Tíminn - 22.09.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.09.1955, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn 22. september 1955. 214, blaS, HeimLr Harmesson.: Meðal íslendinga í Vesturhaimi Enn finnast þeir, sem borða skyr og mysuost og drekka molakaffi Á síðari hluta nítjándu ald ar var mikið um þjóðflutninga vestur um haf til hmna ókunnu landa á meginlandi Ameríku. Uppi á íslandi var heldur hart í ári og héldu all- margir vestur um haf í leit að gæfu og gengi. Árið 1875 er taUð að um 250—300 manns hafi róið upp Winnipeg-fljót á flatbytnum sínum í leit að frjósömu og byggilegu landi. Þessir íslendmgar námu land við Winnipegvatnið og kölluðu staðinn Gimli — gamalt og gott Edduheiti og kvað merkja „hlé fyrir eldi“. Þarna hófu þeir búskap í nýju landi ■— í fylkinu Manitoba í Kanada. Skilyrðin voru sannarlega ákjósanleg — frjósamur jarð- vegur og gnótt fiskjar í vötn um og ám. En þeir höfðu yfir gefið land forfeðranna, ís- lenzku fjöllin voru horfin og íslenzku dalina áttu beir aldr- ei eftir að sjá. Þeir voru orðnir sléttubúar á erlendri grund. Nú á miðri tuttugustu öldinni má segja, að íslendingar og afkomendur þeirrá séu tiltölu lega fjölmennir á þessum slóð um og gætir áhrifa þeirra víða. í Wmnipeg og nágrenni eru um 10—15000 íslendingar, og í borginni gefa þeir út tvö blöð, sem kunnugt er, Heims- krmglu og Lögberg. í borginni. í Winnipeg eru íslenzkar kirkjur með íslenzkum prest- um. Ég Ieit inn á heimili séra Filipusar Péturssonar, sem er SkagÞrðingur að ætt og upp- runa- Á heimili hans gat að líta sérstaklega góða tákn- mynd af fslendingum og sögu þeirra hér í Vesturheimi. Séra Filippus talar að sjálfsögðu ágætis íslenzku og lifir og hrærist í sögu þjóðarinnar og háttum. Kona hans talar góða íslenzku, þegar til þess er telcið, að hún er fædd hér vestra. Þau eiga myndarlegan son, sem kvæntur er íslenzkri stúlku. Hvorugt þeirra getur talað málið, svo nokkru nemi og þaðan af síður tvö myndar leg, ljóshærð börn þeirra, er alast upp sem kanadiskir borg arar. En úti í horni þarna í stofunni hjá séra Filippusi sat gömul kona í peysufötum með prjónana sína. Þetta er í stuttu máli spegilmynd af sögu íslendinga í Vesturheimi. Eldra fólkið hefir fæst séð landið, en getur þó talað mál- ið. Þeir hafa enn þjóðræknis félög og íslendingadag, en þrátt fyrir góðan og einlægan vilja, verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að unga fólkið getur ekki talað málið og er þar af leiðandi ekki ís- lenzkt. Það talar ensku og semur sig að háttum og siðum Ameríkumanna. Tengsl fólks- ins hérna vestra við ísland hljóta að verða minni og minni. Þegar eldri kynslóðin hverfur, verða þeir alltaf færri og færri, sem skilja mál ið, en þegar málið er gleymt, þá gleyma menn sögu lands- ins og jafnvel sínum eigin upmuna. Eftir nokkra áratugi hehr landið gleypt þennan ís lenzka kynstofn og eftir verða sögusagnir og annálar um ís- lendinga í Vesturheimi. Þetta er staðreynd, sem aðeins við (verðum að horfast í augu við í dag. Borgarbílstöðin h.f. Sími: 81991. Einholt — Stórholt Sími 1517 11 Blönduhlíð — Eskihlíð Sími 6727. Bræðraborgarstígur Hringbraut Sími 5449 Vogar — smáíbúðahverfi, sími 6730. Blöðin. Ég leit inn á skrifstofu Heimskringlu, en það er blað ihaldsmanna þar vestra. Var þar fyrir John nokkur Samp- son, fæddur þar vestra, hafði aldrei komið tU íslands, en talaði þó málið ágætlega. Gaf hann þær upplýsingar, að mikill meiri hluti íslendinga fylgdi Frjálslyndum að mál- um, en bætti þó við, að þrátt fyrir allt ættu þeir þó „nokkra góða íhaldsmenn“. Uppi í Cypress River hitti ég einn kaupanda þessara blaða, Stefán Eiríksson, sem fædd- ur er norður í Blönduhlíð í Skagahrði. Stefán er ævintýra maður hmn mesti, vann í námu lengst norður í Kanada en lenti þar í slæmu náma- slysi. Stefán rekur nú hótel þarna uppi í Cypress River. Hann var að opna bréf frá vmi sínum Stefáni Vagnssyni á Sauðárkrók, þegar ég leit inn. Hann fær Tímann send an frá vini sínum norður í Skagafirði, Gísla Magnússyni í Eyhildarholti. Stefán hyggur nú á heimferð og hyggst setj- ast að alkominn næsta vor. Skyr og rjómi að G*mli. Eins og fyrr er sagt, er bær inn Gimli stofnsettur af ís- lendingum, sem námu þar land á síðari hluta nítjándu aldarinnar. Síðar _ fluttust þangað hópar af Úkraníu- mönnum, sem enn búa þar. Ekki ber á öðru en að sam- komulagið sé gott milli þess ara ólíku kynstofna, sem bæ þennan byggja. John Sampson haföi sagt mér frá því, að í Gimli væri hægt að fá keypt skyr og rjóma í fyrirtæki, sem kallað var Arnason’s Dairy. Er það mjólkurbú, með bar og öllu tilheyrandi. Afgreiðslustúlk- urnar voru frá Úkraníu og vissu ekki hvernig átti að framreiða skyrið. En sem bet ur fór bar að eigandann, FrankUn Árnason, sem bar fram indælis skyr með rjóma. Skyrið vestra er ekki eins bragðmikið eins og skyrið heima, en þó bragðast það á gætlega. — Franklin er einn af 8 bræðrum, sem fæddir eru og aldir upp á íslenzku bændabýli þarna skammt frá Gimli. Þeir bræður eru nú eins konar Rockefeller staðar ins, því þeir eiga flest mark vert þarna á staðnum. Frank lin er sá eini, sem framleiðir og selur skyr hérna megin hafsins og notaði ég því tæki færið og spjallaði nokkuð við han.n. Franklzn Ár?iason og Gimli. Franklin útskrifaðist frá I ríkisháskólanum í . Manitoba, — sem rafmagnsverkfræðing ur. Síðar hóf hann rekstur mjólkurbús, sem hann enn rekur með miklum dugnaði. Hann framleiðir mikið magn af skyri, sem fer að mestu leyti til Winnipeg. Hann hef ir viðskipti við 14 bændur í nágrenninu, sem allir eru ís- lendjngar. Franklin er yngst ur hinna átta bræðra í Gimli — 32 ára gamall. Þrátt fyrir mikið starf og mikla vinnu við mjólkurbúið, þá vinnur Fvanklin að ýmsum menning aimalum og má geta þess, aö hann er formaður skólanefnd ar. íslendmgar þarna í Gimli haía nýlokið viö að byggja lútherska kirkju, en nrestur þeirra er séra Haraldur Sig- mar. Hér gefur livarvetna að líta merki um velmegun og velsæld. Nýjir skólar og ný, glæsileg hús. Hér í miðjum bænum er minnismerki um komu og landnám íslendinga. Á minnismerkinu er. áletrun á þessa leið íslendingar námu hér land 21. okt. 1875. Stúlkurnar, sem starfa við afgreiðslu hjá FrankUn, eru allar frá Úkraníu. Aðspurðar segjast þær ekki hafa neina lcngun tii að snúa aftur til heimalands síns. Þeim líður V.el þarnaá Gimli og þar vilja þær eiga heima. Þær heita Jean Jennie og Sonja. Þær segjast ekki kunna að meta íslenzka skyrið, en þeim lík- ar vel við íslendingana. Lítill ljóshærður hnokki með spé- koppa og rauðar kmnar hlust aði gaumgæfilega á tal okk- ar Franklins þarna við af- greið'sluboröið og greip_ síðan skyndilega frarn í: „Ég get líka talað íslenzku," — seinna kom upp úr kafinu, að þetta var það eina, sem pilturinn kunni, svo ekki varð samtalið mikið lengra að sinni. Við kveðjum nú FrankUn og stúlkurnar hans og óskum honum góðs gengis og vonum að hann haldi áfram fram- leiðslu smni á skýri og rjóma. Dansctfi um kvöZdið. Þetta va’- laugardagskvöld og ramkvæmt góðum og göml um islcnzkum sið, er slegið upp balli í Gimli. Dansað er í skála í miðjum bænum, sem skreyttur er með kanad- ískum og bandarískum fán- um. Eigendur skála þessa eru íslendingar og var emn þeirra við miðasöluna, gam all gráhærður bóndasonur, á þessa leið: slendingar námu (Framhald á 7. síSu.) Sjómannadagskabarettinr; FORSALA Til þess að koma í veg fyrir biðraðir verður höfð forsala á aðgöngumiðum og hefst hún í Austurhæjarbíó á morgun, föstudag, og verða miðar afhentir þar á 10 fyrstu sýningarnar frá KL. 2—8 dagl. Sími 1384. JSSS5SSSS555SSSS5SSSS5SSSSSSSS5SSSSSSSSSSSS5SSSSSSSSS55SSSSSSSSSSSSSSSS3 Nýjar hugvekjur fyrir kristna og kommúnísta Menningarlegur og pólitískur þverskurður á Evrópu í dag. Tekin er afstaða til flestra menn- ingarstrauma, er farið hafa yfir heiminn síðan um 1900. Bókin er skorinorðasta ádeila, ér skrif uð hefir verið á íslandi, á mestu blekkinga- og glæpastarfsemi vorra tíma, hinn r.:.. k__________ Sá einn, sem les ritið, veit, hvað hér er átt við. Fœst í bókabúðum og Söluturninum. UTGEFANDI. Barnaskóli Hafnarfjárðár Börn fædd 1948 (7 ára fyrir næstu áramót) mæti í skólanum í dag, fimmtudaginn 22. sept., kl. 1 e. h. Öll börn, 8 og 9 ára, mæti laugardag, 24. sept., kl. 10 árdegis. Skólastjóri. KSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS ÁVARP Þegar ég nú legg niður barnaskólakennarastarf mitt færi ég ykkur nemendum mínum, nær og fjær, þakkir fyrir liðnar samverustundir. Þakka ykkur sæmdir allar og stórfeldar gjafir, en umfram allt vináttuna og tryggð ina. Svarfdælingum öllum færi ég innilegustu þakkir fyrir ógleymanlegt kveðjusamsæti og auðsýndan sóma fyrr og síðar. Þór. Kr. Eldjárn, sssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.