Tíminn - 20.09.1955, Síða 4

Tíminn - 20.09.1955, Síða 4
TÍMINN, þiúðjudaginn 20. september 1955. 212. blað, Þorbjörn Sigurgeirsson: ÞUNGT VATN Þjóðhátíðardagur fslendinga Vatn er samsett úr tveim frumefnum, vetni og súrefni. í vatnsmólekúlinu eru tvö vetnisatóm bundin einu súr- efnisatómi. Öll vetnisatómin eru þó ekki eins, heldur eru þau af tveim gerðum, svokall að létt og þungt vatn. Atóm þunga vetnisins eru helm- ingi þyngri en atóm létta vetnisins, en í venjulegu vatni eru iéttu vetnisatómin í miklum meirihluta, um 6000 á móti hverju þungu. Móle- kúl þunga vatnsins er sam- sett úr tveim þungum vetnis- atómum og einu súrefnis- atómi. í öllu venjulegu vatni er sem svarar 160—170 grömm um af þungu vatni í hverju tonni. Þungt vetni fannst fyrst árið 1932, en síðan hefir það verið notað mikið við rann- sóknir á eiginleikum atóm- kjarnanna. Síðan kjarnorku- ofninn kom til sögunnar hef ir þörfin fyrir þungt vatn aukizt mjög mikið, og með hagnýtingu kjarnorkunnar til almenníngsþarfa má bú- ast við að notkun þungs vatns eigi eftir að margfald- ast frá bví sem nú er. Þungt vatn tekur ekki þátt í þeim kjarnabreytingum, sem gerast í kjarnorkuofnin um, heldur er það emgöngu notað til þess að stöðva nev trónur þær, sem losna við kjarnaklofnunina, svo að þær nái að sameinast kjörnum kjarnakleifra efna áður en þær þjóta út úr kjarnorku- ofninum og haldi þannig við kjarnaklofnuninni. Önnur efni, svo sem venjulegt vatn og grafít geta einnig gegnt þessu hlutverki, en standa þó langt að baki þunga vatninu til þessara nota. í stóru kjarn orkuveri, ssm notar úraníum eða þóríum sem eldsneyti og framloiðir rafmagn svo skipt ir hundruðum þúsunda kiló- vatta, getur verið þörf fyrir þungt vatn, sem nemur hundruðum tonna. Til þess að gefa hugmynd um þörf- ina fyrir þungt vatn í fram- tíðinni nægir að minna á að Bretar ætla að reisa 12 stór- ar kjarnorkustöðvar á næstu 10 árum. Að vísu gera þeir ráð fyrir að nota í þær grafít, c-n ekki þungt vatn, en það er fyrst og fremst vegna þess að nægilegt magn af þungu vatni er ekki á boðstólnum. Ef þungt vatn væri notað í stað grafíts þyrfti til þess þúsundir tonna af þungu vatni. Framleiðsla á þungu vatni er í því fólgin að skilja sund ur létta og þunga vatnið í blöndu þeirri, sem venjulega er kölluð vatn. Þetta er erf- itt viðfangsefni, því að eig- ínleikar þunga og létta vatns ins eru yfirleitt mjög svipað- ii'. Þó er nokkur munur á. Þannig er suðumark þunga vatnsins 101.4 gráður í stað 100 gráða hjá léttu vatni. Þetta gerir það að verkum, að iétt vatn gufar auðveldar upp en þungt vatn, og hægt er nð aðgreina þessi efni með endurtekinni eimingu. Önn- ur aðferð, sem notuð er við framleiðslu á þungu vatni, er rafgreining. Við rafgrein ingu klofnar vatnið í vetni og súrefni, en þunga vatnið er tregara til að klofna en það létta, svo að mikill hluti þunga vatnsins verður eftir í leginum þegar vatn er raf- greint. Norðmenn hafa lengi notað þessa aðferð til fram- leiðslu á þungu vatni, en til framleiðslu í verulega stór- um stíl kemur hún varla til greína vegna þess að nægi- legur n:arkaður fyrir létta vetnið, sem fram kemur við rafgreininp-una, er þá ekki fyrir hendi, en ef það er ekki notað, verður framleiðsla þunga vatnsins mjög dýr. Þriðja aðferðin, sem notuð hefir verið við framleiðslu á þungu vatni, byggist á mis mun á efnafræðilegum eigin leikum létta og þunga vetn- isins. Þannig inniheldur t. d. brennisteinsvetni, sem er í snertingu við vatn, tiltölu- lega minna af þungu vetni en vatnið. Hve mikið atóm þunga vetmsins sækja í vatn ið. er undir hitastiginu kom- ið. Við 0 gráður inniheldur vatnið 2.5 sinnum meira þungt vetni en brennisteins vetnið, en við 100 gráður er hlutfallið 1.9. Þannig er hægt að láta brennisteinsvetnið bera þunga vetnið á milli, úr heita vatninu í það kalda, og greina að létta og þunga vatniö. Þetta er sú aðferð, sem nú er einkum notuð í Bandaríkjun um við framleiðslu á þungu vatni. Tæknilegar og efnahags- iegar upplýsingar varðandi framleiðslu á þungu vatni eru af skornum skammti. Hvað snertir eimingaraðferðina er þó hægt að gera sér nokkra grein fyrir þessum hlatum og nefna tölur, sem gefa ein hverja hugmynd um fram- leiðslukostnað og framleiðslu getu. Eimingarverksmiðja, sem framleiða ætti 100 tonn af þungu vatni á ári, mundi kosta á að gizka 500 millj. kr. TU vmnslunnar þyrfti um 2000 tonn af gufu á klst. en það er hugsanlegt að fá mætti þetta gufumagn á ein hverju hinna stærstu jarð- hitasvæða vorra með miklum borunum. Út frá þeirri reynslu, sem fengizt hefir af borunum á jarðgufusvæðum á íslandi, mú búast við að kostnaðvir’nn við boranirnar yrði sem svarar 10—20 millj. krönum á ári Annan tilkostn að við leksturinn má áætla 20—30 milljón krónur á ári þannig að íekstrarkostnaður inn yrði alls um 40 milljón krónur á ári. Notkun hinnar ódýru jarðgufu er mjög hag kvæm fyrir reksturinn. í Bandaríkjunum yrði kostnað ur vegna gufunnar um 95 millj. kr. á ári. Bandarikjamenn notuðu á timabili eimingu til fram- leiðslu á þungu vatni, en hættu því bráðlega og nota nú. eins og áður var sagt. að- allega brennisteinsvetnis-að- ferðina. Aðferð þessa telja þeir mun hagkvæmari en eim ingaraðferðina, og verð það, sem þeir hafa sett á þnngt vatn — 1 milljón krónur fyr ir tonnið — byggist á þessari aðferð. Annars h.-fa c-instök atriði varðandi gcrð og rekst- ur slíkra verksmiðja ekki enn þá verið birt, og tilvera þess ara verksmiðja varð ekki heyr um kunn fyrr en á kjarn- orkuráðstefnunrii í Genf. Þó er vitað, að gufuþörfin við þessa aðferð er miklu minni en við eimingu. Að órannsökuðu máli verð r.r c kkert sagt með vissu nm hvort eimmgaraðferðin eða orennisteinsvetnisaðferðin henti betur okkar staðhátt- um, en við hvora aðferðina sem hagkvæmari reynist ætti notkun hinnar ódýru jarð- gufu að hafa mikla kosti í för með sér og tryggja arð- vænlegan rekstur í sam- keppni við aðra staði sem ekki hafa jafn ódýra hita- orku. Við framleiðslu þunga vatnsins er engin hættx á hráefnaskorti því að hráefn- ið — vcnjulegt vatn — er alls staðar fáanlegt í nægilegu magni. Flutningur afurðarna skapar heldur enga erfiðleika þar sem magnið er svo lítið. Eitthvað þorf af rafmagni til þess að knýja dælur, en það rnætti framleiða á staðnum með jarðguíu. Af þessu leiðir að verksmiðjuna mætti stað setja þar sem gufan fæst ó- dýrust og í nægu magni. Ekki virðist ólíklegt, að fram leiðsla á þungu vatni geti orð ið stóriðnaður á íslandi í framtíðinni. Grein sú, se?n hér fer á{ eftz'r, birtist á unglingasiöu ameríska bZaðsins The ChFisfian Science Monitor 19. júlí síðasíZ. Höfnndur hennar er ung stúlka, Char ley Ann Perkins, dóttir Per- kins sjóZzðsforzngja, senz dvaZdi hér um tveggja ára skeið og er Tnörgum hér aö gó5u liunnur. Viltu ekki koma með mér í eins dags ferðalag til ís- lands? Þú þarft ekki þykk föt, því það er sumar, og hitinn á suðvesturhluta landsins, sem við .ætluð tú, er um 10 til 20 ítig á Celcius. Við komum til höfuðborg- armnar 17. júní í tæka tíð tii að taka þátt í hátíðar- höldum. sem haldin eru í til efni af endurheimt sjálfstæð is íslands og lýðveldisstofn- uninni 1944. Við getum fengið okkur gönguferð snemma um morg uninn til að kynnast borg- inni áður en göturnar fyllast í.f fólki. Göturnar eru þegar skreyttar fánum og þar eru tjaldbúðir, þar sem seldar eru pylsur, sælgæti og gos- drykkir. Margir búðargluggar eru skreyttir með nellikum, sem eru ræktaðar í nærliggj andi gróðurhúsum. Einnig eru útstilltar myndir af nú- verantíi og fyrrverandi forset um landsins og Jóni Sigurðs syni, en sá síðastnefndi var þjóðhelja íslendinga í bar- áttu íyrir sjálfstæði þeirra. Komdu svo með mér í heim sókn td kunningja minna í hádegisverð áður en hátiðar höltíin hefjast. Þar fáum við alíslenzkan mat, -súpu. kalt, reykt kjöt (hangikjöt, almenn ur hátíðaréttur), soðnar kar töflur, niðursoðnar baunir og sítrcnubúðing með þeyttum rjóma. Þetta heimili og mörg önnur, eru hituð upp með hveravatni. Það eru íslenzk málverk á veggjunum og fjöl breytt. úrval af bókum. íbú- arnir eru á mjög háu menn- ingarstigi, og það eru alUr læsir og skrifandi. Þegar við komum í eldhúsið undrumst við yfir að sjá rafmagnsupp þvottavél, þvottavél, stóran ísskáp og ýmisleg önnur ný- tízku heimilisáhöld. Nú skulum við flýta okkur niður á torgið (Austurvöll) og sjá þar samankomnar 3 skrúð göngur, sem hafa byrjag á mismunandi stöðum í bæn- um. Mikill mannfjöldi hefir safnast saman og margar litl ar stúlkur og fullorðnar kon nr eru í þjóðbúningi. Ungu stúlkurnar eru ljósar yfirlit- um og fallegar. en karlmenn irnir eru grófgerðir og láta ljóst liðað hár sitt vaxa lengra en almennt er í Amer riku. Hljómsveitin spilar þjóðlög. Skátar standa heiðursvörð f kringum styttu Jöns Sigiirðs sonar. Til vinstri við okkur er Alþingishúsið. (Alþingi fs- lendingar var stofnsett árið 930). Sömu megin er snotur lútersk kirkja, þjóðkirkja, þar sem fram fer hátíðar- messa, og að henni lokinni mun forsetinn, Ásgeir Ás- geirsson, leggja blómsveig hjá st.yttu Jóns Sigurðssonar. At- hygli mannfjöldans beinist að svölum Alþingis, þar sem forsætisráðherrann flytur ræðu. Næst kem'ur fram ieik- kona klædd í ísl. þjóðbúning (skautbúning), og fer með langt ættjprðarkvæði. Nú skulum við yfirgefa torgið og fara suður á íþrótta \öll, þar sem þróttmiklir ung ir íþróttamenn taka þátt í spjótkasti, kúluvarpi, hundr- að metra hlaupi og glímu, sem er elzta þjóðaríþróttin, and- stæðingarnir fella hvorn ann an með því að taka í leðuról ar, sem eru um mitti og læri. Nú er komið að hátíðarhöld- um barnanna. Áhorfendurn- ir hafa haft með sér regnhlíf ar, og ætla ékki að láta rign- ingarskúr eyðileggja skemmt un sína. Við sjáum raðir af samæfðum ungum stúlkum sem sýna leikfimi. 10 ára drengur skemmtir okkur með harmoníkuleik. Síðan dansa sælleg börn í þjóðbúningi þjóðdansa. Það er alltaf :meira að :sjá, en það væri gott ráð að hvíla sig hjá kunningjum, þar sem við getum horft yfir fjöld- ann á meðan við drekkum mjólk og borðum rjómakök ur. Eftir kvöldverð, s.em er endurtekning á hádegisyerði, förum við í Tívolí, lítinn skemmtigarð, sem hefir ým- islegt til skemmtunar,: og-ó- keypis aðgang fyrir börn um hátíðina. Það er méira til skemmtunar fyrir fúllorðna um kvöldið, m. a. tvísöngúr, lúðrasveit og ræður. Guð- mundur Jónsson, hinn þekkti íslenzki söngvari, kehiur ein'n ig fram. Um klukkah 10. þegar. komið var að því að dansa, hefir mannfjöldinn tvístrast, vegna veðursúis. Það er leið- inlegt, því að á undanförn- um árum, þegar miðnætur- sólin hefir skinið, hafa göt urnar verið þéttskipaðar fólki, sem dansaði til kl. 2 um morguninn. Samt sem áð ur halda stúdentarnir í dökk um fötum með hvítar húfur og annað ungt fólk áfram að dansa (bifreiðum er ekki leyfð umferð um aðalgöturn (Pramhald á 6. 6í5u). Auglýsing UM IMSIGLIJN UTVARPSTÆKJA Samkvæmt ákvæðum 34. og 35. greina reglu- gerðar Ríkisútvarpsins, munu innheimtumenn útvarpsins taka úr notkun að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, viðtæki þeirra manna, er eigi hafa greitt afnotagjöld sín. — Athygli skal vakin á því, að viðtæki verða því aðeins tekin undan innsigli aftur, að út- varpsnotandi hafi greitt afnotagjald sitt að fullu auk innsiglunargjalds, er nemur 10% af afnotagjaldinu. Skrifstofa Ríkisútvarpsins, 20. september 1955. \V.\V.V.V/.VAV.V,V.V,V.V.V.,.V.V.V.V.’.V,V.*.V.V.‘ .J Gerist áskrifendur l að T I M A N U M j; Xskriftasími 2323 I WAVAVV.-A'.V.V.VVAVAW.V.V.V.V.V.VV.V.VATO KÓPAVOGUR Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við bæjarstjórnarkosningarn- ar í Kópavogi fer fram daglega í Barnaskólan- um kl. 20—22 nema laugardaga og sunnudaga frá kl. 14—16. Bæjarfógetinn í Kópavogi, Guðmundur í. Guðmundsson, settur. .

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.