Tíminn - 22.09.1955, Blaðsíða 5
214. blaS.
TÍMINN, íimmtudaginn 22. september 1955.
I
Fimmtud. 22. sept.
Samgöngumála-
nefnd Norðurlanda-
ráðs og loftferða-
deilan
Loftferðadeilan milli Svía
og íslendinga — sem svo hefir
vexáð nefnd, er enn óleyst.
Raunar er ekki alls kostar
rétt að kalla þetta deilu, þar
sem ekki hafa verið fram sett
opinber og skýlus ágreinings
atriði, birt öllum almenningi.
Gangur málsins er hins veg
ar sá, eins og flestum er kunn
ugt, að sænska ríkisstjórnin
sagði upp gildandi loftferða-
samningi milli landanna, og
kom sú uppsögn íslendingum
mjög á óvart. Uppsögninni
fylgdu ekki neinar opinberar
óskir um ákveðnar breytmg-
ar á samningnum, en sænska
ctjórnin lét síðar í það skína,
að húxx væri fús til að gera
nýjan samning og til við-
ræðna um málið, en því
fylgdu heldur ekki neinar á-
kveðnar og' opinberar tillög-
ur um æskilegar breytingar,
sem þó hefði virzt eðlilegt að
fram kæmu frá þeim aðila,
sem sagði samningnum upp
og-viidi gera nýjan samning.
Það hefir hins vegar verið
opinbert leyndarmál og kom
ið fi’am í þeim viðræðum, sem
urn málið hafa orðið milli full
trúa ríkisstjórnanna, að á-
stæðan tU uppsagnar samn-
ingsins er sú, að hinir sænsku
aðilar viröast óánægðir með
það, að íslenzkt flugfélag
flýgur með fólk milli Evrópu
og Ameríku á flugleiðinni um
ísland fyrir lægra fargjald
en alþjóða flugsamsteypan,
sem SAS er aðili að.
íslenzka flugfélagið notar
flugvélar af eldri gerð en
stærstú flugfélögin og ekki
éins þægindamiklar og getur
því boðið lægri fargjöld.
Umræður milli landanna
um nýjan loftferðasamning
hófust í Reykjavík síðla vetr
ar en lauk án árangurs. í
sumar var yiðræðunum hald
ið áfram í Stokkhólmi, en á-
rangur er ekki sjáanlegur
enn. Nú líður mjög á þetta
ár, og um næstu áramót
gengur loftferðasamningur-
inn úr gildi og upp frá þeim
tíma geta islenzkar flugvél-
ar ekki lengur lent á sænsk-
úm flugvöllum.
Þetta mun að sjálfsögðu
valda hinum mestu örðug-
leikum og torvelda allar
ferðir milli þessara landa.
Togstreita þessi er og hættu
leg allri sambúð þjóðanna
og ill snurða á þræði þeirr-
ar norrænu samvhinu, sem
verið er að efla á öðrum vett
vangi. Þessi er því aS vænta,
að nýr samningur komist á,
samninguu, sem byggist á
gagnkvæmu trausti og
langri vináttu þessara
tveggja frændþjóða, án allra
tdrauna til þvingana, í anda
hugsjónarinnar um frelsi á
leiðum loftsins, en fyrir því
frelsi beittu Svíar sér flest-
um þjóðum fremur fyrir
nokkrum árum.
í dag er alveg sérstök á-
stæða til að hreyfa þessu máli
pg hún er sú, að svonefnd
fcamgöngumálanefnd Norður-
Bókmermtir — listir
Greta Garbo fimmtug
Frægasta leikkona liilluiíusíu aldarinnar lifir Isfinu í eiurúini
og' forðast allt Iscimsiais prjál.
Páir listamenn eru þekktaxi af
öllum almenningi en kvikmynda-
leikarar. Nú er það svo, að stjörn-
ur kvikna og slokkna á himni kvik-
myndanna með íárra ára millibili.
Þau andlit, sem við í dag rekumst á
í hverju kvikmyndatímariti, voru
ef til vill óþekkt í fyrra og verða öll
um gleymd eftir nokkra mánuði.
Þó er eitt nafn úr heimi kvik-
myndanna, sem seint mun gleym-
ast, það er Greta Garbo. Á sunnu-
daginn var, 18. september, átti þessi
kona fimmtugsafmæli. Menn geta
vafalaust deilt til enda veraldar
um menningargildi og listagildi kvik
mynda. Menn geta hneykslazt á
innantómum skrautsýningum
Hollywood og tárazt yfir barnsleg-
um einfaldleik Chaplins, en hvaða
skoðun, sem menn annars kunna
að hafa á kvikmyndum yfirleitt, þá
munu allir um það sammála, að
Greta Garbo hafi verið mikil iista-
kona, og hennar hlýtur ávallt að
verða minnzt sem sérstæðs persónu
leika.
Ferill Gretu Garbo er ævintýri
líkastur. Hún náði á sínum tíma
meiri frægð en nokkur önnur lista-
kona í öllúm heiminum, og þó hefir
líklega engin kona liðið aðrar eins
þjáningar fyrir frægð sína og vin-
sældir. Það má segja, að hún hafi
verið kvenhugsjón alls heimsins,
jafnt Ameríkumanna sem Evrópu-
búa, Japana sem Eskimóa.
Það kann að hljóma einkennilega,
að fátæk stúlka frá úthverfum
Stokkhólms geti allt í einu fengið
þá miklu kvikmyndaborg Hollywood
til að falla að fótum sér, en þetta
geröist þó, þegar Greta Garbo kom
fram á sjónarsviðið, og hún ruddi
öðrum sænskum stúlkum brautina
í kvikmyndaleiklistinni, þó að engri
þeirra hafi tekizt að komast i nánd
við fyrirmyndina, nema ef til vill
Ingrid Bergman um stuttan tíma.
Þegar Greta Gustafsson var barn-
ung stúlka heima í Stoklfhólmi, lét
hún sig dreyma um að verða fyrir-
sáta hjá ljósmyndurum og revíu-
leikkona. Faðir hennar var ekill, og
hann kom henni í atvinnu hjá hár-
skera nokkrum. Þar stóð Greta dag-
inn langan og nuddaði raksápu-
löðrinu á kjálkaleður sænskra dá-
indismanna, en á kvöldin hélt hún
sig oftast einhvers staðar i nánd
við gamla Mosebackeleikhúsið, þar
sem Carl Brisson lék þá í gaman-
leik. Eitt kvöld tókst henni samt að
komast inn til hans og bera upp
fyrir honum óskir sínar og'drauma
um Jeiklistina.
Af eigin rammleik tókst henni að
fá atvinnu sem fyrirmynd hiá ljós-
landaráðsins sezt á rökstóla
hér, og varla er hægt að hugsa
sér að hún láti þetta mál með
öllu fram hjá sér fara. Nefnd
þessi var kosin á fund Norð-
urlandaráðsins í febr- s. 1. og
er verkefni hennar beinlínis
samkvæmt ályktun fundarins
að beita sér fyrir því „að sam
göngur verði bættar milli ís-
lands og annarra Norður-
landa“. Það vhðist því vera
skýlaust hlutverk þessarar
nefndar að láta uppi álit sitt
um þetta mál og reyna að
beina því á leið til úrlausnar.
Viðbrögð nefndarinanr hljóta
því að verða einn þeirra próf
steina, sem sýna og sanna,
hvort norræn samvinna er
þess umkomin að leysa slík
deilumál.
Loftferðadeilan milli Xs-
lands og Svíþjóðar er og sá
þröskuldur, sem torvelda
Gréta Garbo.
mvndurum, og loks tókst henni að
fá smáhlutverk í kvikmynd, þar
sem hún lék sundbolasprund af
sömu gerð og Silvana Mangano í
Beiskri uppskeru. Um þessar mund
ir breytti hún nafni sínu og tók
upp nafnið Garbo. Á þeim árum
kostaði það hana 33 krónur, en sú
ákvörðun hennar sýnir, að þá þegar
hefir hún verið staðráðin að leggja
heiminn að fótum sér. Það var ár-
ið 1923. Hún komst fljótlega í kynni
við leikstjórann Mauritz Stiller, en
margir álíta, að hann hafi átt mest-
an þátt í að móta leik hennar. Á
gullöld hinna þöglu, sænsku kvik-
mynda gat hún sér þegar mikla
frægð sem Dehna greifaynja í Gösta
Berlings sögu.'og frægð hennar eftir
leik hennar í þeirri mynd greiddi
henni götuna til Berlínar, sem þá
var hin alþjóðlega háborg leikiist-
arinnar, og þar lék hún í myndinni
Bak við grímu gleðinnar. Banda-
ríski umboðsmaðurinn Louis B.
Mayer sá hana í því hlutverki, og
það varð tii þess, að hann ákvað
að ná bæði Garbo og leikstjóra
hennar, Stiller, tii Hollywood.
Er þangað kom, hvarf Stiller sí-
fellt meira í skuggann, en frægð
Gretu Garbo fór dagvaxandi með
hverri mynd. Þarna lék hún í mikl-
um fjölda þögulla mynda. Árið 1926
lék hún í Freistaranum og 1927 i
Eros. Á þessum árum voru mótleik-
arar hennar Lars Hanson og John
Gilbert. Árið 1928 lék hún í mynd-
inni Dularfulla konan og Guðdóm-
leg kona á móti Lars Hanson og i
Önnu Kareninu á móti John Gil-
bert. Árið 1929 lék hún í myndinni
Siðlaus kona á móti John Gilbert
og í myndinni Eros í hlekkjum á
mun mest samgöngur milli ís
lands og Svíþjóðar, verði
samningurinn ekki endurnýj-
aður, og reyni nefndin ekki
fyrst og fremst að leggja sinn
skerf til þess að velta slíkum
steinum úr götu, virðist það
tómt mál að tala um að leúa
leiða til bættra samgangna
milli íslands og annarra Norð
urlanda.
Það hlýtur einnig að vera
áhugamál ríkisstjórna allraj
Norðurlanda, að deila þessi
ieysist. og nefnd sem vinnur
að bættum samgöngum milli
íslands og annarra Norður-
landa hlýtur að vera það
kappsmál, að flugsamgöngur
séu sem greiðastar og far-
gjöld jafnframt sem lægst á
þessum leiðum, svo að stefnt
sé að því marki að flugvél-
ar \erði íarartæki alls al-
mennings milli þessara landa.
móti Nils Asther, í myndinni Róman
tík á móti Lewis Stone og í mynd-
inni Villtar orkidíur á móti Lewis
Stone os Nils Asther. Árið 1930 lék
hún í Kossinum á móti Conrad
: Nagel, og sama ár lék hún i fyrstu
! ta’mynd sinni Anna Christie, sem
gerð var eftir leikriti O’Neills, þar
sem sænskum hreinii hennar var
óspart beitt.
Eftir eins árs hvíld lék hún aftur
i fjórum myndum árið 1932. Mata
Hari á móti leikurunum Ramon
Novarro, Lionel Barrymore og Lewis
Stone. Þá lék hún Susan Lenox á
móti Clark Gable og í myndinni
Eins og þú vilt mig á móti Melvyn
Douglas og Eric von Stroheim. Loks
i lék hún þetta ár í Grand Hótel,
sem gerð var eftir skáldsögu Vickis
Baums. Þar !ék hún með Joan Craw
ford og Lionel og John Barrymore.
Eftir þetta lék hún í nýrri mynd
á hverju ári. Kristín drottning, þar
sem hún lék á móti John Gilbert.
Marglita slæðan og ný útgáfa af
Önnu Kareninu, þar sem hún lék
á móti Fredric Marsh. María Wal-
ewska, þar sem hún lék á móti
Charles Boyer sem Napoleon, og í
Kamilíufrúnni lék hún á móti Ro-
bert Taylor.
Fram til þess tíma haíði hún
yfirleitt leikið í dramatískum mynd
um, en í andkommúnistiska gaman
leiknum Ninotchka, sem hún lék í
árið 1939, sá heimurinn Gretu
Garbo brosa í fyrsta sinn. Þar var
leikstjóri hennar Ernst Lubitch og
mótleikari Melvyn Douglas. Með
Melvyn Douglas lé hún einnig í
síðustu mynd sinni, Konan meö
tvö andlit, en sú mynd olli miklum
hneykslunum i Ameríku, er hún
var frumsýnd þar árið 1941. Síðan
hefir verið uppi stöðugur orðrómur
um, að hún hygðist taka að leika i
nýrri mynd, en enn hefir ekki crðið
alvara úr því.
Af efnahagslegum ástæðum mun
hún þó ekki þurfa að taka upp kvik-
myndaleik aftur. Á sínum tima var
hún hæst launaða leikkona Holly-'
woodborgar. Þá keypti hún sér lítið
hús í Beverly Hills í Hollywood og
landsetur heima i Svíþjóð. Annars
er Greta Garbo fræg fyrir spart-
verskan lifnað, og hún hefir alla
tíð lagt mest af tekjum sínum í
banka. Talið hefir verið, að hún
myndi taka að leika aftur, ef eitt-
hvert hlutverk vekti áhuga hennar,
en i 14 ár virðist ekki sem það
hlutverk hafi boðizt henni.
En áhorfendurnir hafa ekki
gleymt Gretu Garbo. Ef til vill er
það afleiðing þess, að stjarnan
Garbo hefir alltaf um leið verið
ráðgátan Garbo. Hún hefir lifað
lífinu í einrúmi og forðazt fólk.
Þessi hegðun hennar hefir orðið
kvikmyndahúsgestum allra ianda
ærið umtalsefni. Hún forðast ljós-
myndara og blaðamenn eins og heit
an eldinn, og afleiðing þess er, að
hún er hundelt af blað’aljósmynd-
urum, hvar sem hún fer. Munu
flestir orðið kannast við myndir af
henni, þar sem hún reynir að laum
ast bak við sólgleraugu og með
uppbrettan kápukraga.
Þá hefir það einnig valdið eilif-
um bollaleggingum, að hún liefir
aldrei gifzt. Hún hefir verið orðuð
við marga menn. Mótleikara sinn
John Gilbert og hljómsveitarstjór-
ann Leopold Stokowsky.
Sumir haía viljað skýra mann-
fælni hennar eftir sálfræðilegum
lögmáulm, en aðrir telja, að þar
sé einungis um sniðuga auglýsinga-
brellu að ræða. Þaö verður þó ekki
að teljast neitt yfirnáttúrulegt við
(Framhald á 6. slffu)
Þegar tölurnar íala
f ágústblaði Hagtíðinda
þessa árs er sagt frá ýmsum
fróöleik um fjármál og við-
skiptamál landsins, sem eru
þess verð að þeim sé veitt at-
hygli.
Skýrsla um útlán bankanna
sýnir, að þau eru við Iok júlí-
mánaðar þessa árs 2111 millj.
og hafa hækkað á einu ári um
312 millj. kr. Frá júlílokum'
1953 t’l jafnlengdar 1954 nam
hækkunin aðeins nærri 102
millj. kr.
Aðstaðan gagnvart úílönd-
um gjaldeyrislega var v*ð júlí
lok óhagstæð um 40.6 millj.
kr en á sama tíma í fyrra var
hagstæð gjalcjeyrisaðstaða,
sem nam fullum 46 millj. eða
um 86.5 millj. kr. betri en nú.
Frá byrjun þessa árs til júlí-
loka hefir hún versnað um
nærri 127 mUIj. kr.
Seðlaútgáfan var við lok
júlímánaðar orðin fullar 303
millj. kr. eða sú mesta, sem
orðið heíir við mánaðarlok.
Nemur hækkunin frá júlílok-
um 1954 rúmlega 25 millj. kr.
Spariinnlán nema nú viff
júlílok nærri 902 millj. kr. en
á sama tíma í fyrra 810 millj.
Hækkun þeirra á heilu ári er
þvi um 92 millj. Frá júlílokum
1953 til sama tíma 1954 var
hækkun þeirra 171 millj. effa
nokkru minna en tvöföld viff
það, sem hún reyndist nú.
Tfirlit þetta sýnir þessar
staðreyndir.
1. Útlán bankanna eru stór-
um hærri en fyrir einu ári.
2. Gjaldeyrisaðstaðan gagn-
vart útlöndum er 86.5 millj.
kr. lakari en var fyrir tólf
mánuðum.
3. Seðlaútgáfan er sihækk-
andi og nemur aukningin
nærri 10 af hundraði á
einu ári.
4. Spariinnlán á síðustu tólf
mánuðum hafa ekki aukizt
nema um ríflega helmmg
þess er hækkunin var tólf
mánaða tímabilið næsta á
undan.
Sé litið á vöruskiptajöfnuff-
inn við júlílokm síðustu, kem
ur í Ijós, að hann er óhag-
stæður um 206 millj. kr., en
það er um 40 millj. meirl
halli en árið áður á sama
tíma Síðán þetta ágústbla®
Hagtíðindanna kom út, hafa
blöðin birt niðurstöðuna viff
lok ágústmánaðar þessa árs.
Kemur þá út, að enn hefir
sigið á sömu hlið og fyrstu
sjö mánuðina á þessu ári. Inn
flutningurinn hefir á fyrstu
átta mánuðum þessa árs orff-
iff fullar 750 millj. kr., en þaff
er 36 millj. kr. meira en var
sama tímabili 1954. ÚtHutn-
ingurinn hefir reynzt jafn
mikill á þessu tímabiÞ, þ. e.
jan.—ágúst, bæði árin effa
um 500 millj. kr. hvort áriff
til ágústloka. Við höfum því
nú að liðnum tve'm ársþriðj-
ungum óhagstæðan vöru-
skiptajöfnuð, sem nemur 250
millj. kr. Um hversu fara
muni á þe>m ársþriðjungi, sem
eftir er af árinu, verður engu
spáð, en á seinustu fjórum
mánuðum ársins 1954 var
vöruskiptajöfnuffurinn óhag-
stæður um 70 millj- Yrði reynd
in sú sama nú effa svipuð og
þá, væri áhallinn orðinn 320
mdlj. kr. í árslokin. Ekki
munu vera fyrir hendi ne>nar
ástæður til þess að áætla inn
flutninginn minnkandi eða aff
úr honum muni draga UI árs
lokanna. Ásóknin um vöru-
kaup og gjaldeyrísyfirfærslur
til útlanda er sögð vaxandi
og öllu meiri en góð tök eru
á að fullnægja. Framkvæmda
(FramhaM á 6. Eíðu).