Tíminn - 13.11.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.11.1955, Blaðsíða 5
TÍMINN, sunnudaginn 13. nóvember 1955. 5 259. blað'. . „Mesta myndin“ á þessarl sýníngru, að dóm« VaZtýs Péturssonar. Myndflötur 210x110 sm. j'i ■ Eigandi: Egrill Gr. Thorarensen. ■ j n;.i ist-iZt “,9».: tfe o":t.:cí „Mesta landslagsmyndin“ á Menntaskólasýningunni 1935 að dóm* forgöngumanna þe*rrar sýningar. — Myndflötur 177 X 111 sm. Eigandi; Svavar Hjaltested. '-Síí 4C(I>hí9ím •?! Jli*. 4írí«iv Það voru tvetr hálærðir ungír málarar, sem völdu og söfnuðu saman myndum þeim, sem nú blasa við á af- mælissýningu Kjarvals, og viðurkennt er að gefi stór- brotna hugmynd um' ævistarf þessa afkastamikla og hug- kvæma Ustamanns. Og þó eru á sýningunni aðeins tvö hundruð myndir. Kunnugir vita að Kjarvalsmyndir skipta þúsundum. Af þessu má marka hið tröllaukna ævistarf, sem hér er þegar unnið. Síðastliðið sumar komu hingað hollenzk hjón, fyrst og fremst til þess að kynnast Kjarval og verkum hans. Höfðu þau eignast bókina hans áður en þau iögðu í þessa för. Þegar þau á sól- björtum sumardegi voru kom in austur á Þingvöll, heyrði maður hjónin ræðast við: „Sérðu Kjarvalslitina?“ Þá bar það við, að einn merkustu mönnum landsins sem gjöftr meir að því en margir aðrir, að ferðast um fjöll og fyrnindi hér í ná grenninú, kom nýlega úr einni slíkri för og sagði: „Aldrei hefi ég séð eins mikið af Kjarvalslitum í náttúrunni eins og í dag!“ Þetta bar á afmælisdág Kjarvals. Menn eru af guðs náð mis- jafnlega músíkalskir. Hitt er þó vist, að þessa gáfu er hægt að þroska. Megingildi listmálara mun þá öðrum þræði fólgið í því að þroska með almenningi „áheyrnina“ fyrir Útadýrð og fegurð náttúrunnar. „Eg er músíkals.kari fyrir milligöngu augans en eyrans“, sagði ís- lenzkur maður ekki alls fyrir löngu. Sami maður mætti kunn- ingjakonu á Túngötunni og mælti: „Sérðu hvað kvöldið er í fallegri kápu?“ Kannske var það hin einkennilega fallega kápa, sem konan var í, sem kom honum til að orða þetta svona! Sólarlagið var dásamlegt þetta kvöld. Og sem hann hélt leiðar sinnar, stóð það fyrir honum, að fall- egt sólarlag, er aðeins fagurt veður! Og enn reikaði hugur- inn. Hvernig væri, að veður- þjónustan tæki að „sjóða nið ur“ hin mörgu óviðjafnan- lega fögru sólarlög, taka af þeim litkvikmyndir og jafn- vel láta þeirra getið í mán- aðaryfirliti. Sjálfur man hann enn tvö sólarlög frá ár inu 1913! í fyrra sinnið var hann í fylgd með Sveini Odds syni, manninum, sem kom með fyrsta Ford-bílinn, og fannst nú heldur lítið um flest hér hjá okkur. Svo gengu þeú saman niður á Try ggvabrygg j u, stóðu þar __ QJL randur jTja^núíion: KJAKVAL Hvernig upp var hengt —- Afköst og „ismar“ — Aldur gullalda „Bezta myndin“ að dómi ÞorvaZdar Skúlasonar. Myndflötur 147x106 sm. E*gandi: Ilelg* Ingvarsson. hljóðir frammi fyrir kvöld- dýrðinni góða stund. „Eigið þið annað eins í Ameríku,“ „Nei“, svaraði Sveinn með auðheyðri einlægni! (Að sjálf sögðu eiga þeir annað eins íAmeriku, þótt Svemn upp- lifði ekki hliðstæðu á slétt- unum í Kanada). í síðara skiptið var stórt ferðamannaskip hér á skipa- legunni. Allur manngrúinn safnaðist að borðstokkunum, sem sneru að sólarátt, í orð- lausri hrifnmgu meðan sólin gekk til viðar. Og slík var dýrðin, að ungu mönnunum úr landi mun aldrei hafa bor ið neitt þvílíkt fyrir augu, hvað þá að aðkomufólkinu hafi áður verið kunnir þessir íslenzku landkostir. Það, sem hefir áunnist við ævistörf Þórarins, Ásgríms, Jóns Stefánssonar, Kjarvals og annarra landslagsmálara okkar er, að við höfum orðið skyggnari á ljósið yfir land- inu og litbrigði þess. Og vafa laust hefir Kjarval verið mik ilvirkastur við að sýna okkur framan í þessar staðreyndir. Hann hefú málað og borið inn í líf okkar flest sýnishorn af þeirri fjölbreyttni ljóss og lita, sem daglega leikur við hina óendanlegu tilbreytni í formfegurð okkar sérkenni- lega lands. Þetta hefir opnað á okkur augun! Og síðan hef ir okkur tilveran öll eins og hækkað í veröi! Að sjálfsögðu er þetta ekki nema ein hhð á listgildi mál- verka. Málararnir tala einnig við okkur sem skáld, yrkja sig inn í líf okkar, og beita til þess hinum fjölbreytileg- ustu aðferðum og snillibrögð- um. Hollendingar tala um „gull öld“ eins og við, — gullöld í málaralist. Þetta barst í tal í bréfaskiptum, sem hlutust af því, að ég hafði sent hollenzk um manni Kjarvalsbókina. Þessi hollenzka málara-gull- öld“ stóð frá 1650—1695. einn mannsaldur! Þennan manns- aldur eignuðust Hollendingar samtímis hvern snillinginn öðum meiri, þótt Rembrandt sé þeirra alfrægastur. Vissulega höfum við nú loks eignast okkar gullöld i þessari sömu listgrein. Færi það framhjá veröldinni, skipt ir það ekki öllu máli, en á- heyrnin, sem okkar góðu mál arar hafa þegar hlotið hjá þjóð sinni, vitnar um þetta; Enda eigum við í bakhönd- inni „gullöld,“ sem ekki verð ur um deilt! En hún stóð þá heldur eigi nema mannsald- ur! Annars læt ég ekki á móti mér að framlengja ekki lítið eitt þetta gullaldarhjal. Þeir Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason, eiga heið urinn af vali myndanna á þessa afmælissýningu, sem stóðst sitt próf hjá meistar- anum sjálfum — Kjarval! Þegar búið var að koma myndunum fyrir, lét Kjarval það á móti sér að líta þar inn og áður en sýnúigin var opn- uð. Annars var hann búinn að afþakka það, og kvaðst líta inn við hentugleika. Þegar hann kom út aftur, sagði hann: „Mikil lifandi ósköp er þetta vel hengt upp!“ Er þá að geta þess, að þeim Þorvaldi og Valtý mun fyrst hafa komið tU hugar að flokka myndirnar og skipa þeim í herbergi eftir tækni- legum vinnubrögðum, og töldu upp fjölda tegunda ,,isma“, sem verk Kjarvals tilheyrðu. En frá þessu var horfið. Er það ágizkun mín, að bað eigi rót sína í því, að enda þótt Kjarval hafi í fjöl hæfni sinni „kveðið kvæði sín“ undir bragarháttum hinna fjölbreytilegustu „is- ma“. þá hefir hann hvorki storknað né strandað í nem- um þeirra, heldur að hættl islenzkra stórskálda ort og unnið undir hinum fjölbreyti legustu bragarháttum, og vildi ég mega vænta þess, að okkar ungu, vel lærðu lista- menn tækju hann sér til fyrirmyndar í þessu efni. Enda get ég ekki hugsað mér, að hin volduga tízka verði þess umkomin, að leika með þeim hætti á sína miklu har- móníku, að við manneskjurn ar breytum smekk okkar þannig, að við tökum að snúa baki við landslagsmyndum Ásgríms, náttúrulýsingum Jóns Stefánssonar eða „veður lýsingum“ Kjarvals, og látum þetta þoka fyrir oðlausum „listastemmum“ einvörðungu. Meðan á uppsetningu Kjar valssýningarinnar stóð, kom þá fyrir atvik, sem styrkir mann í þeirri trú, að íslenzkir málarar muni seint snúa baki við því, að endunsegja ís- lenzka nátúrufegurð. Báðir þessir gáfuðu og lærðu lista- menn, Þorvaldur og Valtýr, sögðu mér, hvor í sínu lagi, hvaða myndir þeir teldu „mesta verkið“, — „beztu myndina“, á þessari sýningu. Og hvort tveggja voru land- lagsmyndir — hreinn „natur alismi“. Sóknin að sýningu Kjarvals er þá einnig nokkur mæli- kvarði á hvar við stödum. Sýninguna hafa þegar sótt tólf þúsund manns, og hefir þó reynzlan verið sú, að því er mér er tjáð, að erfitt hefir verið að fá fólk til að sækja sýningar í Þjóðminjasafnið. Þá er hitt þá eigi siður vott ur um hvar við erum á vegi Framhfcld k 10. ilöu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.