Tíminn - 05.10.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, miðvikudaginn 5. oktáber 1955.
225. blað.
Sagðist vera ófrísk og rændi
barni til að sanna orð sín
Sérstætt liarnsrán í Kaliformu
Um þessar mundir er um fátt meira rætt í Kaliforníu en
rán«ð á Robert litla Marcus, sem tveggja daga gamall hvarf
af fæðingardeild sjúkrahússms Mount Zi0,n í San Fransisco
19. sept. s. I. Lögregla, blöð, útvarp og sjónvarp komu af stað
æðisgenginni leit, og dag nokkurn fékk faðir drengsins, Dr.
Marcus, sem er læknir við sjúkrahúsið, bréf undirritað
„barnsræninginn“, þar sem 5000 dollara var krafizt fyrir að
skila barninu aftur. En bréfið revndist tUbúningur, sendand-
inn hafði ekki hugmynd um barníð, en ætlaði að nota sér
fjáraflaleiðina. Móðir barnsins fékk taugaáfall við hvarf
barnsins, en huggaðist brátt í nærveru tveggja annarra barna
sinna.
ÞykknaSi undir belti.
Ellefu dögum eftir hvarfið kom
kona ein með barnið til prests nokk
urs í Stockton í Kaliforníu og gaf
sig fram við lögregluna seinna um
kvöldið. Saga konunnar, Betty
Benedicto, var eitthvað á þessa leið:
Pyrir nokkrum mánuðum tók
hún að þykkna ískyggilega undir
belti, og kunningjakonur hennar
spurðu hana, hvort hún væri ófrísk.
Einhverra hluta vegna svaraði hún
því játandi, og tók síðan á sig hlut
verk hinnar verðandi móður. Þegar
að þvi leið, að barnið skyldi fæð-
ast, tókst hún á hendur ferðalag
til móður sinnar í San Pransisco,
trúði henni fyrir leyndarmáli sínu
og hóf föstu mikla.
Sagðist hafa eignazt bam.
Tágrönn hélt hún aftur heimleið
is til manns sins, sagðist hafa orðið
iéttari, og væri barnið niðurkomið
hjá ömmu sinni. Eiginmaðurinn,
sem er ritstjóri við blað Filippseyja
búa í borginni, fagnaði atburðinum
með mikilli hátíð. Að fagnaðinum
loknum hélt „móðirin" af stað til
þess að sækja bamið.sitt. í örvænt
ingu sinni gekk hún sig inn á fæð
ingardeild og rændi þaðan Robert
litla, — að öllum líkindum vegna
þess, að hann hét Marcus eins og
maður hennar.
Glöggur lögregluþjónn
þekkti snáða.
í ellefu daga hafði frú Benedicto
bamið hjá sér í bezta yfirlæti. Hún
mátti aldrei af honum sjá, fór
meira að segja með hann á hnefa
Utvarpíð
Útvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venj'ulega.
20,30 Upplestur: Dr. Matthías
Jónasson les kafla úr taók
sinni „Nýjum mennta-
brautum".
20,55 Einsöngur: Kínverska
söngkonan Sú Feng-Chu
an syngur; Wu Y-li leik-
ur undir.
21,15 Upplestur: Anna Stína
Þórarinsdóttir les ljóð
eftir Hannes Pétursson
og Þorstein Valdimarss.
21.25 Tónleikar: Blásarar úr
Sinfónáuhljómsv. lieika
stutt tónverk.
21,45 Náttúrlegir hlutir.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Sögulestur.
22.25 „Tónlist fyrir fjöldann".
23,00 Dagskrárlok.
Útmrpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
20,30 Veðrið í september (Páll Berg
þórsson veðurfræðingur).
20,55 Einleikur á píanó: Julius
Katchen leikur.
21,20 Erindi: Ný stéttaskipting
(Jökull Jakobss. stud. theol.)
21,40 Dagskrárþáttur frá Færeyj-
um; VIII. Jacob Dahl prófast
ur (Edward Mitens ráðherra)
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Sögulestur.
22,25 Sinfóniskir tónleikar (pl.).
23,05 Dagskrárlok.
Frú Betty Benedicto
— Fyrirhafnarlítil barnseign!
leikakeppni ásamt manni sínum.
Þar vakti snáði athygli athuguls lög
regluþjóns, sem kannaðist við hann
af lýsingu. Hann fór til frú Bene-
dicto og spurði, hvort þetta barn
væri hennar. Hún játaði því, en
tortryggni lögregluþjónsins var vak
in. Strax sama kvöldið fór hann
heim til þeirra hjónanna, en þar
var enginn heima. Þá gafst frú
Benedicto upp á fyrirætlun sinni
og skilaði barninu.
Fundarlaunin fyrir barnið nema
um 120 þúsund íslenzkum krónum,
og þau hlýtur athuguli lögreglu-
þjónninn, sem þekkti Robert litla
á hnefaleikakeppninni.
////i/i inqarópjrit -1
s.Ms.
Jutta frænka
frá Kalkiitta
Þýzka kímnin hefir eignazt
marga aðdáendur hér á landi gegn
um „farsana" þeirra Arnold &
Back, enda skiljum við hana betur
en aðra erlenda kímni. „Jutta
frænka" hefir að visu fengið ýmis-
legt að láni frá „Frænku Charleys"
en kímnin er ósvikinn hláturvaki,
enda leikmeðferðin með ágætum.
Það var á elleftu stundu, ef svo
má segja, að ég komst til að sjá
myndina, því að sýningum fer víst
brátt að ljúka hér í Reykjavík, en
„farsa“-unnendum úti á landi skal
bent á, að hér er nokkuð fyrir þá,
Það má helzt að myndinni íinna,
að stundum finnst manni skýring-
arnar á flækjunni heizt til lang-
dregnar, en það eru þær líka i
gömlu þýzku kunningjunum, og
óhjákvæmilegar. Og bráðfyndin eru
mörg atriði myndarinnar.
Þjzki gamanleikarinn Gunther
Pillipp, sem i myndinni bregður sér
í pilsin til að hjálpa vini sínum
að blekkja ríku frænkuna frá Kal-
kútta, sýnir afburða spaugilegan
leik, og lyftir mörgu samtalinu, sem
annars væri langdregið. —BH.
Skákmótið
(Framhald af 1. síðu).
syni og Ásrrundi Ásgeirssyni
og á Ingi aðeins betra tafl.
í gærkvöldi var þriðja um-
ferð háð. Piínik tefldi þá við
Ásmund og hafði hvítt.
Fjórða umferð verður í
kvöld og tefla þá saman PU-
nik og Guðmundur Pálma-
son.
Vetrarstarfsemi
Ármanns
(Framhald af 8. siðu.)
æfingar i sundhöllinni, skíða
æfingar í Jósefsdal og róðrar
æfingar í Skerjafirði. Kenn-
arar verða Guðrún Nielsen,
Vigfús Guð'brandsson, Hann
es Ingibergsson, Þorkell
Magnússon, Stefán Kristjáns
son og Ásgeir Guðmundsson.
Þeir, sem hafa hug á að æfa
hjá félaginu í vetur, þurfa
oð láta innrita sig á skrif-
stofu félagsins í húsi Jóns
Þorsteinssonar.
Dregið hefír vertð í happdræííí K.R. og Ármanns wm
Dodge-bifreið, smíðaár 1955, sem er* 110 þús. kr. virði. Bif-
reiðina fengu systkmin Karl G. KarZsson, Síemwnn Karls-
dóftzr og Kolbrún Karlsáóttir, Skezðarvogz 11. Á mynáinni
sést þegar bzfrezö'izz var afhent. — Flugfarið íil NorðurZanda
\ann Ólafur Torfasón, Nökkvavogí 12, og farseðiZznn me'S
GzzZIfossi íiZ Kaupmannahafnar Kai Ólafsson, Barónssííg 27.
Sendisveinn óskast
Prentsmiðjan Edda
cssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssa
*
FALLEG
VÖNDUÐ
Karlmannaföt
TWEED-JAKKAR
STAKAR BIIXUR
HENTUG SKÓLAFÖT
ANDERSEN & LAUTH”
Vesturg. 17. — Laugav. 37.
Símar 82130—1091
KEFLAVIK
KEFLAVÍK
Nokkrar
IBUÐIR
í fjölbýlishúsi í Keflavík,
2ja, 3ja og 4ra herborgja, sem eru í byggingu, verða til
sölu á mjög sanngjörnu verði ef samið er strax.
Upplýsíngar verða veittar og gengið frá samningum
í Reiðhjólaverzl. Margeirs Jónssonar, Keflavík, sími 130
alla þessa viku milli kl. 3 og 6 e.h., en ekki á öðrum tíma
Innilegt þakklæti fráfall og jarðarför fyrir auðsýnda hluttekningu við
SVEINBJARNAR GUÐMUNDSSONAR, Ófeigsfirði.
Sigríður Guðmundsdóttir og börn.
Jarðarför sonar mins
séra EINARS STURLAUGSSONAR, prófasts,
Patreksfirði, fcr fram frá Patreksfjarðarkirkju fimmtu
daginn 6. október og hefst kl. 13,30.
Guðbjörg Jónsdóttir,
frá Snartartungu.
Maðurínn minn
SVEINN TEITSSON,
Grjótá, Fljótshlíð,
sem andaðist 28. september verður jarðaður laugardag
inn 8. október. — Athöfnin hefst að heimili hans kl. 1.
Jarösett verður að Hlíðarenda.
VzZborg Jónsdóítir.