Tíminn - 05.10.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.10.1955, Blaðsíða 4
n TÍMINN, TniSvikudaginn 5. október 1955. 225. blað, Seint í júllmánuði síðastl. oirtist grein í Tímanum og ísafold eftír Guðmund L. Friðfinnsson bónda og skáld á Egilsá, er hann nefnir ,Norðurlandsvegur um Skaga fjörð.“ Þungamiðja þessarar ritsmíðar er sú, að hin vænt anlega brú á Norðurá verði byggð á Gvendarnesi og full kominn þjóðvegur verði lagð ur um hlaðið á Egilsá. Til þess að koma sínu máli fram kallar hann á hjálp þjóðar- innar og td þess að þjóðin neyri kallið örugglega birtir hann ritgerð sína í tveimur stærstu blöðum landsins sam fcímis. Hann segir, að vegna gífurlegs áróðurs örfárra manna, hafi þeir atburðir gerzt í fyrra, að fjárveiting til brúar á Norðurá, hafi ver ið bundin við brú hjá Skelj- ungshöfða. Þetta er ekki rétt. Tvær síðustu fjárveitingar fcil brúar á Norðurá voru bundnar við brú hjá Skelj- ungshöfða og deilan um það, hvar brúin eigi að vera hófst ekki í fyrra, heldur er hún búin að standa yÞr síðasthð in fimm áv og Guðmundur forðast að segja frá því, hvers vegna deila þessi hófst. Fyrir framan Norðurá í Akrahreppi eru 9 bæir, sem eiga að hafa gagn af brúnni. Annars vegar eru sjö bændur á Kjálka og Austurdal, sem vdja, að brúin verði byvgö hjá Skeljnngshöfða fyrir sunnan Silírastaði, þar sem hefir verið alfaraleið yfir Norðurá frá ómunatíð, en hins vegar er Guðmundur á Egilsá, sem vill, að brúin komi inn á Norðurárdal við Gvendarnes. Þess sltal getið um Björn bónda í Borgar- gerði, að eftir því, sem kunn ugir segja, hefir hann aldrei gert minnstu tilraun til, að hafa áhrif á hvar brúin verð ur byggð og er þó brú hjá Gvendarnesi meira hagræði fyrir hann en Egilsárbónda, ef um hagræði er að ræða. í þessari brúardeilu eru þvi sjö gegn einum og Guð- mundur vill að einn — hann íjálfur — ráði gegn sjö. Það n hans lýðræði. Kjálkahúar hafa frá upp- nafi byggt andffiæli sín gegn orú á Norðurá inn hjá Gvend urnesi á tvonnum höfuð rök- um. í fyrsta lagi, að vegur- mn út í Blönduhlíð og til ðauðárkróks lengist um 9 til 10 km. og það er ekki að ó- fyrirsynju, að þeir, sem búa 33 til 70 km. frá verzlunar- stað komi auga á það. Mundi ikki Skagfirðingum bregða í orún ef Sauðárkrókur væri ,'Jlt í einu kominn 10 km. út i Reykjaströnd. Þá kæmi til ithugunar, hvað það kostaði, ið flytia þessa vegalengd, að jg frá einu býli, yfir árið, par sem rekmn er nútíma oúskapur með tilheyrandi ílutnmgaþörf. Og hvað .nundi þetta kosta á einu ári fcyrir 7 býli og hverju mundi pað nema fyrir þessi 7 býli í 50 eða 100 árum? Ég vil Diðja Guðmund á Egilsá að veikna þetta út, því ég held, ið hann hafi það mikinn =mekk fyrir peninga, að aann geti fallizt á, að hér er jm mikla fjármuni að ræða, pegar tímar líða. í ööru lagi er svo það, að /egurinn eftir Silfrastaða- •jalli er oft ófær á vetrum /egna sveilalaga, en svo var paö alllengi síðastliðinn vet jr og þá kemur brú hjá Svendarnesi ekki að notum. ?á má segja, að hún standi i þurru landi. Þetta deilumál um brúna á Bj'örn Egilsson: Orðið er frjálst Norðurá hefir ekki verið flutt á opinberum vettvangi, fyrr en nú, að Guðm. á Egilsái hefir rofið þögnina og kvatt sér hljóðs. Þegar hann kemur fram fyrir tjöldin eftir margra ára tívöl í skúmaskot um að tjaldabaki, er mér það kærkomið tilefni til, að segja frá ýmsu bví, sem hann get ur ekki um, en skiptir þó miklu máli. Árið 1950 var fyrst veitt fé til brúar á Norðurá, 130 þús., og sú fjárveiting bundin við brú hjá Gvendarnesi. Þegar það spurðist, þótti Kjálka- búum sinn hlutur ekki góður og fyrri hluta .árs 1951 skrifj aði Oddur Einarsson bóndi í Ef.atatungu vtegamálrjstj óra um málið. Svar við því bréfi fékk hann með bréfi frá vegamálastjóra dagsettu 6. júni það ár og hafði það að geyma synjun um meðmæli með brú á Norðurá hjá Skeljungshöfða. Skömmu seinna fékk ég umboð frá bændum á Kjálka td þess að ræða yið veigamálastjóra. Hinn 3. júlí 1951 fékk ég inn göngu á vegamálaskrifstof- una eftir nokkra umsát. Geir vegamálastjóri tók mér held ur kuldalega, sem kann að hafa verið fyrir það, að ég þéraöi hann ekki. Hann spurði, hvað væri fyrir mig. Ég lagði þá fram bréf frá Oddi í Flatatungu og skjal undirskrifað af 20 manns, þar sem óskað var eftir, að vegamálastjóri endurskoðaði afstöðu sína viðlcomandi brúnni og að hún yrði byggð hjá Skeljungshöfða. Þegar ég hafði eytt einum 6 mín útum af hinum dýrmæta tíma vegamálastjórans, lét hann mig vita, að hann gæti ekki talað lengur við mig, en hann þurfti ekki að opna hurðina, því að einn af undir mönnum hans gerði það. Nið urstaðan af þessari viðræðu varð sú, að vegamálastjóri sagði þessa setningu: „Al- þingi ræður þessu, því að brúin verður dýrari hjá Skeljungshöfða". Þegar hér var komiö sögu hafði Guðmundur á Egilsá oft rætt um það við Stein- grím Steinþórsson, að Norð- urárbrúin yrði byggð hjá Gvendarnesi, en afstaða Steingríms viðkomandi þess- ari brú, hefir frá upphafi ver ið sú, að hún yrði byggð, þar sem flestir hefðu gagn af henni. Það hefir því aldrei verið um það að ræða, að hafa nein áhrif á hann. í bréfi til mín frá Steingrími Steinþórssyni 15. desember 1952, kemst hann svo að orði, að hann voni, að Norðurár- brúin komi hjá Skeljungs- höfða, en Guðmundur á Eg- ilsá sé ekki ánægður. Af þess um orðum Steingríms er það ljóst, að á því ári, hefir Guð- mundur á Egilsá haldið á- fram að reyna að hafa áhrif á hann. Sumarið 1951 var mælt fyr ir brú hjá Skeljungshöfða og gerðu það íleiri en einn verk fræðingur. Síðar var unnið úr þeim mælingum, kostnaðará- ætlun gerð og lögð fyrir Al- þingi. Það mun hafa verið Alþingi 1953, sem samþykkti fyrir atbeina Steingríms Steinþórssonar, að Norðurár brúin yrði byggð hjá Skelj- ungshöfða. Síðan átti að hefja brúarsmíðina vorið 1954, en það reyncust ekk' hægt, vegna þess, aö verk- fræomgaverkiailið stóð þá yfir. Lm sumariö urou svo mikiar natturuhamiarir í Norðuráraar, skrLður og í'lóð. Fióöið, sem þá kom i Norö- ura, er ai sumum taúð það mesta, sem komiö heiir, sið- an í'lóöahaustið nokkru fyrir siö'ustu aidamót. Mesta fióð- iö stóö stutt og var taúö stafa af scifiu, sem komið' hali af sknöufaiii. Engin mæling var gerö á vatnsmagninu og ekki breytti Noröurá íarveg- um sinum hjá Skeljungs- höfða, en þar hefir hun iegið í somu farvegum um langt skeiö. Siöastl. vor var ekki lengur verkiræöingaverklali, en þá kom annað tii. Vegamáiastj. neitaöi aö framkvæma fyrir- mæli Alpingis um byggingu brúar hjá Skeljungsnöíöa. Eg hefi heyrt, að hann haí'i sagt í símtali viö Sauöárkrók s. 1. vetur, að brúin yrði byggð við Gvendarnes, ef hann réði, annars væri ráð- herrann með röfl, en þa'ð yröi ekki tekið td greina. Alþingi ræður þessu, sagð'i vegamáiastjóri áöur og .það er rétt. Alþingi hefir fjárveit ingavaldið, en framkvæmda vald ríkisins er í höndum ráð herra. Vegamálastjóri hefir hvorki framkvæmdavald eöa neitunarvald og það er öm- urlegt, þegar þes'si virðulegi embættismaður, sem að mörgu leyti mun hafa staðið vel í stöðu sinni, endar sína löngu embættistíð með því, að vilja taka sér vald, sem hann hefir ekki. Það er al- varlegt mál, þegar einhver þjóðfélagsþegn vill taka sér vald, sem hann hefir ekki. Slíkt á ekki að líðast neinum í lýðfrjálsu landi. En hvers vegna vill vegamálastjóri hafa fyrirmæli Alþingis að engu? Ég heid, að það hljóti að vera annað hvort af hræðslu við náttúruhamfar- ir eða þjónustusemi við Guð mund á Egilsá, nema hvort tveggja sé. Það er rétt að benda á, að ólíkt er aðhafst við Múlakvísl á Mýrdalssandi. Þar tók af 50 metra langa brú síðastliðið vor. Það á ekki að endurbyggja hana á sama stað, þar sem þröngt er að ánni, heldur færa hana ofan á eyrar fyrir sunnan Höfðabrekkuheiði. Þar á að byggja 150 metra langa brú með tilheyrandi varnargörö- um. Þar er vegamálastjóri ckki hræddur við, að byggja brú á eyrum, enda hnfga rök að því, að þar sem hætta er á stórflóðuin, sé brúarstæði betra, þar sem vatniö hefir svigrúm til að dreifast. Þann ig er það við Héraðsvatnabrú á Grundarstokk. Vötnin eru látin renna yfir veginn til þess að hlífa brúnni. Hlutverk verkfræðinga er að mæla og reikna og gera áætlun um kostnað við fram kvrcmdir. En ef þeir taka sér fyrir hendur að gera spádóma um óvenjulegar aðfarir nátt úruaflanna, eru þeir komnir út fyrir sitt verksvið, því til þess eru þeir alls ófærir. Guðmundur á Egilsá reyn ir að notfæra sér hamfarir náttúruaflanna til þess að heyja taugastríð. Eftir að hafa lýst skriðuföllum á Norð urárdal spyr hann: „Hvað gerist næst?“ þvl er fljótsvar að. Það veit enginn, hvorlti hann eða neinir verkfræð- uigar. Hanp talar um líftjón af hugsanlegum skriðuföllum í Silfrastaðafjalli í myrkri á hauscin. En því endilega í myrkri á haustin? Þó að Norðurlandsvegur kæmi um Egilsá með brú á Gvendar- nesi, verða sveitungar Guðm. cg aðrir innanhéraðsmenn eftir sem áður að fara efÞr veginum í SHfrastaðafjalli. Ekki ætla ég honum það, að hann meti minna líí sveit- unga sinna en annara, held- ur er þetta innskot hans, dæmi utn iljótfærni í mála tilbúnaði og hvað honum tekst iila, að hræða með flóð um og skriðum. Þá kem ég uö þeim hugleiö ingum Gnðmundar að Norð- urlandsvegur iiggi í framtíð inni fram Lýtingsstaðahrepp, yfir væntanlega brú á Hér- aðsvölnum og það er miklu af lionv-m létt. þegar Norð- urlandsvegur iiggur ekki leng ur um Blönduhlið og Hólm- inn, með öllu því torleiði, sem þar er. Það er eins og Hólmurinn og Blönduhlíðin sé autt svæði, sem hægt er að yfirgefa, en því fer fjarri. Vegurinn eftir Hólminum og Blönduhlíð, er ein af lífæöum Skagafjarðarsýslu. Það verð- nr að endurbæta hann og halda honum við, hvað sem það kostar, alveg eins og það verður að byggja brýr á Múla lcvísl og Skálm, hvað sem það kostar, þó Kötlugos sé tali'ð yfirvofandi. Það þarf enga nýja brú á Héraðsvötn fyrir Norðurlands veg, því leiðin styttist ekki, þó briún kæmi hjá Flata- tungu, en lengist ef framar verður. Hin íyrirhugaða nýja brú á Héraðsvötnum, er til þess ætluð, að opna hringveg um innanverðan Skagafjörð og verður hún ómetanleg samgöngubót fyrir héraði'ð, því hringvegir fullnægja bezt samgönguþörfinni í byggð og bæ. Þessi brú mun gegna ná kvæmlega sama hlutverki og brúin á Blöndu hjá Löngu- mýri og brúin á Skjálfanda- fljóti hjá Stóruvöllum. Guðmundur á Egllsá bend ir á, að með brú á Héraðs- vötnum hjá Flatatungu og brú á Norðurá hjá Gvendar- nesi, fái allir beina leið til Ak ureyrar og Sauðárkróks, en hann nefnir ekki, að Ibúar Akrahrepps fyrir framan Norðurá þurfi að hafa sam- band við sveitina, þar sem beir eiga þingsókn, kirkju- sókn og barnaskóla, en þaS eeta þeir ekki að vetrinum, begar Silfrastaðafjall er ó- fært vikum og mánuðum sam an. Er það meintngin hjá Guðmundi, að visa þeim vest ur yfir Vötn með þetta allt saman? Ég tel vist að þeir e-ætu fengið að nota barna- "kóla Lýtingsstaðahreppg og kirkju gætu þelr lika sótt vestur yfir Vötn, en mann- réttindi sín geta þelr ekkl notað í Lýtingsstaðahreppi, að breyttum hreppamörkum. En þó að bessu sé sleppt, kem ur annað tiJ. Með brú hjá Gvendarnesi lengist hinn ^æntanlegi hringvegur um in km. 0« rofnar, þegar Silfra staðafiall er ófært og bá kem ur brúin á Héraðsvötnum ekki að fullum notum, en húm mun kosta 3 til 5 millj., ’oeear að bví kemur, að hún vorður byggð. Ésr get ekki stillt mig um - ð tilfæra orðrétt tvaer setn- ínvar úr grein Guðmundar á Eeilsá. Eft.ir að hafa deilt á fiárveitingavaldið fvrir að ausa fé í flárglæfrafyrirtæki segir hann: ..Þá kann ég ebki víS, að öU þjófSin sé smánnð með þvi að hvaða fó?k sem er, þykfst ire.fa lagt snkkabönd sin vi® æðsfn valdamenn landsfns.“ Síðan kemur upphrópun’ íariseans og hann bætir við: „Aff siálfsögffu hefí ég ekk ert sZíkt í hnga.“ Honum gremst það, að bvaða fólk sem er, skuli geta ílutt mál sín við yfirvöldin. Hínu mundi hann una betur, að það væru aðeins fáir menn og hann værl einn af (PrarnhaJd & B *®uv \0W \# .&>*" v»' . oQ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.