Tíminn - 23.04.1955, Side 1

Tíminn - 23.04.1955, Side 1
Skriístofur í Edduhúsl Préttaslmar: 81302 og 81303 Aígreiðslusími 2323 Auglýsingaslml 81300 PrentsmiðJ&n Edda. íí 0 0 39. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 23. apríl 1955. 90. blac’* Myndin sýnir hluta hafnarinnar í Klakksvík í Færeyjum. Þarna er talin hætta á að komi til alvarlegra átaka, ef danskt lögregluiið gengur þar á land í dag eða á morgun. Klakksvíkingar ætla að leggja bátaflota sínum fyrir höfn- ina, svo að skip komist ekki inn. —nTTTT~i r~, ■■ i i ■ i ■ ~í i.t--—r; 'r^T-.-a* Samningafundir stóðu í nótt - þokast í samkomulagsátt Samningafundir í vinnudeilunni stóðu yfir í nótt, og virt ist þá nokkuð vera farið að ganga saman með deiiuaðilum, þótt ekki væri búizt við, að fullt samkomulag næðist í nótt. Einnig stóðu fundir í fyrrinótt. Klakksvík í Færeyjum Fundur var síðdegis í gær og hófst að nýju klukkan níu í gærkveldi. í gær mun aðal lega hafa verið unnið að því Húsavíkurbátar mokafla Frá fréttaritara Tímans í Húsavík. Mikill og góður afli er þessa dagana. Stóru bátarn ir, sem eru fjórir, róa aust- ur að Sléttu og fengu þar hlaðafla. Ilagbarður fékk þar 27 þús. pund og Grímur 17 þús. pund. Minni bátarn ir fá einnig góðan afla í FIó anum eða út við Mánáreyj ar. Loðna hefir veiðzt við Öxarfjarðarsand. Virðist þetta vera sama fiskgangan og nú gerir mest vart við sig við Langanes. ÞF. að kanna hug stjórna félags- samtaka atvinnurekenda og verkalýðsfélaga til tillagna og tilboða, sem fram höfðu komið. Mun nú svo komið, að nokk uð er farið að þokast í átt til samkomulags. Eftir því sem blaðið hefir frétt, hafa atvinnurekendur boðið 9 — 10% kauphækkun og einnig rætt um stofnun atvinnu- tryggingarsj óðs með fram- lagi frá atvinnurekendum og einnig frá bæ og ríki. Samn inganefnd Dagsbrúnar mun hins vegar hafa boðið lækk un á kröfum sínum niður í 19—20% kauphækkun. Ekki var fram komin nein miðlunartillaga frá sáttasemj ara i gærkveldi, og ekki vitað, hvort hennar væri von, en sáttanefndin mun hafa unnið að þvi að kanna undirtektir við hin ýmsu tilboð og að sam ræmingu sjónarmiða. e Þorlákshafnarbátar tví- og þríhlóðu í nótt Óhemjumiklll afli rétt við landsteina í gær var meiri landburður af þorski í Þorlákshöfn en nokkru sinni fyrr á vertiðinni, og hefir þar þó verið mok- afli marga daga. Munu hafa komið á land 160—170 lestir af þeim sex bátum og einni trillu, sem þaðan róa. Varð einn báturinn að þrísækja, en sumir að tvísækja. Aflahæsti báturinn var bú- inn að koma tvisvar að með samtals 32 lestir en átti þá ódregnar tvær netatrossur og var hann að sækja í þriðja sinn. Tveir aðrir voru búnir að landa tvisvar með 20—30 leistir en sumir ókomnir að úr seinni för um klukkan 8. Alls voru þá komnar á land í gær 140 lestir en áður höfðu mest komið 155 lestir á ein- um degi, og var búizt við, að aílamagnið færi fram úr því í gær, þegar allir væru komn ir að. Eina trillan, sem þarna rær, hafði.fengið fimm lestir Framh. á 2. síöu. Kemur til alvarlegra átaka, er danskt; logreglulið gengur á land í Klakksvík? Klakksvíkiugar s*áku cnu nýjan lækni og cmbætíismcim frá Þórshöfn af höndum sér NTB—Osló, 22. apríl. Allmikils óróa gætti í bænum Klakks vík í Færeyjum í gær eftir að fvrsta orrustan við hin dönsku yfirvöld var unnin. Nú búast Klakksvíkingar við viðameiri heimsókn, þar sem eru 120 danskir lögreglumenn vopnaðir vel. Er nú óttazt, að til blóðugra átaka dragi út af hinu gam alkunna læknamáli. Klakksvíkingar hafa kallað alla úti- legubáta sína heim og eiga von á bátum frá öðrum verstöðv- um í eyjunum, og mun vera ætlunin að leggja bátaflotan- um fyrir höfnina, svo að ekkert skip komist inn. Læknamálið í Klakksvík á sér langa sögu. Iialvorsen, yf lrlæknir sjúkvahússins þar, danskur maður, var í stríðs- lok sakaður um samvinnu við Þjóðverja á stríðsámnum, rekinn úr danska og fær- eyska læknafélaginu og sett ur frá störfum. Var síðan annar læknú- settur í hans stað, en Klakksvíkingar slógu slcjaldborg um Halvorsen, fluttu nvja lækninn brott með valdi og hafa síðan engan annan lækni viljað. Hefir síð an staðið i þófi milU yfirvald anna og Klakksvíkinga, og málið hvað eftir annað verið rætt innan danska þingsins og dönsku stj órnarinnar. Herferðin, sem m»stókst. S. 1. fimmtudag ákváðu yf irvöldin að framkvæma fó- iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimniiiiiiiiiiiiu SSBUSTU FSSÉTTIRí Seint í gærkveldi var sím að til NTB frá Klakksvík, að bæjarstjórn Klakksvík- ur hafi sent landsstjórn- inni í Færeyjum skeyti, þar sem látnar eru í ljós áhyggj ur um það, sem ske muni, ef ráðagerðir stjórnarinnar um að senda danskt lögreglu lið til bæjarins. Því er hald ið fram, að rangt sé að beita valdi í þessu máli. Jafn- framt hefir bæjarsíjórnin snúið sér beint til dönsku stjórnarinnar og beðið ura að hætt sé við að beita valdi. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiimiiiiii gtúagerð og setja nýjan laíkni í embætti í. Klakksvík en flytja Halvorsen brott. Var það lögreglustjórmn í Þórshöfn, sem stóð fyrir liði en ýmis færeysk yfirvöld einn ig í förinni svo og lögreglu- lið. Fóru þeir með strand- ferðaskipinu Tjaldi. Einnig * Forseti Islands í Molde 31. maí NTB—Osló, 22. apríl. Til- kynning frá Álasundi segir, að Ásgeir Ásgeirsson forseti íslands og frú hans muni koma til Molde 31. mai, en 1. júní mun bæjarstjórnin í Álasundi halda síðdegis- veilu fyrir forsetahjónin. For setinn og fylgdarlið hans héldu síðan áfram förinni til Norðfjarðar. var í förmni Dhal yfirlæknir sem setja átti í embættið tjl bráðabirgða. Klakksvíkíngum kom eng in njósn og þe*r vissu ekki, hvað til stóð fyrr en emb- ættismenn og lögreglumenn gengu upp bryggjnna, en þá brefdidst fregnin út sem eld ur í sinu. Klakksvíkingar þustu til, göturnar fylltust aí fólk», og það réðst gegn komumönmím. Skirntjór- inn á Tjaldi sagði í viðtali \ið fréttaritara, að ásókn fólksins hefði verið svo hörð, að embættismennirn ir og lögregluþjónarnir hefðu ekki átt annars kost en taka til fótanna og bjarga sér um borð. Jörgeí.i sen lögreglustjóri meiddis.; í andliti í þessum átökum. Skipstjórinn segist ekki b.í ast við að Klakksvíkinga:' Iáti u?idan síga, þótt mefrl liðsafli sé settur á land. < C (Framhald á 2. s(5u!. j Fíugvél bilar við Þórshöfn Frá fréttaritara Tímar. i á Þórshöfn. Vinna er nú í þann veg > inn að hefjast á Heiðarfjalh. Á miðvikudaginn var flc-gie hingað með verkstjórann, Ólaf Einarsson í flugvél frí. Þyt. Þegar flugvélin var íi þann veginn að leggja aí' stað aftur, kom í ljós bilun á hreyfli. Á fimmtudags • morguninn kom Björn PáhJ son í flugvél sinni. Hefii? hann sennilega komið meb' það sem bilað var í hinn l vélinni, því flugvélin frii Þyt flaug svo suður í fyrra > dag, en tók ekki farþega. -i7TiT-rrrrii5Si-i-—i —-— Framsóknarféiag Kópavogs telur atkvæðagreiðsluna vera algjöra markleysu „Fundur haldinn í Framsóknarfélagi Kópavcgs 25, apríl, 1955, ályktar að lýsa yfir því, að hann telur eðlí. legt, að atkvæðagreiðsla fari fram um kaupstaðar- réttindamálið á þeim grundvelli, að íbúarnir, sam- kvæmt kjörskrá, sem lögum samkvæmt átti að semja. í febrúar s. 1., hafi rétt til þess að taka bátt í henni, og að spurt verði einungis um það, hvort íbúarnir vilji kaupstaðarréttindi eða ekki. ★ ★ ★ Atkvæðagreiðslu þá, sem hreppsneíndarmeirihlut- inn hefir auglýst 24. apríl n. k. telur fundurinn him. vegar markleysu eina svo sem augljóst er af eftirtölól um staðreyndum: 1. Þátttaka í atkvæðagreiðslur.ni er byggð á kjörskrá. samdri eftir manntali 1953, en á hana vantar hundr uð íbúa, sem flutt hafa í hreppinn fyrir 31. desem-> ber 1954, og á henni er fjöldi manna, sem fluttii.* eru burt úr hreppnum. 2. Félagsmálanefnd n. d. Alþingis beindi því til odd > vita að haga atkvæðagreiðslunni þann 24. þ. m, þannig, að einungis væri spurt um það, hvort Kópa. vogsbúar vilja kaupstaðarréttindi eða ekki. Þessii. neitaði oddviti og auglýsir þvert á móti atkvæða- greiðsluna um tvö mál, þar af annað, sameiningu við Reykjavík, sem að dómi Reykjavíkurbæjar ei ótímabær svo sem samþykkt bæjarráðs Reykjavík - ur í dag sannar. ★ ★ ★ Fáist ekki heilbrigð atkvæðagreiðsla um málið sjálfú eftir nýjustu kjörskrá, telur félagið eina rétta grund- völlinn til þess að meta vilja íbúanna, vera undirskrifú arskjöl þau, sem 814 Kópavogsbúar á kosningaaldrn hafa þegar sent Alþingi um mál þetta. Af framangreindum ástæðum telur Framsóknar ■ félag Kópavogs atkvæðagreiðsluna 24. apríl sér óvið-- komandi og hvetur Kópavogsbúa til þess að taka ekkit þátt í henni.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.