Tíminn - 02.07.1955, Side 7

Tíminn - 02.07.1955, Side 7
145. bla'ð. Hvor eru skipin Sambandsskip. Hvassaíell er á Sauöárkróki. Arn arfell fór 30. júní frá Reykjavík áleiðis til New York. Jökulfell er væntanlegt til Rotterdam á morg- un. Dísarfell fór 29. júní frá New York áleiðis til Reykjavíkur. Litla- fell er í olíuflutningum á Faxa- flóa. Helgafeil er í Ríga. Wilhelm Barendz losar á Norðurfirði. Corne lius Houtman fór 29. júní frá Mez- ane til Húsavíkur. Cornelia B fór 29. júní frá Mezane til Reyðar- fjarðar. St. Walburg er á ísafirði, Robert Mærsk lestar í Álaborg. Jörgen Basse er á Akureyri. Brasil er í Hafnarfirði. Fuglen fór 27. júní frá Torrevieja til Austfjarða- hafna. Jan Keiken fór 28. júní frá Torrevieja til Akureyrar. Híkisskip. Hekla kom til Kristiansand i morgun á leið til Færeyja. Esja kom til Reykjavíkur í gær að aust- an úr hringferð. Herðubreið er á Austfjöröum á norðurleið. Skja’d- breið kom til Reykjavíkur í morg- un að vestan og norðan. Þyrill er í Álaborg. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gær til Vestmanna- eyja. Eimskip. ■ Brúarfoss fer frá Reykjavík kl. 13 á morgun 2.7. til Seyðisfjarðar, Norðfjarðar, Eskifjarðar, Reyðar- fjarðar, Fáskrúðsfjarðar og þaðan til Newcastle, Grimsby, Boulogne og Hamborgar. Dettifoss fer frá Þingeyri í dag 1.7. til Flateyrar, Tsafjarðar, Siglufjarðar og þaðan til Leningrad. Fjallfoss fór frá Húsavík 30.6. til Bremen og Ham- borgar. Goðafoss fer frá Stykkis- hólmi í dag 1.7. til Akraness og Reykjavíkur. Gullfoss fer frá R- vík kl. 12 á morgun 2.7. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fer frá Vestmannaeyja á morgun 2.7. til Keflavíkur og Reykjavíkur. Reykjafoss fer frá Rotterdam í dag 1.7. til. Leith og- Reykjavíkur. Selfoss fór frá Aðalvik 1.7. til Ak- ureyrar, .Siglufjarðar, Húsavíkur Raufarhafnar, Þórshafnar og það- an til Svíþjóðar. Tröllafoss fór frá New York 28.6. til Reykjavíkur. Tungufoss er væntanlegur til Rauf arhafnar í dag 1.7. Fer þaðan til Raufarhafnar í dag 1.7. Fer þaðan til Húsavíkur, Siglufjarðar og aft- ur til Raufarhafnar og þaðan til útianda. Drangajökull fór frá New Ýork 24.6. til Reykjavíkur. Flugferðir Flugfélagið. Millilandaflug: Millilandaflugvél- in Gullfaxi er væntanleg til Reykja vikur kl. 17 1 dag frá Stokkhólmi og Osló. Flugvélin fer aukaferð til Kaupmannahafnar kl. 23,59 í kvöld. Sólfaxi fór til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 8,30 í morgun. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 20 á morgun. Innanlandsflug: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Skóga- sands og Vestmannaeyja (2 ferð- ir). Á morgun er ráögert að fljúga til Akureyrár (2 ferðir) og Vest- mannaeyja. Loftleiðir. Edda er væntanleg til Reykja- víkur kl. 9 f. h. í dag frá New York. Flugvélin fer kl. 10,30 til Gautaborgar, Hamborgar og Lúx- emborgar. ' Hekla er væntanleg frá Noregi kl. 17,45 í dag. Flugvélin fer til New York kl. 19,30. Messur á morgun Langlioltsprestakall. Messa í Laugarneskirkju kl. 2 e. h. Séra Árelíus Níelsson. Laugarneskirkja. Mesa klukkan 11 f. h. Sr. Garð- ar Svavarsson. TÍMINN. laugardaginn 2. júlí 1955. Dómkirkjan. Messa klukkan 11 f. h. Sr. Ósk- ar J. Þorláksson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f. h. Sr. Jakob Jóns- son. Ræðuefni: Flisin og bjálkinn. Elliheimilið. Guösþjónusta kl. 10 árdefis. Sr. Lárus Halldórsson frá Flatey pre- dikar. Hafnarfjarðarkirkja. Messa klukkan 2 e. h. Minnzt 40 ára afmælis kirkjunnar og vígt nýtt kirkjuorgel. Sóknarnefnd bjð- ur öllum kirkjugestum til kaffi- ( drykkju í Alþýðuhúsinu að lok- , inni messu. I Sr. Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan. Messa kl. 11 f. h. (Ath. breyttan tíma). Sr. Þorsteinn Björnsson. Ur ýmsura áttum Læknar fjarverandi. Kristbjörn Tryggvason frá 3.6.— 3.8. Staðgengi’l: Bjarni Jónsson. Guðmundur Björnsson um óá- kveðinn tíma. Staðgengill: Berg- sveinn Ólafsspn. Þórarinn Sveinsson um óákveðinn tima. Staðgengill: Arinbjörn Kol- beinsson. Jón G. Nikfilásson frá 20.6.—13.8. Staðgengill: Óskar Þórðarson. Páll Gíslason frá 20.6.—18.7. Stað gengill: Gísli Pálsson. Gunnar Cortes frá 25.6.—4.7. — Staðgengill: Þórarinn Guðnason. iHuldá Sveinsson frá 27.6.—1.8. Staðgengill: Gísli Ólafsson. Bergþór Smári frá 30.6.—15.8. — Staðgengill: Arinbjörn Kolbeinsson. Halldór Hansen um óákveöinn tíma. Staðgengill: Karl S. Jónas- son. Eyþór Gurinarsson frá 1.7,—31.7. Staðgengill: Victor Gestsson. Valtýr Albertsson frá 27.6.—18.7. Staðgengill: ‘Gísli Ólafsson. Elías Eyvindsson frá 1.7.—31.7. Staðgengill: Axel Blöndal. Hannes Guðmundsson frá 1.7.— 3—4 vikur. Staðgengill: Hannes Þórarinsson.' 3. fl. Þróttar’— Noregsfarar. Æfing verður í dag, laugardag, kl. 2 e. h. á Grímsstaðaholtsvellin- um. Mætið stundvislega í búnings klefanum á íþróttavellinum. Áríð- andi rabbfundur á eftir í Þróttar- skálanum. Frímann Helgason. IVýtt orgel (Framhald aí 1. síðu). þýzkt og sett upp af þýzkum sérfræÖingi: frá verksmiðj- unni, sem er ein stærsta og þekktasta orgelverksmiðja í lieimi. Orgelið er mjög stórt og varð að breyta nokkuð söng palli kirkjuimar til að koma því fyrir. í því eru 2200 stórar og smáar hljómpípur. Þær stærstu nær því þrír metrar að hæð en þær minnstu á stærð við lítjnn blýant. Hljóð færið er með 30 röddum, sem valdar eru þannig, að hægt er að leika allar húiar ólíku stíltegundir tónverka. Hafnarfjarðarkirkja er upp haflega byggð eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar. Kirkj unni hafa verið gefnir margir fallegir munir og gripir góð ir, auk þess sem hún erfði pródikunarstól, ljósahjálm og fleira frá hinni gömlu Garðakirkju, sem lögð var niður. Yfirleitt hafa Hafnfirðingar sýnt kirkjunni sinni mikla um hyggju og látið sér annt um útlit hennar og umhirðu. Ný gluggatjaldaverksmiöja tekur til starfa í Reykjavík Á laugardaginn var blaðamönnum boðið að skoða nýja gluggatjaldaverksmiðju, sem tekin er til starfa hér í bænum. Nefnist hún Gluggar h.f. og var stofnuð 21. október sl. For- maður hlutafélagsins, Þorvaldur Ari Arason, stud. jur. sagði að tilgangur félagsins í höfuðdráttum væri sá, að framleiða og selja allt fyrir glugga og gluggana með. Þorvaldur sagði ennfrem- ur, að fyrirtækið myndi ann ast uppsetningu hvers kon- ar gluggatjalda og gera teikningar og áætlanir fyrir allar gluggaskreytingar og gluggasmíði. Þetta á aö vera almennt þjónustufyrirtæki með allt viðvíkjandi gluggum sagði Þorvaldur. Gluggatjald á 7 mínútum. Gluggar h.f. munu hefja starfsemi sína í þremur grein um og er fyrsti þátturinn haf inn, framleiðsla á rúllugard- inum og rimlagluggatjöldum. Síðar mun sett upp glugga- tjaldasaumastofa og verzlun með gluggavörur og að lok- um gluggaverksmiðja. Blaða mönnum var sýnt hvernig rimlagluggatjöld eru búin til og tók sjö mínútur að gera eitt tjald. Faber-gerð. Rimlagluggatjöldin eru af Faber-gerð, en þess konar tjöld hafa frá þvi um alda- mót farið sigurför um allar heimsálfur og eru nú fram- leidd í 65 löndum. Faber- merkið hefir hlotið viður- kenningu fyrir beztu og full komnustu sóltjöld fyrir lægst verð. Er verksmiöjan í Skip- holti 5 búin allra fullkomn- ustu tækjum eftir Faber- einkaleyfum og getur fram- leitt 150 sóltjöld á dag. Glugg ar h.f. hafa einkasölu á Fab ervörum og hafa einir notk unarrétt á P’aber-einkaleifum Sérhverju Faber-sóltjaldi fylg ir þriggja ára ábyrgðarskír- téini. Ábyrgðin nær til rimla, lyftibanda, velti og læsingar tækja. Formaður Félags ísl. iðnrekenda, Kristján Jóhann Kristjánsson flutti fyrirtæk- inu árnaðaróskir og kveðjur. Núverandi stjórn skipa Þor valdur Ari Arason, formaður og meðstjórnendur Ásmund- ur Einarsson, framkvæmda- stjóri. Baldvin Tryggvason, lögfræðingur, Jón S. Jakobs- son, gkrifstofumaður og Jón G. Tómasson, stúd. jur. Fram kvæmdastjóri er einn hlut- hafanna, Kristinn Þ. Michel sen. ; | Ragnar Jónsson I hæstaréttarlögmaður | " Laugavegl 8 — Sími 7752 Lögfræðistörf og eignaumsýsla hefir fengtð að innan. Sex manna nefnd hóf fjár söfnun til orgelkaupanna fyr ir þremur árum og hefir hún unnið vel að framgangi máls ins, svo sem verkm sýna. For maður þessarar starfsnefndar er Adolf Björnsson banka fulltrúi. í sóknarnefnd eru Gestur Gamalíelsson kirkjugarðs- vörður, formaður, Jón Gestur Vigfússon, sparisjóðsgjald- keri, ritari, Magnús Guðjóns son útgerðamaður, gjaldkeri, Ólafur Tr. Einarsson útgerð armaður og Jóel Fr. Ingvars son, skósmíðameistari og er hann jafnframt meðhjálpari og umsjónamaður kirkjunn- ar. Ólafur H. Jónsson kaup- maður er safnaðarfulltrúi. — Hafa þeir notið þar leiðsagn- ar sóknarprestsins síns, h'ns ágæta kennimanns, séra Garð ars Þorsteinssonar. Þegar orgeUð verður afhent kirkjunni við hátíðaguðsþjón ustuna á sunnudaginn gefur að líta margar endrbætur, er gerðar hafa verið á krikjunni. Þannig er búið að láta gólf teppi á kirkjuna alla.. endur- bæta málningu. En hið nýja orgel veldur þó mestu um hmn riýja svip. sem kirkjan Fyrsti prestur Fafnarfjarðar kirkju var ; éra Árni prófast- ur Björnsson en eftirmaður hans er séra Garðar Þor- steinsson. Fyrsti organleikari kirkj unnar var Friðrik Bjarnason tónskáld, en eftir maður hans er Páll Kr. Páls son. BiiiiuninuisiiiMUiii' G I LB ARC O i brennarinn er full- f komnastur að gerð I og gæðum. Algerlega sjálfvirknr Fimm stærðir fyrir f allar gerðir miðstöðvarkatla €sso) (Olíufélagið h.f.j | Sími 81600 = I *■IUIIHIIHIIUIIHIUIIIMIUUmUIHUIUUUUUIIIMIlllllll* I J E P P I | Jeppabifreið ásamt kerru | og varahlutum tU sölu. — I Allt í fullkomnu lagi. Til | sýnis og sölu á bifreiða- [ stæðmu á horni Grettís- I götu og Klapparstíg eftir I kl. 2 í dag. ->HMUlUlltlHlfMHiniMM!fllllllllt!linUIMUaUIHI!Nllltoa Kjarnorkustöðin (Framhald af 5. síðu). Dr. Lee Farr, sem hefir þessar rannsóknir með höndum á stöð'inni í Brookhaven, segir: — Hingað til höfum við aðeins gert tilraunir með sjúklinga, sem þjást af sérstaklega illkynjuðu krabbameini, sem neínt er „gliobastoma multiforma". Við höfum framkvæmt um 30 geisla- virkanir á 16 sjúklingum, sem koma frá sjúkrahúsum, þar sem sjúkdómur þeirra hefir verið álit- inn algerlega ólæknandi. Til þess að geta dæmt um árangur þessara rannsókna, þarf hvert einstakt til- felli mikillar yfirvegunar við. Slíkt er mjög vandasamt, og vinna um 150 manns við rannsóknirnar. Með al þeirra eru efnafræðingar, eðlis- fræðingar, verkfræðingar og lækn ar. Jafnvel þótt enn hafi ekki tek- izt að lækna sjúkling, hefir okkur oft tekizt að lengja líf sjúkling- anna. Árangurinn bendir til þess að við séum á réttri braut. Sjúklinsurinn er lagður ofan á kjarnorkutækið á til þess gert bcrð. Með því að nota hreyfanlegan vegg, sem geröur er úr blýi og stáli cg vegur um 2 smálestir, er hægt að stilla tækið á fullan kraft, og lækn ar og aðrir vísindamenn geta fyigzt með sjúklingnum þar til geislavirkunin hefst Þá er veggnum lokað, þannig að geislarnir beinast aðeins að sjálfu heilaæxlinu Áður en sjálf geislavirkunin hefst er dælt upplausn, sem inniheldur frumefnið bór í æðar sjúklingsins, Ég verð þó að viðurkenna að upp lausn þessi er nokkuð flókin, þar sem bór eitt sér hefir ekki þau áhrif, sem óskað er, segir dr Farr Þegar bórinu hefir verið dælt i handlegg sjúklingsins, fer það eftir æðum hans og síast inn í líkam- ann Upplausnin síast langt um fljótar inn í sjálft æxlið, heldur en í aðra hluta heilans. Reiknað er Hygginn bóndi tryggir dráttarvél sína með að upplausnin hafi full áhrif á æxlið 8—10 mínútum eftir að henni er dælt inn. Geislavirkunin hcfst því nákvæmlega 8 mínútum eftir að upplausnin hefir verið gef in. Frumefnlð bór er ekki geislavirkt en hefir þann eiginleika að geta tekið til sín neutrónur, sem við það verða geislavirkar. Þær leysast þeg ar upp og senda um leið frá sér alfageisla, sem hafa deyðandi áhrif á selluvefina. En neutrónurnar hafa aðeins áhrif á lítið svæði, sem er að ummáli varla stærra en rautt blóðkorn. Þaö kemur í veg fyrir að hinir heilbrigðu selluvefir í krig verði fyrir áhrifum af geislunum. Dr. Farr hefir skýrt svo frá, að valdir hefðu verið sjúklingar með krabbameinsæxli í heila vegna þess að við rannsóknir séu slík æxli mun aðgengilegri en flest önnur. En rannsóknir eru einnig hafnar í Brookhaven á krabbameinsæxlum, sem liggja dýpra í líkamanum, svo sem lungnakrabba. (Grein þessi er eftir blaðamann- inn AUen Jensen, og birtist í Ber- lingske Tidentíe fyrir nokkru.) XX x NflNKIN KHfiKI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.