Tíminn - 01.09.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 1. séptember 1955.
196. blað.
I slendingaþættir
Sextugun Kristján H. Breiðdal
„Eg hef þreytt við tímann
tafl og tekizt hann að máta“.
Þannig komst Breiðdal, vinur
m>nn, eitt sinn að orði í stöku,
er hann kvað. Heyrðust þá
raddir, er töldu allfast að orði
•kveð'ið, svo að tæplega ætti
stoðir í veruleikanum. En
þegar nú í dag þessi sami
maður stendur undir sex tug
um ára, er ekki að ólíkind-
um að við, sem nokkuð höf-
um fylgzt með honum á veg-
inum, lítum um öxl til að gera
okkur ljóst hversu hin sex
tuga ára glíma við tímann
hefir tekizt.
Kristján Hólm Ágústsson,
síðar Breiðdal, er fæddur í
Reykjavík 1. september 1895.
Foreldrar hans voru hjónin
Stefanía Þórðardóttir, alþing
ismanns og hreppstjóra að
Rauðkollsstöðum, og Ágúst
Guðmu ndsson 1 j ósmyndari
írá Breiðdal í ÖnundafirBi.
Varð sambúð hjónanna
skammvinn því hinn glæsilegi
lista- og ævintýramaður átti
ckki þann viðnámsþrótt, er
setur skyldur daglegs lífs öllu
ofar. Þess vegna dró mjög
ský fyrir sólu, svo að hinum
ungu stofnum ágætra ætta,
toörnunum þeirra, hlaut að
verða uppvöxturinn örðugri
Cn eila. Unga giæsilega móð-
irin átti nú ekki aðra auðlegð
en synina þrjá. Þeir voru
henni allt, og þeim varð hún
að bjarga. Skömmu síðar
flutti hún vestur á Skarðs-
strönd með börnin, ásamt
tengdamóður, er jafnan bar
með henni hita og þunga dags
»ns. Áður hafði Stefanía kynni
af Skarðsfólkinu, en sú ætt
er Jandskunn fykir marg):a
góðra hluta sakir. Gerðist
Stefanía nú bústýra Guð-
rnundar Jónassonar frá Stað-
arhrauni, bónda og kaup-
manns í Skarðsstöð. Bjuggu
þau lengi saman.
Albr voru drengirnir efni-
legir og gerðust snemma sjálf
bjargai Kristján, sem er ann
ar í" aidursröð bræðranna,
varð þess fljótt var að með
striti einu saman myndu fáir
óskadraumar rætast, ef bók-
leg þekking héidist þar ekki
í hendur, en fátæktin bann-
aði fiest úrræði. Þó var lagt
af stað og skólagangan hafin.
En ekki var það nema einn
vetur, og þótt námshæfileikar
væru ágætir og tíminn hag-
hýttur sem unnt var, gat einn
vetur tæplega orðið honum
annað en Jykill að þeirri hag-
nýtu sjálfsmenntun, er hann
aflaði sér síðar.
Öll deyfð og kyrrstaða er
mjög í andstöðu við skapgerð
Breiðdals. Þess vegna hóf
hann ungur látlausa baráttu
með miklu starfi til efnalegs
sjálfstæðis og leitaði þá hug-
urinn einkum til búnaðar-
starfa. Vonum fyrr hóf hann
fcúskap við allgóð efni í Ell-
iðaey á Breiðafirði, ásamt heit
mey sinni, Guðríði Daníels-
dcttur. Var hún talin ágætur
kvenkostur. Störfuðu þau sam
an um skeið með eldmóði dug
andi æsku og björtum fram-
•tíðarvonum, unz dauðinn, fyr-
irvaralítið, setti innsigl* sitt
á hina ungu brúði. Hjá lík-
hörum hennar stóð elskhug-
inn harmi lostinn. Þá voru
tíaprir dagar, er mörkuðu
ispcr, sem enn standa ómáð
gegnum minningamóðu
margra Þðinna ára. En slíkir
menn sem Breiðdr.1 gefast
ekki upp. Honum var ljóst að
ekkert nema starfiö gat sef-
að sorgina. Sótti hann ötul-
lega fram á ný, vann jöfn-
um höndum tU sjós og lands,
var á þilskipum, reri opnum
bátum á Breiðafirði, tók þátt
í búsýslu bænda, smiðaði og
kenndi börnum á vetrum.
Það var ekki fyrr en árið
1922 að mér hlotnaðist sú á-
nægja að kynnast Breiðdal
verulega. Þá hóf hann búskap
öðru s'nni, og hafði þá festa
sér Ingibjörgu Njálsdóttur frá
Tindum á Skarðsströnd, góða
konu, greinda og vel verki
farna. Er hún nú látm fyrir
10 árum. Fluttu þau að Gerðu
bergi í Eyjahreppi, bjuggu
þar nokkur ár og lét hús-
bóndinn mikið tjl sín taka um
jarðabætur og annað það,
sem td umbóta mátti telja og
vegnaði vel.
Kristjáni þótti jörðin lítil og
leitaði því eftir annarri
stærri. Varð úr að hann keypti
Jörva í Kolbeinsstaðahreppi
og flutti þangað. Undi hann
þar hag sínum betur og hafð
ist mikið að. Stundaði hann
þó allmikið vinnu utan heim-
ilis, ýmist við smíöar eða verzl
unarstcrf.
Á þeim árum, er hann bjó
á Jorva var erfitt uppdráttar
hjá bændum sökum sauöfjár
sjúkdóma og óhagstæörar
verzlunar, og með því að Breið
dal varð einnig að búa undir
miklum vaxtagreiðslum vegna
jarðakaupanna varð honum
róðurinn svo þungur, að eigi
miðaði áfram sem svaraði
metnaði hans. Auk þess vildi
hann ekki binda sonum sín-
um bagga, heldur láta þá
hafa frjálst val um leiðir. Af
þessum sökum afréð hann að
selja jörðina og flytja í kaup-
stað, en þá var hann búmn
að búa nær tvo áratugi í
Hnappadalssýslu. Á þeim ár-
um hafði hann tekið mikinn
þátt í félagsmálum og var
jafnan gildur liðsmaður, hvar
sem hann kom fram. Gestris-
inn var hann með þeim glæsi
brag, sem mestur má vera.
Skcmmu seinna hófst nýr
þáttur í athafnalífi hans, en
þá gbrðist hann umsjónar-
maður að Hótel Borg og smið
ur hússms. Kynntist hann þar
mörgum ágætum mönnum og
eignaðist marga góðvini, sem
síðan hafa haldið við hann
tryggð.
Enda þótt Breiðdal þætti
fyrir margra hluta sakir gott
að búa á Borg, þá var hann
tengdur svo sterkum bönd-
um gamalli hugsjón, að hann
hvarf til þjónustu við hana.
Breiðdal hefir nefnilega ætíð
fylgt að málum stefnu sam-
vinnumanna og jafnan verið
framarlega í sveit þeirra, er
henni hafa unnað. Vegna
þessa kaus hann frekar að ger
ast útibússtjóri Kaupfélags
Stykkishólms að Vegamótum
í Miklaholtshreppi og gegnir
hann því starfi nú.
Þegar Breiðdal settist að á
Vegamótum var þar að kalla
má allt á bernskuskeiði og var
því ærið starf fyrir hendi við
! uppbygginguna. Stóð Breið-
dai fyrir þeim framkvæmd-
^ um með lífi og sál. Er nú stað
. urinn með þeim myndarbrag,
að til vegsauka má telja fyrir
héraðið.
Það sem hér hefir verið
sagt er sundurlaust og ófull-
komi'ð yfirlit um störf .Breið-
dals og viðbrögð hans hverju
sinni, er stefnt hefir verið
inn á nýjar brautir. Hins veg-
ar er ósagt allt það, er skap-
ar hug mínum sérstöðu gagn
vart honum flestum öðrum
fremur, og mun ekki unnt að
geta þess hér nema að btlu
leyti.
Engan þekki ég hjálpsam-
ari né óeigingjarnari. Trúmað
ur er hann í ríkum mæli, vill
þar í engu víkja og deilir á
undanhaldið. Tryggur er
hann við gamlar venjur og
siði, einkum það, er hann tel
ur andleg verðmæti, en er þó
manna fyrstur að koma auga
á nýjungar og hagnýta þær,
ef þær eru þjóðhollar og
skyggja ekki á fornar dyggðir.
Öllum þeim, er einhver skil
kunna á Breiðdal, er það ljóst,
að hann er listamaður í ljóða-
gerð. Vitundin um það hefir
þó aldrei stigið honum til höf-
uðs. Því til sönnunar vil ég
geta þess, að er hann hefir
verið beðinn um að gefa út
ljóð sín, hefir hann jafnan
eytt því, talið sig hagyrðmg
en ekki skáld.
Þó að Breiðdal búi nú á
Vegamótum í Miklaholts-
hreppi, á hann enn langt að
vegamótum æsku og elli, því
að hann er enn ungur og
sprækur, eins og í gamla daga
þegar við hittumst fyrst. Ég
þakka langa vináttu, óska
honum, móður hans, sonum
og dóttur til hamingju með
þennan heiðursdag.
Magnús Sigurðsson.
Fyrsta flokks
111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
( ÞÓRÐUR G. HALLDÓRSSON
| BÓKHALDS- og ENDUR
I SKOÐUNARSKRIFSTOFA f
Ingólfsstræti 9B.
Sími 82540.
iiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiim j
FÓÐURLÝSI
1000 A - 100 D
og
2000 A - 200 D
vítamíncinlngar i grammi
Athygli yðar skal vakin á því, að ef þér notið
fóðurlýsi með 2000 A — 200 D, nægir hálfur skammt-
| ur á við fóðurlýsi, sem inniheldur 1000 A — 100 D, en
verði'ð er tiltölulega mjög hagstætt.
Gerið pantanir yðar sem fyrst, þar sem birgðir
af fóðurlýsi með svo háu vítamíngildi eru mjög tak-
markaðar.
Bernh. Petersen
Símnefni: „BERNHARDO“
Símar: 1570 — 3598
553SS55SSS555S3553555555555S555S55S555535555555555S555555555555555355555J
SSSSSS3SSS553555S53SSS53SSS5S53SS5S3S3555353S353S533S5S53SS53553S55S5355
Tilkynning
Afgreiðsla fyrir tryggingarfélagið SKAANE/'
MALMÖ verður framvegis í Vátryggingarskrifstofu
Sigfúsar Sighvatssonar h.f. Lækjargötu 2, Reykjavík.
Sími 3171. — Skrifstofan er opin daglega frá kl. 9—12
og 1—5, laugardaga kl. 9—12.
SS5333SSS555S3555S5SSS55SS535SSSS555SS33535355533SS555S33355SSS535555SS»
Saumastofan
opnuð aftur
Henny Ottósson
Langholtsveg 139
SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSI
Brunatrygging - íbúðalán
Ef þér ætlið að sækja um lán gegn veði í íbúð
yðar eða húseign er nauðsynlegt að hafa áður keypt
brunatryggingu á henni.
BRUNATRYGGJUM íbúðir eða hús í SMÍÐUM
fyrir 50% lægra iðgjald en áður hefir þekkst í Reykja-
vík.
Tryggingarskírteini afgreidd samdægurs.
Brunabótafélag íslands
Hverfisgötu 8—10 (Alþýðuhúsið) Símar 4915-4916-4917
ALLT Á SAMA STAÐ
Hö£um fyrirliggjandi allar stærðir af faiinum beimsþckktn
amcríska
CAMPELL-snjókeðjum
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
Gerið snjákeðjuk u n|íiti tímunlefga
H.f. Egill Vilhjálmsson
Laugavegi 118 — Reykjavík — Sími 81812 — Símnefni: Egill*
ivd