúa í gang. Þetta var í allan máta lymsk bif- reið, sem ekki komst í vináttu við neinn og komst af stað, þegar henni sjálfri þóknaðist. Sýnilega gekk hún fremur á göldrum en vélfræði legum vísindareglum. Dagstofa á hjólum. Önnur Fordbifreiðin, sem ég eign aðist var lokuð að aftan. Þar var hátt undir loft og líktist húsið að innan lítilli dagstofu með glugga- tjöldum oz blómsturvasa. Það vant- aði bara ofn íil að fullkomna dag- stofuna. Stundum þjónaði dagstof- an því hlutverki að vera einkastofa. Þá voru t.löldin dregin fyrir glugg- ana til að allt væri sem þægilegast og heimulegast. En væri þetta farar tæki kvenlegt, þá hafði það einnig kvenlegan mótstöðukraft. Einu sinni lét ég bifreiðina standa úti heilan vetur í frosti og hríðum og fennti hana í kaf um tíma. Þegar voraði og snjór var horfinn, steig ég upp í hana og vélin fór í gang á stund inni og hikstaði aldrei allt sumarið Hafragrautur á kælinum. Nokkru síðar keypti ég opinn Chevrolet, sem líktist einna helzt baðkeri á hjólum. Þetta var bezti vagn Ineð mörgum nýjungum. Ég bjó þá í Los Angeles og einn dag ætlaði móðir mín að heimsækja mig. Áður en ég sótti hana á járnbrau arstöðina, þvoði ég bifreiðina og tók þá eftir að leki var kominn að kæl inum. Við höfðum ekkert maismjöl við hendina, en hafragrjón voru til, sem var enn betra, því að graut urinn verður þykkri. Ég hvolfdi ein um bolla af grjónum í kælinn. Nú var komin vatnsdæla til sögunnar og hringrásin var því hraðari en í gamla Ford og þessu hafði ég gleymt. Hafragrauturinn hlýtur að hafa verið fullsoðinn, þegar komið var til brautarstöðvarinnar. Móðir mín kom með stóran blómskrýddan hatt á höfði. Hún settist státin i framsætið við hlið mér og við ókum af stað. Allt í einu varð sprenging og súla af hafragraut steig upp í loftið og þeyttist yfir framrúðuna og lenti á hatti móður minnar og seig síðan niður eftir andliti henn- ar. En þar með var ekki öllu lokið. Alla leiðina í gegnum Los Angeles þeytti bifreiðin frá sér hafragraut í allar áttir. Og undir lokin lá við að allt ætlaði að fuðra upp, því að kælirinn var með öllu stíflaður og vélin hóstaði rykskýjum, sem báru með sér lykt af viðbrunnum hafra- graut“. Steinbeck hefir fleiri sögur að segja af bílum sínum og í einni bók sinni segir hann eftirfarandi: „Með tilkomu Fordbifreiðarinnar hljóp hin engilsaxneska fjölskylduhug- sjón úr skorðum og hefir ekki skropp ið í samt lag síðan“. Það er sem sagt ýmislegt, sem Steinbeck hefir að segja um bifreiðir. ÞCRABÍMHjCHSSCn I IÖGGU.TUR SK.JALAWDANDI | • OG DÖMTOLLURI BNSK.U • 1 mKJPHVOtl - «ai 81655 Skálholt (Framhald af 1. síðu). vallar eru komin sýnileg tengsl við hinar fyrstu aldir kristninnar hérlendis. Þar að auki sker sú1 stílgerð sig ekki um of úr byggingaraðferðum nútímans. Þessi nýja kirkja er látlaus og hrein, og leyfir afbrigði, þannig, að húsið lýsir um leið aðferð og við- horfi nútímans og verður ekki dauð eftirlíking. Hins vegar stuðlar hún að nokk- urri ihaldssemi við lausn verkefnisins, sem ætti sum- part að vera skilyrði gagn- vart Skálholtsstað, sem á sér langa og merkilega sögu, og á enn merka gripi nothæfa við guðsþjónustuhald. Þeim má auðvitað ekki fleygja, heldur verður að nota þá á- fram. Á vesturgafli verður stór og veglegur gluggi með gler- málverki yfir aðaldyrum, en samsvarandi gluggar á suð- ur- og norðurstúku. Því hér er haldið tengslunum við hin ar fornu dómkirkjur, sem voru krosskirkjur. Hin nýja kirkja leitar með stúkum sín um aftur til fortíðarinnar. Og eins og hinar fornu kirkj ur voru þrískipa allt frá dög um Klængs, er hin nýja þrí- skipa. Gluggar hákirkjunn- ar verða með ljósum blæ ems og kórgluggarnir, en gluggar á útbrotum dekkri. Þá kem- ur aðalbirtan af ofan og inn an úr kór. Sérstæður kirkjuturn. í stað áfasts turns, og vegna stílgerðar kirkjunnar, kemur 36 m. hár stöpull laus frá henni og reistur í stöpul- stæði gömlu dómkirnanna. Stöplar, lausir, voru algeng- 3r hér á landi til forna eins og þeir eru enn í öðrum lönd- um. Kúkjan rúmar samkv. upp dráttum 250 manns í sæti, en getur tekið á 4. hundrað manns ef á þarf að halda. í útbrotum við suður- og norð- urhlið er gjört ráð fyrir rúmi til minningar um Skálholts- biskupa með töflum greypt- um milli glugga. Svahr eru engar en fyrir aðalinngangi er rúmgóður söngpallur. Ætl unin er að setja kistu Páls biskups Jónssonar í suður- stúku en í norðurstúku hið forna altari Skálholtskirkju; ennfremur verður öðrum fornum kirkjugripum komið fyrir þar sem við á. Hæð hákirkju verður 14 m. (sama hæð og var á kirkju Brynjólfs biskups), en lengd kirkjunnar allrar 29 m. Gesturinn í Skálholti mun í framtíðinni ganga upp virðuleg þrep að kirkjugarö- inum. Stöpullinn myndar eins konar hlið að hinni gömlu kirkju. Gólfflötur hennar blasið við, og sjá má, hvar háaltarið stóð, því út- línur gömlu kirkjunnar verða markaðar með lágri steinahleðslu. Þann veg geta menn í framtíðmni komizt í náin tengsl við fortiðina og grandskoðað stærð og víð- áttu hins forna musteris. Gesturinn getur farið úr hinni gömlu kirkju ofan göngin, og ofan aö hinu forna skálastæði og minnzt þess, að hér hafa menn um margar aldir gengið frá hin- um mannmarga stað tú helgi halda í kirkjunni. Nýja kirkjan v»ð gamla grunnstæðið. Hin nýja kirkja verður þá reist norðan við gamla grunn stæðið og þess gætt við smíði hennar, að valda sem minnstu raski. Verður hún því látin standa á grunn- stöplum. Hún mun því standa norðan við gamla grunninn, en sunnan við Norðurstúku. Kirkjugarðurinn verður hlað inn upp, en framan við kirkju garðinn verður stórt og mynd arlegt torg, er liggur nokkru lægra en kirkjustæðið, og má þá reisa hús norðan og sunn an við torg þetta, en ný heim reið liggur heim á staðinn úr vestri. Þar með er skýrt undirstrik að, að kirkjan í Skálholti er sá aðili, sem veitir staðnum gildi, og gnæfir hún því með stöpli sínum yfir staðinn. Á þennan hátt er því svar- að ýmist kröfum fortíðarinn ar eða kröfum nútimans tU lausnar á þessu vandasama verkefni. Og má telja full- víst að ókomni tíminn verði nútímanum þakklátur fyrir þessa meðferð á öllum aðstæð um. Hér er í sehn reist guðs- hús og minnisvarði, áh-.þess að annað rekist á hitt,' én mynda samræmda og fagra hehd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.