Tíminn - 25.05.1955, Page 6

Tíminn - 25.05.1955, Page 6
6. TÍMINN, miðvikuðaginn 25. maí 1955. 116. blað. n sf AUSTURBÆlARBÍðl FríegaSta PJÓDIEIKHÖSID ! Krítarhringurinn Sýning í kvöld kl. 20.00 Síðasta sinn. Seldir aðgöngumiðar að sýn- ingu á Krítarhringnum sem féll niður s.l. laugardag, gilda að þessari sýningu eða endurgreidd- ir. Er á meðan er Sýning fimmtudag kl. 20.00. Fœdd í gaer Sýning föstudag kl. 20.00 Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20.00. Tekið á móti pönt- unum, sími: 8-2345, tvær linin:. Pantanir sækist daginn íyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. GAMLA BlÓ Blml 1471. I bófuhlóm (The Sellout). Afar spennaadi ný bandarísk sakamálamynd, byggð á skýrsl um Kefauver-rannsóknar- nefndarinnar. Aðalhlutverk: Walter Pidgeon, John Hodiak, Audrey Totter, Paula Raymond. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Ftedd í gœr Þessi bráðskemmtilega verð- launamynd, sem gerð er eftir leikritinu, sem sýnt er í Þjóð- leikhúsinu. Verður sýnd vegna ítrekaðra áskoranna aðeins í kvöld. Judy Hollyday Frumshóga Jim og mannaveiðarinn Sýnd ki 7 og 9. Synd kl. 5. TJARNARBÍÓ Ofstopi og ást (Tropic Zone) Afar spennandí ný amerísk lit- mynd, er fjallar um átök og heit ar ástlr í hitabeltinu. Sýnd kl. 5, 7 og 9, BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI - Astríðulogi Kona útluguns Sterk og dramatísk, ítölsk, stór mynd, byggð á sönnum viðburð- um, með Danskur texti. Bannað börnum. Sýnd kl. 7 og 9. HAFNARBIÓ Bími <444 Ást en ehhi glötun (The Men) Hin hrífandi og afbragðsvel leikna ameríska stórmynd, um baráttu ungs manns og unn- ustu hans fyrir lífshamingju sinni. Aðaihlutverk: Thercsia Wright. Marlon Brando sem lýlega var kjörinn bezti leikari ársins 1954. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ðugdjarfiir hcrmeim (Rocky Monutain) Sérstaklega spennandi og við- burðarík, ný, amerísk kvikmynd er fjallar um blóðuga Indíána- bardaga. Aukamynd: Ciampine — flug- völlur Evrópu. — Mjög fróðleg mynd með íslenzku skýringar- tali. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5. Lykill að leyndarmáli Sýnd kl. 9. Söngskemmtun kl. 7 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ TRIPOLI- hefndarinnar Virhi (Fort Vengeance) Afar spennandi, ný, amerísk lit- mynd, er fjallar um baráttu kanadisku riddaralögreglunnar (Royal Canadian Mounted Pol ice) gegn Indíánum, fyrst eftir stofnun lögreglunnar. Myndin er byggð á sönnum viðburðum, Aðalhlutverk: James Craig, Rita Moreno, Keith Larsen, Reginald Denney. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Hafnarfjard- arbíó Gleymið ehhi eiginhonunni Mjmdin hefir ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskir skýringartextar. Sýnd kl. 7 og 9. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< NÝJA BlÓ Niagara Alveg sérstaklega spennandi, ný amerísk htmynd, er gerist í hrikafögru umhverfi Niagara- fossanna. Aðalhlutverkið leikur ein frægasta og mest umtalaða kvikmyndastjarna Bandaríkj- anna: Mariiyn Monroe, I ásamt Joseph Cotten og Jean Peters. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ►«* Gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá Sigurþór, Hafnarstræti. Sendir gegn póstkröfu Sendið nákvæmt mál PILTAR ef þlð elgið stúlk- una, þá á ég HRINGANA. KJartan Ásmundsson, gullsmiður, - Aðaistræti 8. Síml 1290. Reykjavík, (Pramhald af 5. síðu). því. Hún gat alltaf gripið í pianóið og hún neytti einnig leikhæfileika sinna. Þá var hún einnig alltaf fær um að fá ýmsa frægustu lista- menn heimsins til þess að skemmta gestunum. Mestu varðaði það þó, að hún hafði alltaf lag á að koma fólkinu til að skemmta sér sjálft. Um og eftir tvítugt var þaö hún, sem gekkst fyrir þessum hófum, þar sem allir hittust eins og börn, og nú skemmta sér jafnt í þeim suð- ur-amerískir miljónamæringar og tizkukóngar Parisarborgar. Þegar heimsstyrjaldirnar tvær skullu yfir Evrópu og drápu þar allt sam- kvæmislíf í dróma, fluttist hún til Ameríku, og hún stjórnaði dans- inum áfram 1 nafni góðgerðastarf- semi. Því verður heldur ekki neit- að, að hún sendi á þeim árum gríð- arstórar fúlgur til Frakklands, enda ber hún kross heiðursfylkingarinn- ar á hvelfdum barmi sínum. Pyrir því má líka gera ráð, að sú kona hafi á einhvern hátt verið óvenju- leg, sem tókst að tæla sjálfan Joffre marskálk frá Washington til þess að fara á dansleik í New York. Hvað eftir annaff hefir henni tek izt að koma umheiminum til að tala um sig. Eitt sinn bauð vellauðugur vinur hennar henni að gefa henni afmæl- isgjöf fyrir 5000 dollara og bað hana sjálfa að velja hring, sem hann mætti kaupa handa henni. Þá réð hún í þess stað Artur Rub- instein til þess að leika hljómlist við miðdegisverðarboð, sem hún hélt í tilefni af afmæli sínu. Þess háttar uppátæki komu ímyndun- araflinu af stað bæði hjá körlum og konum. Jafnvel menn eins og Bernard Shaw kölluðu hana átt- unda undur veraldarinnar og Al- bert Einstein sagði, að hún væri heimspekingur. Þegar ég sagffi, að hin fræðiiega sagnaritun kæmist ekki af án þeirr ar ófræðilegu, var það ekki sagt út í bláinn. Menn mega ekki gleyma því, að það var sú öldur- húsamenning, sem Elsa Maxwell hafði átt sinn þátt í að skapa, er heillaði svo prinsinn af Wales, síð- ar Játvarð VIII, að hann afsalaði sér konungdómi til þess að geta kvænzt konu úr hópi öldurhúsa- aðalsins, sem enn hefir þó ekki þótt jafntiginn hinum aðlinum. Það má segja, að brúðkaup her- togans af Windsor og frú Simps- ons hafi verið stærsti sigur öldur- húsaaðalsins. Það er því skiljan- legt, að lýsingin á sambandi Elsu Maxwell við hertogahjónin taki yfir stóran kafla í bókinni. Þau hjónin hafa verið góðir vinir hennar, þang að til nú nýlega. Að eðlisfari er Eisa Maxwell hreinskilin og finn- ur oft mikla hvöt hjá sér til að segja fólki sannleikann, þó að slíkt kunni að rekast á vlðteknar sam- kvæmisreglur. Hún dregur heldur enga dul á, að með þeim hætti hefir hún hrundið mörgum mann- inum frá sér, en hún minnist alls þessa með stolti. Ég hef haft efni á því, og samt er ég heimsins fræg asta veiziustýra. Elsa Maxwell telur, að hún eigi sjálf sök á þeim kala, sem nú er milli hennar og hertogahjónanna. Hún hafði sett ofan í við hertoga- frúna, sem hún segir, að hafi haft alltof mikla löngun tli að ráða öllu. Hún segist þó muni sakna hjónanna, og hún gefur í skyn, að þau hafi haldið sér eins konar skilnaðarveizlu, hvort sem nokkuð er hæft í því. Bókin er að sjálfsögðu full af alls konar smásögum, en þær eru slikar, að þær raska ekki samhengi bókarinnar. Hér er þó ekki um neinar hneykslissögur að ræða, en þær skapa fjör í frásögn þessarar greindu Bandaríkjakonu, sem þarna lýsir því lífi, er varð hennar heim- ur, þar sem hún vár hin ókrýnda öldurhúsadrottning. 40. Ib Henrik Cavling: KARLOTTA Nú kemur það hugsaði Karlotta kvíðafull. Allra augu mændu á ræðumann. — Eins og flestum viðstöddum mun kunnugt, er ég í ætt við Beckstein-WaldoW fjölskylduna og sem elzti fulltrúi ættarinnar, sem hér er búsettur, hef ég þá ánægju að til- kynna trúlofun frænda míns. Kurts von Beckstein-Waldow greifa og stúlkunnar fögru, sem á afmæli í dag, ungfrú Birtu Brun. Það heyrðist greiríilegur undrunarkliður fara um sam- kvæmið. Karlotta tók eftir, að Henri hleypti undrandi brún um. Svo leit hún á Kurt. Hann var fölur sem nár. Blóðið í Birtu var með eldingarhraða á lcið upp í kinnar hennar. Hinir gestirnir vissu ekki hvað þeir áttu af sér að gera. Áð- ur en þögnm yrði óþægileg, stóð Karlotta á fætur í skyndi lyfti glasi sínu og sagði: — Til hamingju bæði tvö. Allir gestirnir fylgdu dæmi hennar og hamingjuóskum rigndi niður yfir Birtu og Kurt. Karlotta sá, að Birta hvísl- aði einhverju að Kurt. Hann sat með djúpar hrukkur á enni og svaraði henni aðeins með því að yppta öxl.um. Gest irnir drukku skál þeirra og settust síðan. Barónsfrúin stóð enn og hélt nú áfram ræðu sinni.- — Þetta kom mönnum auðsjáanlega á óvart. Ef gestirnir bara vissu, að þau ný- trúlofuðu voru mest undrandi, hugsaði Karlotta, og.þorði ekki að líta á mann sinn. — Svo leyfi ég mér að óska ykkur gæfu og gengis, hélt barónsfrúin áfram og beindi orðum sínum til Birtu, við yður get ég sagt það, að enda þótt ekki verði sagt að þér hafið unnið stærsta vinninginn, þá er þó Kurt bezti drengur, það er að segja, ef honum er stjórnað með festu. En það er ég ekki í nokkrum vafa um,. að þér getið, þegar víma hveitibrauðsdaganna er þðin hjá. Gestirnir skemmtu sér ágætlega. — Og svo er það þú Kurt — vertu góður við hana — við erum víst öll sammála um, að þú, í þessu sem öðru sért lukkunnar pamfíll. Andlit Kurts var ólýsanlegt, slik var undrunin. sem úr því skein. Karlotta bað þess eins, að hann segði nú ekkert óvið- eigandi. Það gerði hann heldur ekki. Hann sagði alls ekkert. Og svo skulum við skála fyrir þeim enn einu sinni, sagði barónsfrúin að lokum og allir risu á fætur og drukku skál Birtu og Kurts. Jafnskjótt og miðdegisverðurinn var búinn, reyndi Henri a ðná í Karlottu til að tala við hana einslega, en þegar það tókst ekki, fór hannn m^ð barónsfrúna inn í bókaherbergið og ræddu þau þar við langa stund. — Þetta er það óvæntasta, sem fyrir mig hefir komið á' æfi minni sagði Birta um leið og hún smeygði hendinni undir arm Karlottu, en þú hefii líka gert mig að hamingjusömustu manneskju á jörðunni. Karlotta hló og kenndi nokkurs óstyrks I fási hennar. er hún spurði: — Hvernig tók Kurt þessu? Hann leit út eins og vera af annarri stjörnu, en ég veit samt, að hann er glaður yfir þessu. Heldurðu að Henri geti kömið vitinu fyrir föður hans? ' — Veiztu hvar Kurt er? Karlotta leit undrandi augum í kring um sig. — Hann er inni í bókaherberginu ásamt Henri og þessari indælu gömlu konu. Karlotta beit á vörina. Hvað myndu þau nú þinga um? Gestir þeirra Fontenais-hjóna veittu því samt enga eftir- tekt að hugsanir húsfreyjunnar voru alls staðar annars staðar heldur en hjá henni. Með þvingaðri ró annaðist Karlotta af mikilli nærgætni um gesti sína, og hlustaði með þolinmæði á tal þeirra, þótt hún raunar heyrði ekki mikið áf orðunufti. Skömmu fyrir miðnætti var Karlotta stödd fram í fram- reiðsluherberginu og var að segja stúlkunum fyrir verkum. Á leiðinni aftur inn stöðvaði John Graham hana í borðstof- unni. Hann hafði elt hana. Karlotta hafði hjartslátt, þegar hann tók gætilega í handlegg hennar. Hann er myndarlegur í kjól og hvítt viðurkenndi hún með sjálfri sér. — Hvernig getið þér fengið af yður, að hundsa mig svona algerlega, spurði hánn og talaði ensku. Karlotta gaut augunum hræðslulega til dyranna. Henni var ljóst, að Henri gat komið á hvaða augnabliki sem var. Þótt Karlottu virtist ekkert athugavert við þennan fund að minnsta kosti ekki af hennar hálfu, fannst henni einhvern veginn, að Henri mundi lítt geðjast að því að hún væri á ein- mæli við Englendinginn. Og það einmitt í kvöld. Hún hafði sannarlega nóg að hugsa um þótt þetta bættist ekki við. Svar hennar var því hranalegt og rödd hennar gaf til kynna gremju og óþolinmæði. en hún svaraði: — Það er ekki ég, sem hef boðið yður hingað, hr. Graham. Þegar hún sá svipinn, sem kom á andlit hans, sá hún eftir orðum sínum, en henni virtist ekki að tími væri til útskýringá. — Karlotta, byrjaði hann. En hún hafði hvorki tíma né hugrekki til að hlusta á hann. Hún losaöi handlegginn og flýtti sér til dyranna að.dagstofunni. — Karlotta.... Það var eitthvað í rödd hans, sem kom henni til að hika. Hún stóð kyrr með hendina á dyrahúninum, þegar hann kom til hennar. Hann var náfölur. Hann hlýtur að vera veikur, hugsaði hún. Orð hans staöfestu ágizkun hennar. — Karlotta, ég er orðinn geðveikur. Hægt tók hann um handlegg liennar á ný og neyddi hana

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.