Tíminn - 19.06.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.06.1955, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, sunnudaginn 19. júrií 1955. 135. hriuV. Trúarbröpð mannkyns. Samið hefir Sigurbjörn Einarsson, prófessor. Útgefandi er ísafoldar- prentsmiðja. r Þetta er mjkil bók og ekki fljótlesin. Fyrsta hugsunin, sem greip mig eftir að ég hóf lestur bókarinnar var jþessi: Vesæla mannkyn. Er ég hafði lokið lestri hennar og Iitið yfir bókaskrána á siðustu blaðsíðunum, var ríkj andi hugsunin sú að menn skuli eiga sálarþrek til þess að kafa þenna ómælisflaum hugaróra fálmandi mann- kyns. Alla þá geysilegu fyrir- höfn og elju mega þó þeir menn þakka, sem girnast að fá sem gleggst og auðveldast yfirlit yfir þessa furðuveröld frúarhugmyndanna, og er þar auðvitað ótæmandi í- grundunarefni og fróðleik 'mikinn að hafa. Ekki er ósérfróðum mattni unnt að kveða upp nenm dóm um meðferð höfundar á þessu yfirgripsmikla efni, nema hvað öll frásögnin virðist vera óhlutdræg og látlaus og gersamlega laus við allt trú- boð. Mjög gagnleg ætti þessi bók að vera öllum þorra manna, til varnar gegn allri þröng- sýni í trúmálum, en sem bet- ur fer, höfum við íslendingar verið flestum þjóðum frjáls- iyndari og viðsýnni á sviði trúmálanna, vonandi ekki á- vallt af sinnuleysi, allt fram að því, er ofstækisfull póli- tísk réttlínutrú náði tökum á mönnum. Um eitt m. a. sannfærir trúarbragðasagan okkur, og saga hinna mestu hugsuöa íornalda, að ekki stöndum við nútímamenn hænufeti fram- ar í speki, siðgæði, skilningi á tilverunni og göfugum kenn •ngum, en beztu menn forn- aldarinnar. Xenofanes (á 6. öld) kenndi: „Einn er sá guð sem meiri er öllum guðum og mönnum, hvorki að vexti né viti mönnum líkur. Hann er hugur einber, tóm heyrn og sjón, og stjórnar öllu með afli hugsunar sinnar.“ „Herakleitos frá Efesos (um 500) taldi tilveruna síkvikan straum andstæðra fyrirbæra, en innbyrðis andóf þeirra tiélöi uppi jafnvægi og sam- ræmi heildarinnar“. Minnir þetta nokkuð á Einar Ben: „Samvígsia eining af öfgum tveim er ævanna hlutverk í skaparans riki.“ Um Sókrates segir: „Hann var fullviss þess, að hver maður, sem gerði sér grein fyrir ábyrgð lifsins, gseti fundið innra með sér full- nægjandi tilvísun um breytni og hann trúði því óhikað, að enginn sem veit hið sanna cg réita, myndi breyta gagn- stætt því. Og dygeðugum farnast vel, hvað svo sem á vegi hans vorður, hvort sem hann lifir eða deyr.“ Minnir þetta ekki á Pál: „Hvort sem við lifum eða deyjum. þá er- um v'ð drottins." Sókrates: „Dauðinn er annað tveggja, svefn, Ijúfur og draumlaus, eða hann er leiðin tU sam- neytis við aóða, göfuga spek inga framliðna. Hvort tveggja er gott, „Eitt er víst: Góður maður á einskis ills von, hvorki lífs né liðinn. Guðirn ir láta .sér ekki á sama standa um hann.“ Tilveran lýtur m. ö. o. lögmáli réttvísinnar. — „Það sem mestu skiptir mann inn, er sjálfur hann, viðhorf hans til lífsms og breytnin." Um breytni Sókratesar ísagði Alkibíades: „Að hver, sem kæmist í nánd við hann, Pétur Sigurbsson, erindreki: Trúarbrögð mannkyns yrði óánægður með sjálfan' eig, eins og hann væri, og það væri sem yrði maður að gera reikningsskap lífernis síns.“ Siðgæðishugtök okkar nú- tímamanna og kristninnar ná í engai lengra en þessi kenn- ing Platóns: „Meginviðfangs cfni hugsunarinnar er og á að vera spurningin um hið siðferðilega góða og rétta. Hin sanna guðrækni er' fólgin í lastvöru líferni.“ Og enn- fremur: „Vér skynjum t. d. góðleik og fegurð, sem eig- indir vissra hluta og þær eru breytilegar efth' því, hvert vðhorfiö er. En á bak við er gæzkan sjálf og fegurðin sjálf, ekki aðeins sem hug- tök, heldur sem ævarandi staðreyndir.“ „Dyggðin hefir líka fyrir- heit fyrir þetta lif. Þeim, sem henni unna, snýst allt til góðs þótt snauðir séu eða sjúkú' eða á annan veg ógæfumenn. Því að guðirnir gleyma aldr- ei þeim manni, sem leitast við að vera vandaður og reyn ir að likjast þeim með þvi að stunda það, sem fagurt er og gott.“ Stendur þessi kenning nokkuö að baki kröfu kristn innar: „Stundið það, sem fag urt er fyrir sjónum allra manna.“ Bænir okkar taka víst ekki neitt verulega fram bæn Nebúkadnesars:: „Eilífi drottnari, herra allra heima, blessa í náð konunginn, sem þú elskar, sem þú hefir með velþóknun kallað með nafni. Leið hann hinn rétta veg. Eg er drottnari, sem hlýði þér, verk handa þinna. Þú hefir skapað mig og mér hefir þú trúað fyrú' yfirráðum yfir múga manns. Hjálpa mér, drottinn, eftir þeirri miskunn þinni, er þú lætur þeim öllum í té, að ég megi elska þína háu stjórn. Lát ótta fyrir guð dómi þinum búa mér í hjarta. Gef mér þaö, sem þér vel lik- ar, þú, sem.,hefir líf mitt gjört.“ — Bæn þessi er flutt sex öldum fyrir Kristsburð. Söguritarinn H. G. Walls telur 6. öldina f. Kr. eitt merk asta tímabil sögunnar, sök- um þess, að þá voru uppi hin ir miklu spámenn Gyðinga og spekingar ems og Sókra- tes og Kong-fú-tse (Confu- cius) Hollt væri okkur nútíma- kröfugöngumönnum að hug- leiða kenningar Kong-fú-tse, eins og t. d. þessar: „Göfugur maður gerir kröfu til sjálfs sin, ómennið til annarra." — „Göfugmennið sér hvað rétt er, ómennið hvað er ábati.“ Fyrirmyndarmaðurinn er „formfastur og háttbundinn, natinn og nákvæmur í öllu hátterni, hvikar hvorki í orði né æði frá settum reglum, hvað sem 1 gerist, og þræðir hinn gullna meðalveg." — „Sé höfðinginn dyggðugur, mun lýðurmn verða það Iíka.“ Kon-fú-tse virðist hafa þreif að á hinu gagnstæða. í um- ræddri bók segir svo: „Kong-fú-tse , varð aftur embættismaður í Lú og fékk mikil völd um tíma, að þvi er sagnir herma. Áhrif hans á stjórnarfar og landshagi eru talin hafa verið frábær og flaug orðstír hans víða. Segir sagan, að konungur ná grannafylkisins hafi séð of- sjónum yfir gengi og blómg- un Lú-fylkis, Hafi hann þá tekið það ráð til bragðs að senda konunginum þar söng meyjar og góðhesta að gjöf. Varð honum að von sinni: Konungur varð fráhverfur stjórnarstörfum og hneigðist Þ1 skemmtana og hóglifis. Þá sagði Kong-fú-tse af sér og hvarf úr landi.“ Hvílíkt vopn á uppgangs- ríkið Ekki atómsprengja. Eng inn kostnaöarsamur hernað- ur. Aðeins söngmeyjar — gleðídrósir, og góðhestar. Þeir komu auðvitað í-staðinn fyr- ir bíl nútímans. Þetta dugði, gleðidrósir, ctansar og hóg- lifi, flakk og skemmtanir, — hnignun og afturför. Gætum við lært eitthvað af þessu, dansandi og d’rekkandi kvik- mynda- og leikhúsalýður Gaman er að athuga sið- gæðisstiga hinna kínversku spekinga: „Fullkomnun þekk ingarinnar er fólgin í því að grannskoða hlutina. Þegar þeir höfðu grannskoðað hlut ina, varð þekking þeirra fullkomin. Þeg'ar þekkmg þeirra var orðin fullkomin, urðu hugsanir þeirra alvar- legar. Er hugsanir þeirra urðu alvarlegar, komst hjarta þeirra í rétt horf. Er hjarta þeirra var komiö í rétt horf, urðu þeir sjálfir ræktað'r menn. Þegar þeir sjálfir voru orðnir ræktaðir menn. kom- ust fjölskyldur þeirra á rétt- an kjöl. Þegar fjölskyldur þehra voru komnar á réttan kjöl, varð og rikjum þeirra rétt stjórnað. Er ríkjunum var rétt stýrt, varð alrikið fiiðsamt og farsæ)t.“ Siðgæðisþróunarstiga er að finna í Nýja testamenntinu, ekki óáþekkan þessum, og Siðferðisvaknmgin (MRA) setur þrepin þannig einstak- lmgurmn, fjölskyldan, ríkið og alþjóðasambúðin. Trúarbrögð mannkyns, er alls ekki neitt emhliða bók. Litirnir í heildarmyndinni eru alls ekki daufir og dýpt in er mikil, allt frá hinum glæsilegustu trúarhugmynd- um og hins fullkomnasta sið gæðisþroska niður til hinna ógeðslegustu trúariðkana, svo sem að drekka kúahland, Iaugast úr kúahlandi og jafn vel eta kúamykju, og svo allt á milli þessara fjarlægustu póla, þar á meðal trúarhug- myndaskáldskapurinn. Hér er sýnishorn um tilkomu Búddha í þennan heirn: „Þá var konungur eoa rík ur höfðingi af Sakya-ættmni í Kapilavastu, borg r norð- austur Indlandi, Súddhodana að nafni. Kvæntur var hann og hét drottning hans Maya. Hana dreymdi um þetta leyti draum. Þótti henni fjórir guðir taka sæng hennar, sem hún svaf í, og bera hana upp á Himalayafjöll. Settu þeir sængina undir stórvaxið tré. Konur þessara fjögurra guða lauguðu líkama hennar og smurðu hann og skrýddu hana himneskum klæðurn og blómum. Færðu þeir hana síðan inn í gullið hús, sem stóð á silfúrfjalli og lögðu hana þar í sæng. Þá nálgað- ist hvitur fíll úr norðurátt með lótusblóm í rananum. Það var Bodhisattva í fíls- gerfi. Hann gekk þrem sinn- um kringum rúm drottning- ar með þokkafullu látbragði, síðan snart hann hægri síðú hennar og hvarf að lokum inn í líf hennar. A sömu stundu sem Bodhi- sattva c’ur getinn í móður-1 lífi tátruðu og skulfu alHr | hinir 10,000 heimar og fyllt-; ust af miklu ljósi, blindir j fengu sýn, daufir heyrn, mál-; lausír mæltu, krypplingar réttust, lamir gengu, fangar ( urðu friálsir, eldur slokknaði í öllum helvitum, sjúkdómar læknuðust meðal mannanna, villidýrin urðu spök, allir menn mæltu aðeins vingjarn legum örðvun, öll hljóðfæri tóku að hljóma, hvarvetna varð blíðveður, mildur og svalur blær hressti mennina. fuglar hættu að fljúga, fljót-i in hættu að renna, siórinn varð ósaltur, alls staðar skrýddist 'iörðiri lófusblóm- um og blómum rigndi af himni.“ Fle.st hafa trúarbrörðin lof að hinum réttlátu sæluvist i öðru lífi. Misjöfn er hún þó; nokkuö. Hjá Indverjum er hún fullkomlega andleg og1 furðu róleg, en Múhammed virðist hafa skiHð, hverju lofa skyldi mönnum, sem þeim þætti bragð aö og ætti slíkt túboð að geðjast sæmi- lega nútímakynslóð. Lýsing- 1 in er á þessa leið: „Þess, er óttast komu drott íns síns, b-:ða tveir skrúðgarð ar með skuggsælum trjám. í þeim eru tvær streymandi lindir. Þar fá þeir að hvílast á hægindum, fóðruðum gull- saumuðu sriki, með ávöxtu beggja skrúðgarða í seiling- arfæri. í þeim eru undirleit- ar ungmeyjar, sem.. hvorki menn né djinnar hafa - flekk- að á. undan þeim“. ' Vel máttu lærisveinar spá- mannsins leggja nokkuð á jg til þess að hréppa slika sæluvist, enda urðu þeir si'g- ursælir og lögöu undir yeldi íslams lönd og ríkl Trúarbrögð mannkyns lýs- ir margs konar guðsdýrkun. Ein er þar öðrúrri fremur ofsa fengin. og er henni lýst á bis. 122. Það er Dionysos-dýrk unin: ..Sagt er frá þvi. að fóik. einkum 'konúr, hafi órð- ið æöisgengið, s.tokkió að heím an-og út í sköga eða’upp/á fjöll. stigið þar tryllta daiisa með ópum cvg híjóðúrii ýið bubmuslátt . og pipubíástur, veiflað um sig Hfandi nöör- urn eða laufskrýddum stöf- nm. ráðizt á dýr, sem ■ fyrir urðu, einkum naut, rifið þau sundiir lil'andi og étið lirá óg sveipað sig húðinrii siða"n.“ — C2' léngri er hún iýsirigin á þéssari ofsaíengnu guðsdýrk- un. en auð þessi hét 'ekki að- eins einu naíni, ékki áðeriis Dioriysos, heldur ög BAKKOS. Með trylHngshætti • tílbáðu meri-rt'- þetta goð: fyrr á öld- um. og trylitir verða þeir menn oft enn, sem dýrka vín euðinn Bakkus, og enn á hann c>f marga dýrkendur. og hafa menn þó erigá afsökun, 'bví að i öllu moldviðri trúar- hugmynclanna hefir : márin- kyni runnið upp ljös heims- 'ins. hið nrilda, skæra ljós, lýs- ancH. vermandi — öllu fegra, og er það hrösunarefni okk- ar. kristinna manna. Þessi bók Sigurbjörns Ein- arssonár, prófessors, er fræði mannlegt afrek. MáHð er eott. frágangur allur góður og bókin hin eigulegasta. Frá Esigíandl THAMES 250 kg. 4 cyl. 12 H.P. Verð ca. kr. 28.800.00. ANGLIA, 4 manna. 4 cyl. 12 H.P. Verð ca. kr. 41.560,00. Stuttur afgreið: lufrestur ef pantað er strax. Sveinii Egiisson h.f, SÍMI 82950. — LAUGAVEGX 105. ..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.