Tíminn - 03.11.1955, Blaðsíða 4
á.
TÍMINN, fimmtudaginn 3. nóvember 1955.
350. blaff.
I slendingaþættir
1
Sextugur: Þorsteinn Sigurðsson, Víðidal
í dag er Þorsteinn bóndi
Sigurðsson í Víðidal á Pjöll-
um sextíu ára. Þeir, sem ferð
ast til Austurlandsins að
sumrinu, verða þess varir, að
bæjarleiðirnar sumar hverjar
eru æðilangar. Milli Reykja-
hlíðar og Grímsstaða eru 41
kílómetri, og milli Gríms-
staða og Möðrudals 36 km„
en þaðan að Skjöldólfsstöð-
um 45 km.Þeir, sem fara þessa
leið austur, sjá til hægri hand
ar spölkorn frá veginum reisu
legan bæ milli Grímsstaða og
Möðrudals er Víðidalur heitir
og ber nafn af dalnum, sem
hann stendur í. Þetta er bær
Þorsteins.
Bændurnir á þessum bæj-
um eru útverðir byggðarinn-
ar í sveitum landsins. Þeir
eru lausir við margt það, sem
fólkið í þéttbýlinu þekkir, en
lifa frjálsir og starfa í sam-
ræmi við móður náttúru í
ríki sínu. Slíkum mönnum á
íslenzka þjóðin sem heild
margt að þakka. Þeirra vegna
notast landið betur, þeirra
vegna er framleiðslan meiri,
og margur er sá maðurinn,
sem á ferðalögum hefir kom-
ið þreyttur og hrakinn á af-
skekktu bæina og fengið þar
hressingu bæði á sál og lík-
ama.
Einn af þessum bændum er
Þorsteinn í Víðidal. Hann hef
ir búið þarna í einangrun,
lengi simalaus og einangrað
ur og stundað bú sitt með
prýði. Hann hefir bætt jörð-
ina og gert hana betur hæfa
til búskapar, unnið með fram
þróun tækninnar að því að
bæta og fullkomna iífsskil-
yrðin fyrir komandi kynslóð-
ir. Og jafnframt hefir hann
eins og allflestir bændurnir
og fólkið í strjálbýlinu hugs-
að sjálfstætt og skapað sér
skoðanir um menn og mál-
efni. Múgmennskan nær ekki
til hans. Þess vegna hefir
hann alla tíð verið Fram-
armaður, laus við að láta
glepjast af fagurgala og kosn
ingaloforðum, sem oftast
reyndust tál eitt.
Eg á enga betri ósk til
handa Þorsteini sextugum, en
að hann megi sjá börn sín
verða útverði byggðamenning
arinnar, eins og hann hefir
sjálfur verið, verða sjálfstæð
í skoðunum og aldrei renna
inn í hóp múgmennskunnar
eins og mörgum hættir við að
gera í þéttbýlinu.
Megi honum og hans end-
ast sem lengst þrautseigja og
þol fjallabóndans, megi hon
um enn lengi auðnast að
bæta býU sitt, fegra það og
prýða, og megi blessun Guðs
hvíla yfir honum og öllum
hans niðjum. Og ég veit að
hún gerir það, bví þar sem
góðir menn fara eru Guðs
vegir. 2. nóv. 1955.
P. Z.
«$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$5
UNGLING A
vantar til að bera blaðið út til kaupenda á
Grsmsstaðaholt
Afgreiðsla TÍMANS
SÍMI 2323.
wnftamaUt
Tilkynning
vegna sívaxandi dýrtíðar og aukinna takmarkana á
rekstursfé sjáum við oss tilneydda að taka upp nú
þegar algert staðgreiðslufyrirkomulag.
H.f. Kol & Salt
Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar
Kolaverzl. Gnðna Einarssonar & Einars
W.V^VV.VW.V.VV.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W
Gerist áskrifendur
að T í M A N U M
Askriftasími 2323
Tékkneskt fey^mgarefiu úr
ashest-sementi
ÓDÝRT — VARAXLECT
ÖRLGCT GEGN ELDI
Veggplötur - pilplötur - báru-
%£"1,1 ■" ptötur - þakhellur. - Þrýsti-
* \vatns-pípur, frárennslispípur
jl og tengistykki.'
Einkaumboö: Mars Tradinjí Company,
Klapparstíg 20, — Sími 7373
l£5£ Czechoslovak Ceramics,
Prag, Tékkóslóvakíu.
*•*.**/. % *
ogkostary&urminna
Með því að nota Rinso fáið þér glæstast-
an árangur. Það er ekki aðeins, ódýrara
en önnur þvottaefni, heldur þarf minna
af því og einnig er það skaðlaust hönd-
um yðar og fer vel með þvottinn, því að
hið freyðandi sápulöður hreinsar án þess
að nudda þurfi þvottinn til skemmda.
VERNDIÐ HENDUR OG ÞVOTT