Tíminn - 16.04.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.04.1955, Blaðsíða 5
'5. blað.. TÍMINN, laugardaginn 16. apríl 1955. 5 TLaugurd. 1G. apríl Verkfallið má ekki verða pólitískt Frá sumum þeim aðilum, sem standa að verkalýðsfélög- um þeim, sem nú eiga í verk- falli, hafa að undanförnu heyrzt ummæli, er skilja má á þ.á leið, að fýrir þeim vaki að gera verkfallið pólitískt. Þann ig hefir málgagn kommúnista, Þjóðviljinn, látið i það skína, að tilgangur verkfallsins sé eiginlega sá að koma núv. rík isstjórn á kné. Af hálfu full- trúa kommúnista á útifund- inum, sem haldinn var á mið vikudaginn, féllu einnig um- mæli, er mátti skilja á likan hátt. Þeir hvöttu til þess, að sáttatillögum, sem kynnu að koma fram, yrði hafnað, áður en þeir höfðu þó nokkuð vitað um efni þeirra. Þetta gæti b_ent til, að þeir hefðu meiri áhúga fyrir löngu verkfalli en skjótri lausn þess í þeirri von, að langt verkfall gæti haft einhverjar pólitískar afleiðing ar. Ummæli þessi gefa vissulega fullt tilefni tiL að vara við því, áð verkfallinu verði haldið áfram af pólitískum ástæðum. Því er bezt að segja það strax, að enginn lýðræðissinni getur sætt sig við það, að stjórnar- skipti séu knúin fram með verkföllum, hversu lítið ánægð ur, sem hann kann að vera með viðkomandi ríkisstjórn, ef hún er komin til valda með löglegum hætti og hefir að baki sér löglega kjörinn þing meirihluta. Slík stjórn verður aðeins felld af þinginu vegna ágreinings, sem þar kann að rísa eða í kosningum. Hitt er hrein ofbeldistilraun, sem er andstæð lýðræðinu, að ætla að knýja fram stjórnarskipti með verkföllum. Verkföll eiga aðeins rétt á sér sem tæki launbega til að knýja fram launabætur, er þeir telja réttmætar. Áreiðan lega er það líka tilgangur meg inþorra þeirra verkamanna, sem nú eiga hér í verkfalli. Það myndi verða til þess að færa verkfallið yfir á allt ann an grundvöll, ef beita ætti því fyrst og fremst til að knýja fram stjórnarskipti. Það gæti orðið til þess að gera verkfall ið með öllu óleysanlegt. Þá Væri það ekki heldur viðleitni til kjarabóta, heldur tilraun til byltingar. Verkfallið er nú búið að standa í fjórar vikur og það er orðið sameiginlegt hags- munamál allra, að reynt sé að leysa það sem fyrst. At- vinnurekendum ber að teygja sig til samkomulags eins langt og getu atvinnu- veganiia cr fært. Fulltrúar verkamanna mega ekki held ur halda fast við kröfur, sem •jfyrirsjáanlega munu leiða til atvinnuleysis eða gengis- ’falís. Éf þessi sjónarmið eru ihöfð nógu rjjkt í huga, ætti verkfallið að geta leystst nú ,;tim helgina. En vitanlega :myndi þetta fara alvég út um þúfur, ef það yrði ofan á að gera verkfallið fyrst og jfremst pólitískt. ■ Ef þeir aðilar, sem standa að vprkfallrnu, hafa raunveru léga áhuga fyrir stjórnarskipt um og bættu stjórnarfari, verða þeir að fara aðra leiö Nýja Guinea — Þar sem atómöldin leysir steinöldina af hólmi i A IVýju-Gumeu búa frumsíæðustu Jijóðir vcraldar A þingi SameinuSu þjóðanna á síðastliðnu hausti var fellt að styðja kröfu Indonesíu til þess hluta Nýju Guineu, sem nú heyr ir undir Hollendinga. Hinn hluti Nýju Guineu heyrir undir Ástra- liu. Afstaða þingsins var byggð á því, að engin tilmæli hefðu 1 komið í þá átt frá íbúunum og ekki væri um nein söguleg tengsli eða frændsemi að ræða milli íbúa Nýju Guineu og Indo nesíu. / grein þeirri, sem hér fer á eftir og nýléga birtist í „The Christian Science Moni- tor“, er sagt frá hollenzku Nýju Guincu, þar sem nú býr af- skekktasta og frumstæðasta fólk veraldar. I»að er markmið hollenzku stjórn arinnar í Nj'ju Gulneu að brúa bilið milli steinaldarinnar og atóm aldarinnar í þessu landi hinna undarlegu andstæðna, þar sem skiptast á víðáttumiklar hitabeltis- mýrar og fjöll með snævi þöktum tindum. - í deilu, sem nýlega varð hjá Sam einuðu þjóðunum út af yfirráðum yfir þessu landsvséði, gáfu Hol- lendingar það . ótvírætt í skyn, að þeir hyggðust ekki sleppa hendi sinni af því, fyrr en hinir innfæddu væru fyllilega færir um að stjórna landi sínu sjálfir. Vegna þessara atburða hófst hol- lenzka stjórnin svo handa um að efla varnir Nýju Guineu, og í því augnamiði ferðaðist flotamálaráð- herrann, H. C. W. Moorman til landsins o^ athúgaði staðhætti með tilliti til Varna. Hollendingar ern ákvcðnir í að sleppa ekki taki sínu. Nálægt Biak er verið áð gera flugvöll, sem sagð ur er vera sá fullkomnasti í Aust- urlöndum. Plugbrautir hafa og ver- ið lagðar í norðurhluta landsins, og í Manokwari er verið að byggja fullkomna höfn, einnig aðra minni í Merauke. Auk þessa erú nú endurbætt hafn arskilyrði í Hollandia Port, en þessi mikla höfn frá' náttúrunnar hendi gaf herjum Bandamanna gott skjól f síðustu styrjöld. Auk þess sem allar þessar framkvæmdir hafa mikið gildi hvað snertir varnir land ins, hafa þær einnig veruleg áhrif á fjárhag þessa víðáttumikla lands, sem er stærra en Holland og Bret- landseyjar samanlagt. Þetta eyland í Kyrrahafi hefir verið mjög lítið þekkt út í frá allt síðan það var fundið árið 1527 af portúgalska kaupmanninum Don Jorge de Meneses. Það var Spán- verjinn Ynigo Ortiz de Retez, sem gaf landssvæðinu nafn. Er hann sigldi meðfram ströndum þess árið 1545, veitti hann því athygli, að landinu svipaði mjög til Guineu á vesturströnd Afríku, og gaf því þessu landi nafnið Nýja Guinea. En á þessum tíma voru engar til- raunir gerðar í þá átt að nytja land þetta, sennilega vegna hins afar heita loftslags, vegna mýra- flákanna-og vegna fjallanna, sem enn þann dág í dag hindra að miklu leyti rannsóknir. Þar að auki voru mikil auðæfi auðfengin í ná- lægum löndum í Asíu, þar sem menning -hafði blómgazt löngu á úndan etfrópskri menningu. Þess vegna sigldu sjó- mennirnir hjá. En mikill hluti þeirra auðæfa, seir þeir virtu ekki við- lits streyma nú upp úr jörðu í vestur- hluta Nýju Guineu þar sem hinir iðju- sömu Hollendingax hafa uppgötvað rniklar olíulindir. En hollenzkir err bættismenn viður- kenna fúslega að áhugi þeirra fyrir Nj'ju Guineu hafi ekki vaknað fyrr en á árinu 1950. Fyrir þann tíma var land ið aðeins nýlenda þar sem ungum em bættismönnum var gefið tækifæiú til að afla sér eynslu, eins og landsstjórinn, dr. Jan van Baal getur borið vitni um, en hann aflaði sér sinnar reynslu í Merauke árið 1936. Van Baal landsstjóri er pottur- inn og pannan í endurreisn Nýju Guineu, og stjórnar landinu eins og stórum búgarði. Hann er alltaf á ferð og flugi í amerísku flugvél- inni sinni, til þess að skoða landiö með eigin augum, velja nýja staði fyrir flugvelli, og líta yfir af- skekkt þorp með það fyrir augum að áætla fólksfjölda þeirra. Annars hefir enginn hugmynd um, hver fólksfjöldinn raunveru- lega er á hinum afskekktari stöð- um. Áætluð tala er milli 700 þús- und og ein miljón á öllu landssvæð inu. í lok ái’sins 1953 höfðu 262 þús und manns verið skráðir opinber- lega, og þar að auki var áætlað að um 129 þús. manns byggju á þeim svæðum, þar sem embættismenn höfðu yfirumsjón. Frá mannfræðilegu sjónarmiði er meirihluti íbúanna Papúanar, en í fjallahéruðunum má finna að minnsta kosti tvo ólíka flokka fólks. Annar flokkurinn er auðþekktur vegna þess, hve hann er hávaxnari en hinn. Mannfræðingar halda þvi fram, að sá þjóðflokkur, sem bygg ir Nýju Guineu, hafi á fyrri tím- um byggt langtum stærri lands- svæði. En þar sem þetta er einhver frumstæðasti þjóðflokkur á jörð- inni, og lifir ennþá í steinöldinni, er saga hans gleymd og grafin að mestu. Eitt er víst, að meirihluti íbú- anna hefir aldrei augum litið hvít- an mann. Og sjálfir virðast þeir ávallt eiga i vigaferlum sin í milli. Einangrun hvers ættflokks fyrir sig hefir komiö greinilega í ljós og sannast á þeim aragrúa mállýzkna, sem fundizt hefir. Sérhver ættflokk ur talar sitt eigið mál með öllu ólíkt öðrum, og þó eru ættflokk- arnir vart fjölmennari en nokkur þúsund manns hver. Þessi stað- reynd stendur vitanlega mjög í vegi hollenzku stjórnarinnar, sem tek- ið hefir það á sínar herðar að koma landinu á framfarabraut. T/.aíboðar hafa verið starfandi Innfæddir Nýju Guineu-búar. í landinu allt frá pvl að Hollend- ingar komu þar fyrst. Þeir hafa leitazt við að mennta um 170 þús- und innfædda, og frá þeim er hið núverandi skólaskipulag að mest-u runnið, en í skólum landsins eru nú 30 þúsuhd börn. Börn þessi eru á aldrinum sex til tólf ára og ganga í þorpsskóla. Trúboðsstöðvarnar sjá fyrir kenn- urum en stjórnin borgar þeim laun og greiðir annan kostnað. Einnig hafa verið settir á stofn miðskólar, og í þeim eru um 1500 nemendur. / Ilollandíu, hinni opinberu höf- uðborg, er sérstakur skóli sem út- skrifar kennara og opinbera starfs menn eftir þriggja ára nám. Af 754 kennurum í þorpsskólunum eru 342 Papúanar. Það er stefna Hollendinga að láta Papúana sitja fyrir þeim stöð um, sem á þeirra færi er að anna. Af 97 opinberum starfsmönnum voru fyrir skemmstu 49 Papúanar, og margir þeirra stjórnuðu stórum landssvæöum. Þessar tölur eru hér settar fram sem sönnun þess, að Papúanar hafa næga greind til þess að geta sinnt slíkum störfum. Áætlaður kostnaður við þriggja ára áætlun, sem hollenzka stjórn- in hefir gert um eflingu atvinnu- veganna og menningar er um 20 miljónir sterlingspunda. Þessi upp- hæð er helmingi hærri en sú, sem varið var i sama skyni á síðast að því marki en verkfallsleið- ina, Önnur leið liggur líka in að því marki, ef annarleg og framandi sjónarmið eru ekki látin -loka henni. Hún er sú, að hin sundruðu lýðræðis- sinnuðu flokksbrot til vinstri sameini krafta sína og skipi sér ein^þeild, eins og bent var á í seinustu áramótagrein Hermanns Jónassonar. Þá myndi rísa þar upp flokkur, sem gæti stuðlað að bættu stjórnarfari. Þessi leið væri í fullu samræmi við lýðræðið, en pólitískt verkfall er and- stætt því og getur orðið þeim hættulegast, sem beita því. liðnum þrem árum. Einn þáttur áætlunarinnar er að ljósmynda allt svæðið úr lofti, en það skapar möguleika til að gera fullkomið landabréf af landinu. Það eru mörg vatnsföll, sem virkja þarf, og í fjöllunum eru mikil auðæfi í jörð, sem grafa þarf veganna og menningar, er um 20 nikkel eru þar í jörð, og ef til vill úraníum og olía. En vegna mik- illar hlédrægni ættflokkanna er mikill skortur á vinnuafli, og ef til vill er það örðugasta vanda- málið í þessu landi hinna mörgu vandamála. Hollenzka trúboðasambandið hel- ir stofnað til verkalýðssamtaka í landinu. Hollenzkur fulltrúi slíkra samtaka ferðaðist um landið ný- lega til að athuga ástandið í þeim málum. Hann lagði til að sérfræð- ingur á þessu sviði dveldist í Hol- landíu um þriggja ára skeið til að koma skipan á mál þessi. Lífsskílyröi éru erfið í Nýju Gui- neu, og verkamönnum þeim, sem ekki eru innfæddir, veitist örðugt að vinna í hinum geigvænlega hita. Og oft í ófullnægjandi húsnæði. Eftir sjö klukkustunda vinnu á dag kemur Evrópumaðurinn heim til sín og snæðir máltíð, sem sam- anstendur af niðursoðinni súpu, nið ursoðnum pylsum, niðursoðnu smjöri og niðursoðnum ávöxtum. Aðeins grænmeti og brauð er hægt að fá njtt af nálinni. Framfærslukostnaður er gífur- lega hár, og nýlega fór van Baal landsstjóri' til Haag í þeim tilgangi að athuga möguleika á því að draga eitthvað úr hinum háa fram færslukostnaði í Nýju Guineu. Ef ekki tekst að lækka fram- færslukostnaðinn er allur útflutn- ingur á heimsmarkaðinn, þar sem samkeppnin er mjög hörð, algjör- lega útilokaður. Og Nýja Guinea getur aðeins þróazt með því að byggja á útflutningi. Til þess að lækka framfærslukostnaðinn hefir verið reynt að koma á nautgripa-, svína- og sauðfjárrækt og hafa Papúanar verið þjálfaðir i því skyni að taka þessi störf að sér. Fjögur skip eru einnig stöðugt að rannsóknum á þvi, hvaða fisk- veiðiaðferðir muni hentugastar úti fyrir ströndum Nýju Guineu. Fisk- ur sá, er þau veiða, ér seldur i Hol- landíu, en er mjög dýr. Þegar litið er yfir lífsskilyrði í Nýju Guineu, er einn staður, sem vafalaust býður upp á betri skil- yrði en aðrir. Það er oliubærinn Sorong, þar sem olíufélögin hafa byggt heil hverfi samkvæmt nýj- ustu fyrirmyndum, þar eru reisu- leg hús og glæsilegar verzlanir, er selja vörur við lægra verði en t Hollandu. En þó að óglæsilegar fréttir (Framhald á 7. síðu). Fundur Alþjóðaráðs tónskálda Alþjóðaráð tónskálda heldur sinn fyrsta aðalfund í London 3.—5. maí næstkomandi í boði brezka tónskáldafélagsins. Fundir alþjóðaráðsins verða haldnir í „Copyright House“, salarkynnum brezka STEFs. Um leið verða haldnir sérstakir hátíðatónleikar og „ballettar“ sýndir. Einnig er gert ráð fyrir heimsókn fundarmanna í Windsor og hádegisverði þar. Stofnun þessa ráðs var, sem kunnugt er, undirbúin af Tónskáldafélagi íslands og formanni þess Jóni Leifs, forseta Norræna tónskálda- ráðsins 1952—1954, en stofn fundir Alþjóðaráðsins voru haldnir í efri deildar-sal Al- þingis í fyrrasumar samtím- is norrænu tónlistarhátíð- inni og ráðið endanlega stofn að á Þingvöllum 17. júní með undirskrift fulltrúa tíu þjóða um leið og klukkum var hringt í tilefni af 10 ára af- mæli lýöveldisins. v Alþjóðaráðið er eina al- þjóöasamband tónlistar, sem í eru eingöngu tónskáld,. og er svo frá gengið að inn- göngu fá aðeins tónskáld æðri tegundar og fulltrúar frá félögum þeirra. Fjórtán lönd hafa tilkynnt þátttöku sína i aðalfundin- um í London. Stofnskrifstofa ráðsins hjá Tónskáldafélagi íslands hefir nýlega gefið út í 300 eintökum skýrslu og fundargerð stofnfundanna eftir upptöku ræðuhalda á segulband í efri deildar-sal Alþingis. Þetta mun vera í fyrsta sinni að á íslandi eru stofn- uð alþjóðasamtök.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.