Tíminn - 05.10.1955, Blaðsíða 6
PJÓDLEIKHÚSID
Góði dáttnn Svæk
eftir Jaroslav Hasek.
Þýðandi: Karl /sfeld
Leikstjóri: Indriði Waage.
Frumsýning laugard. 8. okt. kl.
Frumsýning laugardag 8. okt.
klukkan 20.
Hækkað verð.
Er, á mcðan er
Sýning sunnudag kl. 20.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 til 20. Tekið á móti pönt-
unum. Sími 8-2345, tvær línur.
Pantanir að frumsýningunni
sækist fyrir fimmtudagskvöld,
annars seldar öðrum.
GAMLA BÍÓ
Lokað land
(The Big Sky)
Stórfengleg og spennandi, banda
rísk kvikmynd, byggð á metsölu
bók Pulitzerverðlaunahfundar-
ins A. B. Guthrie.
Kirk Douglas,
Dewey Martin,
Elizabeth Threatt,
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sala 'hefst ki. 2.
Síðasta lest frá
Bonibay
(Last train from Bombay)
Geysi spennandl, ný, amerísk
mynd, sem segir frá lífshættu-
legum ævintýrum ungs Ameríku
manns á Indlandi.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
I BÆJARBlÓ
— HAFNARFIRÐI -
Verðlaunamyndin
Húsbóndi á sínn
heimill
Óvenjufyndin og snilldarvel
leikin, ný, ensk kvikmynd.
Þessi kvikmynd var kjörin
bezta enska kvikmyndin 1954
Myndin hefir verið sýnd á
fjölmörgum kvikmyndahátíð
um víða um heim og alls
staðar hlotið verðlaun og
óvenju mikið hrós gagnrýn-
eflda.
Charles Laughton,
John Mills,
Benda De Banzie.
Sýnd kl. 7 og 9.
Simi 9184.
NÝJA BÍÓ
Iláski í Iiáloftnm
(No Higway in the sky)
Skemmtileg og spennandi
ný ensk-amerísk mynd um
sérkennilegan hugvitsmann.
Aðalhlutverk:
James Stewart,
Marlene Dietrich
Jack Hawkins
Býnd kl. 5, 7 og 9.
TÍMINN, miðvikudaginn 5. október 1955.
225. bla9.
’ AUSTURBÆJARBÍÓ
Lykill að leyndarmáli
Ákaflega spennandi og meistara
leg vel gerð og leikin, ný, ame
rísk stórmynd í litum, byggð á
samnefndu leikriti eftir Frede-
rick Knott, en það var leikið í
Austurbæja,rbíói s. 1. vor og
vakti mikla athygli. — Myndin
var sýnd á þriðja mánuð í Kaup
niannahöfn.
Aðalhlutverk:
Bay Mílland,
Grace Kelly,
Robert Cummings.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
Komiiigiir frum-
skógaima
Sýnd kl. 5.
HAFNARBÍÓ
Sfmi 6444.
Fósiurdóttir
götunnar
(Gatan)
Hin áhrifaríka sænska stór
mynd eftir sönnum viðburð
um, um líf og örlög vændis
konu.
Maj-Britt Nilsson,
Peter Lindgren.
Bönnuð börnum innan 16 ára
Sýnd kl. 7 og 9.
Hrakfalla-
bálkarnir
Sprenghlægileg, ný -skop-
mynd með
Abbott og Costello.
Sýnd kl. 5.
TJARNARBÍÓ
Sabrína
byggð á leikritinu Sabrína Fafr
sem gekk mánuðum saman á
Broadway. Sabrína er myndin,
sem allir verða að sjá.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Jutta frœnka frá
Kalkátta
(Tanta Jutta aus^Kaikutta)^
I Sprenghlægileg, ný, þýzk gam-
janmynd, gerð eftir hinum bráð
jskemmtilega gamanleik „Landa
jbrugg og ást“ eftir Max Reimann
og Otto Schwartz.
Ida Wiist,
Gunther PhUipp,
Viktor Staal,
Ingríd Lntz.
Sýnd kl. 5,-7 og 9.
Síðasta sinn.
Hafnarfjarö-
arbíó
Sigur lækuisius
Góð og prýðilega vel leikin,
ný, amerísk mynd um sigur
hins góða.
Aðalhlutverk:
Gary Grant,
Jeanny Graein.
Sýnd kl. 7 og 9.
Raflagnlr
Víðgerðir
Efnissala.
Tengill h.f.
; | HEIÐI V/KLEPPSVEG
- ——M. •■■■■—l—j!
Þögnin er rofin
(Framhald af 4. síðu).
þeim. Það er eir, af máttar-
stoðum hins svonefnda vest
ræna lýöræð's, að hvaða fólk
sem er, allir þykist geta og
geti flutt.mál sín fyrir valda
mönnum þjóðfélagsins.
Guðmundur leggur ýmsar
spuiningar fyrir þjóðina, en
nú vi? ég, sem einn af þjóð-
inni, leggja spurningar fyrir
hann. Hefir hann ekki smán
að þjöðina með því, að gera
tilraun til að þregða fótól
sinni eða sokkaþandi konu
sinnar upp í Geir vegamála-
stjóra og undirmenn hans,
Árna Pálsson og Jóhann Hjör
leifsson? Og hefir honum
ekki tekizt það? Það getur
vel verið, að Guðm. vilji
sverja sig frá þessu, en þó
hann sverji við sokkaband,
mun ég ekki'taka þann eið
alvarlega.
Það, sem nú liggur fyrir að
gera viðkomandi þrú á Norð
urá er það, að Skagfirðingar
neiti algerlega þrú á þurru
landi inn á Norðurárdal, fyr
ir hinn væntanlega hringveg
og að gera þá kröfu, að sam
göngumálaráðherra láti taf-
arlaust framkvæma fyrir-
mæli Alþingis um byggingu
brúar á Norðurá hjá Skelj-
ungshöfða, eins og lög standa
til.
Strætisvagna-
fargjöld
(Framhald af 5. síðu).
áætla auknar tekjur. Vegna
verkfallsins hafa einhver út
gjöld sparazt svo sem
brennsluefni og vinnulaun.
Slit á hjólbörðum og vögn-
um að öðru leyti hefir orðið
minna þann tímann. Tekju
rýrnun og útgjaldalækkun,
meðan verkfallið stóð gætu
hafa orðið samsvarandi.
,6. Þogar tekjur einhvers fyr
irtækis hrökkva e(kki fyrfr:
útgjöldum þess eru oftast
tvser leiðir fyrir hendi tU að
jafna hai’ann. Önnur er sú,
sem oítast er gripið til og
þykir handhægari, að heimta
meiri framlög af þeim, sem
þjónustu fyrirtækisins njóta
eins og er um hækun fargjald
anna. Hin er sú, sem sjaldn
ar eða sjaldnast er farin og
þykir minna þægileg, að
draga úr útgjöldunum leita
að kostnaðarliðum, sem
iækka má eða fella niður
alveg, og fá með því tekjur
og gjöld til að jafnast. Hvort
hin síðari ieið, sejn hér er
nefnd, kæm* að haldi í rekstri
strætisvagnanna, skal ekki
fullyrt, en á það minnt, að ef
skipuð hefði verið nefnd sam
kvæmt tillögu nokkurs hluta
bæjarstjórnar Reykjavíkur,
hefði hún án efa leitað eftir
því hvort sú leið væri fær, á-
samt fleiri atriðum, sem þá
komu t,il greina.
J. Ai. Barrie: 58.
PRESTURINN
og tatarastúlkan
vetlingana upp, þótt kuldanepja sé og þeir liggi í vasa hans.
Allan tímann, sem ég stóð þarna, sagði ég við sjálfan
mig: Gerðu nú skyldu þína Tammas Whamond. Og án þess
að líta af prjónandi höndum hennar sagði ég kuldalega:
*— Það er lang sennilegast, að þessir vettUngar muni aldrei
koma á hendur þess, sem þeir eru ætlaðir.
— Nú, þér eigið við, að hann muni gefa þá einhverjum
fátækum vesaling eins og hann gefur allt annað sem hann
á, sagði hún sakleysislega. Já, þannig mun hann alltaf
verða og það hefi ég líke. sjálf innrætt hcnum. Það er ung
stúlka í heimsókn hér á prestsetrinu og hún bauöst til að
ljúka við að prjóna fyrir mig vettlingana. En honum myndi
ekki þykja eins vænt um þá, ef hann vissi að einhver annar
hefði prjónað sumt af þeim.
Þá hugsaði ég með mér: Guð hefir gefið þér tækfæri,
Tammas Whamond, og hú verðskuldar eilífa vansæmd, ef
þú notar það ekki. Þess vegna tók ég enn á ný í mig kjark
og sagði; — Hvar er þessi unga stúlka? Ég hefi nokkuð að
segja henni, sem ekki rná bíða.
— Hún er uppi á lofti, sagði frú Dishart mjög undrandh
En þér getið ekki þekkt hana, herra Wahmond, því að hún
kom hingað fyrst í gærkvöldi.
— Ég þekki hana betur en þér haldið, svaraði ég. Ég veit’
hvers vegna hún er komin hingað og ég veit, hverjum hún
heldur að hún muni giftast, en ég ætla hins vegar að segja
henni að hann muni hún aldrei fá.
— Hvers vegna ekki? spurði hún undrandi.
— yegna þess að sá maður er þegar giftur.
— Ég stóð þarna og beið þess að það liði yfir hana, en
það var nú síður en svo. Hún prjónaði í jafnmiklum ákafa
og áður og sagði: — Jú. nú. sé ég, að bér munuð þekkja
hana, en ég trúi því ekki, að það sem þér segið, sé satt.
— Það er það nú engu að síður sagði ég æstur.
— Jæja, það er þá líka ef tU vill öllum fyrir beztu, sagði
hún hugsandi. ;
Ég varð svo undrandi að ég settist á stólinn og skildl
hvorki upp né niður í þessu öllu saman. Ég vissi þá ekki, að
það var jarlinn, sem hún hafði í huga, þar sem ég hins
vegar var að tala um son hennar.
Svo fór hún að segja mér hvernig presturinn hefði verið
sem ungur drengur. Það var flest ómerkilegt og smávægi-
legt, af því taginu, sem mæður hafa jafnan á reiðum hönd-
um um uppkomin börn sín. En hún sagði það með slíkum
innileik, að oröin dóu á vörum mínum í hvert sinn, er ég
reyndi að taka fram í fyrir henni.
— Svo hefi ég hérna nokkuð, sem yður mun þykja gaman
að, sagði hún að lokum. Hún fór niður í dragkistu og tók
þaðan upp, — ja, hvað haidið þér að það hafi verið, skóla-
stjóri? — — lokkur úr hári drengsins, þegar hann var agn-
arlítill! — Þrisvar sinnum hafið þér komið hingað heim á
prestsetrið, herra Whamond, til þess að ég skyldi ekki verða
óróleg vegna fjarveru sonar míns .... Þess vegna gef ég
yður nú dálítið af þessum lokk.
Hvað átti ég eiginlega að gera við þennan hárlokk? Ég
vildi ekki taka við honum, en hún þrýsti honum í hönd
mér — og hvað átti ég að gera? Ég var í sannleika sagt
gráti nær, svo átakanlegt fannst mér að sjá einlægni henn-
ar og góðsemi. Já, þér megið skamma mig. skólastjóri, það
er hvort sem er ekki nema það sem ég á skilið.
En ég ávítaði ekki Tammas, bvert á möti hækkaði hann
mjög í áliti mínu. Samtal hans við Margréti endaði með
því, að hann ákvað að segja af sér formennsku í sóknar-
nefndinni. Hann gekk fram hjá mér í eldhúsinu án þess
að segja eitt einasta orð. Það er nú langt síðan hann dó og
svo lengi sem hann hjarði forðuðust börnin hann, því að
hann var geðvondasti maðurinn í öllu þorpinu. En aldrel
gleymi ég hvað hann'geröi fyrir mig og mína þennan dag.
í mörg ár var það umiæðuefnl manna, hvers konar hljóð
það hefði verið, sem allir töldu að væri fallbyssuskot og ttt-
kynnti að Rintoul jarl heíði gengíð í heilagt hjónaband.
Ég held sjálfur að bað hafi verið stór steinn, sem hrapaði
niður fjallið. Hrap hans kvað við ems og fallbyssuskot, bænd
urnir !itu upp frá basli sínu við sprungna flóðgarða og sögðu
hvor við annan: — Þá er jarlinn búinn að gifta sig.
Þar með hættu allir að hugsa um það mál — nema Gavin
og ég.
Bergmálið af hávaðanum var ekki fyrr rtáið út en Gavhl
hraðaði för sinni til Spittal og fór nú hraðar en fyrr. Hann
skreið og öslaði yfir þær torfærur, sem ég krækti fyrir.
Hundurinn hjálpaði honum líka, þegar honum var Ijóst, að
ferðinni var heitið heim. Skyndilega stanzaði þó húndur-
inn, skimaði ráðaleysislega í kringum sig, en stökk svo til
hliðar og hvarf í þokuna. Gavin hrópaði. á hann ~og sér tií!
undrunar heyrði hann mann blístra skammt frá. Hann
hljóp á eftir hundinum og rakst skömmu síðar á geitahirð-
ir, sem virtist í miklum æsingi. 1
— Hefurðu það með þér? hrópaði hann í eyrað á Gavln
til þess að yfirgnæfa hávaðann frá beljandi vatnsflaumn-
um. — Oh, þetta er séra Dishart, sagði hann svo. Þá kemutl
hann víst of seint. Jú, það er drengunnn Whinbuse, seffl